Morgunblaðið - 16.09.1989, Page 40

Morgunblaðið - 16.09.1989, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989 Hann er miklu stærri en sýnt var í verðlistanum ... Með morgiinkafiinu Þú segist ekki geta áttað þig á hvað þetta er. Nú, þetta er einfaldlega steinn með gati í gegn ... Trúarofstæki Til Velvakanda. Fljótamaður skrifar nýlega til Velvakanda um vanda kristinna manna á óróasvæðum víðs vegar í veröldinni og kvartar yfir því að „vestrænir fréttaskýrendur sýnast samt sem áður uppteknari af því að auglýsa vanda múslima, sem þó beita völdum, vopnum og hvers konar ofbqldi af meira ofstæki en flestir aðrir". Hann telur upp Kína, Súdan, Armeníu og Líbanon sem dæmi, þar sem kristið fólk sé beitt ofbeldi. Eg hef aldrei heyrt eða les- ið um það að Kínveijum sé illa við kristið fólk og hygg að svo muni ekki vera, ef það hagar sér friðsam- lega. Halldór Laxness skrifaði fyrir löngu fróðlega grein um kristniboð í Kína. Þar segir hann að erfiðasta verkefni kristniboðanna sé að koma hugmyndinni um einn allsheijar guð inn í höfuð Kínveija. Sú hug- mynd sé þeim gersamlega óskiljan- leg. Aftur á móti er þeim sama þó einhveijir skrýtnir náungar séu að gugta við guðstrú, en vilja þó fá að vera í friði með sitt guðleysi. Það skal vera íjarri mér að af- saka ofstæki múslima í trúarefnum, en þegar íslömsku ofstæki og kristnu ofstæki lendir saman, er oft erfitt að gera upp á milli hvort er verra. Ég veit að kristnir menn og múslimar hafa löngum eldað grátt silfur í Súdan, en ekki þekki ég nánar til þar. Þá er það Armenía. Armenar hafa verið kristnir lengur en flestar aðrar þjóðir, líklega frá því á fjórðu öld. Land þeirra liggur að lýðveldinu Adsérbadsjan, þar sem múslimar eru fjölmennir. Svo óheppilega vill til að í Adsérbadsjan er stórt hérað sem heitir Nogorno-Karabakh. Það nær hvergi að landamærum Arm- eníu, en í þessu héraði eru 80% íbúanna kristnir Armenar. Nú gera Armenar kröfu um að eignast þetta hérað og auðvitað neita Adsj- érbadsjanar algerlega að ljá máls á því. Lausnin væri auðveldari ef þetta væri landamærahérað, en því er ekki að heilsa. Deilur um þetta hafa harðnað og nokkrir verið drepnir í átökum milli trúflokkanna. Mér virðist allt benda til þess að Armenar hafi átt upptökin. Þá er komið að Líbanon. Hvergi í heiminum hefur ofstæki trúflokka valdið eins miklum hörmungum. Enginn veit tölu fallinna og særðra í þessum hildarleik, sem nú hefur staðið í 14 ár. Þarna er hrein trúar- bragðastyijöld. Ekki er barist til landvinninga, engar námur eða olíulindir sem sóst er eftir. Trúar- ofstækið er í algleymingi. Nú má heita að höfuðborgin, Beirút, sé ein ijúkandi rúst. Þarna beijast í rauninni fjórir trúflokkar, allir gegn öllum. Það eru tveir flokkar múslima, sem beij- ast ákaft innbyrðis, síðan kristnir menn', sem hefur lengst af verið yfirráðastéttin og loks gyðingar, sem hafa lauslegt bandalag við kristna gegn múslimum. Gyðingar hafa ekki tekið mikinn þátt í bar- dögum á landi, en verið iðnir við að gera loftárásir á varnarlausar flóttamannabúðir. í þessum búðum eru nær eingöngu konur, börn og gamalmenni. Allir fullgildir karl- menn eru að beijast á vígstöðvun- um. Þarna eru þó svæði sem gyð- ingar hafa lagt undir sig. Þar eru einnig flóttamannabúðir. Bandaríkin hafa löngum lagt kristnum til vopn, en nú virðast þeir hafa gefist upp í stuðningi sínum við þá og lokuðu sendiráði sínu í Beirút fyrir nokkrum dögum. Þarna fremja allir aðilar hryðju- verk, en þau hroðalegustu, sem ég hef fregnað unnu kristnir menn í Líbanon. Fyrir rúmlega tveim árum fengu þeir kristnu leyfi gyðinga til að ráðast inn í flóttamannabúðir sem voru á yfirráðsvæði þeirra. Þar myrtu þeir um það bil 1.200 manns, börn,. gamalmenni og konur. Til þess að láta sem minnst bera á verknaðinum notuðu þeir ékki skot- vopn, heldur byssustingi og sveðj- ur. Skothríð hefði heyrst yfir á svæði múslima. Mér er ómögulegt að hafa samúð með kristnum barnamorðingjum í Líbanon. Víða um heim er barist heiftar- lega út af trúmálum. Á Sri Lanka búa tvær þjóðir, Tamílar og Sin- halesar. Tamílar eru búddhatrúar, en Sinhalesar hindúatrúar. Þarna hafa geisað harðir bardagar, en ekki er barist um auðlindir heldur trúarbrögð og tugþúsundir manna hafa látið lífið fyrir trúna á undanf- örnum árum. Indveijar eru flestir hindúatrúar, en í lok 15. aldar komu fram ný trúarbrögð, afsprengi hindúismans. Fylgjendur þessara nýju trúar- bragða kallast síkhar. Þeir eru mjög ofstækisfullir og valda stjórn Ind- lands ' stöðugum