Morgunblaðið - 26.09.1989, Síða 12

Morgunblaðið - 26.09.1989, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1989 Ollu fári er mætt og bölið bætt... _________Leiklist_____________ Jóhanna Kristjónsdóttir Þjóðleikhúsið lrumsýndi Oliver! Handrit, tónlist og söngtextar eftir Lionel Bart Byggt á skáldsögunni Oliver Twist eftir Charles Dickens Þýðing: Flosi Olafsson Hljómsveitarstjóri: Agnes Löve Lýsing: Mark Henderson Leikmynd: Sean Kenny Hreyfing/dansar: Ingibjörg Björnsdóttir Leikstjóri: Benedikt Árnason Sögusvið Olivers Twist þekkja margir; fátækrahverfi í London skömmu fyrir öldina síðustu. Mun- aðarleysingjar eiga illa vist og þjófar og smábófar á kreiki, sóð- alíf og mannvonska því að fátækt- in og eymdin gerir mennina vonda. Oliver hefur verið í eins konar fóstri hjá frú Corney en þegar hann rís upp einn daginn og heimtar meiri mat er hann seld- ur útfararstjóranum í hverfinu fyrir fáein pund. Hrökklast þaðan og lendir síðan hjá gyðingnum Fagin sem hefur hjá sér hóp af strákum sem hann sendir út að stela og fyrir vikið fá þeir að bíta og brenna hjá honum. Oliver er tekinn á fyrsta degi þjálfunarinnar, saklaus sem fyrri daginn, en lendir síðan hjá herra Brownlow og reynist vera dóttur- sonur hans. Áður en allt fellur í ljúfa löð kemur þó hitt og annað uppá, en svo fer allt vel að lokum. Sagan um Oliver hefur lengi verið eftirlæti barna og unglinga hér og er þó ekki allt til fyrirmynd- ar í sögunni. Ég las í leikskrá að menningarvitar hafi litið niður á hann sem höfund ýkjukenndra skemmtisagna, barnabókahöfund og lýðskrumara. Ég get ómögu- lega faliist á að það liggi beint við að líta niður á Dickens þó að hann skrifi ýkjukenndar skemmtibækur fyrir börn, flestir munu ætla að sögur hans eigi ekki síður erindi við fullorðið fólk. Mér þykir hins vegar ekki skrítið þó Dickens hafi ekki átt upp á pallborðið hjá sínum samtíma, lýs- ingar hans eru miskunnarlausar og hvaða samtími getur horfst í augu við ljótleika sinn. Ég held að við eigum sjálf dæmin býsna nærri okkur. Ytra byrði sýningarinnar er keypt í heilu lagi frá Bretlandi og í slíkum tilvikum fylgja nákvæm fyrirmæli um alla uppsetningu. Ég get ekki betur séð en Benedikt Árnasyni takist prýðilega að fram- fylgja þeim. Staðsetningar Bene- dikts eru oftast áreynslulausar og mjög til fyrirmyndar í þessari sýn- ingu og gervi leikaranna hafa tek- ist vel. Sýningin rennur áfram létt og liðlega og tónlistin er fjörug og áheyrileg. Á stöku stað hefði þó ögn mátt draga niður í henni. Lögin úr Oliver hljóma kunnug- lega og textaþýðing Flosa Ólafs- sonar er kjarnyrt við hæfi og fynd- in. Þorhallur „Laddi“ Sigurðsson átti snjallan leik sem Fagin, gerv- ið hjálpaði leikaranum og öll fram- ganga hans var öldungis ágæt. Flutningur Þórhalls á laginu „Nú endurmet ég“ var öldungis frá- bær. Ragnheiður Steindórsdóttir fór með hlutverk Nancy og lék og söng af leikni og Anna Kristín Arngrímsdóttir gerði útfararstjór- afrúna hæfilega afkáralega mann- gerð. Pálmi Gestsson sem hinn argi Bill Sikes var skuggalegur þorpari og sannfærandi, en fyrsta innkoma hans var riokkuð vand- ræðaleg. Flosi Ólafsson var Bumble og fór á kostum og sama má segja um Margréti Guðmunds- dóttur sem frú Corney. Almennt skilaðu Ieikararnir sínum hlut mætavel og kórfólkið átti dijúgan hlut að vel heppnuðum atriðum. Strákahópurinn á munaðarleys- ingjahælinu og litlu lærisveinar Fagins skemmtu sér og áhorfend- um konunglega með öguðum ærsl- um og