Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 12
12 E* Þetta f»£3íi brj-t y 1N/ETUR.KLUÍBUR KAOS 5EM AUIRfRi/ ABlAlA M AM'iE&r.sj! \Ui/ /IV |q6 ALLT FólKlÐ i AÐ V»*M .SNO--HMU«U«SM(r| iMfcn CiNHST lllKA SEW NflWri ST YÐ Uf KAD. heh v/kum sum\ ||>A0 6« órtlÚUGT HVE/ iMlklA Hí^gAÉyiT . I k'lp MlJ/U A T70TTUK1 ty íAk| UÚ ERt&^tAlN«UíO(vl f U^KAOTKWlSAÍWiOtA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989 Undirmál? efitir Gísla Jónsson í sjónvarpsviðtali á fimmtudags- kvöld (14. september sl.) kom fram prófessor Valdimar K. Jónsson (stúd. MA 1954). Hann gegndi þar hlutverki rektors Háskóla Islands í forföllum. Pjallað var um væntan- lega sjávarútvegsbraut við Háskól- ann á Akureyri, og ummæli próf. Valdimars voru á þá leið, að ég met þau ófrægingu og hrakspá. Hann vildi svo vera láta, að sjávar- útvegsbrautin yrði alltof dýr og nám þar „undirmálsnám“, ef ég hef numið orð hans rétt. Þóttist hann í þessu efni bera umhyggju fyrir fjárhag landsins og velferð nem- enda. Nú ætla ég ekki að þreyta dæma- reikning við Valdimar K. Jónsson (doktor í verkfræði 1965) enda „bú- inn að læra að reikna“, eins og Bjarni rektor Reykjavíkurskóla sagði á sínum tíma. En það þykist ég muna úr stærðafræði, að niður- stöður útreikninga fari mjög eftir gefnum forsendum. Þá held ég það séu alkunn sannindi og ekki frétt- næmt, að kostnaður á hvern nem- anda sé hærri í fámennum skóla en fjölmennum, að öðru jöfnu. Þegar Háskóli íslands var stofn- aður 1911, geri ég ráð fyrir að ein- hveijir talnaglöggir menn hafi talist geta sýnt fram á að betur „borgaði sig“ fyrir íslendinga að senda stúd- enta í erlenda háskóla heldur en standa í því stímabraki að stofna eigin háskóla. Nú þekki ég engan sem telji að stofnun Háskóla íslands hafi verið röng ákvörðun 1911. Og þar er nú Valdimar K. Jónsson próf- essor. Skólaárið 1911-12 var ekki fjöl- menninu fyrir að fara í Háskóla íslands. Þar voru 45 nemendur, ekki helmingur þess sem nú er í Háskólanum á Akureyri, hvað þá er sjávarútvegsbrautin bætist við. Tala stúdenta í Háskóla íslands var óbreytt 1912-13. Rétt er það hjá prófessor V.K.J., að stofnun og hald háskóla á Akur- eyri er byggðamál. Ég leyfi mér að taka upp eftir sjálfum mér á hátíðar- stundu: „En fyrst við erum á annað borð að halda upp á 125 ára af- mæli kaupstaðarins, þá fer vel á því, að í haust [1987] skuli draum- urinn um háskóla hér á Akureyri verða að veruleika. Ég veit að mönn- um þykir hann enn smár í sniðum, en mjór er mikils vísir. Þegar Menntaskólinn á Akureyri braut- skráði stúdenta í fyrstu lotu, voru þeir fimm talsins. Háskóli á Akureyri mun ekki aðeins að vissu marki stöðva atgerv- isflótta, hann mun líka laða að sér nýtt atgervi og er þegar tekinn að gera það. Ég leyfi mér að bjóða velkomna þá sem þegar eru til þess komnir eða rétt ókomnir að láta háskólann nýja njóta reynslu sinnar og menntunar. Þegar Akureyri verður 150 ára, mun þeim þakkað að maklegleikum sem röskvastir Gísli Jónsson „Háskóli á Akureyri mun ekki aðeins að vissu marki stöðva at- gervisflótta, hann mun líka laða að sér nýtt atgervi og er þegar tek- inn að gera það.“ voru til orða og athafna til þess að draumurinn um háskóla á Akureyri mætti verða að veruleika. Þetta er stærsta byggðamál sem nú er uppi í landinu." Mér verður hugsað til baráttu- sögu Menntaskólans á Akureyri, þegar ég heyrði orð Valdimars K. Jónssonar um væntanlegt undir- málsnám norður þar. Stjórnendur og kennendur Hins almenna mennt- askóla í Reykjavík (MR) mæltu gegn því að Gagnfræðaskólinn á Akureyri, eins og hann hét þá, fengi réttindi til að brautskrá stúd- enta. Nám þeirra yrði, að þeirra dómi, undirmálsnám og þeir undir- málsnemendur, þótt þeir orðuðu það öðruvísi í þá daga. Nú þekki ég engan sem telji það hafa verið rangt að stofna Menntaskólann á Akureyri. Og þaðan vaf Valdimar K. Jónsson stúdent með sóma 1954. Og nú spyr ég prófessorinn hvort reynslan hafi kennt honum að stúd- entar frá MA hafi verið undirmáls- menn að kunnáttu og námsárangri í Háskóla íslands. í sumar hélt Háskólinn á Akur- eyri ráðstefnu um nokkrar greinar vísinda, og komu þangað fyrirlesar- ar víða að. Þótti dómbærum mönn- um, meðal annarra prófessorum frá Háskóla íslands, að ráðstefnan hefði tekist