Morgunblaðið - 17.09.1989, Síða 39
MÓRGUNBLÁÐÍÐ
ÚTVARP/SJÓNVARP
ÓNNÚ
‘ 17.BÉWÉMBÉR 1989
39
Sjónvarpiðs
Þursabit
HHH Þursabit heitir þýsk sjónvarpsmynd í léttum dúr sem Sjón-
91 25 varpið sýnir í kvöld. Myndir segir frá ungri húsmóður sem
^ A *“ er með elskhuga sinn hjá sér þegar eiginmaðurinn kemur
óvænt heim. Mikið vandræðaástand skapast þegar ástmaðurinn, sem
er að auki að verða of seinn í vinnuna, fær þursabit og kemst ekki
óséður út úr húsinu. Með aðalhlutverk fara Susanne Uhlen, Herbert
Herrmann og Helmut Fisher.
hefja daginn með hlustendum. Fréttir kl.
8.00, maður dagsins kl. 8.15.9.03 Morg-
unsyrpa Eva Ásrún Albertsdóttir. Neyt-
endahorn kl. 10.05. Afmæliskveðjur kl.
10.30. Þarfaþing með Jóhönnu Harðar-
dóttur kl. 11.03. Gluggað í heimsblöðin
kl. 11.55.
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar.
12.20 Hádegistréttir.
12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti
Einari Jónassyni sem leikur þrautreynda
gullaldartónlist.
14.03 Milli mála. Árni Magnússon á útkíkki
og leikur nýju lögin. Hagyrðingur dagsins
rétt fyrir þrjú og Veiðihornið rétt fyrir fjög-
ur.
16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán
Jón Hafstein, Sigurður Þór Salvarsson,
Guðrún Gunnarsdóttir, Þorsteínn J. Vil-
hjálmsson og Sigurður G. Tómasson. —
Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.
00. — Kristinn R. Olafsson talar frá
Spáni. — Stórmál dagsins á sjötta
tímanum.
18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni út-
sendingu, sími 91-38 500
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 Áfram island. Daegurlög með
tslenskum flytjendum.
20.30 Útvarp unga fólksins. Við hljóðnem-
ann eru Hlynur Hallsson og norðlenskir
unglingar.
22.07 Rokk og nýbylgja. Skúli Helgason
kynnir. Meðal efnis er irsk rokktónlist.
(Einnig útvarpað aðfaranótt laugardags
að loknum fréttum kl. 2.00.)
1.00 Næturútvarp á báðum rásum til
morguns. Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00,
9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00,
15.00, 16.00, 17.00, 18.00,19.00,22.00
og 24.00.
NÆTURÚTVARPIÐ
1.00 ,Blítt og létt. .." Gyða Dröfn
Tryggvadóttir. (Einnig útvarpað í bítið kl.
6.01.)
2.00 Fréttir.
2.05 Lögun. Snorri Guðvarðarson bland-
ar. (Frá Akureyri.) (Endurtekinn þáttur frá
fimmtudegi á rás 1.)
3.00 Næturnótur.
4.00 Fréttir.
4.05 Glefsur. Úr dægurmálaútvarpi mánu-
dagsins.
4.30 Veðurfregnir.
4.40 Á vettvangi. Umsjón: Páll Heiðar
Jónsson og Bjarni Sigtryggsson. (Endur-
tekinn þáttur frá rás 1 kl. 18.10.)
5.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum.
5.01 Áfram island. Dægurlög með
íslenskum flytjendum.
6.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum.
6.01 .Blítt og létt. . .“ Endurtekinn sjó-
mannaþáttur Gyðu Drafnar Tryggvadóttur
á nýrri vakt.
BYLGJAN
FM 98,9
7.00 Páll Þorsteinsson. Fréttir kl. 8.00,
9.00 og 10.00.
10.00 Valdis Gunnarsdóttir. Fréttir kl.
11.00, 12.00, 13.00 og 14.00, Bibba í
heimsreisu kl. 10.30.