hressilegum söng. Góð leið- sögn Benedikts á strákunum eink- ar lofsverð. Gissur Páll Gissurar- son í titilhlutverki var látinn fara » með það hófsamlega og tókst vel að sýna þennan viðkvæma^ og hrekklausa drenghnokka. ívar ' Svemsson sem Hrappur var kotro- skinn og sniðugur. Áhorfendur tóku frumsýning- unni af hinni mestu ánægju. Vel unnið framkall leikaranna með söng og slætti jók á stemmningu í lokin. Það má sjálfsagt deila um hversu nauðsynlegt er að kaupa þijátíu ára gamlan pakka af breskum söngleik og hafa sem fyrsta verkefni á leikárinu eftir allar þær umræður sem hafa orðið um hvort Þjóðleikhúsið hafi náð að hafa þá listrænu forystu sem að var stefnt, ijármál leikhússins í einni bendu og húsið að hruni komið. En sýningin og þó umfram allt tónlistin vakti mikla ánægju á | frumsýningunni og fær ugglaust góða aðsókn á næstunni. Fiskveiðistjórn til frambúðar eftirFriðrik Sophusson Eitt erfiðasta viðfangsefni stjórn- málamanna er að ákveða með hvaða hætti megi stjórna fiskveiðum þjóð- arinnar. Langflestir eru sammála því, að auðlindin sé takmörkuð og þess vegna þurfi að grípa til ráðstaf- ana til að hefta sóknina. Reyndar finnast menn, sem halda því fram að mælingar vísindamanna séu svo gallaðar, að engin leið sé að leggja þær til grundvallar ákvörðunar um heildarafla á hveijum tíma. í því sambandi er bent á, að of lítið sé rannsakað, hvernig samspil fisk- stofna hafi áhrif á niðurstöður um stofnstyrk hverrar tegundar fyrir sig. Fæðukeðjan sé flóknari en svo, að fá megi haldbæra niðurstöðu um styrk hvers stofns án þess að kanna heildarlífkerfi sjávarins. Kvóti eða ekki kvóti Þeir, sem eru því sammála að taka eigi verulegt tillit til tillagna fiskifræðinga Hafrannsóknastofn- unar, hafa mjög ólíkar skoðanir á. því til hvaða stjórntækja eigi að grípa til að takmarka veiðarnar. Ymsir helstu gagnrýnendur núver- andi skipulags fiskveiðanna benda réttilega á, að þrátt fyrir kvótakerf- ið, hafí mistekist að ná tveimur veigamiklum markmiðum fiskveiði- stjórnunarinnar. Annars vegar hafi heildaraflinn orðið miklu meiri en að var stefnt og hins vegar hafi fiskiskipastóllinn vaxið verulega eft- ir að kvótakerfið tók gildi. Margir talsmenn þessarar gagnrýni telja því eðlilegt að hverfa frá núverandi skipulagi til svipaðrar sóknarstýr- ingar og áður gilti. Slíkt kerfi („skrapdagakerfi") sé réttlátara en aflakvótakerfið og leiði til heilbrigð- ari samkeppni og meiri hagkvæmni. Líklegt má telja, að meirihluti svokallaðra hagsmunaaðila og meirihluti þingmanna fallist ekki á þessi sjónarmið, en vilji freista þess að notast við kvótakerfið áfram. Hins vegar vilja flestir gera á því breytingar. Hugmyndir manna um breytingar eru mjög mismunandi og ganga í margar áttir. Það er því ljóst, að ekki verður um almenna samstöðu að ræða frekar en fyrri daginn, þegar ákvörðun verður tek- in um framhaldið. Bráðabirgðaúrræði eða framtíðarlausn Kvótakerfíð hefur verið í gildi frá árinu 1984. Við útdeilingu afla- marksins var stuðst við afla skipa á árunum 1981—1983. Breytingar, sem gerðar hafa verið síðan miða að því að gera kerfið sveigjanlegra og víðtækara með því annars vegar að taka upp sóknarmark samhliða aflamarki og hins vegar að láta kerfið ná til smábáta. Þegar kvótakerfið var lögfest var lögð áherzla á, að reglurnar væru bráðabirgðaúrræði, sem giltu til skamms tíma. Við framlengingu gildistímans hefur Alþingi ekki fall- ist á hugmyndir um að láta kvóta- fyrirkomulagið