Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1989 23 Landflótta tyrkneskur Kúrdi: Baðst hælis sem pólitísk- ur flóttamaður og dvelst nú í Húnavatnssýslu TYRKNESKUR ílóttamaður af kúrdískum ættum, Mustava Coka að nafni, hefúr beiðst hér hælis sem pólitískur flóttamaður. Hann kom hingað seint í júlí og hefur dvalist á bæ í Austur-Húnavatnssýslu. Út- lendingaeftirlitið hefúr sent dómsmálaráðuneytinu skýrslu um málið og er niðurstððu ráðuneytisins að vænta innan skamms, að sögn Þor- steins Geirssonar ráðuneytisstjóra. Karl Jóhannsson hjá útlendingaeftir- litinu segir að átt liafi að synja Coka um hæli í Danmörku og Noregi en hann hafi farið frá þessum löndum áður en úrskurðirnir voru form- lega birtir. Coka kom hingað með Norrænu fyrir tveimur mánuðum. Hann komst inn í landið án vegabréfs með því að segjast vera norskur ríkisborgari, en í gildi er gagnkvæmur samningur milli Norðurlandanna um afnám vegabréfsskoðunar. Hann hafði síðan samband við skrifstofu íslandsdeild- ar Amnesty International. Að sögn Jóhönnu K. Eyjólfsdótt- ur, formanns íslandsdeildar Am- nesty, var útlendingaeftirlitið strax látið vita af manninum og farið fram á að honum væri ekki vísað strax úr landi heldur mál hans athugað fyrst. Jóhanna segir að Amnesty hafi ekki tök að athuga sérstaklega mál þessa manns. Haft hafi verið samband við skrifstofur samtakanna í Danmörku og Noregi og aðalstöðv- arnar í Bretlandi en Coka sé ekki á skrá þar sem pólitískur fangi. „Hins vegar kemur saga hans um fangelsun og pyntingar fyrir stjórn- málaskoðanir heim og saman við upplýsingar um aðra Kúrda sem of- sóttir hafa verið í Tyrklandi,“ segir Jóhanna. „Við sáum enga ástæðu til að rengja manninn og vonumst til að hann fái lausn sinna mála. Það sem að Amnesty á íslandi snýr er að reyna að tryggja að mál hans fái hér réttláta meðhöndlun. Hins vegar skiptir Amnesty sér ekki af flótta- mönnum nema þeir eigi á hættu að verða hnepptir í fangelsi vegna stjórnmálaskoðana.“ - Coka fékk húsaskjól á bóndabæ í Húnavatnssýslu. Þaðan kom hann aftur til Reykjavíkur til yfirheyrslu hjá útlendingaeftirlitinu en fór svo á ný út á land þar sem hann er enn. Útlendingaeftirlitið sendi dómsmála- ráðuneyti skýrslu um mál Coka og Fiskverð á uppboðsmörkuðum 21. september. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 88,00 82,00 84,00 2,226 186.984 Ýsa 110,00 35,00 103,61 0,317 32.845 Karfi 20,00 20,00 20,00 0,036 703 Ufsi 36,00 36,00 36,00 0,109 3.924 Steinbítur 82,00 76,00 77,46 1,803 139.651 Langa 47,00 47,00 47,00 0,456 21.432 Lúða 260,00 200,00 215,78 0,601 129.660 Koli 68,00 35,00 56,14 1,268 71.188 Keila 26,00 26,00 26,00 0,101 2.619 Skarkolaflök 180,00 155,00 168,40 0,225 37.890 Samtals 87,79 7,141 626.896 i dag verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr ýmsum bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 64,00 58,00 61,41 29,238 1.795.535 Ýsa 123,00 50,00 112,31 8,319 934.327 Karfi 34,00 22,00 29,08 19,260 560.172 Ufsi 37,00 33,00 35,58 39,442 1.403.327 Steinbítur 66,00 60,00 65,27 0,082 5.352 Hlýri 62,00 62,00 62,00 3,712 230.166 Hlýri+steinb 66,00 60,00 65,27 0,082 5.352 Langa 34,00 33,00 33,16 0,582 19.301 Skarkoli 60,00 60,00 60,00 0,245 14.700 Keila 14,00 14,00 14,00 0,038 532 Samtals 49,28 101,800 5.016.272 Selt var úr Ásbirni RE, Arnari HU, Þorláki ÁR og fleirum. í dag verða meðal annars seld 80 tonn af ufsa og óákveðið magn af öðrum tegundum úr Ottó N. Þorlákssyni RE og fleirum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 71,00 36,00 54,18 11,656 631.540 Ýsa 110,00 43,00 98,86 3,815 377.145 Karfi 15,00 15,00 15,00 0,040 600 Ufsi 17,00 17,00 17,00 0,185 3.145 Steinbítur 39,00 15,00 35,18 0,244 8.584 Langa ' 34,00 15,00 32,27 1,420 45.820 Lúða . 