14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Tónlist,
afmæliskveðjur og óskalög. Bibba í
heimsreisu kl. 17.30. Fréttir kl. 15.00,
16.00, 17.00 og 18.00.
18.00 Reykjavík síðdegis. Hallgrímur Thor-
steinsson.
■ 19.00 Hafþór Freyr Sigmundsson.
20.00islenski listinn. .Stjómandi: Pétur
Steinn Guðmundsson.
22.00 Haraldur Gislason.
3.00 Næturvakt Bylgjunnar.
RÓT
FM 106,8
Íslensk tónlistarvika.
Öll tónlist sem flutt verður í dag verður
eftir íslensk tónskáld eða með íslenskum
flytjendum.
9.00 islensk tónlistarvika' á útvarpi Rót.
Soffía Sigurðardóttir útvarpsstjóri og Jó-
hann G. Jóhannsson tónlistarmaður opna
islenska tónlistarviku á útvarpi Rót sem
standa mun til 24.9.
9.30 Tónsprotinn. Leikin tónlist eftir
íslensk tónskáld og með íslenskum hljóð-
færaleikurum, kórum og einsöngvurum.
Umsjón: Soffía Sigurðardóttir og Þórodd-
ur Bjarnason.
10.30 i þá gömlu góðu daga. islenskar
dægurlagaperlur fyrri ára leiknar og rætt
við tónlistarmenn. Umsjón: Soffia Sigurð-
ardóttir og Þóroddur Bjarnason.
12.00 Tónafljót. Leikin blönduð íslensk tón-
list.
13.00 Klakapopp. Dægurlagatónlist síðari
ára leikin og spjallað við tónlistarmenn.
Umsjón: Steinar Viktorsson og Kristín
Sævarsdóttir.
17.00 Búseti.
17.30 Laust.
18.00 Heimsljós. Trúarleg tónlist í umsjá
Ágústs Magnússonar.
19.po Bland í poka. Tónlistarþáttur í umsjá
Ólafs Hrafnssonar.
20.00 Fés. Unglingaþáttur. Umsjón: Bragi
og Þorgeir.
21.00 Frat. Tónlistarþáttur með Gauta Sig-
þórssyni.
22.00 Hausaskak. Þungárokksþáttur í um-
sjá Hilmars Þórs Guðmundssonar.
23.30 Rótardraugar. Lesnar draugasögur
fyrir háttinn.
24.00 Næturvakt a la ívar og Sigþór.
STJARNAN
FM 102,2
7.00 Þorgeir Ástvaldsson. Fréttir kl. 8.00
og 10.00. Stjörnuskot kl. 9.00.
9.00 Gunnlaugur Helgason. Getraunir,
hádegisverðarpotturinn alltaf á sínum
stað. Fylgst með Bibbu i heimsreisunni.
Fréttir kl. 10.00, 12.00 og 14.00.
14.00 Margrét Hrafnsdóttir. Stjörnuskáldið
á sínum stað. Eftir sexfréttir geta hlust-
endur tjáð sig um hvað sem er í 30 sek-
úndur. Bibba íheimsreisu kl. 17.30. Frétt-
ir kl. 16.00 og 18.00. Stjörnuskot kl. 15
og 17.
19.00 Snorri Sturluson.
22.00 Haraldur Gíslason.
3.00 Næturvakt Stjörnunnar.
SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2
8.10—8.30 Svæðisútvarp Norðurlands —
FM 96,5.
18.03—19.00 Svæðisútvarp Norðurlands
- FM 96,5.
18.03—19.00 Svæðisútvarp Austurlands.
EFF EMM
FM 95,7
7.00 Hörður Arnarson.
9.00 Sigurður Gröndal og Richard Scobie.
11.00 Steingrímur Ólafsson.
13.00 Hörður Arnarson.
15.00 Sigurður Gröndal og Richard Scobie.
17.00 Steingrímur Ólafsson.
19.00 Anna Þorláks.
22.00 Þorsteinn Högni Gunnarsson.
