Morgunblaðið - 17.09.1989, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989
C 35
Dan McCafferty
söngvari og Pete
Agnew bassaleik-
ari á tónleikunum
i Höllinni.
Hafdís Hallgrímsdóttir, eiginkona Tonys, býr sig
undir að þvo hár bassaleikarans Pete Agnew.
Tony og Dan McCafferty söngvari ráðgast um
hvernig hárgreiðsla hæfi best.
SIMTALIÐ...
SÍMTALIÐ ER FIÐ HEIÐAR JÓNSSONSNYRTI
Offátari
?
623160
Hjá Heiðari góðan dag.
— Góðan daginn, er þetta
Heiðar?
Jú, það er hann.
Sæll vertu, Kristín Marja Bald-
ursdóttir heiti ég, blaðamaður á
Morgunblaðinu, þú hefur verið
að litgreina konur undanfarið ...
... og menn.
Nú þá líka já, en í hveiju er
litgreining fólgin?
Flestir litgreina eftir sama
kerfinu, en hjá mér er þetta svo-
lítið persónuleikapróf. Persónu-
leikinn fer oft eftir litarhætti,
framkomu og fasi, ég les úr
skrift og augum og segi fólki
dálítið mikið um það sjálft.
En í stuttu máli þá er fólki
skipt annars vegar í heitt og hins
vegar í kalt eftir litarhætti, og
eru þá nöfnin á árstíðunum not-
uð. Síðan er þetta spurning um
að klæða sig rétt, að allt í fata-
skápnum hjá þér passi saman,
þannig að litgreining er frekar
spurning um skipulag og peninga
heldur en útlit.
- Þetta er þá ekki tómt
„pjatt“?
Nei, nei. Fólk sparar sér oft
háar upphæðir með því að kaupa
fatnað og fylgihluti í réttum lit-
um.
Svo hefur oft
komið í Ijós við lit-
greiningu að lit-
irnir á heimili þínu
klæða þig yfirleitt
betur en fötin í
fataskápnum.
— Hvernig
stendur á því?
Að því þú kaup-
ir hlutina á heimil-
inu til tíu eða tutt-
uga ára, og þá í
litum sem höfða
til þín. Fötin eiga
aðeins að duga í
eitt ár. Heiðar Jónsson
— En er það nokkuð slæmt.
að klæðast „röngum" litum?
Já eftir að fólk eldist. Það lítur
út fyrir að vera eldra í röngum lit.
— Nú sagði maður nokkur að
hann gæti alltaf þekk't íslenskar
konur, t.d. á erlendum flughöfn-
um því þær klæddust svo víðum
fötum, — eins og þær væru að
hylja eitthvað. Heiðar, erum við
of feitar?
Nei,íslenskar konur eru best
klæddu konur í heimi. En þó er
þetta rétt hjá honum að vissu
leyti. Við erum í svo nánu sam-
bandi við nágrannann þannig að
við sýnum viss „penheit“. Það
er hneppt dálítið hátt upp í háls,
klaufar eru ekki háar og ekki
hælar heldur, allt svona frekar
laust til að hneyksla ekki Siggu
á sautján!
— Nú er alltaf rætt um „eleg-
ans“ franskra kvenna, geturðu
skilgreint hann fyrir mig?
I rauninni nær bannorðið
„sexy“ miklu betur yfir hugtakið.
Franskar konur njóta þess að
vekja athygli og áhuga karl-
manna á sér, og þar í gegn kem-
ur þessi „elegans“. Þetta er það
sem íslenska konan þorir ekki.
Ef þú sérð franska konu og svo
íslenska á götu þá horfirðu miklu
meira á þessa
frönsku, hvernig
hún klæðir sig og
hreyfir, en upp-
götvar síðan að
íslenska konan er
miklu fallegri, hún
bara gerir ekkert
til að vekja athygli
á því.
Vissi ég ekki,
þær eiga ekki
„sjens“ í okkur!
En Heiðar, ég
þakka þér kær-
lega fyrir spjallið.
Jú þakka þér
sömuleiðis.
ykir blaðinu það leitt, að at-
hugunarleysi þess skuli hafa
orðið til þess að skapa óþægindi
þessum unga og mjög efnilega
rithöfundi, sem virðist hafa miklu
næmari siðferðistilfinningu og
meira siðferðisþrek en títt er um
menn á hans aldri, og það telur
víst, að eigi eftir að vinna sjer
orðstír á rithöfundabrautinni, ef
FRÉTTALJÓS
ÚR FORTÍD
Synd
- sem Nóbels-
skáldið aftieit-
aði 1923
honum endist líf og kraftar.“ Á
hveiju var ritstjóri Morgunblaðs-
ins, Þorsteinn Gíslason, að biðja
Halldór Laxness afsökunar hinn
sjötta október 1923?