gilda til langs tíma. 1 Þeir, sem þurfa að búa við kerfið, hafa átt erfitt um vik að gera fram- tíðaráætlanir í rekstri fyrirtækja sinna. Þess vegna verður sú krafa sífellt háværari að lengja gildistím- ann. Hafa 10 jafnvel 15 ár verið nefnd í því sambandi. Þegar stefnan í fiskveiðistjórnun- armálum verður endurnýjuð, þarf að svara ýmsum spurningum. Meðal þeirra eru þessar: Hveijir eiga að fá veiðiréttinn? Á að greiða fyrir veiðileyfin? Hver á að vera gildistími laganna? Hvaða reglur eiga að gilda um framsalsheimildir veiðileyfanna? Ný gengisstefna - frjálsari gj aldeyrisverzlun Áður en ég vík frekar að þessum spurningum er rétt að minna á, að þingflokkur sjálfstæðismanna hefur samþykkt að vinna að róttækum breytingum á sviði gengis- og gjald- eyrismála. Þingflokkurinn vill efla sjálfstæði Seðlabankans varðandi gengisskráninguna. Samkvæmt til- lögum þingflokksins skráir Seðla- bankinn grunngengi krónunnar með tilliti til þess að ná jafnvægi í við- skiptum við útlönd. Gengið getur breytzt innan tiltekinna marka, þannig að.verð á erlendum gjald- eyri«ákveðst af þeim, sem eiga við- skipti með hann. Viðskiptabankar fá fullar heimildir til að verzla með gjaldeyri og geta ákveðið verð á honum innan frávikanna, sem Seðlabankinn markar. Gjaldeyris- verzlunin verði síðan gefin fijáls fyrir 1. janúar 1992 í samræmi við löggjöf annarra ríkja í Vestur- Evrópu. Millifærslusjóðir núverandi ríkisstjórnar, sem hafa verið notaðir til að falsa gengi krónunnar verða aflagðir. Almenn heimild verður veitt fyrirtækjum til að mynda sveiflujöfnunarsjóði. Starfsemi Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins verður hætt. Fiskverð verður ákveð- ið af seljendum og kaupendum án atbeina ríkisvaldsins. Allar þessar tillögur miða að því að skapa almenn starfsskilyrði fyrir atvinnulífið og draga úr opinberum afskiptum, sem ætlað er að falsa gengi og færa fé milli fyrirtækja með sértækum aðgerðum. I umræð- unum um stefnuna í fiskveiðistjórn- inni verður að hafa þessar tillögur í huga. Verði þær samþykktar, batn- ar afkoma útflutningsgreinanna. Sala veiðileyfa Þegar rætt er um réttinn til fisk- veiðanna má ekki gleymast að Al- þingi hefur skýrlega lýst því yfir að fiskimiðin séu sameign íslenzku þjóðarinnar. Væri þessi auðlind ótakmörkuð gæti hver landsmaður tekið þann fisk úr sjó sem honum sýndist. Þar sem fiskimiðin eru tak- mörkuð auðlind er ljóst að rétturinn til veiðanna er verðmætur og eftir- sóknarverður fyrir fleiri en þá, sem fengið hafa veiðileyfi. Þessi stað- reynd birtist m.a. í því verði, sem greitt er fyrir aflakvóta og umfram- verð fyrir skip, sem hafa veiðirétt- indi. Það liggur því beint við að eigend- ur auðlindarinnar, íslenska þjóðin, selji veiðileyfin. Bent hefur verið á ýmsar leiðir í því sambandi allt frá uppboðum á afiakvótum til leyfis- gjalds fyrir tiltekinn hóp, sem fengi veiðileyfi. Þessar hugmyndir hafa hingað til verið kæfðar með ýmsum ráðun en fáum rökum. Jafnvel hefur verið gripið til þess að kalla sölu á verðmætum veiðileyfum auðlinda- skatt. Slíkt jafngildir því að kalla vöruverð eða húsaleigu skatta. Sterkustu rökin gegn veiðileyfa- sölu eru að minu mati þau, að út- vegsmenn hafi í raun greitt fyrir veiðileyfin vegna slæmra rekstrar- skilyrða einkum af völdum rangrar gcngisskráningar. Þannig hafi þjóð- in lifað við betri lífskjör en ella á kostnað útgerðarinnar, sem hefir safnað skuldum. Einnig er bent á, að margir útvegsmenn hafi keypt skip