1.00 Sigurður Ragnarsson.
3.07 Nökkvi Svavarsson.
ÚTRÁS
FM 104,8
16.00 Kvennó.
18.00 MH
20.00 FG
22.00 MK
24.00 Næturvakt í umsjón Kvennó. Óska-
lög og kveðjur.
Leggir þú leið þína ó úrvalsleigu ó morgun?
Láttu bessar
toppmyndir
ekki fram
hjá hér
fara.
Útgáfudagur
18. sept.
**uma se ' ton,istarinnar l!?a 1
a hkUfANiðurs^ur aL9íri,la Mið-
a hofðu alvarleaar fn .°kna henn-
iSSSSSSSg
^ðlauna tlI Oskars-'
Œ2*:-GP«lLLA8to Tu1n. í. Þessarf
A NÆSTU ÚRVALSLEIGU
eftir Elínu Pálmadóttur
TOL VUR
OG VEIRUR
Morgunútvarpið í fullum
gangi. Ég bíð þess í þessu
víðáttumikla, glæsilega anddyri
Útvaipsshússins að vera kölluð
að hljóðnema. Dyrnar opnar inn
til stjórnenda Rásar tvö. Þeir eru
að senda símtal út beint. For-
svarsmaður Lottósins á línunni.
Ég sperri eyrun. Býsna merki-
legt það sem hann er að útskýra
fyrir útvarpshlustendum. Til
tess að tölvutækni Lottósins
virki örugglega rétt, þarf að
byggja undir tölvurnar 1200 fer-
metra húsrými í nýrri Laugar-
dalshöll. Það verða þær að fá til
-jess að þær reikni nú örugglega
rétt, sem allir vilja auðvitað. Al-
veg ljóst! Því er ekki um annað
að ræða en að snara út sínum
230 milijón krónum í nýja bygg-
ingu.
Undur og
stórmerki! Ann-
ars staðar
geymir tölvu-
tæknin einhver
ósköp á smábit-
um og sækir
þangað ógrynni
af upplýsingum.
Þykir hið mesta
hagræði og
sparnaður á
rými. Kannski
tölvan hafi bara
smitast þegar
hún kom til íslands, hlaupið í
hana íslensk veira. Ein af þessum
víðáttuveirum, sem hér grassera
og eru landlægar. Valda þvi sem
kallá mætti húsrýmisbólgur.
Húsnæðið bólgnar og tútnar út.
íbúðir verða stærri með hveiju
ári sem líður eftir því sem heimil-
isfólki fækkar, skrifstofur fyrir-
tækjanna blása út og frystihúsin
og skipin geta ekki hætt að
stækka þótt minna og minna
komi í þau. Þar til bólgan er
orðin svo mikil, þrýstingurinn
svo ógnarlegur, að allt springur.
Vellur út fjárfestingargröftur-
inn. Þetta er alþekkt veira á ís-
landi. En að hún hlypi í tölvur,
það var merkilegt. Tölvur sem
erlendis þurfa æ minna pláss
fyrir æ meiri efnivið. Auka meira
að segja alltaf hraðann við úr-
vinnslu á verkefninu. Sýnilega
ekki á íslandi! Ekki er gaman
að þessu. Sjúkdómnum hlýtur
að fylgja snerting af víðáttu-
bijálæði, svo að taugakerfi tölvu-
kerfisins vinnur ekki rétt nema
hafa um sig ógnarrúma skel.
Annars fer tölvan í kerfi!
Við snerum okkur að öðru.
Við mig vora þessir heiðursmenn
bara að tala um hægfara segl-
skip með löngu dauðum frönsk-
um sjómönnum. Vippar sér þá
inn í morgunþáttinn til okkar
hann Jóhann Pétur Sveinsson í
vel útbúna hjólastólnum sínum.
