Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUJvfljj-AÐIÐ IÞRÓTTIR yiMMTUiji^R 31. AGUST 1989 ■ 1 I: i ■- ! I 7 U KNATTSPYRNA / 1. DEILD Astráður hættur Astráður Gunnarsson er hættur störfum sem þjálfari liðs Keflvíkinga í knattspyrnu. Hann tiikynnti forráðamönnum knatt- spyrnuráðs ÍBK þessa ákvörðun sína munnlega í síðustu viku, skömmu eftir að Hólmbert Friðjóns- son hafði verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi liðsins á lokaspretti Is- landsmótsins. Enginn þjálfari hefur verið ráðinn í stað Ástráðs, sem er farinn í frí til útianda. Að sögn Rúnars Lúðvíkssonar, formanns knattspyrnuráðs ÍBK, fannst Ástráði það vera vantraust á sig sem þjálfara þegar Hólmbert var fenginn til að aðstoða liðið. „Hómbert kemur þó ekki til með að verða þjálfari. Það er frekar ólík- iegt að ráðinn verði þjálfari í þessa þijá leiki, sem eftir eru en við erum að skoða þetta þessa dagana. Auð- vitað er það mjög ^slpsmt þegar svona kemur upp á. Ástráður vann samvizkusamlega en hafði ekki reynslu af því að þjálfa meistara- flokk og þess vegna leituðum við aðstoðar Hólmberts," sagði Rúnar. Steinar Jóhannsson, sem starfaði með Ástráði sem aðstoðarþjálfari mun hins vegar halda áfram störf- um að sögn Rúnars. ÍBK er neðst í 1. deild með 11 stig og verður því að hala inn stig í síðustu leikjununr þremur til að halda sér uppi. „Allir leikirnir, sem við eigum eftir, eru mjög mikilvæg- ir en við erum staðráðnir í að halda okkur uppi,“ sagði Rúnar. _ekkl Lauqardagur kl. 13:55 35. LEIKVIKA- 2. sept. 1989 1 X 2 Leikur 1 Valur - Þór Leikur 2 Keflavík - Víkingur Leikur 3 F.H. - Akranes Leikur 4 K.A. - Fylkir Leikur 5 Bradford - Portsmouth Leikur 6 Brighton - Port Vale Leikur 7 Hull - West Ham Leikur 8 Ipswich - Bournemouth Leikur 9 Middlesbro - Sheff. Utd. Leikur 10 Stoke - Leeds Leikur 11 Watford - Leicester Leikur 12 W.B.A. - Sunderland Símsvarl hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN s. 991002 TVÖFALDUR POTTUR! HANDKNATTLEIKUR „ Af þvi bara-log! Furðulegar reglur HSÍ setja leikmönnum þröngar skorður Á ÁRSÞINGI HSÍ fyrir rúmu ári voru samþykktar reglur um félagaskipti íslenskra leikmanna. í þeim segir að ef leikmaður skipti um félag verði gamla félagið hans að skrifa undir félagaskiptin, að öðrum kosti geti hann ekki spilað næstu sex mánuðina. Með þessum reglum, sem samþykktar voru af öllum fé- lögunum, átti fyrst og fremst að koma í veg fyrir óeðlilegt flakk leikmanna á milli félaga og styrkja samningsstöðu íslenskra liða gegn erlendum liðum. Einnig átti þetta að vera til að halda íslenskum handknattleik sem lengst frá atvinnumennsku. Þessar reglur hafa snúist upp í and- hverfu sína og skert verulega frelsi leikmanna. Þegar fresturinn til félaga- skipta rann út, fóru nokkrir leikmenn í bann þar sem fyrra félag þeirra samþykkti ekki skipt- AF in. Þessir leik- INNLENDUM menn mega ekki VETTVANGI leika. með iiði sínu næstu sex mánuð- ina vegna tregðu félaganna og þess- ara furðulegu LogiBergmann . Eiðsson Þessir leikmenn skrífar eru Óskar Helga- son (sem ætlaði að fara úr FH og leika á Spáni), Dagur Jónsson (úr Fram í Víking) og Sigutjón Sigurðsson (úr Hauk- um í Val). Þetta er þó alls ekki einu málin því nokkur félögþurftu að borga vænar summur til að „losa“ leikmenn frá féiögum með „_doilaramerki“ í augunum. Mál Óskars er reyndar öðruvísi en hin því hann hafði ekki fengið stað- Óskar Helgason er einn af mörg- um leikmönnum sem hafa verið kyrr- settir. festingu frá Spáni en þar vantaði einnig undirskrift FH-inga. „Af þvi bara-lög“ Lögfræðingur, sem verið hefur viðloðandi handknattleik í mörg ár, kallaði þessi lög „Af því bara- lög.“ Hann segir að ástæðan fyrir lögunum sé óskiljanleg. Þau gangi í berhögg við stjórnarskrána, áhugamannareglur ÍSÍ og ekki síst reglur HSI. Ástandið sé bara eins og í sandkassanum þar sem röksemdarfærsian fyrir settum reglum er „af því bara!