Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1989 15 Minning: Jón S. Jóhannes- son stórkaupmaður Það er örstutt síðan ég mætti þessum glæsilega íþróttamanni í Bakarabrekkunni. Þarna kom hann á móti mér teinréttur og hvatlegur og eins og klipptur út úr tísku- blaði, hann var alltaf svo vel klædd- ur. Hann var bjartur og glaður svo sem hann jafnan var og lífsþróttur hans seytlaði til mín. Ég réttist upp, eftir að hafa gengið álútur upp brekkuna og við tókum tal saman. Þetta var rétt fyrir framan Verslun- arbankann, og mér fannst þá sem ég kipptist 20 ár til baka. Þá áttum við báðir oft leið á efstu hæð þessa húss, þar sem skrifstofur Lífeyris- sjóðs verslunarmanna voru um þær mundir. Mér fannst hann ekkert hafa breyst á þessum tuttugu árum, svo vel var hann á sig kominn. Engu að síður varð þetta okkar síðasta samtal, því nú er Jón Jó- hannesson allur. Hann féll niður á heimili sínu mánudaginn 11. sept- ember rúmlega 80 ára gamall. Jón Jóhannesson fæddist á ísafirði 17. júní 1909. Foreídrar hans voru Pálína Brynjólfsdóttir og Jóhannes Jensson skósmiður. Jón fluttist ungur til Reykjavíkur og átti þar heima æ síðan. Hann lauk námi við Samvinnuskólann og starfaði eftir það meðal annars hjá I. Biynjólfsson & Kvaran og hjá Sambandi íslenskra samvinnufé- laga, en stofnaði sitt. eigið fyrir- tæki, Jón Jóhannesson & Co., árið 1942. Það fyrirtæki hefur hann rekið alla tíð síðan, eða þar til son- ur hans, Jens Ágúst, tók við rekstri þess fyrir íjórum árum. Fyrirtæki hans naut alltaf trausts og álits, enda rekið af mikilli kostgæfni og heiðarleika. Jón var snemma virkur í íþrótta- málum og félagsmálum. Hann stundaði fimleika hjá ÍR, varð ís- landsmeistari fjórum sinnum og átti sæti í stjórn IR um skeið. Hann stóð að stofnun Tennis- og badmint- onfélags Reykjavíkur og var fyrsti formaður þess félags. Hann var mikill og góður tennis- og badmint- Svanhildar Maríasardóttur og Elí- asar Guðbjartssbnar, ásamt fimm öðrum systkinum. Það voru margar skemmtilegar stundir sem ég átti með Bæring á æskuheimili okkar vestur í Bolung- arvík, því hann var einstaklega hress og skemmtilegur leikfélagi. Bernskuminningarnar eru mér ógleymanlegar. Minningin um hann ungan og hraustan líður mér seint úr minni. Bæring hóf ungur að stunda sjó- mennsku, og starfaði við það alla sína tíð, enda átti sjómennskan hug hans allan. H'ann var afburða sjó- maður og hörkuduglegur. Bæring var athafnamaður til orðs og æðis, og var oft líf og fjör í kringum hann. Hann var glæsimenni, og þrátt fyrir veikindi síðustu fimm ára, bar hann sig ávallt hetjulega. Snemma stofnuðu Bæring Vagn og Olga Siggeirsdóttir til sambúðar , og eignuðust þau saman eina dótt- ur, Svanfríði Ósk. Seinna kvæntist Bæring Vagn, Hafdísi Lilju Pétursdóttur, en þau slitu samvistum eftir nokkurra ára hjónaband. Þau eignuðustu saman tvö börn: Soffíu Ösp og Hlyn Elías. Það er mikið áfall þegar ungur maður er kallaður á brott aðeins 40 ára að aldri, en minningin um hann lifir. Bæring var góður vinur vina sinna. Hann' var alltaf svo hress og kátur og það er erfitt að sætta sig við að hann sé horfinn frá okkur öllum. Honum hefur greinilega ver- ið ætlað stærra hlutverk annars staðar. Við eigum margar góðar minningar um Bæring Vagn, og við söknum hans öll. Börnum hans og öðrum aðstand- endum votta ég dýpstu samúð. Jónas Friðgeir Elíassoii onleikari og var gerður að fyrsta heiðursfélaga þessara samtaka. Jón var í stjórn Félags íslenskra stór- kaupmanna um skeið og sat fyrir