Morgunblaðið - 17.09.1989, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
turrenAOvti
BUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989
laiv
C 25
Minning:
Haraldur Stein-
grímsson rafvirki
Fæddist í Reykjavík á Skólavörð-
ustíg 15, 7. september 1923. Hann
andaðist í Landspítalanum 8. sept-
ember sl. Æviár hans urðu því 66
og tveim dögum betur.
Foreldrar hans voru hjónin Vilborg
Vigfúsdóttir frá Heiðarseli á Síðu og
Steingrímur Magnússon togarasjó-
maður úr Reykjavík. Með þeim ólst
hann upp, í hópi 6 alsystkina. Auk
þess átti Haraldur 3 hálfsystkini, að
föðurnum. Var mér kunnugt um
náið samband Haraldar við Ástu
Steingrímsdóttur, sem gift er Einari
Jónssyni frá Skála.
Haraldur var næst elstursystkina
sinna. Mjög vel af Guði gerður og
bráðger til hugar og handa. Fór hann
því snemma að vinna og leggja heim-
ili sínu lið. Bráðungur lærði hann
rafvirkjun. Var það lífsstarf hans. 1
þeirri grein var hann talinn mjög
hæfur og fær. Fór hann til Banda-
ríkjanna til frekara náms og lagði
fyrir sig sjálfvirkni raftækja, flókið
og vandasamt starf... Haraldur
réðst til starfa í Áburðarverksmiðj-
unni, gegndi þar trúnaðarstörfum
um 35 ára skeið. Eða allt til að
heilsu hans þraut. Vel látinn og virt-
ur af samstarfsmönnum sínum og
yfirboðurum.
Haraldur var vandaður og fágaður
í allri framkomu sinni. Bauð ákaflega
góðan þokka. Háttvís, orðvar og
kurteis. Lagði hann ávallt góðum
málum lið. Var lífsglaður. Hafði yndi
af ferðalögum og naut lífsins, með
konu sinni og börnum.
Amma Haraldar í föðurætt var
Rannveig Brynjólfsdóttir, Halldórs-
sonar formanns frá Norðurgarði í
Vestmannaeyjum. Brynjólfur var
nafntogaður skipstjóri og aflamaður
og stýrði á sinni tíð „Fortúnu", einu
stærsta og glæsilegasta skipi Eyja-
manna.
í útilegunni miklu í febrúar 1869
voru öll skip úr Eyjum á sjó. Héldu
þau til miða snemma morguns, í
góðu veðri. Einhver óhugur var í
Brynjólfi formanni. Hélt hann skipi
sínu inn fyrir Heimaey og réri stutt.
Snögglega brast á vestan stórviðri
og jós upp sjó. Brynjólfur gat lensað
í veðurofsanum og náði lendingu á
Eiðinu þar sem margar hendur tóku
í móti skipi og áhöfn. Nær öll skip
voru úti og náðu vari við Bjarnarey.
Daginn eftir hélst veðurofsinn. For-
túna var mönnuð og með aukaliði
við skipshöfnina og haldið út að
Bjarnarey, með hressingu og mat
fyrir sjóhrakta menn, sem ennþá
gátu ekki náð landi. Brynjólfur og
lið hans komust til hafnar og gátu
flutt fréttir í land. Eitt skip fórst
með allri áhöfn og margir liðu, vegna
kulda og hrakninga.
Af slíkum var Haraldur kominn.
Steingrímur faðir hans naut móður
sinnar, og móðursystur, Margrétar
Brynjólfsdóttur, sem gift var Hann-
esi lóðs Jónssyni á Miðhúsum í Eyj-
um. Steingrímur mat kosti Eyjanna
og minntist alla tíð heimilisins að
Miðhúsum og húsbændanna þar. Þar
hófst sjómennskuferill Steingríms.,
Tók hann mikinn þátt í félagslífi í
Eyjum, bæði leikstarfsemi og íþrótt-
um. Þótti hann góður liðsmaður og
tók þátt ííslandsmótinu í knattspyrnu
árið 1912 og keppti þá með liði Eyja-
manna.
45 ár var faðir Haraldar á sjónum,
lengst af með Þórarni Olgeirssyni
og síðar með Þórði Hjörleifssyni á
Helgafelli, netamaður og bátsmaður.
A sextíu ára afmæli Steingríms,
6. janúar 1951, giftist Haraldur
Þyríu Gísladóttur skipstjóra og út-
gerðarmanns, frá Arnarhóli í Vest-
mannaeyjum. Eignuðust þau 3 börn,
stúlku er andaðist í fæðingu;
Steingrím vélstjóra við áburðarverk-
smiðjuna, giftur Ölmu Birgisdóttur
hjúkrunarfræðingþ og eiga þau tvö
börn; og Guðna Ásþór lögfræðing,
giftur Stefaníu Jónsdóttur og eiga
þau tvö börn. Fyrir hjónaband eign-
aðist Haraldur dóttur, Fríðu Sigrúnu
bókasafnsfræðing, gift Sigurbirni
Helgasyni kennara og eiga þau tvö
börn.
