Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBIAÐIÐ FOSTUDÁGUR 22. SEPTEMBER 1989 Vinn ekki að björgun Sam- bandsins heldur hagsmuna- málum Landsbankans Valur Amþórsson, bankastjóri Landsbankans ræðir m.a. samskipti Landsbankans og SIS Viðtal: Agnes Bragadóttir VALUR Arnþórsson, Landsbankastjóri, fyrrverandi stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnufélaga og kaupfélagsstjóri KEA hefur haldið sig til hlés eftir að hann settist í sæti Landsbankastjóra þegar samskipti Landsbankans og Sambandsins hafa verið annars vegar. Hann vildi til dæmis ekki ræða afstöðu sína við Morgunblaðið í síðustu viku, þegar fjallað var um kaup Landsbankans á Samvinnubankanum. Nú mun hann hins vegar í ríkara mæli koma að þeim samskiptum, eftir að Landsbankinn og Sambandið hafa samið um kaup bankans á hlut Sambandsins í Samvinnubankan- um, fyrir 828 milljónir króna. Morgunblaðið ræddi við Val um þessi viðskipti, skulda- stöðu Sambandsins, framtíðarmöguleika þess og fleira. — Valur, nú hefur því verið haldið fram að persónuleg andúð þín á Guðjóni B. Ólafs- syni, forstjóra Sambandsins væri svo megn að þú værir reiðubúinn að fórna Samband- inu, til þess að mega sjá Guðjón B. Ólafsson á hnjánum. Hvað vilt þú segja um slíkar fullyrðingar? Eg verð að segja það, að aðdróttun sú sem komið var á framfæri við þig, af ein- hveijum manni, um að ég vildi fó'rna fyrir- tæki sem ég var formaður fyrir í heilan ára- tug og ber afar hlýjan hug til, vegna pers- ónulegrar óvildar í garð Guðjóns B. Olafsson- ar, er svo svívirðileg að það tekur því ekki að ræða hana. Hún er þess eðlis að hún tekur út yfir allan þjófabálk og það getur ekki verið annað en mjög brengluð sál sem setur fram svo svívirðilega aðdróttun. í þessu sambandi vil ég segja þér það og öllum sem heyra vilja, að ég ber síður en svo persónu- legan óvildarhug til Guðjóns B. Ólafssonar, en get að sjálfsögðu haft mína skoðun á því hvers konar stjómandi hann er og hvernig honum hafi tekist til í störfum eftir að hann kom hér heim til íslands. Ég sem aðrir mynda mér náttúrulega skoðanir á stjórn- endum þeirra fyrirtækja sem ég þarf að hafa afskipti af og þær eru stundum jákvæð- ar og stundum neikvæðar. Þær skoðanir geymi ég hins vegar með sjálfum mér. Ég hef lýst því viðhorfi mínu að ég álít að það sé verulegt hagsmunamál fyrir Landsbankann að kaupa Samvinnubankann. Það er mitt sjónarmið í þessu máli og ég mun fyrir mitt leyti vinna áfram að því að þau kaup takist endanlega. í þeim efnum tel ég mig ekki vera að vinna að því að bjarga Sambandinu, heldur að ná í höfn verulegu hagsmunamáli fyrir Landsbankann og um leið að ná fram þýðingarmikilli endur- ’skipulagningu í bankakerfinu." — Forsætisráðherra og flokksbróðir þinn, Steingrímur Hermannsson sagði í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag að hann liti á þessi kaup sem lið í björgunaraðgerðum til handa SÍS. Þú lítur ekki svo á? „Það er ljóst að Sambandið á í erfiðleik- um. Það hefur komið víða fram og ég brýt ekki neina bankaleynd eða ljóstra upp neinu sem ég ekki má þegar ég segi það. Það kom fram á aðalfundi Sambandsins í vor og margítrekað hefur það komið fram í máli sambandsmanna sjálfra. Þeir hafa á dagskrá hjá sér sem lið í viðreisn fyrirtækisins að selja eigur. Einn liður í því máli er að selja Samvinnubankann. Það er þeirra hlið á málinu. Okkar hlið í Landsbankanum er einfald- lega þessi sem ég er búinn að lýsa, að við erum að gera góð kaup fyrir Landsbankann. Vissulega má alltaf deila um verð fyrir hluti sem verið er að kaupa og selja og vafalaust má deila um verðið sem Landsbankinn hyggst að öllu óbreyttu greiða fyrir hlut Sambandsins í Samvinnubankanum, en ég vil ekki dvelja við það eða deila um það verð. Hins vegar fínnst mér