Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 29
MORGUJVBLADIÐ • FÖSTL'DAGj-ýR ,22., SEP^IyM^R ,19gp,, 29 Minning: Gunnar Tómasson yfirverkfræðingur Fæddur 26. mars 1918 Dáinn 14. september 1989 Gunnar Tómasson verkfræðingur lést þann 14. þessa mánaðar eftir tveggja ára baráttu við banamein sitt. Gunnar var fæddur í Reykjavík 26. mars árið 1919, sonur Tómasar Jónssonar, kaupmanns í Reykjavík og konu hans Sigríðar Sighvatsdótt- ur. Gunnar lauk stúdentsprófi 1938 og prófi í vélaverkfræði ft'á verk- fræðiskólanum DTH í Kaupmanna- höfn 1944. Hann starfaði síðan sem verkfræðingur, fyrst í Danmörku þar til heimsstyijöldinni lauk og síðan hér heima. Síðustu árin starfaði Gunnar hjá varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli, þar sem ég kynntist hon- um og vann undir hans stjórn um 20 ára skeið, auk þess sem við ókum saman til og frá vinnu um árabil. Hjá varnarliðinu gegndi hann lengst af stöðu framkvæmdastjóra Verk- fræðideildar verklegra framkvæmda. Er Gunnar hóf störf á Keflavíkur- flugvelli snemma árs 1954 má segja að þat' hafi vet'ið frumbýlingsbúskap- ur, skrifstofur, verkstæði og bústað- ir fólks voru að miklu leyti bráða- birgða húsnæði frá stríðsárunum. Allt þetta stórbatnaði á starfstíma hans, hús voru byggð til flestra nota, flugbrautir lengdar, vegir lagð- it', umhverfi fegrað og hitaveita lögð í hvert hús, svo nokkuð sé nefnt. Að þessum framkvæmdum starfaði Gunnar sem hönnuður, skipuleggj- andi og stjórnandi. Gunnar var bráðvel gefinn og vel að sér í sínu starfi, reglusamur og ábyggilegut' svo af bar. Vinnuveit- endur hans mátu störf hans mikils og veittu honum oft verðlaun og við- ut'kenningar fyrir vel unnin störf, rneðal annars verðlaun sem nefnast „Navy Meritorious Civilian Service Award“, sem fátítt er að séu veitt. I greinarget'ð með þessunt verðlaun- um var sérstaklega getið hæfni hans við stjórnun og skipulagningu. Að sjálfsögðu var mikið leitað til Gunn- ars af yfirmönnum hans, sem venju- lega dvelja hér fá ár, unt mál er varða sérstöðu Keflavíkurstöðvar- innar og sat hann því í mörgunt nefndum um tæknileg efni. Ég efaðist aldrei um að Gunnar hefði ánægju af starfi sínu, enda hefur hann verið viss um að þau störf féllu honum, er hann hélt ung- ur utan til náms, en verkfræðinám var ekki í þá daga hefðbundin leið ungs stúdents.. Gunnar kvæntist árið 1947 danskri stúlku, Doris Jessen. Þau eignuðust fjögur börn, sem öll eru nú uppkomin og myndarfólk. Doris á mikið lof skilið fyrir umönnun á manni sír.um, helsjúkum um tveggja ára skeið, á þann hátt sem hann helst kaus. Við samstarfsmenn Gunnars mun- um sakna hans sem leiðbeinanda, félaga og vinar. Ég og kona tnín vottum Doris, börnum þeirra Gunn- ars og öðrum ættingjum dýpstu sam- úð. Björn E. Pétursson í dag fer fram jarðat'för Gunnars Tómassonar fyrrverandi ýfirverk- fræðings og forstjóra verkfræðideild- ar varnarliðsins. Fyrir allmörgum árum átti ég því láni að fagna að starfa undir hans stjórn urn nokkurt árabil og minnist ég þeirra ára með sérstöku þakklæti til Gunnars. Gunn- ar var strangur yfirmaður en réttlát- ur. Hann gerði miklar kröfur til starfsmanna sinna um samviskusemi í störfum bæði varðandi mætingu og afköst enda vann verkfræðideildin til mikilla viðurkenninga fyrir störf sín. Sjálfur hlaut hann æðstu viður- kenningu sem Bandaríkjastjórn veitir borgaralegum starfsmanni fyrir vel • unnin störf. Avallt studdi Gunnar mig með ráðum og dáð þegar ég þurfti á að halda og ég fæ seint