Nú við fráfall Haraldar er skarð
fyrir skildi í fjölskyldu hans og með-
al vinnufélaga og vina. Haraldur
elskaði lífið, en af karlmennsku bjó
hann sig undir að fara héðan af
heimi. Treysti hann þar algjörlega á
Jesús Krist og fól sjálfan sig og sína
í hendur Drottins. Því er bjart yfir
brottför Haraldar. Bjargföst trúar-
vissa var honum öryggi á alvöru-
stund. Eiginkonu hans, börnum og
systkinum er vottuð samúð.
Einar J. Gíslason frá Arnarhóli
Okkur, mig og fjölskyldu mína,
langar til að minnast Haraldar
Steingrímssonar nágranna okkar
og vinar í þrjátíu ár, nú þegar hann
kveður fyrstur úr litla hópnum sem
byijaði búskap í Hvassaleiti þegar
við fluttumst hingað fyrir nær
þijátíu árum. Þá var hverfið okkar
nánast eins og í sveit — bóndabýli,
engin verslun, búið í örfáum húsum
og enn færri bílar sáust.
Maðurinn minn var á sjó og ég
því oftast ein með börnin. Þau
hændust strax að Haraldi og Þyri,
eins og mörg önnur börn og ungl-
ingar seinna, þegar fjölgaði í hverf-
inu. Sjálfri fannst mér gott að vita
af þeim í húsinu á horninu á móti,
sjá hjá þeim ljósin þegar dimma tók
og vita að þeim var gleði af að
geta orðið okkur að liði, ef með
þyrfti.
Margs'ér að minnast frá þessum
árum. Þegar Haraldur eignaðist bíl
og fór að fara í sumarbústað á Þing-
völlum með ijölskyldu sína, fannst
honum sjálfsagt að hafa sjómanna-
börnin með, þegar feðurnir voru á
sjó. Lítill sonur minn eignaðist bíl
sem hann gat setið í og stigið.
Aksturinn gekk illa, því göturnar
voru ekki malbikaðar þá. Halli fann
ráð við því, hann ýtti á bílinn með
kústskafti og mátti vart á milli sjá
hvort skemmti sér betur, sá litli sem
gat nú keyrt bílinn sinn, eða stóri
maðurinn sem ýtti á. Þegar ferðinni
lauk, fóru þeir til Þyri til að fá köku.
Ég minnist margra gleðistunda
með þeim hjónum, t.d. áramótanna.
Þá höfðu krakkarnir safnað í marg-
ar vikur. Halli hjálpaði til og var
svo sjálfskipaður brennustjóri. Eftir
Cadilac Sedan Deville 1960 í mjög góðu ástandi.
Upplýsingar í síma 26116 eða §21626.
miðnætti mættu nágrannar og vinir
þeirra hjóna prúðbúnir til veislu hjá
þeim. Húsbóndinn tók með innileik
á móti okkur, best klæddur allra.
Já, við glöddumst oft og sungum
saman, þegar við vorum ung og
nóttin var ennþá ung.
Haraldur var mjög traustur mað-
ur, rólegur og jafnlyndur. Hann gaf
af sjálfum sér — og þau bæði hjón-
in — vinum sínum og flölskyldum
beggja. Raunar er varla hægt að
tala um Halla, án þess að nefna
Þyri um leið, svo samhent voru
þau. í lífsbaráttunni uppskáru þau
ríkulega, nutu mikils, ferðuðust inn-
an lands og utan og áttu gott líf
með börnum sínum, tengdabörnum
og barnabörnum. Ég hef_ ekki
kynnst fegurra samlífi hjóna. í veik-
indum, sem hvorugt þeirra fór var-
hluta af, sneru þau bökum saman,
börðust og sigruðu, og komu sterk
út úr hverri raun. Síðasta barátta
þeirra, sem stóð í heilt ár, var að-
dáunarverð öllum sem fylgdust með
þeim. Allir vissu að þau voru dæmd
til að tapa og læknir Haraldar tal-
aði um í nóvember í fyrra, að til
úrslita drægi eftir einhveijar vikur.
En vikurnar urðu næstum ár. Ég
held að sálarstyrkur þeirra beggja,
lífslöngun Haraldar, gleði hans og
þakklæti fyrir hvern dag sem hann
fékk að vera heima, taka þar á
móti gestum sínum af þeirri reisn
sem einkenndi hann alla tíð og ekki
síst umhyggja Þyri hafi lengt líf
hans og gert það bærilegra. Það
lýsir Haraldi að hann hringdi til
mín í sumar þegar ég hafði ekki
komið til hans í nokkurn tíma vegna
smá lasleika, þá helsjúkur orðinn,
til að spyija mig hvernig mér liði.
Við söknum þess nú öll í fjölskyld-
unni að fá ekki að sjá hann framar
í húsinu á horninu, sem stendur í
fallega garðinum þeirra. Nú éru
trén orðin svo stór að við sjáum
ekki lengur ljósin í gluggunum
þeirra.