rétt að upplýsa í því sambandi að við bankastjóramir hér, gerðum Sambandinu tilboð eftir fund í bankaráðinu um kaupverð sem var lægra heldur en endanlega var samið um. Tilboðið hljóðaði upp á 700 milljónir króna. í því vísa ég til þess sem kollegar mínir höfðu talað um sín á milli, áður en ég kom hér, að réttmætt verð fyrir bankann kynni að vera um 1.500 milljónir króna, en þetta hefur opinberlega komið fram í máli Sverris Hermannssonar. Hvort það er rétt verð, eða tæpar 1.600 milljónir króna, læt ég liggja á rnilli hluta. Hitt er ljóst að ef í ljós kæmi, við frekari athuganir á málinu, að einhverjar þær forsendur sem lágu fyrir, þegar samið var um 828 milljónir fyrir 52% hlut Sam- bandsins, breytist í verulegum mæli frá því sem þá var sett fram, þá getur það haft áhrif á þetta verð. “ Ekkert bendir til gjaldþrots Sambandsins — Nú ér þín staða allsérstæð. Þú ert fyrr- verandi stjórnarformaður - þessa stærsta skuldara Landsbankans og núverandi banka- stjóri Landsbankans. Því hefur verið haldið fram að Sambandið væri komið í greiðslu- þrot eða jafnvel gjaldþrota. Hvert er kalt mat Vals Amþórssonar á stöðu Sambands- ins, ef hann lítur á málið út frá sinni þekk- ingu, beggja vegna borðsins? „Samkvæmt síðustu reikningum Sam- bandsins sem opinberaðir hafa verið, þá átti Sambandið ennþá rúmlega tvo milljarða króna í eigin fé. Fyrirtæki sem á rúmlega tvo milljarða er ekki gjaldþrota. í því sam- bandi ér vafalaust öllum kunnugt að Sam- bandið á vissar duldar eignir. Ég nefni sem dæmi að verðmæti hlutabréfa þess í Regin er mun meira en bókfært er. Það kom fram í reikningunum að greiðslustaðan hafði þrengst og það liggur í augum uppi að fyrir- tæki sem er með stórfelldan hallarekstur, verður fyrir því að greiðslustaðan þrengist. Ekkert í reikningunum gaf á hinn bóginn tilefni til að ætla að fyrirtækið væri að kom- ast í greiðsluþrot. Sambandið er stór viðskiptavinur í Lands- bankanum og sem slíkur er það náttúrulega með talsverðar skuldir í þessum banka, en þær skuldir eru tryggðar. Af minni hálfu eru kaupin á Samvinnubankanum viðskipta- legs eðlis en ekki björgunaraðgerð. Ef það kemur sér vel fyrir Sambandið í leiðinni, þá er það mjög gott mál. Við stöndum í því hér í þessum banka, flesta daga vikunnar að athuga málefni ýmiss konar fyrirtækja hringinn í kring um landið. Sambandið nýt- ur þar að sjálfsögðu sömu viðhorfa og önnur fyrirtæki í landinu. Þannig að vissulega greiðum við fyrir Sambandinu, sem góðum viðskiptavini hér, innan allra eðlilegra marka.“ Skuldir SÍS um 10 milljarðar? — Eins og fram hefur komið námu skuld- ir Sambandsins um síðustu áramót um 8,8 milljörðum króna. Nú hafa átt sér stað mikl- ar gengisbreytingar í sumar og dollar hækk- að geysilega mikið, þannig að ætla má að heildarskuldir Sambandsins af þeim sökum, nemi nú a.m.k. 10 milljörðum króna. Eigið fé Sambandsins um tveir milljarðar um síðustu áramót, samkvæmt ársreikningun- um, má ekki geta sér þess til að það sé ekki nema um milljarður nú? „Nú erum við komin út í það að ræða málefni eins af okkar viðskiptavinum og þá á grundvelli einhverra upplýsinga sem ekki hafa verið gerðar opinberar af viðkomandi fyrirtæki. Þá er mín tunga bundin, þannig að þetta eru málefni sem ég get ekki rætt.