vandræðum. Stundum hefur slegið í bardaga með mannfalli á báða bóga. Mesta athygli vakti þó þegar heittrúaður síkhi myrti forsætisráðherra lands- ins, Indim Gandhi. Trúarbrögð hafa löngum verið uppspretta ófriðar og hryðjuverka. í Þýskalandi geisaði stríð í 30 ár milli mótmælenda og káþólskra. Nefna mætti ástandið á írlandi, þar sem tveir trúflokkar keppast um illvirkin. Fljótamaður segir að lokum: „Á sama tíma sem kristið fólk er of- beldi beitt í ýmsum Austurlöndum sækja hvers konar austurlensk hindurvitni og bábiljur óhindrað inn í Vesturlönd, ísland ekki undanskii- ið, og stinga fólk svefnþorni". Þetta er vissulega rétt og vel mælt, en sá góði maður gleymir eða hefur ekki áttað sig á því að kristin- dómurinn er ekki heimatilbúin, íslensk trúarbrögð, heldur austur- lenskur að ætt og uppruna. Dalamaður Farið eftir lögum og reglugerðum Niðurlag greinarinnar Trygg- ingastofnun ríkisins: Farið eftir lögum og reglugerðum, sem birt- ist 14. september, féll niður ásamt nafni höfundar og birtist því hér. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. Allir elli- og örorkulífeyrisþegar fá 15% hækkun ofan á þá upphæð, sem þeir hafa í þessum bótaflokk- um, líka þeir sem eru aðeins með skerta tekjutryggingu. Þeir fá hæstan tekjutryggingar- auka, sem hafa engar aðrar tekjur en tryggingabætur. Ég vil taka það fram, að þessi tekjutryggingarauki verður aðeins greiddur í september og óvíst um framhaldið. Svo vil ég að lokum benda henni Jónu á að hafa samband við okkur í Tryggingastofnun, ef hún æskir nártari upplýsinga. Með þökk fyrir birtinguna. Margrét H. Sigurðardóttir, deildarstjóri HÖGNI HREKKVÍSI „ 6Í/vVlNN TIL ÞÍN...U/VI LEIP OQ ÞCJ Fo'esr r BAÐIÐ ' " Víkverji skrifar Nýlega var kynnt styrktarmanna- kerfí Sjálfstæðisflokksins, sem felst í því að flokksbundnum Sjálf- stæðismönnum er boðið að greiða reglulega gjald til flokksins umfram venjuleg félagsgjöld, sem ein og sér duga ekki til að halda uppi þrótt- miklu félagsstarfi. Þetta er athyglis- verð nýjung í íslensku stjórnmálalífí og segir mikið um þær breytingar sem orðið _ hafa á siðferði stjórn- málanna. Áður fyn- tíðkaðist það í einhveijum mæli að menn styrktu flokkana með fjárfrarnlögum en ætluðust síðan til þess að fá fyrir- greiðslu á móti. Þetta gekk svo langt að þeir sem mest þuiftu á fyrir- greiðslu að halda létu fé af hendi rakna til allra stjórnmálaflokka. Þetta fyrirkomulag náði til allra íslenskra stjómmálaflokka, þar var enginn undanskilinn. Nýja styrktar- mannakerfí Sjálfstæðisflokksins er til marks um nýja og heilbrigðari hætti, gamla fyrirgreiðslukerfíð hef- ur sem betur fergengið sértil húðar. að heyrir til annarra breytinga hjá Sjálfstæðisflokknum að samhliða þvi að menn gerast aðilar að styrkarmannakeifinu, þá verða þeir um leið þátttakendur í viðhoifs- könnunum sem ætlunin er að gera, þingmönnum og öðrum leiðtogum flokksins til hliðsjónar í störfum sínum. Viðhorfskönnun hlýtur eðli síns vegna að leiða til virkara lýðræð- is, en Víkverji hefur hins vegar ákveðnar efasemdir um að rétt sé að binda þátttöku í þessum könnun- um við þá sem láta fé af hendi rakna til flokksstarfsins. Menn eiga ekki að þurfa að kaupa sér rétt til að hafa áhrif. Nær væri að allir flokks- menn ættu kost á að segja álit sitt, fremur en binda það einungis við styrktarmennina. Víkveiji er þeirrar skoðunar að allir stjómmálaflokkar ættu að efla lýðræði með svipuðum hætti og hvetja þannig almenning til að starfa í stjórnmálaflokkum. Flokk- arnir eru grunneining þess lýðræðis sem vestræn samfélög giundvallast á og það er óheyrilega mikilvægt að þeir verði ekki að fílabeinstumum einhveifa flokksbrodda. xxx Víkveiji ræddi nýlega við einn þeirra íjölmörgu sem á sínum tíma gengu í Sjálfstæðisflokkinn, vegna þess að þar var flokksmönnum boðið upp á að velja frambjóðendur í bindandi prófkjöri. Þessi viðmæl- andi Víkveija sagðist nú óttast að áhrif hans yrðu minni á næstunni við bindandi niðurröðun frambjóð- enda á framboðslista en tíðkast hefur undanfarin ár. Hann benti t.d. á, að Sjálfstæðismenn á Norðurlandi vestra væiu farnir að huga að fram- boðsmálum sínum og hefðu viðhaft skoðanakönnun sem ekki ætti að vera bindandi. Taldi hann að betra væri að setja strangar reglur um framgöngu manna í prófkjörsbar- áttu, fremur en að leggja þau af. Það er flestum Ijóst að óvægin kosn- ingabarátta frambjóðenda í prófkjör- um hefur fælt marga mæta menn frá þátttöku í þeim leik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.