En Þyri er þar eftir og hennar
missir er mikill. Börnin, tengda-
börnin og barnabörnin sjá nú á bak
föður og afa, sem bar umhyggju
fyrir þeim og gladdlst með þeim í
velgengni þeirra. Ég vona að minn-
ingin um Harald og allt sem hamj
var þeim, hjálpi þeim í sorg þeirra.
Sigríður Smith og fjölskylda
Orfá kveðjuorð
Á morgun, mánudaginn 18. sept-
ember, verður mágur minn, Haraldur
Steingrímsson rafvirki, kvaddur
hinztu kveðju. Andlát hans kom ekki
á óvart þeim er til þekktu en svo er
það nú samt, að ætíð standa menn
berskjaldaðir fyrir andlátsfregninni
og ávallt er söknuðurinn og sorgin
jafn djúp, enda haldið í lífsvonina til
hinztu stundar.
Haraldur fæddist í Reykjavík 7.
september 1923, næstelstur 6 barna
hjónanna Vilborgar Vigfúsdóttur og
Steingríms Magnússonar sjómanns.
Ekki voru efnin mikil á æskuheimil-
inu fremur en öðrum alþýðuheimilum
íslenzkum á 3. og 4. áratug þessarar
aldar. Fjölskyldan komst þó vel af,
enda foreldrarnir hörkuduglegt fólk.
Steingrímur eftirsóttur togarasjó-
maður og Vilborg, sem auk uppeldis
barnanna 6, stundaði tilfallandi
verkakvennavinnu um árabil til
tekjudrýginda fyrir heimilið.
Haraldur nam rafvirkjun undir
leiðsögn Holgers Gíslasonar raf-
virkjameistara og starfaði að iðn
sinni æ sjðan. Hann réðst sem starf-
maður Áburðarverksmiðju ríkisins
við stofnun árið 1953 og vann þar
síðan allan sinn starfsdag eða þar
til sjúkdómur sá, er dró hann til
dauða, náði yfirhöndinni. Var hann
mikilsmetinn á vinnustað fyrir færni
og traust í starfi.
í einkalífi sínu var Haraldur og
mikill gæfumaður. Fjölskyldulíf hans
og mikilhæfrar eiginkonu hans, Þyr-
íar Gísladóttur, var fagurt. Bæði
hjónin glæsimenni og vel gerð til
orðs og æðis. Var mikið jafnræði
með þeim og hjónaband þeirra með
afbrigðum farsælt. Þau gáfu hvort
öðru og þáðu hvoft af öðru. Þau
voru hvort öðru allt.
Þau eignuðust tvo syni, Steingrím
vélstjóra, sem kvæntur er Ölmu Birg-
isdóttur og Guðna lögfræðing, en
kona hans er Stefanía Jónsdóttur.
Áður eignaðist Haraldur dótturina
Fríðu Sigrúnu bókasafnsfræðing,
sem gift er Sigurbirni Helgasyni.
Barnabörnin eru orðin sex, auga-
steinar afa síns og ömmu.
Við leiðarlok er gjarnan skyggnst
til baka yfir farinn veg og minningar
rifjaðar upp. Minningar mínar um
Harald, eftir rösklega þijátíu ára
samvist í sömu fjölskyldu, eru fagrar
og ber þar engan skugga á.
Við kistulagningu Haralds komst
mágur hans, Einar Gíslason, svo að
orði að heimferðin væri hafin; að
Haraldur væri á leiðinni „heim“.
Þetta finnst mér notaleg tilhugsun
og víst að slík heimferð bíður okkar
allra fyrr eða síðar. Megi almættið
hjálpa okkur að búast til heimferðar-
innar af sama kjarki og æðruleysi
og Haraldur sýndi í helstríði sínu.
Elskulegri Þyrí, dótturinni, sonun-
um tveimur og skylduliði þeirra öllu
færi ég einlægar og djúpar samúðar-
kveðjur. Haraldur er farinn heim en
minningarnar fögru eru eftir. Megi
algóður Guð blessa okkur þær.
Már Egilsson
Isbuðin okkar, ísval er staÓseH spölkorn fró Bióborginni sem sýnir
kvikmyndina BATMAN um þessar mundir. í tilefni þess ókváöum viö aö
gefa BATMAN mynd meö hverjum barnaís sem keyptur er.
Þaö þarf vart aö minna á aö Verölagsstofnun stóö fyrir könnun á
veröíagningu isbúöa á höfuöborgarsvseöinu í júlí sl. Fram kom ótrúlegur
verömunur eöa allt aö 218%! Auk þess kom i Ijós aö ísinn frá okkur ó
Rauöarárstígnum er á verÖi sem er nieö þvi lægsta seni þekkist, sama
hvort um er að ræða ísréHi, • eða þann sívinsæla í brauðfomii.
Niöurstaöa Verölagsstofnunar er okkur mikiö ónægjuefni þvi okkar
stcfna er og hcfur alltaf veriö aö selja glimrandi bragðgóöan is á eins
lágu verði og hægt er, án þess aö siaka á gæðakröfum.
ÞeHa er stórt mál fyrir sælkerana og þegar keypt er fyrir t.d. heila
fjölskyldu i sunnudagsbíltúrnum. »
>id Raudarárstísr