“ Fær Landsbankinn tilhliðrun í Seðlabanka hvað varðar lausafjárstööu og bindiskyldu? — Eitt af því sem einnig hefur verið rætt af talsverðum hita að undanfömu er sá möguleiki að 1,6 milljarða króna skuld SÍS í Samvinnubankanum verði „parkerað" til fimmtán ára í Seðlabankanum, svo notuð séu orð Steingríms Hermannssonar, forsæt- isráðherra. Er þetta að ósk bankastjórnar Landsbankans? „ Það er Ijóst að Seðlabankinn hefur áhuga á og hefur beitt áhrifum sínum, til þess að hagræðing færi fram í hinu íslenska banka- kerfí, bankar sameinuðust og viðskiptabönk- um fækkaði þar með. Það hefur komið fram Valur Arnþórsson Landsbankastjóri. að Seðlabankinn hefur jákvætt viðhorf til þess að Landsbankinn kaupi Samvinnubank- ann. Að því er mér skilst lítur Seðlabankinn á slík kaup sem heppilegan lið í endurskipu- lagningu íslenska bankakerfisins. Það er því fullkomlega eðlilegt að við höfum átt bytjun- arviðræður við Seðlabankann um það á hvern hátt hann gæti aðstoðað við þá endur- skipulagningu sem felst í þessum kaupum. Þær viðræður eru mjög skammt á veg komn- ar og eiga eftir að taka á sig miklu ákveðn- ara form. En í mínum huga snýst málið ekki um það að „parkera“ einhveijum skuld- um Sambandsins í Seðlabankanum, heldur um það hvort Seðlabankinn treystir sér til að greiða fyrir Landsbankanum í sambandi við kaup á þessum banka. Kaup sem væntan- lega koma til með að kosta nálægt 1.600 milljónum króna. Okkar erindi við Seðla- bankann verður því væntanlega í þá veru að ræða möguleika á því að Seðlabankinn aðstoði okkur í þessum kaupum. Þá meðal annars að tekið yrði tillit til kaupverðsins í sambandi við ýmsar þær skyldur sem eru á viðskiptabönkunum, varðandi lausafjárstöðu og bindiskyldu og fleira. Að sjálfsögðu verð- um við síðan að athuga það hvernig heildar- skuldastaða Sambandsins lítur út gagnvart okkur, eftir að við höfum keypt Samvinnu- bankann." Skuld SÍS í Landsbanka eftir Samvinnu- bankakaupin um 4 milljarðar — Hún verður þá nálægt fjórum milljörð- um, ekki satt? Um 2,2 milljarðar í Lands- banka og 1,6 milljarðar í Samvinnubanka. „Ég fullyrði að sjálfsögðu ekkert um það hvemig hún verður, en upp mun vakna spumingin um það hvernig hún mun rúmast innan þeirra reglna sem um það gilda og hvernig Seðlabankinn myndi líta á það mál. Seinna mætti hugsa sér að aðrir viðskipta- bankar en Landsbankinn kæmu inn í kaupin á Samvinnubankanum að hluta, þar sem heppilegt kynni að verá vegna útibúakerfis og tækju Sambandið að einhveiju leyti í við- skipti. Þannig mætti hugsa sér að viðskipti Sambandsins og skuldir dreifðust eitthvað meira en nú er. Þetta eru hugmyndir sem ég leyfi mér að varpa hér fram fríhendis, án þess að hafa nokkuð sérstakt á bak við mig í því.“ — Er það ekki einfalt reikningsdæmi að samtals verði skuld Sambandsins við Lands- bankann eftir kaupin á Samvinnubankanum tæpir 4 milljarðar króna? „Ég get ekki rætt um skuldastöðu Sam- bandsins í Landsbankanum og ég veit ekki til hlítar hveijar skuldir þess eru við Sam- vinnubanka." Á samvinnuhreyfíngin sér viðreisnar von? — Sambandið á fallanda fæti, kaupfélög víða um land á fallanda fæti, komin í greiðsluþrot, gjaldþrot og þar fram eftir götum. Hvert er þitt mat á möguleikum samvinnuhreyfingarinnar til þess að vinna sig út úr þeim ógöngum sem hún hefur nú ratað í? „Nú hef ég ekki lengur það hlutverk að tala fyrir hönd Sambandsins og kaupfélag- anna.“ — Enda spyr ég þig vegna fyrri starfa þinna og þeirrar þekkingar sem þú hlýtur að búa yfir, vegna þeirra. „Síðast þegar ég leit á málefni Sambands- ins sem stjórnarformaður þess, þá sá ég ágæta möguleika á því að það væri hægt að rétta Sambandið af. Ég hef ágæta trú á því að ef menn finna þar heppilegustu leið- ir, þá muni takast að rétta það af. Einn þýðingarmikill liður í okkar samningum við Sambandið er að Sambandið leggi fyrir okk- ur áætlun, sem sýni það að þær aðgerðir sem þeir hyggjast grípa til, dugi til þess að koma rekstri þess og íjárhag fyrir vind. Það er alls ekki hægt að setja kaupfélög- in í landinu öll undir einn og sama hatt. Þau eru mörg og margvísleg og búa við ákaflega mismunandi aðstæður. Ég er ekki í vafa um að þau geta átt fyrir höndum ágæta framtíð, en þurfa að laga sig að þeim erfiðleikum sem eru í efnahagslífinu, atvinnulífinu, jafn- framt því sem þau þurfa að aðlaga sig af breyttum viðhorfum í þjóðfélaginu. Reyndar vil ég taka það fram í þessu sambandi, að mér þótti mjög skondið að sjá í fréttaskýring- unni sem þú skrifaðir um kaup Landsbank- ans á Samvinnubankanum, að KEA væri komið að fótum fram, vegna skuldsetning- ar.