275,00 155,00 238,14 0,223 53.105 Skarkoli 49,00 49,00 49,00 0,018 882 Keila 27,50 5,00 9,53 0,477 4.547 Skata 66,00 66,00 66,00 0,090 5.940 Lýsa 32,00 32,00 32,00 0,150 4.800 Samtals 62,02 18,318 1.136.108 I dag verða meðal annars seld 30 tonn af þorski, 30 tonn af karfa, 5 tonn af ufsa og óákveðið magn af ýsu og fleiri tegund- um úr Hauki GK. Einnig verður selt óákveðið magn úr línu- og netabátum. er niðurstöðu að vænta innan skamms að sögn Þorsteins Geirsson- an ráðuneytisstjóra. Óli Þ. Guðbjarts- son dómsmálaráðherra kveðst ekkert geta sagt um málið að svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum norsku flóttamannahjálparinnar fór Coka frá Danmörku eftir að hafa fengið synjun um landvistarleyfi. í Noregi var ósk hans um hæli sem pólitískur flóttamaður hafnað í lok síðasta árs samkvæmt sömu gögnum. Þar segir jafnframt að þar sem hann hafi ekki haft efni á að áfrýja máli sínu hafi hann að svo búnu farið huldu höfði í hálft ár þar til hann sigldi hingað til lands. Hildur Bjarnadóttir er ein þeirra sem liðsinnt hefur Coka hér á landi. „Mustava sagði þegar hann kom hingað að hann vildi miklu frekar lenda í íslensku fangelsi heldur en að fara aftur til Noregs, þar sem hann er hræddur um að þaðan yrði hann sendur til Tyrklands. Hann tel- ur að heima fyrir bíði hans fangelsi og pyntingar," segir Hildur. „Hann hefur viljað vinna og hafa eitthvað fyrir stafni, því að biðin eftir úr- skurði þykir flóttafólki verst.“ Hildur kveðst nýkomin af flótta- mannaþingi Amnesty International í Kaupmannahöfn. „Þar var rætt um réttleysi flóttamanna," segir hún, „og að ekki væri mannsæmandi hvernig komið er fram við þá. Á þing- inu var bent á 14. grein mannrétt- indayfirlýsingar Sameinuðu þjóð- anna frá 1948, þar sem segir að all- ir menn eigi rétt á að biðja um hæli í öðru landi en sínu eigin til að forðst ofsóknir stjórnvalda heima fyrir svo fremi þeir hafi ekki framið afbrot." Atriði úr Síðustu krossferðinni. Háskólabíó: Síðasta krossferðin frumsýnd Háskólabió hefúr tekið til sýn- inga kvikmyndina Síðasta kross- ferðin. Myndin er sú þriðja um Indiana Jones. Áður hafa verið sýndar kvik- myndirnar Ránið á týndu örkinni og Indiana Jones and the temple of doom. í þessari mynd kemur faðir aðalhetjunnar til sögunnar og er hann leikinn af Sean Conn- ery. Indiana Jones er sem fyrr leik- inn af Harrison Ford. Leikstjóri er Steven Spielberg. Morgunblaðið/Sverrir Hannes Lárusson, eigandi Gallerí 11 við Skólavörðustíg, fyrir fram- an sýningarsalinn. Gallerí einn einn opnað NÝR sýningarsalur hefúr verið opnaður að Skólavörðustíg 4a í Reykjavík, þar sem Gallerí Grjót var áður. Sýningarsalurinn hefur hlotið nafnið Gallerí 11 (Gallerí einn einn) og geta listamenn leigt salinn und- ir sýningar 2-3 vikur í senn. Einn- ig mun eigandi Gallerísins, Hannes Lárusson, bjóða listamönnum að sýna verk sín samkvæmt samningi við Galleríið og á ábyrgð þess. . Allar frekari upplýsingar um Gall- erí 11 og rekstrarfyrirkomulag þess verða veittar á opnunartíma, frá klukkan 14-18 alla daga. Patrick Swayze og Julie Michaels í hlutverkum sínum. Útkastarinn í Bíóhöllinni BÍÓHÖLLIN hefiir hafíð sýning- ar á myndinni Útkastarinn (Ro- ad House). Efiii myndarinnar er 'm.a. samkvæmt kynningu frá Bíóhöllinni: Dalton starfar sem útkastari í veitingahúsi einu í Bandaríkjunum. Hann er fær í starfi, reynir fyrst með góðu að fá óróaseggi til að hætta uppsteyt, en er fljótur að láta menn út fyrir dyrnar, ef þeir vilja ekki taka sönsum. Snör handtök Daltons vekja at- hygli og aðdáun Tilghmans nokk- urs, sem gefur sig á tal við hann og tjáir honum vanda sinn. Tilgh- man á veitingahús, Doucle Deuce, í öðru fylki. Honum hefur græðst