Morgunblaðið - 17.09.1989, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.09.1989, Qupperneq 1
96 SIÐUR B/C Morgunblaðið/Rax Borgarstjóri naut leiðsagnar Errós þegar hann skoðaði málverk úr gjöfinni í málverkageymslum Kjarvalsstaða. Myndin á milli þeirra heitir Ljárinn (151x227 m) frá árinu 1956. Erró gefiir Reykjavíkurborg um tvö þúsund listaverk VIÐ opnun sýningar á málverkum eftir Erró á Kjarvalsstöðum, til- kynnti Davíð Oddsson borgarstjóri, að listamaðurinn hefði gefið Reykjavíkurborg safn listaverka efltir sig. Spanna verkin, sem eru um tvö þúsund talsins, nánast allan feril listamannsins, allt firá æsku- árum til mynda síðustu ára. Meðal verka er Erró gefur eru 232 olíumálverk, 406 vatns- litamyndir og þekjulitmyndir, 146 grafíkmyndir, 1200 teikningar, 95 samklippur auk þess skissubækur, dagbækur, bréfasafn, ljósmyndir, plaköt, greinar og bækur. í ræðu borgarstjóra í gær kom fram að safnið væri fullkomnasta safn eftir einn listamann hér á landi. „Fyrstu vet'kin gerði hann 10 ára gamall og síðan rekja þau sig í gegnum árin, gegnum tíðina, gegnum stefn- urnar, gegnum hveija syrpu verka hans, en hinar frægu syrpur eru nú orðnar 42 talsins og þtjú mál- verk að meðaltali úr hverri syrpu fylgja gjöfinni. Þessi gjöf verður aldrei að fullu metin til fjár.“ Að sögn Gunnars B. Kvaran for- stöðumanna listasafna Reykjavík- urborgar, er nokkuð um liðið síðan Erró fór að hugsa um að gefa Reykjavíkurborg safn verka sinna. „Það eru mörg söfn í borgum Frakklands sem hafa falast eftir þessu safni,“ sagði Gunnar. „Það fylgir mikil áb, rgð að taka við slíkri gjöf.“ Sjá baksíðufrétt, svipmynd um Erró bls. 6, ræðu Davíðs Odds- sonar bls. 14 C og grein Eiríks Þorlákssonar um «„stórfenglega listaverkagjöf Errós" á bls. 23 C.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.