“ — Er það svo ýkja skondið, þegar greint er frá því að KEA er orðinn annar stærsti skuldari Landsbankans? „Ég vil ekki tala um skuldir KEA, en KEA er eitt sterkasta fyrirtæki í landinu að því er eiginfjárstöðu varðar og hefur mjög mikla möguleika bæði í nútíð og framtíð. Það er því öðru nær að það sé að fótum fram kom- ið vegna skuldsetningar. Skuldastaða þess hér í Landsbankanum er ekki áhyggjuefni." — Við höfum rætt það hvort kaupverðið sem þið hafið samið um á Samvinnubankan-. um sé of hátt, en hvað með fullyrðingar þess efnis að Landsbankinn hafi alls ekki ráð á að festa kaup á Samvinnubankanum við þessu verði? „Allar slíkar fullyrðingar eru gjörsamlega ótímabærar. Við eigum eftir alla endanlega . samningagerð við Sambandið og þá kemur . í ljós fyrir það fyrsta hvort þetta verð breyt- ist eitthvað og í annan stað hver kjör verða í kringum þessi kaup. Hins vegar er það okkar mat að með þeirri miklu hagræðingu sem við eigum að geta náð fram með þessum kaupum, þá muni þetta mjög efla Lands- bankann í framtíðinni, þannig að Lands- bankinn hafi ekki bara efni á þessu, heldur muni þetta mjög styrkja hann þegar frá líður." „Ljóst að það urðu ákveðin slys við meðferð málsins“ — I umræðunni að undanfömu um þessi kaup ykkar, eru það ekki einkum kaupin sjálf, sem hafa farið fyrir bijóstið á ýmsum mönnum, heldur einnig þau vinnubrögð sem viðhöfð voni við kaupin og kaupverðið. Átt þú von á því að um málið geti skapast sæmi- legur friður, þannig að þið getið lokið því? „Ég vona það vissulega, því hér er um feiknarlega þýðingarmikið mál að ræða. Sambandið bauð okkur að kaupa bréf sín í Samvinnubankanum á sl. vori. Við ræddum það okkar á milli bankastjórarnir og vorum sammála um að þetta gæti verið hið besta mál fyrir okkur, eins og greindi frá hér áð- an. Eftir umfjöllun í bankaráðinu fékkst svo grænt ljós á það að haida áfram samningum við sambandið. Ákveðið var að Sverrir Her- mannsson færi áfram með málið fyrir okkar hönd. Þar kom að menn urðu í þeim samn- ingum að segja já eða nei og þá var ákveð- ið að segja já, en það var auðvitað markmið Landsbankans að samningar tækjust. Það er alveg ljóst að þá urðu ákveðin slys við meðferð málsins, sem ég held að allir viðurkenni og séu leiðir yfir. Þá sérstaklega þetta, að Lúðvík Jósefsson, bankaráðsmaður um langa hríð og fyrrverandi formaður bank- aráðsins, var kominn í bæinn án þess að viðkomandi bankastjóri og bankaráðsmenn- irnir sem hann ræddi við gerðu sér það ljóst. Þess vegna kölluðu þeir hann ekki á sam- ráðsfund um málið, sem var slys. En ég veit að það var ekki af ásettu ráði og alveg á sama hátt misfórst að hafa samráð símleið- is við Eyjólf K. Sigurjónsson, bankaráðs- mann, sem er mjög vel að sér um málefni Landsbankans. Eins má að sjálfsögðu deila um það hvort það hefði átt að hafa fyrr og meira samráð við viðskiptaráðherra, heldur en gert var. En hvað um það, ákveðin álita- mál í ferli málsins hafa gert það að verkum að verulegur óróleiki hefur skapast. Það er mjög óheppilegt. Við bankastjórarnir viljum hafa sem allra mest og best samráð við bankaráð allt og við viljum góða samvinnu við viðskiptaráðherra, Seðlabankann og þau önnur yfirvöld sem þetta mál varðar. Nú þurfum við um fram allt að fá góðan frið til þess að vinna málefnalega að endanlegri samningagerð og skoða allar hliðar málsins til þess að þetta verði farsællega til lykta leitt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.