Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1989
Herferð til styrktar fórnarlömbum umferðarslysa:
Vestmannaeyjar:
Garðyrkju-
félagið
veitir viður-
kenningar
Vestmannaeyjum,
GARÐYRKJUFÉLAG Vest-
mannaeyja hefur á undanfornum
árum veitt viðurkenningar fyrir
fallegustu garða sumarsins, í
Eyjum. Fyrir skömmu valdi
Garðyrkjufélagið fallegustu
garðana og heiðraði eigendur
þeirra.
Að þessu sinni hlutu Sigmar
Georgsson og Edda Angantýsdóttir,
Smáragötu 18 og Ásta Sigurðar-
dóttir og Hreinn Gunnarsson, Ása-
vegi 7, viðurkenningarnar fyrir
garðana við hús sín, sem þóttu ein-
staklega fallegir.
Grímur.
Lögreglan
leitar vitna
LÖGREGLAN í Reykjavík
óskar eftir að þeir, sem urðu
vitni að því þegar eldri maður
slasaðist á mótum Bolholts og
Skipholts þann 6. september,
gefí sig fram.
Það var klukkan 3.10 áðfara-
nótt miðvikudagsins 6. september
sem lögreglan fékk tilkynningu
um að maður lægi í blóði sínu á
mótum Bolholts og Skipholts.
Maðurinn, sem er 72-ára, reyndist
vera handleggsbrotinn og með
höfuðáverka og hefur legið á
spítala síðan. Talið er að hann
hafi slasast á tímabilinu frá mið-
nætti og til klukkan 3. Þeir, sem
gefið geta nánari upplýsingar um
málið, eru beðnir um að hafa sam-
band við Slysarannsóknadeild lög-
reglunnar í Reykjavík. Til nánari
glöggvunar skal tekið fram, að
maðurinn sem slasaðist var klædd-
ur í brúnleitan stakk, gráar buxur
og strigaskó.
Hjónin Edda Angantýsdóttir og Sigmar Georgsson
í garði sínnum að Smáragötu 18.
Morgunuiaöiö/sigurgeir Jonasson
Ásta Sigurðardóttir í garði sínum að Ásavegi 7.
Fiiiginn veit hver er næstur
— segir Ragnheiður Davíðsdóttir frá áhugahópi um bætta umferðarmenningu
EFTIR hörmulegt umferðarslys fyrir rúmu ári þar sem ölvaður
maður á stolnum bíl var valdur að dauða ungrar stúlku voru sett
á stofh óformleg samtök áhugafólks um bætta umferðarmenningu.
Hópurinn stóð fyrir ýmiskonar áróðri, „Akstur er dauðans alvara“
var ein yfirskriftin sem bar þess vitni að tími var kominn til að
kveða sterkar að orði um afleiðingar umferðarslysa og ekki fóru
sláandi auglýsingar í fjölmiðlum framhjá landsmönnum. Þær konur
sem eiga veg og vanda af þessari herferð eru að stórum hluta leikar-
ar og fjölmiðlafólk. Nú er verið að hleypa af stokkunum herferð til
að styðja fórnarlömb umferðarslysa til þess að koma sér upp viðun-
andi húsnæði. Tekið er við framlögum í síma 680000 frá föstudegi
en hápunktur söfnunarinnar er þriggja tíma bein sjónvarpsútsend-
ing frá Stöð 2 n.k. sunnudagskvöld sem hefst kl. 21 frá Hótel íslandi.
Ragnhildur Davíðsdóttir blaða-
maður er einn aðstandenda hóps-
ins, sem er að hrinda þessari her-
ferð af stað. „Áhugahópur um
bætta umferðarmenningu eru
óformleg samtök hins almenna
borgara" sagði Ragnheiður í spjalli
við blaðamann Morgunblaðsins.
„Stóru verkefnin hafa verið að
gangast fyrir áróðri í öllum fjöl-
miðlum og í fyrra var útifundur á
Lækjartorgi sem heppnaðist mjög
vel. Okkar styrkur felst í því að
margar okkar starfa, eða hafa
starfað við fjölmiðla og við höfum
því kannski betri aðstöðu til þess
að koma þessum áróðri á fram-
færi. Við höfum mætt miklum vel-
vilja og fólk hefur sýnt þessu fram-
taki mikinn áhuga. Fjölmargir,
bæði aðstandendur þeirra sem lent
hafa í slysum og aðrir, höfðu sam-
band við okkur í auglýstum
símatíma. Einnig margir skóla-
krakkar sem hafa skrifað ritgerð
um umferðarmenningu. Ymis fél-
agasamtök hafa beðið okkur að
koma á fundi og ráðstefnur, en við
erum allar mjög uppteknar við
störf“.