vel. Hún þótti hafa ver- ið af háum alþjóðlegum staðli og borið vitni um metnað og getu í senn. Því miður sá ég ekki Valdi- mar K. Jónsson á þessari ráðstefnu. Þegar ég svo heyri hann og hans líka hafa uppi hrakspár og ófræg- ingarorð um sjávarútvegsbraut Há- skóla Akureyrar, þá trúi ég því ekki, að það sé af óblandinni um- hyggju fyrir fjárhag landsins og námshag stúdenta. Fremur þykir mér þar kenna skammsýndarlegrar hagsmunagæslu fyrir eigin stofnun. Það þykir mér illt. Ég vil að báðir háskólarnir eigi góð og bróðurieg samskipti, þótt mikill sé munur aldurs og stærðar. Höfimdur er cnnd. mag. frá Háskófa íslands. Betri framtíð! efitir Jóhann Pétur Sveinsson Enn einu sinni hafa landsmenn tekið höndum saman og brugðist við kalli Sjálfsbjargar. Síðastliðin vika og helgin sýndu okkur Sjálfs- bjargarfólki að þjóðin öll styður við bakið á okkur þegar að þörf kref- ur. Þó að miklir og ákaflega nauð- synlegir ijármunir hafi safnast í landssöfnuninni kunnum við Sjálfs- bjargarfélagar ekki síður að meta þann almenna velvilja og stuðning sem við urðum svo áþreifanlega vör við í allri framkvæmd afmælisátaks okkar. Hvar sem við komum og hvar sem við leituðum liðsinnis voru menn boðnir og búnir til að vinna með okkur að framkvæmd átaks- ins. Að ætla að telja upp alla þá fjölmörgu sem þar lögðu hönd á plóg yrði til þess að gefa yrði út sérstakt aukablað sem eingöngu fjallaði um það. Sérstakar þakkir viljum við þó flytja Rás 2 og Ríkis- sjónvarpinu sem voru með söfnun- ardagskrána fyrir okkur, Bifhjóla- samtökum íslenska lýðveldisins hvers meðlimir létu sér það lynda að „sniglast" áfram á undan hjóla- stólaökumönnunum frá Akureyri til Reykjavíkur, Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur sem lánuðu okkur stræt- isvagn og ökumann í hjólastólaakst- urinn, Þýsk-íslenska sem iánaði okkur bíl, bílstjóra og ógrynni af Varta-rafgeymum fyrir hjólastól- ana, bílaleigunni Höldi á Akureyri sem lánaði okkur bíi undir aðstoðar- fólk, aðstoðarfólkinu okkar í hjóla- stólaakstrinum sem stóð sig með stakri prýði, gistiheimilinu Lónsá, Húnavallaskóla, Krútt kökuhúsi, Staðarskála, Sæbergi, veitingaskál- anum Víðigerði, Hreðavatnsskála, bændaskólanum Hvanneyri og Westem fried sem allir veittu okkur húsaskjól eða veitingar. Þá viljum við einnig flytja sérstakar þakkir til allra skemmtikraftanna sem komu fram í útvarpi og sjónvarpi okkur að kostnaðarlausu sem og stjórnmálamannanna okkar sem tóku á móti okkur á Lækjartorgi og svöruðu í símana í sjónvarpssal að ógleymdu fyrirtækinu Miðlun sem lánaði okkur Gulu línuna sjálft Jóhann Pétur Sveinsson „Yið hjá Sjálfsbjörg- kunnum landsmönnum öllum hinar bestu þakk- ir fyrir þær sérstaklega góðu móttökur sem við fengum við framkvæmd afinælisátaksins og fyr- ir þá gjafmildi sem þið sýnduð í verki.“ söfnunarkvöldið og tók á móti fram- lögum. Vissulega gæti ég haldið svona áfram lengi enn því þetta var í sann- leika sagt átak þjóðarinnar, en að endingu vil ég þó þakka sérstaklega Sjálfsbjargarfélagsdeildunum um allt land og þeim fjölmörgu sem aðstoðuðu okkur við að dreifa söfn- unarbaukum og sáu um aðra vinnu við framkvæmd átaksins. Við hjá Sjálfsbjörg kunnum landsmönnum öllum hinar bestu þakkir fyrir þær sérstaklega góðu móttökur sem við fengum við fram- kvæmd afmælisátaksins og fyrir þá gjafmildi sem þið sýnduð í verki. Við eigum okkur þann draum að sú vakning sem við fundum fyr- ir meðal þjóðarinnar við fram- kvæmd átaksins megi verða upp- hafið að markvissum breytingum í samfélagi okkar, breytingum sem geri öllum þegnum þjóðfélagsins mögulegt að njóta sín, breytingum sem tryggi jafnrétti allra þegna þjóðfélagsins. Þá getum við með sanni sagt að „betri framtíð hafi byijað í dag“. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Félagarnir Guðlaugur Bergman Guðlaugsson og Einar Þór Gústafs- son stóðu fyrir hlutaveltu til ágóða fyrir Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Þeir færðu honum ágóðann sem varð rúmlega 8.000 krónur. Hjartavernd fékk um daginn rúmlega 2.800 kr. að gjöf. Var það ágóði af hlutaveltu, sem þessar ungu dömur héldu til styrktar félag- inu. Stúlkurnar heita: Berglind Heiða Árnadóttir og Unnur Helga Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.