hönd þess félags 9 ár í stjórn Lífeyr- issjóðs verslunarmanna. Jón var mikill áhugamaður um vestræna samvinnu og einn af stofnendum þeirra samtaka, hann átti lengi sæti í fulltrúaráði sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík og fleira mætti nefna. Árið 1935 kvæntist Jón eftirlif- andi konu sinni, Katrínu Skapta- dóttur, glæsilegri ágætis konu og eignuðust þau þijú börn. Þau eru: Pálína, húsmóðir í Garðabæ, Svein- borg, bankastarfsmaður, og Jens Ágúst, nú forstjóri Jón Jóhannesson & Co. Ég kynntist Jóni mest, þegar við störfuðum saman í Lífeyrissjóði verslunarmanna. Hann var ekki margmáll á fundum, en hann var alltaf tillögugóður, velviljaður og réttsýnn. Hann tranaði sér aldrei fram, en hann var vinsæll og virtur af samstarfsmönnum og samferða- mönnum. Jón var allra manna fræknastur í sínum íþróttagreinum, enda marg- faldur Islandsmeistari. Hann gat verið harður {• horn að taka ef því var að skipta, en ákaflega stilltur maður og bolaðist aldrei. Svoná sá ég hann. Þeir eru margir verðlauna- gripirnir, sem hann vann til á íþróttaferli sínum. Heimili þeirra hjóna Katrínar og Jóns var stórfallega búið, bar hús- freyju fagurt vitni og þar var gott að koma. Samstaða og virðing ríkti milli þeirra hjóna. Með þessum fáu orðum vil ég þakka þessum ágæta manni, sem gott var að kynnast og verða sam- ferða í vinafagnaði og starfi. Bless- un fylgi honum á nýjum leiðum. Innilega samúð votta ég og kona mín Katrínu, konu hans, börnum þeirra og öðrum nákomnum mönn- um. Hjörtur Jónsson Mánudaginn 11. september sl. lést Jón Jóhannesson stórkaup- maður, að heimili sínu í Reykjavík, áttræður að aldri. Jón var stofnandi Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur (TBR), en það var stofnað 1938. Jón hét fullu nafni Jón Sigurðsson Jóhannesson og var fæddur 17. júní 1909. Saga TBR og Jóns verður ekki sundur skilin. Hann var af mörgum badminton- mönnum kallaður „brauti-yðjand- inn“ bæði í gamni og alvöru, því það var fyrst og fremst fyrir hans forgöngu að badmintoníþróttin festist í sessi hér á landi. Það mun hafa verið á ferðalagi í Danmörku árið 1933 sem Jón kynntist þessari íþrótt. Hann sá strax að grundvöll- ur yrði til iðkunar hennar hér á landi, keypti spaða og bolta og flutti með sér til Islands. Þá hafði hann samband við fólk sem hafði leikið tennis á vegum ÍR og þar með var grunnurinn kominn. Leikið var í gamla ÍR-húsinu. Erfitt var að útvega önnur hús fyrst í stað en þegar árin liðu fjölgaði leikfimi- sölum í Reykjavík. Árið 1938 hafði Jón forgöngu um stofnun TBR og jafnframt varð hann fyrsti formað- ur þess. Því embætti gegndi hann til ársins 1943 og aftur varð hann formaður TBR á árunum 1945- 1951. Á þessum árum var hann og félagið eitt. Jón var einnig afbragðs fimleikamaður og sem IR-ingur varð hann Fimleikameistari Islands árin 1932, ’35, ’36 og ’37. Jón var sterkur leikmaður í bad- minton, einn af toppmönnum lands- ins í þá daga. Einkum var hann sterkur í einliðaleik. Og eftir góða sigra átti hann til að sýna hvað í honum bjó, og gerði alls konar kúnstir á leikvellinum. Fór t.d. helj- arstökk á gólfinu sér og öðrum til gamans svona til þess að rifja upp gamla daga í fimleikum. Jón kom oft í heimsókn í TBR- húsin síðustu árin. Hann birtist þá óvænt á góðum degi, heilsaði hressilega og spurði hvort gufan væri ekki heit. Það var venja hans að nota ferðirnar til okkar og hressa sig með heitu gufubaði. Og þá var nú spjallað. Hann fylgdist með fé- laginu sínu og vildi vita um gamla