fullþakkað. Eftir að ný deild hafði verið stofnuð út úr verkfræðideild- inni og ég fíuttist til í starfi, átti ég ávallt gott samstarf við hann. Gunn- ar var ákaflega ljúfur og kurteis maður í umgengni, hlédrægur og lítt fyrir að^ flíka tilfinningum sínum. Hin erfiðu veikindi sín undanfarin ár bar hann með slíku hugrekki og æðruleysi að seint gleymist. Með Gunnari er genginn valinkunnur sæmdarmaður. Ég votta Doris, börnum þeirra og venslafólki mína dýpstu samúð, en minningin um góðan dreng geymist. Guðmundur Jóhannsson Gísli Páll vélstjóri - Fæddur 14. ágúst 1911 Dáinn 16. september 1989 í dag verður til moldar borinn Gísli Páll Oddsson frá Hliði á Akra- nesi. Gísli Páll fæddist í Hlíðarhúsum á Akranesi hinn 14. ágúst 1911 og vom foreldrar hans hjónin Steinunn Jónsdóttir og Oddur Gíslason sjó- maður. Gísli var yngstur þriggja systkina, en eldri voru systurnar Dagbjört Aðalheiður, sem lést um fermingaraldur og Arnóra sem and- aðist 1981. Seinna tóku hjónin í fóst- ur tvo bræðrasyni Steinunnar, þá Gunnar og Egil Sigurðssyni og ólust þeir upp hjá þeim til fullorðinsára. Þeir eru nú báðir látnir. Egill lést 1953 og Gunnar 1966. Oddur og Steinunn fluttust fljót- lega að Hliði, þar sem foreldrar hans höfðu áður búið og þar bjó fjölskyld- an lengst af. Oddur stundaði sjóinn og snemma fetaði sonurinn Gísli Páll í fótspor föður síns. Sjómennsk- an átti hug hans allan og fyrst var verið á opnum bátum eins og þá tíðk- aðist en fljótlega tók Gísli vélstjóra- próf og réðst á stærri báta. Gísli var á sjó með ýmsum for- mönnum, en lengst af reri hann með Jóhannesi Sigurðssyni á Auðnum og síðar með Þórði Guðjónssyni á Ökr- um, mági sínum. Upp úr 1950 fór hann að vinna í landi, fyrst hjá Fisk- veri hf. og síðan Haraldi Böðvars- syni & Co., en stundaði alltal' sjó- róðra á sumrin eftir því sem færi gafst. Síðar lét hann smíða .trillu, Blíðfara, sem hann átti í mörg ár. Síðustu árin vann hann hjá Sements- verksmiðju ríkisins allt þar til að sjö- tugsaldri var náð. En ákvæði ráðn- ingarsamninga um starfslok áttu ekki alveg við hann og hans skap- lyndi. Hann kunni því illa að sitja auðum höndum og hafa ekkert fyrir stafni. Honum féll ekki að leggja árar í bát. Hann tók því til við sjó- mennskuna að nýju og reri með Oddsson Minning Guðjóni syni sínum á trillu allt þar til á miðju þessu sumri. Gísli Páll gekk að eiga eftirlifandi konu sína, Ingileif Guðjónsdóttur, hinn 26. nóvember 1938. Ingileif er dóttir hjónanna frá Ökrum þeirra Ingiríðar Bergþórsdóttur og Guðjóns Þórðarsonar. Þau hófu búskap sinn á Hliði og þar stóð heimili þeirra alla tíð. Fyrstu árin bjuggu foreldrar Gísla ásamt Agli fósturbróður hans á neðri hæðinni, en fluttu síðar til Arnóru dóttur sinnar. Oddur lést 1949, en Steinunn bjó þar áfram, þar til hún lést 1971. Gísli og Inga lifðu í farsælu ^ hjónabandi í meira en hálfa öld. A heimili þeirra var jafnan gott að koma. Inga var manni sínum styrkur förunautur og sinnti með Ijúfu jafnaðargeði skyld- um sjómannskonunnar. Þau eignuð- ustu þijá syni. Elstur er Guðjón Ingvi, skipstjóri, fæddur 1938. Hann er kvæntur Valdísi Þ. Guðnadóttur og eiga þau þijú börn, Inga Lilju, Guðnýju og Gísla Pál. Næstur er Oddur, skipstjóri, fæddur 1942. Hann er kvæntur Björnfríði S. Björnsdóttur, þeirra börn eru Ingi- leif, Björn, Gísli Páll og Arnór Stein- ar. Yngstur er Egill Steinar, liúsa- smiður, fæddur 1956. llann er kvæntur Borghildi Birgisdóttur og er þeirra dóttir, Steinunn Eik. Eitt langaafabarn er komið í