Hluti af vinnutíma þeirra hefur
farið í vinnu fyrir þennan hóp sem
' er um tíu manna kjarni og koma
þær saman reglulega heima hjá
hver annarri til þess að fundá.
Sagði Ragnheiður að vinnuveitend-
ur hefðu sýnt þessu máli fullan
skilning og starfa tvær úr hópnum
á Stöð 2 þaðan sem send verður
út þriggja tíma dagskrá á sunnu-
dagskvöld. Ýmsum aðilum sem
tengjast umferðarmálum verður
boðið að ganga í salinn og margir
landsfrægir listamenn koma fram
endurgjaldslaust. Upprunaleg hug-
mynd hjá áhugahóp um bætta
umferðarmenningu var að hafa
skemmtunina eingöngu í áróður-
skyni. Síðan var ákveðið að styrkja
SEM hópinn, en það eru samtök
endurhæfðra mænuskaddaðra.
Söfnunarféð rennur í húsbygging-
arsjóð fatlaðra en um 70% þeirra
í SEM hópnum hafa fatlast af völd-
um umferðarslysa.
Sagði Ragnheiður að aðeins ein
íbúð á landinu væri sérhönnuð með
þarfir fatlaðra í huga og hefði
Grensásdeild Borgarspítalans ráð-
stöfunarrétt yfir henni. Þó nokkrir
úr SEM hópnum eru búsettir í
Hátúni 12 og flestir búa við þröng-
an kost. „Auðvitað vill þetta fólk
lifa eins og við hin þótt það sé
bundið við hjólastól, því stór hluti
þeirra getur búið eðlilega ef það
er aðstaða við hæfi. Fatlað fólk
vill ekki láta flokka sig sem sérhóp
í þjóðfélaginu, heldur vill það sam-
lagast því. En þó margir séu í fullu
starfi hefur fatlað fólk ekki sömu
möguleikana á að vinna yfirvinnu.
I þessu þjóðfélagi hefur enginn
efni á því að kaupa sér íbúð á frjáls-
um markaði nema að vinna tvöfalt.
Við fórum af stað með þessa
skemmtun til þess að vekja at-
Morgunblaðið/Þorkell
Ragnheiður Davíðsdóttir og Þorleifur Kristmundsson.
hygli á hörmungum umferðarslysa
um leið og við hjálpum fólki sem
lent hafa í þeim. Þetta framtak
hefði aldrei verið mögulegt nema
fyrir velvilja þeirra sem lagt hafa
okkur lið með framlagi sínu. Marg-
ir þekktustu skemmtikraftar lands-
ins gefa vinnu sína og það eru fjöl-
margir styrktaraðilar um allt land.
Langstærsti styrktaraðilinn sem
gerir okkur og Stöð 2 Jietta kleift
er Vátryggingafélag Islands. Af
öllum útgjöldum hjá tryggingarfé-
lögunum eru um 50% þeirra vegna
umferðarslysa."
í SEM hópnum eru 40 — 50 ein-
staklingar á aldrinum 16 til 30 ára
og hafa þau lagt á sig ómælda
vinnu fyrir þetta átak. „Það kom
mér á óvart hve margir af þessum
krökkum, sem eru jafnvel lamaðir
frá brjósti, hafa getað verið á þeyt-
ingi með okkur. Þau hafa sýnt ótrú-
iega þrautseigju. Húsnæðisvanda
þeirra þarf að leysa, það er þeim
meira en hugsjonamál. Þetta fólk
hefur fengið góða heilbrigðisþjón-
ustu, þá bestu sem völ er á og það
er von okkar að þjóðfélagið komi
til móts við þetta framtak. Fatlaðir
geta ekki kastað sér í húsnæðis-
slaginn á sama hátt og þeir sem
hafa óskert þrek. Allir geta lent í
slysi og enginn veit hver er næst-
ur. Ef allir ækju um göturnar með
það í huga að þeir gætu hugsan-
lega orðið næsta fórnarlamb yrðu
ekki öl! þessi slys. Það er afskap-
lega dýrkeypt reynsla að þurfa að
reka sig á til þess að vakna til vit-
undar um hörmungar umferðar-
slysa“ sagði Ragnheiður að lokum.