Ætli hann sé ekki tölvuvæddur?
Það era að minnsta kosti ekki
tölvur smitaðar af íslandsveir-
unni og stórar upp á sig sem þar
koma við sögu. A þessum fína,
aurslettótta stól var hann Jóhann
Pétur búinn að aka frá Akureyri
og hafði nú aðeins skroppið úr
áningarstað uppi í Hvalfirði í
bæinn til að tala við hlustendur
um 30 ára afmælisdag Félags
lamaðra og fatlaðra og fjársöfn-
unarátakið af því tilefni. Enda
íjáröflun brýn, eins og þjóðin
skildi þegar þeir félagar voru
búnir að vekja á því athygli með
þessari frækiför frá Akun ri til
Reykjavíkur. Sundlaugin við
húsið þeirra í Hátúni ónothæf
þangað til dýr viðgerð hefur far-
ið fram og nýjar flísar komnar
í stað þeirra ónýtu. Og í háhýs-
inu, þar sem margir íbúarnir era
svo mikið fatlaðir að þeir komast
ekki á fætur hjálparlaust, er
ekki einu sinni boðlegt bruna-
varnakerfi. Þó era yfir 20 ár
síðan húsið við Hátún 12 var
byggt. Þetta var mikið áfall. Er
slikt raunverulega til í okkar
bruðlþjóðfélagi?
Og nú vildi Jóhann Pétur leið-
rétta við hlustendur misskilning.
Hann hafði orðið var við að fólk
héldi að óþarfi væri að vera að
gefa í söfnunina vegna þess að
lamaðir og fatlaðir fengju svo
mikið fé út úr Lottóinu. Ekki
færi þó króna til þessara verk-
efna þótt Öryrkjabandalagið fái
40% af ágóðanum. Fyrir það
væru byggðar íbúðir fyrir ör-
yrkja, sem kæmu sér vissulega
vel fyrir þetta fólk. En það væri
allt annað. Var það þá ekki þetta
sama Lottó, sem ætlaði að fara
að byggja stórhýsi yfir sjúku
tölvurnar, svo þær gætu unnið
rétt? Þetta tengdist saman í hug-
skotinu og tók að gára sinnið.
Mætti ekki lækna þessar Is-
landssýktu tölvur Lottósins, eða
skipta út sýktum líkamspörtum,
svo þær færa að hegða sér og
starfa eins og tölvur gera yfir-
leitt, án þess að vera með stór-
hýsisbijálæði og hótanir um að
vinna ekki rétt nema í nógu stóru
húsi? Nota svo mismuninn til
þess að koma upp branavarna-
kerfi og sundlaug fyrir lamaða
íslendinga eða ennþá fleiri íbúð-
um fyrir öryrkja. Manni skilst
að þar á bæ sé engin víðáttusýk-
ing á ferð. Nú um helgina þykir
öðrum félagsskap brýn þörf á
að hefja söfnun fyrir húsnæði
sem hentar mænusködduðu
fólki, sem er bundið hjólastól um
aldur og ævi og hefur engan
stað að fara á eftir að endur-
hæfingu lýkur. Það er víst bara
til ein íbúð í landinu sem svoleið-
is statt fólk verður að skiptast á
um.
Þetta er líklega ekki svo auð-
velt viðureignar í landi þar sem
meira að segja tölvutæknin er
þeirrar náttúru að belgjast úr
með víðáttubrjálæði. Hvernig er
þá hægt að taka fram fyrir hana
brúklega íbúðarskel utan um ein-
hveija af þessum 300 einstakl-
ingum, sem bíða í hjólastólum
sínum á lista eftir lítilli sér-
hannaðri íbúð? Nei, þeir verða
vitanlega að bíða. Það ættu allir
að geta skilið. Tölva með sér-
þarfir hlýtur að hafa forgang.