og nýja félaga. Hveijir ynnu mótin og hvort einhveijir efnilegir væru á leiðinni á toppinn. Jón fór tvisvar með okkur sem áhorfandi í keppnis- ferðir erlendis. í annað skiptið var undirritaður með. Það var ferð til Þýskalands og Danmerkur til þátt- töku á Evrópumót félagsliða. Þá tók hann þátt í gleði og sorgum leik- manna. Upplifði gömul keppnisátök og lék með okkur í andanum. Ánægður var hann og upp með sér eftir hvern unninn sigur, og jafn sárt þótti honum að sjá félagið sitt liggja í valnum í Iokin. Jón fór aft- ur með liðinu í Evrópukeppnina sl. haust þá 79 ára að aldri. Þá var haldið til Moskvu. Má á því sjá hve hann var vel á sig kominn líkam- lega, að hann treysti sér til þeirrar langferðar. Menn eins og Jón sem stunda íþróttir frá unga aldri njóta þeirra vissulega í ellinni. Iþróttirnar auka likamlegt og andlegt heil- brigði. Engum manni sem sá til hans síðustu árin datt í hug að þar færi maður á áttræðisaldri. Jón var einstaklega ljúfur maður og þægilegur í viðmóti. Hann var jafnan í góðu skapi og gerði að gamni sínu. Ýmsar sögur sagði hann manni, bæði gamlar og nýjar, og jafnan bar hann með sér hlýju þegar hann kom í heimsókn í TBR- húsin. Eins og sannur íþróttamenn var hann reisulegar í fasi og gekk um með beint bak. Oft talaði ég við hann um hvort hann vildi ekki prufa að spila badminton, svona til þess að sjá hvort hann kynni þetta ekki enn. Hann tók því jafnan vel, en ekki tókst mér þó að koma hon- um út á völlinn. „Löppin er ekki alveg nógu góð. Líklega hef ég spyrnt of mikið á vellinum í gegnum tíðina,“ sagði hann og brosti. „En vissulega væri það gaman.“ Jón varð fyrsti heiðursfélagi TBR. Sem slíkur mætti hann jafnan á helstu viðburði badmintoníþrótt- arinnar ásamt Katrínu konu sinni. Þau hjónin höfðu gaman af því að hitta gamla vini og kunningja og oft var glatt á hjalla. Á fimmtugsaf- mæli TBR sl. vetur sungu TBR- ingar honum til heiðurs vísu eftir Kristján Benjamínsson, badminton- frömuð. Ég get ekki stillt mig um að láta niðurlag vísunnar fylgja hér með, en það er svo: Jón Johannesson! Við syngjum þér svolítinn brag þú varst stórhuga sveinn. Þú ert stæltur og beinn. Þú ert stolt okkar félags í dag. Á sama degi og útför Jóns Jó- hannessonar heiðursfélaga TBR fer fram, keppir lið TBR í Evrópu- keppni félagsliða á Spáni. Jóni hefði eflaust þótt vænt um að fá tæki- færi til að fylgjast með liðinu sínu enn einu sinni, en ekki varð þó sú raunin. Hins vegar munu leikmenn TBR minnast hans sem þess manns sem grunninn lagði, sama grunn og stendur enn i dag undir vel- gengni þeira í badmintoníþróttinni. Ég votta Katrínu konu Jóns mínar innilegustu samúðarkveðjur, svo og afkomendum þeirra og ætt- ingjum. Sigfús Ægir Árnason, framkvstj. TBR. VEISTU AÐ I LANDS- Náma Landsbankans er þjónusta sem léttir undir með námsmennum. VISA-kort, BANKANUM ER NÁMA alhending skjala vegna LÍN, sveigjanlegri afborganir lána, 100.000 króna -NÁMSFÓLK. FYRIR námsstyrkur og hátt námslokalán er meðal jtess sem ssekja má í Námuna. Náman er ný fjármálaþjónusta í Landsbankanum, sérstaklega ætl- uð námsfólki frá 18 ára aldri. Því ekki að hefjast handa nú þegar og sækja í námu Landsbankans. Með því að skapa þér gott orð í Landsbankanum - þó í litlu sé, leggurðu grunninn að fjárhagslega öruggri framtíð. Allar nánari upplýsing- ar, fúslega veittar í næsta Landsbanka. Yið bjóðum námsfólk velkomið. Nýttu þér námuna. LANPSBANKI í S L A N D S N • A • M • A - N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.