nokkurt fé á starfsemi þess en sá er galli á gjöf Njarðar, að alls konar trantaralýður kemur þar á síðkvöldum og setui' allt á annan endann svo að menn ráða ekki við neitt. Það verður úr, að Dalton tekur að sér að hreinsa til hjá Tilghman, sem fellst umsvifalaust á skilmála hans. Síðan kemur hann á staðinn og byijar á að athuga aðstæður án þess að láta neinn vita um er- indi sitt. Leiðrétting Hvammslanga. í frétt um nýjan framkvæmda- stjóra Drífu hf. á Hvammstanga sem nýlega birtist í blaðinu misrit- aðist nafn framkvæmdastjórans. Hann heitir Þorsteinn Gunnlaugs- son og er rekstrartæknifræðingur frá Tækniskólanum í Óðinsvéum í Danmörku. Þetta er leiðrétt um leið og beðist er velvirðingar á mistökunum. Karl Pokapési í borginni NÚ UM helgina verða konur úr Lionsklúbbnum Eir með sína árlegu sölu á Pokapésa á fimm stöðum í borginni. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála. Fíladelfía forlag: Bókin „Lifðu!“ komin út ÚT ER komin bókin „Lifðu!“ eftir norsku hjúkrunarkonuna Mari Lornér. Mari var 37 ára þegar hún yeikt- ist af beinkrabbameini. Hún gekkst undir erfiða læknismeðferð og náði bata. Meðan á veikindun- um stóð hélt Mari dagbók. Hún segir frá því hvernig fjölskylda hennar og vinir brugðust við, þeg- ar henni var ekki hugað líf. Þrem árum síðar tóku veikindin sig upp aftur og enn hélt Mari dagbók. Þessum dagbókarbrotum hefur hún safnað saman í bókina „Lifðu!“ Mari Lornér er nú stödd hér á landi, ásamt eiginmanni sínum Lars Lornér. Þau tala á opinberum samkomum í Hvítasunnukirkjunni á Akureyri 23. og 24. september og í Fíladelfíukirkjunni, Reykjavík, 30. september og 1. október. ITC - kynning á Vopnafirði LANDSAMTÖK ITC á íslandi verða með kynningarfund á Vopnafirði í kvöld. Fundurinn verður á Hótel Tanga og hefst klukkan 21. Slátrun hafin í Búðardal Búðardal. Sauðfjárslátrun hófst í síðustu viku hjá sláturhúsi afúrðastöðv- arinnar í Búðardal. Alls inun verða slátrað um 23 þúsund fjár og er það svipað og síðastliðið haust. Starfsfólk verður í kringum 100 manns og reiknað er með að slátur- tíð standi yfir í 20 virka daga. Hefur gengið vel að fá starfsfólk, sem er flest heimamenn. Nýr sláturhússtjóri tók til starfa við afurðastöðina nú í haust og er það Gunnar Aðalsteinsson frá Borgarnesi. Krisljana Fyrirlestur á vegum félagsví- sindadeildar TODD SWANSTROM flytur fyr- irlestur á vegum félagsvísinda- deildar HÍ um: „Can capitalism and democracy coexist in urban United States of America?" Fyrirlesari lauk doktorsprófi frá Princeton haskóla og eftir hann hafa birst margar greinar um stjórnmál og hagkerfi í stórborgum Bandaríkjanna. Hann et' höfundur bókarinnar: „The crisis of growth politics: Cleveland, Kucinich and the challenge of urban populism," . sem út kom 1985; fyrir hana hlaut höfundurinn verðlaun frá samtök- um bandarískra stjórnmálafræð- inga. Todd Swanstrom er prófessor í stjórnmálafræði við ríkisháskólann í New York. Fyrirlesturinn verður í stofu 202 í Odda, húsi félags- vísindadeildar HÍ, föstudaginn 22. september og hefst kl. 16.00. Öll- um er heimil þátttaka. (Fréttatilkynning) Ljósbrot syngur inn á plötu KÓRINN Ljósbrot skipar ungt fólk úr hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í Reykjavík. Nú er ltoniin á markað lyrsta hljóm- platan með söng kórsins og heit- ir hún „Vonarland". Á plötunni eru tíu lög. Einsöngv- arar eru Jóhannes Ingimarsson, Sólrún Hlöðversdóttir, Guðný Ein- arsdóttir og Hafliði Kristinsson, sem jafnframt stjórnar kórnum. Allur söngur og hluti undirleiks var hljóðritaður í Stúdíó Stemmu hf. en hluti undirleiks var hljóðrit- aður í Bandaríkjunum. Ljósbrot mun kynna plötuna á tónleikum víða um land. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.