Morgunblaðið - 17.09.1989, Qupperneq 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989
Lýsi er betra
en kaffi.
um og upp í hlíðum má víða sjá kon-
ur og börn í berjamó.
Kl. 1745
í Iíambanesskriðum
milli Stöðvarfjarðar
og Breiðdalsvikur.
Austfjarðaþokan margfræga liggur
við nes og fjarðarmynni: „Þetta er
vandræðastaður. Það er eins og
Vegagerðin sé ekki viss um hvað hún
ætlar að gera við þennan kafla.
Héma held ég að megi bora göng.
Gijóthrun og slysahætta? Það er það
dapurlegasta við þetta starf að koma
að slysum. Ég hef tvisvar komið að
banaslysum. Sá bíl í fjörunni við
Vattarnes. Það var hálka og hann
hafði skrikað í beygju. í Oddskarðinu
öðra sinni í svarta þoku. Tók eftir
bremsuföram sem lágu út af vegin-
um niður í gil. Það hafði enginn
keyrt yfir þessi för. Þegar ég kom
niður í gilið sá ég mann standa yfir
konu sem lá í urðinni. Hún hafði
kastast úr bílnum; ekki verið í belti.“
— Ekki lent í neinu sjálfur?
„Ég hef verið heppinn. Einu sinni
misst bílinn útaf í Alftafirðinum við
Geithellna, tengivagninn valt við
þetta tækifæri. — Maður þarf að
vita í hvaða vindátt myndast streng-
ur úr þessu eða hinu skarðinu, þeir
geta orðið svakalegir sérstaklega ef
það er gijót í þeim. Einn svoleiðis
mölvaði einu sinni fram- og hliðar-
rúðuna í bílnum. Stundum er hægt
að sæta færi milli vindkviða; maður
sér þegar kviðan sópar gijótinu af
veginum og þá er að gefa í.“
130 km, í Breið-
VI 1 fliR dalsvík. Það er ekki
Hl. 10 lengur þoka en himinn-
inn er þungbúinn. Hér era losuð
drykkjarföng á flutningsafgreiðsluna
á staðnum og einnig á Hótel Bláfell.
Grape- og maltþorsti Breiðdælinga
er eftiitektarverður. Á hótelinu er
Höfn í Hornafirði. Bílinn fer ekki langt olíulaus.
Vörumóttaka Vöruflutningamiðstöðvarinnar. Þetta stemmir alltsaman.
Afgreiðsla Vöruflutningamiðstöðvarinnar.
stjórna bíiunum en afgreiðsludömur bílstjórunum.
Bílstjórar Skúrað og skrúbbað.
Mávahlíð 17, Reykjavík. Þeir sem pakka al-
mennilega fá sína hluti í góðu Iagi.
ennfremur snæddur kvöldverður.
Rúnar segir matinn þar vera einn
þann besta sem hægt sé að fá milli
Reykjavíkur og Norðíj'arðar og eru
Morgunblaðsmenn honum sammála
í því efni. Klukkan 19.03 er farið frá
Breiðdalsvík.
t^^mmmmm í Berufirði. Nú er far-
VI 9flB5 ið að rigna. „Vegakerf-
Itl. 411 ið er svo sem allt að
lagast en sjáðu þennan vegarkafla.
í siðmenntuðum löndum er sléttað
úr svona sveigjum og beygjum. Það
er engu líkara en Vegagerðin haldi
að það séu álfar og huldufólk í hveij-
um steini og kletti. Það verður að
segjast að sumir hjá Vegagerðinni
eru afskaplega afslappaðir og
áhyggjulausir menn. Ég vil þó und-
anskilja Hafstein Jónsson; Ahnanna-
skarðið hefur alla tíð verið til fyrir-
myndar hjá honum. En nú er hann
víst hættur.“
— En biýrnar?
„Já, þær eru ansi mjóar. Þeir eiga
þar mikið eftir. Annars virðast þeir
varla hafa undan við að endurnýja
þær sem eru hreinlega að hrynja."
215 km. Ekki fjar
VI 711^ Djúpavogi. Rún
l»l- 4U teygir sig í farsíma (
hringir. Forráðamenn verslunarinn
„Við Voginn“ eru upplýstir um þí
að rúgbrauðið góða sé á leiðinni c
er það fastmælum bundið að þ;
skuli sótt við vegamótin við hrinj
veginn. „Já, síminn er mikið haj
ræði. Má segja að ég geri allar red
íngar á leiðinni. Sem minnir mig
verð að athuga hvernig Lofti gengi
að sunnan.
— Hvar ertu?
— Mikið brennivín?
— Svona á það að vera.
— Saltfiskurinn verður að- fara
með þér.
— Og dósirnar verða að komast
af stað.
— Já, plastbönd líka.“
— Miklir brennivínsflutningar á
Neskaupstað?
„Dálitlir; Eskfirðingar og fleiri
sækja til okkar flösku og flösku." -
— Verður ekki keyrsian Ieiðigjörn
þegar þú ert ekki að stjórna og redda
í farsímanum eða vegurinn sér fyrir
„faglegri ögrun“?
„Það er alltaf útvarpið. Ég stilli á
rás 2. Dægurmálaútvarpið hjá þeim
er gott. Þegar maður situr svona í
bíl endist maður ekki til að hlusta á
músik allan daginn."
mmmmmmmm 316 km. Stöðvað við
ui nn 50 versluninaNesíNesja-
1*1. 44 hreppi í Hornafirði.
Kolniðamyrkur og rigning. Hér eru
skildir eftir sex pakkar, þar á meðal
salatið frá Reyðarfirði. Bensín- og
olíuafgreiðslan er lokuð og því verður
að skjótast til Hafnar til að kaupa
olíu á bílinn.