Morgunblaðið - 16.09.1989, Page 18

Morgunblaðið - 16.09.1989, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989 Hef lagt að Fisk- veiðasjóði að auka kröfur um eigið fé - segir Halldór Asgrímsson „ÉG HEF LAGT mjög að Fisk- veiðasjóði að auka kröfur um eigið fé og hann hefur gert það,“ sagði Halldór Asgrímsson, sjáv- arútvegsráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Viðskiptaráðu- neytið veitti Aðalsteini Valdi- marssyni á Eskifirði heimild til Borgarflörður eystri; Mestur kostn- aður á hvern flugfarþega KOSTNAÐUR ríkissjóðs á hvern farþega á áætlunarflug- völlum landsins er mjög mis- munandi. I Flugheimild, fi-étta- blaði Flugmálastjórnar, í síðasta mánuði er birt tafla sem sýnir framlegð ríkissjóðs fyrir hvern farþega á hinum ýmsu völlum kemur í ljós þegar farþegaflutn- ingar eru bornir saman við heildarkostnað vallanna að með- talinni aðflugsstjórn og frá- dregnum sértekjum vallanna. Listinn fer hér á eftir: Borgar- fjörður eystri 9.560 kr. á mann, Suðureyri 2.724 kr., Gjögur 2.724 kr., Kópasker 2.712 kr., Bakka- fjörður 2.187 kr., Stykkishólmur 1.687 kr., Breiðdalsvík 1.667 kr., Hólmavík 1.505 kr., Raufarhöfn 1.489 kr., Þingeyri 992 kr., Holt 816 kh, Fáskrúðsfjörður 760 kr., Blönduós 698 kr., Rif 624 kr., Vopnafjörður 583 kr., Grímsey 535 kr., Norðfjörður 512 kr., Olafs- fjörður 437 kr., Þórshöfn 411 kr., Bíldudalur 402 kr., Patreksfjörður 369 kt\, Siglufjörður 374 kr., Grundarfjörður 312 kr., Húsavík 277 kr., Hornafjörður 270 kr., Isa- fjörður 260 kr., Reykjavík 211 kr., Sauðárkrókur 211 kr., Egils- staðir 210 kr., Vestmannaeyjar 191 kr. og Akureyri 180 kr. erlendrar lántöku vegna smíða á loðnuskipi á Spáni efitir synjun Fiskveiðasjóðs. Halldór sagði að þeir sem rækju loðnuskip hefðu heimild til að flyfja sín veiðirétt- indi yfir á ný skip ef þeir teldu það hagkvæmt og nauðsynlegt. Halldór Ásgrímsson sagði að það hefði komið fyrir áður að menn hefðu fengið leyfi til erlendrar lán- töku eftir synjun Fiskveiðasjóðs. Hann sagðist hins vegar hafa lagt á það áherslu að Fiskveiðasjóður og viðkomandi viðskiptabankar legðu á það fjárhagslegt matJivort menn hefðu nægilegt eigið fé til skipasmíða. „Það hefur verið með ýmsum hætti og ég hef gagnrýnt margt í þeirri framkvæmd án þess að nefna þar nein nöfn.“ Halldór sagði að fyrir nokkrum árum hefði hann lagt fram tillögu um að einungis Fiskveiðasjóður lánaði til smíða á skipum en ekki aðrir sjóðir. Hann sagði að sann- leikurinn væri hins vegar sá að ýmsir aðrir hefðu greitt fyrir end- urnýjun skipa, eins og bankar, tryggingafélög og olíufélög. „Mér hefur oft á tíðum fundist vera gengið þar allt of langt. Það fjár- magn, sem fæst þannig að láni, hefur síðan verið lagt fram og kallað eigið fé. Mér hefur fundist að fjármálastofnanir hafi gert of litlar kröfur í þessum efnum og tel að það sé öllum fyrir bestu að þama sé farið með fullri vark- ámi,“ sagði Halldór. Hann sagðist telja stofnlána- sjóðina, og reyndar marga af bönk- unum, hafa litla tilhneigingu til að hafa heiidarsýn yfir málið. „Þeir hafa lánað út á frystiskip án tillits til þess að þeir eiga mikil veð í húseignum í landi sem byggja á afla þeirra skipa sem fara út í stað- inn. Þeir hafa einnig lánað til nýrra fiskvinnslustöðva án tillits til þess að aðrar fiskvinnslustöðvar byggja á fiskinum sem hinar nýju eiga að fá. Ég tel hins vegar að ekki sé hægt að stjórna þessum málum eingöngu frá ráðuneytum. Það verður að gera það víða í sam- félaginu." Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Leiknir Fannar að loknu baði á áttunda degi í Bláa lóninu ásamt móður sinni, Sigriði Sigurðardótt- ur, og litlu systur, Þórunni. Bláa lónið: Greri sára sinna á 8 dögum Keflavík. „ÁRANGURINN hefiir verið geysilega góður, við sáum þegar stóran mun eftir 2 daga og nú eru sárin sem óðast að gróa,“ sagði Sigríður Sigurðardóttir frá Patreksfirði. Sigríður er móðir 14 ára drengs, Leiknis Fannars Eiðssonar, sem er með psoriasis en hann naði undraverðum í Bláa lóninu tvisvar á dag í 8 „Leiknir Fannar hefur verið með psoriasis frá því að hann var 6 ára og hefur oftast verið slæm- ur. Hann var aðeins 8 ára þegar hann fór í meðferð á Vífilsstöðum og í maí var hann þar í 3 vikur. Leiknir kom hreinn úr þeirri með- ferð og fór til sumardvalar í Ská- leyjum á Breiðafirði, en hann var orðinn mjög slæmur þegar dvöl i eftir að hafa hafa baðað sig daga. hans þar lauk. Líkaminn var eitt hreistur og eftir sólarhring voru fötin orðin límd við líkamann í blóði sem vessaði úr sárunum. Þannig var ástandið þegar hann fór í lónið í fyrsta sinn, árangur- inn var hreint út sagt undraverður og það sá stóran mun á honum strax á öðrum degi,“ sagði Sigríð- ur ennfremur. „Þetta er eitt versta tilfelli sem við höfum séð og mér brá þegar ég sá Leikni,“ sagði Hermann Ragnarsson umsjónarmaður Bláa lónsins. Hermann sagði að sér fyndist einkennilegt að psoriasis- sjúklingar skyldu ekki notfæra sér lónið meira en raun væri á. Ekki væri sama hvernig að böðun væri staðið og svo virtist sem menn áttuðu sig ekki á því. Þess vegna væri mikilvægt að fólk hefði sam- band við umsjónarmenn til að fá leiðbeiningar. BB Afurðastöðvaneftid um fækkun mjólkurbúa: Urelding átta búa kost- ar 473 milljónir króna í SKÝRSLU Afúrðastöðvanefiidar, sem kynnt var á fimmtudag, kemur fram að við endurskipulagningu mjólkuriðnaðarins væri hagkvæmast að leggja niður tíu mjólkurbú af þeim sautján sem nú eru starfrækt. Vegna samgönguerfíðleika, fjarlægða og ónógr- ar afkastagetu til ostaframleiðslu séu þó erfiðleikar við að leggja niður þrjú þessara búa, þau á Vopnafirði, Höfii og Sauðárkróki. Því er Iagt til að þau falli ekki út að svo stöddu en áð þegar aðstaða til aukinnar ostagerðar á Akureyri verði til staðar verði búið á Sauðárkróki lagt niður. Þau sjö bú sem rætt er um tóku á móti 19,75% af innveginni mjólk til búanna í heild á síðasta ári. Sparnaður í rekstri við þær breytingar sem lagðar eru til myndu nema 104-105 m.kr. Úrelding þessara átta stöðva er talin munu kosta 473 m.kr. Einnig eru Iagðar til breytingar á rekstri mjólkuriðnaðarins þannig að stofnuð verði tvö hlutafélög um alla mjólkurframleiðslu. Telur nefndin að ef allar tillögur hennar nái fram að ganga geti það þýtt árlegan 211 m.kr. sparnað. í skýrslu Afurðanefndar segir að ljóst sé að breyttar aðstæður orsaki að afkastageta og íjöldi mjólkurbúanna sé langt umfram það, sem þörf krefur, til að ann- ast móttöku og vinnslu þeirrar mjólkur sem samningar milli ríkis- valdsins og Stéttarsambands bænda kveða á um. „Verði þessum aðstæðum ekki mætt með aukinni hagræðingu kann svo að fara að mjólkuriðnað- urinn fari halloka í þessari sam- keppni með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum fyrir landbúnaðinn og þjóðina í heild. Því hvernig sem á það er litið er framleiðsla land- búnaðarafurða fyrir innanlands- markað einn af hornsteinum í sjálfstæði hverrar þjóðar,“ segir í skýrslunni. Nefndin hafði forgöngu um að unnið yrði reiknilíkan er sýndi fram á hagstæðustu. vörusam- setningu milli mjólkurbúanna, jafnframt því sem > fram kæmu Ijárhagsleg áhrif af fækkun þeirra fyrir mjólkuriðnaðinn. Sýndu nið- urstöður útreikninga að ná mætti fram verulegri hagræðingu með fækkun búa og endurskipulagn- ingm á framleiðslunni. Fyrir Vesturland og Vestfirði leggur nefndin til að hætt verði rekstri mjólkurbúanna í Borgar- nesi og á Patreksfirði. Fyrir Norð- urland með Vopnafirði væri besta lausnin að hætt yrði rekstri mjólk- urbúanna á Hvammstanga, Sauð- árkróki, Húsavík, Þórshöfn og Vopnafirði. Þetta geti þó ekki talist raunhæft þar sem mjólkur- framleiðendur í Vopnafirði geta ekki flutt mjólk til annarra búa vegna fjarlægðar og samgangna og vegna þess að afkastageta mjólkurbúsins á Akureyri til osta- framleiðslu sé ekki nægilega mik- il til að taka við og vinna úr allri þeirri mjólk, sem þangað myndi berast ef mjólkurbúin á Húsavík og Sauðárkróki yrðu lögð niður nú þegar. Til frambúðar sé besta lausnin fyrir Norðurland að þar verði rekin tvö mjólkurbú, annað á Akureyri og hitt á Blönduósi. Fyrir Austurland að undanskild- um Vopnafirði er lagt til að hætt verði rekstri mjólkurbúanna á Neskaupstað, Djúpavogi og Höfn. Erfitt sé þó að leggja niður mjólk- urbúið á Höfn vegna fjarlægðar til annarra búa. Mjólkurbúin átta, sem raun- hæft er talið að lögð verði niður, yrðu, að undanskildu búinu á Sauðárkróki úreld á þremur árum, samkvæmt tillögum nefndarinn- ar. Forsenda þess sé stofnun úr- eldingarsjóðs er kaupi eignir við- komandi búa á bókfærðu verði. Kostnaður við úreldingu þessara átta búa, miðað við bókfært verð eigna í lok síðasta árs yrði 473,2 m.kr. Til að ná fram enn aukinni hagræðingu og auðvelda fram- kvæmd þessara tillagna telur Af- urðanefnd að gera verði breyting- ar, bæði stjórnunarlegar og fé- lagslegar, innan mjólkuriðnaðar- ins. Er lagt til að stofnuð verði tvö fyrirtæki er annist vinnslu mjólkur og mjólkurvara. Fyrir- tæki þessi verði stofnuð og starf- rækt sem hlutafélög þar sem nú- verandi eignaraðilar mjólkurbú- anna gerist hluthafar með þeim hætti að nýju fyrirtækin yfirtaki eignir og skuldir mjólkurbúanna, en þau leggi fram eigið fé viðkom- andi mjólkurbúa sem hlutafé. Þessi tvö fyrirtæki myndu mynda samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Osta og smjör- salan starfa áfram í óbreytti mynd. Henni verði þó breytt í hlutafélag. Telur nefndin að með þessari breytingu megi ná fram veruleg- um sparnaði m.a. í yfirstjórn, skrifstofukostnaði og aðkeyptri þjónustu. Heildarsparnaður ef all- ar tillögur nefndarinnar næðu fram að ganga yrði 211 m.kr. Steingrímur J. Sigfússon, land- búnaðarráðherra, segir að þessi mál verði nú rædd í greininni og muni stjórnvöld eiga aðild að þeim viðræðum. Taldi hann að einhver skref yrði að taka í þessum efnum á næstu árum, kannski strax á næsta ári. Til að bregðast við fé- lagslegum áhrifum þess að mjólk- urbú yrðu lögð niður hefðu ýmsar leiðir verið ræddar, t.d. sú að færa ísgerðina á einhvern þessara staða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.