hópinn, Óskar, sonur Ingileifar Oddsdóttur og Stefáns Óskarssonar. Gísli Páll var ekki gefinn fyrir að flíka tilfinningum sínum, en hjartað var heitt sem undir sló. llann var með afbrigðum barngóður og naut hópurinn hans þess í ríkum mæli, hvert og eitt fyrir sig. Við systkinin, börn Marselíu og Þórðar, bróður Ingu urðum sömuleiðis þeirrar gæfu að- njótandi að eiga hann að í okkar bernsku og alla tíð síðan. Foreldrar okkar hófu búskap sinn á neðri hæð- inni á Hliði og þar stigum við systkin- in okkar fyrstu skref. Þá var tíðum klifrað upp stigann til afa eins og við ævinlega kölluðum Gísla, skriðið upp í fangið hans og horft út um gluggann. Þar var setið og fylgst með sjónum og lífinu við höfnina. Fylgst með þegar bátarnir voru að koma inn einn af öðrum, þar til pabbabátur var örugglega kominn í höfn. Gísli Páll var meðalmaður að vexti og bjartur yfirlitum. Hann tal- aði jafnan tæpitungulaust og fór ekki í neina launkofa með skoðanir sínar. Hann var skapmikill en glað- sinna og góðlátleg glettni var oft í augunum á honum. Hann var okkur öllum kær og við systkinin þökkum af alhug allt það sem hann var okk- ur. Móður okkar reyndist hann vel þegar hún kom ókunnug til Akra- ness og alla tíð síðan hefur hann átt trygga vináttu hennar. Gísli Páll andaðist á Sjúkrahúsi Akraness hinn 16. september sl. eft- ir skamma legu. Ingu frænku, bræðr- unum og fjölskyldum þeirra sendum við öll hlýjar samúðarkveðjur urn leið og við biðjum honum Guðs blessunar. Blessuð sé minning Gísla Páls Oddssonar. Inga Jóna Þórðardóttir t Eiginkona mín og móðir okkar, HALLFRÍÐUR SVEINSDÓTTIR frá Súðavik, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju föstudaginn 22. september kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélag íslands. Þorvarður Hjaltason og börn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, HALLGRÍMUR FR. HALLGRÍMSSON fyrrverandi forstjóri, Vesturbrún 22, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 26. september kl. 13.30. Margrét Hallgrímsson, Þóra Hallgrimsson, Björgólfur Guðmundsson, Elina B. Hallgrímsson, Ragnar B. Guðmundsson. t Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts BALDURSSTEFÁNSSONAR frá Fíflholtum, og heiðruðu minningu hans. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Sigurjónsdóttir. + Þökkum innilega öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓNS INGIMARSSONAR. Elin Guðmannsdóttir, Reynir Jónsson, Ingibjörg Georgsdóttir, Þóra Björk Jónsdóttir, Sveinn Allan Morthens, Ingimar Örn Jónsson, Sóley Gréta, Sindri og Sunna Björg. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, RÖGNU JÓNU SIGURÐARDÓTTUR, Vesturgötu 23, Keflavík, Júlfus Árnason, Sigurlaug Júlíusdóttir, Sigurjón Jónsson, Aðalheiður Júliusdóttir, Hallmann Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐBERGS KRISTJÁNSSONAR frá Hellissandi. Sérstakar þakkir til slysavarnadeildarinnar Drafnar á Stokkseyri. Guð blessi ykkur öll. Kristján Friðbergsson, Geir Friðbergsson, Edda Friðbergsdóttir Bakke, Guðni Gils Friðbergsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hanna Halldórsdóttir, Hólmfríður Geirdal Jónsdóttir, Ole Bakke, + Þökkum öllum sem auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför bróður okkar, TRAUSTA SIGMUNDSSONAR, Skógarbraut 3, ísafirði. Systkini, makar og systkinabörn. Lokað skrifstofa okkar verður lokuð í dag vegna jarðar- farar JÓNS S. JÓHANNESSONAR. Jón Jóhannesson & co sf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.