Maður lærir að lifa á ný
FÓRNARLÖMB umferðarslysa verða æ fleiri. Margir hljóta varan-
leg örkuml, af eigin gáleysi, eða annarra, og eru bundnir við
hjólastól alla ævi. Enginn veit fyrr en peynt hefur. Þorleifúr
Kristmundsson er einn þeirra sem lifað hefúr við lömun í tólf ár
og eins og öllum sem slíkt hafa reynt er slysið honum minnis-
stætt. Þorleifúr segir frá reynslu sinni, en hann er einn af fulltrú-
um SEM liópsins sem áhugamenn um bætta umferðarmenningu
styrkja með framtaki sínu.
„Þetta var 20. ágúst árið 1977.
Bílvelta á Snæfjallaströnd við ísa-
fjarðardjúp. Tveir sluppu, en ég
var í drápssætinu, ekki með belti.
Ég lamaðist á sjötta og sjöunda
hálslið og mænuskaddaðist, lam-
aðist upp að viðbeini. Læknirinn
kom til mín eftir slysið og sagði
við mig að ég yrði bundinn við
hjólastól alla ævi. Ég trúði því
ekki. Þetta var mikil lífsreynsla.
Áður var ég á sjónum. Ég faldi
mig á bak við brennivínsflösku
fyrstu tvö árin á eftir. Margir
fela sig á bakvið eitthvað.
í rauninni var ég að reyna að
ná í lífið sem ég lifði áður. Það
kdm fyrir að ég var á pöddufyll-
erí í fimm sólarhringa og eitt sinn
vaknaði ég á sjúkrahúsi með leg-
usár. Maður verður alveg ósjálf-
bjarga, þarf að læra að lifa upp
á nýtt. Læra annað mynstur.
Bara það að klæða sig tekur hálf-
an til einn klukkutíma á hveijum
morgni.
Eftir að ég kom á Sjálfsbjörg
árið 1980 hætti ég drykkjurugli.
Þar hitti ég konuna mína sem var
st-arfsstúlka þar. Fljótlega fórum
við að stefna að því að búa saman
og búum nú í Hjaltabakka. Árið
1981 kom saman kjarni fólks og
við ætluðum ekki að beijast fyrir
neinu sérstöku þá, einungis að
styrkja hvert annað. Seinna var
sett á stofn starfsþjálfun fyrir
fatlaða. Þar voru kennd sex fög,
meðal annars tölvufræðsla. Þetta
er mjög góður skóli. Okkur er
þarna gert fært að komast aftur
út á vinnumarkaðinn. Ég hafði
verið lamaður í átta ár og enga
vinnu fengið. Eftir að ég lauk
námi leið ekki nema einn og hálf-
ur mánuður og ég var kominn í
starf. Nú vinn ég allan daginn,
pikka á tölvuborð með sérstöku
priki. Mér finnst mikið hafa breyst
síðastliðin ár í samskiptum fatl-
aðra og ófatlaðra, það er miklu
meiri skilningur, til dæmis hjá
vinnuveitendum. Þetta stefnir allt
í rétta átt.“
Þorleifur er ekki sá eini sem
hefur sitthváð út á aksturslag
Islendinga að setja. „Það er ein-
kennandi fyrir íslenska ökumenn
þetta tillitsleysi í umferðinni. Ég
keyri bíl í dag og sýni öðrum
ökumönnum tillitssemi. Það hef
ég lært. En um leið og ég gef
öðrum bílstjórum tækifæri, hleypi
t.d. bíl fram fyrir mig á götunni,
þá flauta allir í kringum mann.
Það eru allir að frekjast áfram.
Þetta aksturslag er til skammar".
Þorleifur sagði góð samskipti
vera milli félaga í SEM hópnum
og væru fundir alltáf einu sinni í
mánuði, þar sem málefni af ýmsu
tagi væru tekin fyrir. „Nú eru það
húspæðismálin sem þarf að leysa.
Sumir búa svo þröngt að þeir
geta ekki einu sinni boðið heim
gestum. Ég er heppinn, því ég bý
við ágætar aðstæður. En það eru
margir sem þurfa aðstöðu við
hæfi og það vantar aiveg sér-
hannaðar íbúðir“.