“ Annar handknattleiksmaður segír þessar reglur svipaðar sænskum reglum. I þaim íslensku séu þó aðeins hagsmunir félag- anna hafðir að leiðarljósi en frelsi leikmanna, sem kveðið er á um í sænsku lögunum, hunsað. Í upphafi litu þessar regiur mjög vel út og menn voru bjart- sýnir á að þær gætu stöðvað flakk á miili félaga. Þess í stað hafa þær breytt handknattleiknum í eitt stórt „matadorborð“ þar sem leikmenn ganga kaupum og söl- um, en aðeins lítill hluti auranna fer í vasa leikmanna og afgangur- inn til félaga og iögfræðinga þeirra. í flestum tilfelium þegar leik- menn skiptu um félög neituðu lið- in að skrifa undir. Á hvaða for- sendum veit enginn og þau þurfu ekki éinu sinni að sýna fram á að viðkomandi leikmenn skuldi félaginu. Skiljanlega er sárt fyrir félögin að missa bestu leikmenn sína og eðiilegt að þau vilji halda í þá. En í landi þar sem atvinnu- mennska er feimnismál og ekki viðurkennd geta félögin ekki hald- ið leikmönrmm á þeim forsendum að þeir séu skuldbundnir félaginu. Til þess að losa leikmennina þurftu liðin að borga vænar summur til félaganna, í mörgum tilfellum fyrir ekki neitt. Þessar reglur koma þó líklega að gagni í samningum íslenskra liða við erlend. Reglurnar koma í veg fyrir að erlend lið geti skropp- ið til íslands og keypt bestu leik- menn þjóðarinnar eins og krónu- kúlur í sjoppu á Vesturgötunni. íslensk féiög fá þó alltaf eitthvað fyrir sinn snúð og ekki verður lit- ið á ísland sem Singapúr hand- boitaviðskipta. En ef svo fer sem horfír ráðast úrslitin í íslandsmótinu ekki á veliinum, heldur á skrifstofum iögfræðinga. golf „FRAMFARA-BIKARINN “ golf Forgjöf 25-36 18 holur m/án forgjafar Vegna þess hve margir urðu frá að hverfa í Meistaramóti byrjenda á Hvammsvelli þann 27. ágúst sl., þá höfum við ákveðið að halda opin golfmót alla sunnudaga í september fyrir kylfinga með forgjöf 25-36. Úrslit í meistaramóti byr jenda 1989 Sigurvegarar án forgjafar: 1. sæti Jón Eggertsson 82 högg. 2. sæti Lárus Sigvaldason 82 högg. 3. sæti Gísli Ö. Böðvarsson 83 högg. Sigurvegarar með forgjöf: 1. sæti Andrés Guðmundsson 51 högg. 2. sæti Páll Jóhannsson 51 högg. 3. sæti Bjarni Ágústsson 53 högg. AGANEFND KSI Þrír Eyjamenn í bann Aganefnd KSÍ kom saman til fundar á þriðjudag og voru 23 dæmdir í eins leiks bann. Sex leikmenn úr 2. deild taka út ieikbann um helgina. Eyjamenn verða með þijá leikmenn í banni mikiivægUm leik gegn Stömunni. Þeir eru: Friðjón Sæbjörnsson og Jakob Jónharðsson, sem eru varnar- menn og markaskorarinn, Tómas Ingi Tómasson. Einnig fengu þeir Heiðar Heiðarsson, UBK, Kristján Olgeirsson, Völsungi og Karl Þor- g;eirsson, ÍR, eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. I 3. deild fengu eftirtaldir leik- menn eins leiks bann: Kristján Gislason, Gróttu, Kristján Björg- vinsson, Gróttu, • Þórir Gíslason, UMFA, Örn Guðmundsson, UMFA, Helgi Helgason, Magna, Bogi Boga- son, Austra, Valdimar Hafsteins- son, Hveragerði og Páll Björnsson. Gri'ndavík. Auk þess fær Magnús Jónatansson, þjálfari Þróttar, eins leiks bann vegna brottrekstrar af varamannabekk. Fjórir leikmenn úr 2. flokki fengu bann, þrír leikmenn úr 1. flokki og einn leikmaður í 3. flokki. Aukaverðlaun næst holu Olafur H. Guðmundsson og Sighvatur Bjarnason. Veitt verða þrenn verðlaun m/án forgjafar hvern sunnudag. Þeir kylf- ingar, sem verða með alla fjóra sunnudagana, verða sjálfkrafa þátt- takendur í 72ja holu golfmóti um „Framfarabikarinn ’89“, þar sem veitt verða þrenn verðlaun m/án forgjafar og nöfn sigurvegara verða áletruð á glæsilega farandgripi. Þátttökugjald er aðeins kr. 500,- fyrir hvert 18 holu golfmót. Skráning fer fram í Golf- og veiði- húsi, sími 91-667023. HANDKNATTLEIKUR / SPÁNN Góð byrjun hjá Granollers Granollers, lið Atla Hilmarsson- ar og Geirs Sveinssonar, sigr- aði á fjögurra liða æfingamóti sem fram fór í Cuenca á Spáni um helg- 'na- Granoilers lék Frá við lið Aifreðs Gísla- Atla ■ sonar, Bidasoa, í Hiimarssyni úrslitaleik og sigr- 3 pani aði, 26:25, í spenn- andi leik. Auk Granollers og Bidasoa tóku Alicante og 21 árs lið Frakka þátt í mótinu. Bidasoa vann franska lið- ið 24:22. Alfreð skoraði 5 mörk, en Pólveijinn Bogdan Venta var markahæstur með 11 mörk. Gran- ollers sigraði Alicante, 22:18. Geir skoraði 2 mörk og Atli sex. Urslitaleikur mótsins milli Gran- ollers og Bidasoa var mjög sveiflu- kenndur. Bidasoa komst í 5:0 og síðan 11:5, en Granollers gerði síðustu sex mörk fyrri hálfleiks og breytti stöðunni í 11:12. Síðari hálf- leikur var jafn en Granollers var sterkari á endasprettinum og vann, 25:26. Atli gerði 8 mörk og Geir 3. Bogdan Venta var markahæstur leikmanna Bidasoa með 9 mörk, en Alfreð kom næstur með 4 mörk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.