V anrækslusynd
Þennan sama dag birtist opið
bréf í Morgunblaðinu til íslenskra
lesenda frá Halldóri Kiljan Lax-
ness. Bréf þetta var í lengra lagi
og var dagsett sjötta dag septem-
bermánaðar 1923. Tilefni þessara
skrifa voru: „Jeg hefi í dag feng-
ið bijef frá Islandi. . . að í „Morg-
unblaðinu“ hafi einhverntíma
síðastliðinn vetur birtst mjög
ósæmileg ritsmíð eftir mig og
muni nú á ný vera komin fyrir
almenningssjónir meðal annara
smásagna minna í sjerstöku kveri.
Vegna þess að af bijefinu má
ráða að ritsmíð þessi hafi vakið
alment hneyksli, og gert nafni
mínu vanheiður, finn jeg mig
knúðan til að greina opinberlega
frá málvöxtum.“ í bréfi Halldórs
er m.a. bent á að hin umrædda
ritsmíð, nóvellettan „Synd“ hafi
verið skrifuð árið 1919 þegar rit-
höfundurinn var 17 ára að aldri.
„Skýringin á því, að svo ungur
maður skuli geta ritað slíkan
óhroða, er sennilega sú, að eftir
að hafa fjarlægst meir og meir
hinar lútersku trúarskoðanir, sem
mjer höfðu verið kendar í bernsku,
var jeg um þessar mundir orðinn
guðsafneitari. Þar að auki lifði jeg
býsna ábyrgðarlitlu lífi (að segja
„siðlausu“ væri aftur á móti
ósanngjarnt), mestmegnis í fje-
lagsskap við listakákara og
skáldslæpinga... I fyrrasumar
fjekk „Morgunblaðið" leyfi mitt
til að prenta nokkrar af smásög-
um mínum og sagnabrotum, og
meðal þeirra var „Synd“ ... Eitt-
hvað 3-4 mánuðum seinna fór jeg
til Benediktínaklaustursins i
Clervaux, til þess að kynna mjer
nánar kaþólsk efni . . . Að íjettu
lagi hefði mjer nú ekkert átt að
verða fyr fyrir en endurkalla eða
láta glata öllu sem væri kaþólsk-
um manni ósamboðið, af því sem
jeg hafði skrifað fyrir afturhvarf
mitt... I klaustrinu Saint-
Maurice hafði jeg um annað
merkitegra að hugsa en þessi
gömlu sögubrot; þau komu injer
alls ekki framar í hug og ekkert
varð til að minna mig á þau ...
Fyrst nú, eftir að jeg er sjálfur
sloppinn heilu og höldnu út úr
pestarbælinu, þar sem bókmenta-
skrílræði tuttugustu aldarinnar
hefir slegið upp herbúðum sínum,
— nú, eftir að það er orðin ein
heitasta ósk mín, að jeg mætti
bera gæfu til að vísa einhveijum
veg þaðan, og út í hreina loftið á
ný, — þá kemur þessi gamla rit-
synd mín mjer alt í einu í koll,
og jeg er áður en varir orðinn sá,
sem höggur í stað þess að hlífa.“
Ósammála
Eins og fram hefur komið þótti
Morgunblaðinu leitt að hafa vald-
ið Halldóri óþægindum með birt-
ingu smásögunnar „Synd“ hinn
fjórtánda dag júnímánaðar þetta
sama ár. í Morgunblaðinu kom
líka fram að dregist hefði um
nokkurn tíma að birta grein Hall-
dórs af „óviðráðanlegum orsök-
um“. — En ritstjórinn og skáldið
Þorsteinn Gíslason var ekki að
öllu leyti sammála þessu tilskrifi
Halldórs Laxness: „Það sjer ekki
heldur að smásaga þessi eigi eins
þungan áfellisdóm skilið og hún
hefir hlotið, en ábyrgðin á birtingu
sögunnar hvílir að sjálfsögðu eins
mikið eða meira á blaðinu en höf-
undi hennar." Ennfremur greindi
ritstjórinn frá samtali sem hann
hafði átt við: „Gáfuð og menntuð
kona, sem farið hefir víða um
lönd, og er alþekt fyrir starfsemi
sína að guðræknis- og siðferðis-
málum. — Hún tók svari höfund-
arins og sagði, að smásagan ætti
ijett á sjer, af því að „hún væri
skrifuð út frá því ijetta hugar-
fari“. — Þetta fannst blaðinu líka,
og þess vegna feldi það ekki sög-
una úr safninu.“