á yfirverði og þannig hafi þeir þegar greitt fyrir veiðileyfin. Gallinn við síðarnefndu rökin er sá, að kvót- afyrirkomulagið er tímabundið og enginn getur keypt eða selt rétt, nema í þann tíma, sem hann gildir. Einnig er ljóst, að kvótahlutinn í skipsverðum lenti ekki hjá þjóðinni heldur seljendum skipanna. Hér er ekki ætlunin að rökstyðja hugmyndina um sölu veiðileyfa. Það hafa margir gert í ræðu og riti á undanförnum árum. Ef menn á ann- að borð fallast á aflakvótakerfi, tryggir veiðileyfasala að mínu mati jafnræði og hagkvæmni umfram aðrar útfærslur. Ný málamiðlun Mér er vel ljóst, að opinber veiði- leyfasala nýtur ekki meirihluta- stuðnings á Alþingi frekar en „skrapdagakerfið". Þess vegna verða^ménn að leita málamiðlunar- lausna. Stjórnmálaflokkarnir, sem eiga fulltrúa á Alþingi, hafa allir verið meira eða minna klofnir í af- stöðu til málsíns. Þess vegna má segja að stefnumótunin hafi fyrst og fremst verið hjá svokölluðum hagsmunaaðilum, en forystumenn þeirra hafa sem betur fer haft skiln- ing á því að takmarka beri sóknina í fiskstofnana með sem hagkvæm- ustum hætti. Hlutverk sjávarút- vegsráðherrans hefur verið að fylgja þeim tillögum eftir á Alþingi. Innan Sjálfstæðisflokksins fóru nýlega fram g.ignlegar og hrein- skiptar umræður um þessi mál, þeg- ar sjávarútvegsnefnd flokksins hélt opinn fund til að safna saman mis- munandi ábendingum. Eftir að hafa hlýtt á þær umræður sýnist mér ástæða til að varpa fram eftirfar- andi hugmyndum um framtíðar- skipulag fiskveiðistjórnar: 1. Sérhvert fiskiskip (stærra en 6 rúmlestir) fái hlutdeild í heildar- afla til 10 ára með árlegri end- urnýjunarskyldu. 2. Horfið verði frá sóknarmarki. 3. Aflahlutdeildin miðist við var- anlegan kvóta skipa á árinu 1989. 4. Aflahlutdeildin verði hindr- unarlaust framseljanleg milli aðila árlega .eða að fullu og öllu. 5. Handhafar veiðileyfa greiði í hlutfalli við hlutdeild sínagjald, sem standi undir fiskirannsóknum og veiðieftirliti. Friðrik Sophusson „Það liggur því beint við að eigendur auð- lindarinnar, íslenska þjóðin, selji veiðileyfín. Bent hefúr verið á ýms- ar leiðir í því sambandi allt ft*á uppboðum á aflakvótum til leyfís- gjalds fyrir tiitekinn hóp, sem fengi veiði- leyfi.“ 6. Handhafar veiðileyfa fái aðild að ákvörðunum, sem varða eftirlit með veiðum og rannsóknir á fiski- | stofnum. Þessar hugmyndir ber að skoða í ljósi nýrrar gengisstefnu og fijáls- ari gjaldeyrisviðskipta, sem ættu að bæta afkomu útflutningsgreinanna. Auðvitað má hugsa sér ýmsar aðrar leiðii'. Fyrir mér vakii' aðeins að benda á hugmynd, sem getur gefið þeim, sem stunda fiskveiðar sæmilegt starfsöryggi í tiltölulega langan tíma í stað sífelldra bráða- birgðaráðstafana. Persónulega tel ég æskilegast að allir íslendingar geti afiað sér veiðiheimilda, ef þeir eru tilbúnir til að greiða uppboðs- eða markaðsverð. Sé gengið út frá því, að fiskveiði- stjórnunin verði áfram grundvölluð á kvótakerfinu tel ég mikilvægt, að aflakvótinn geti gengið kaupum og sölum. Slíkt tryggir hagkvæmni við veiðarnar. Þá hlýtur það að vera lágmarkskrafa, að kerfið standi undir sér. Þess vegna er eðlilegt að ' handhafar veiðileyfanna greiði a. m.k. kostnað við veiðieftirlit og rannsóknir á fiskistofnunum. Höfundur er varaformaður SjálfsUeðisflokksins. TOLVUSKÓU STJÓONUHARFÉLAQS tSLANDS * tölvuskólarA TÖLVUSKÓU GtSLA J JOHNSCM IMauðsynlegt námskeið fyrir notendur allra töflureikna. 3. — 6. okt. kl. 8.30-12.30 í Ánanaustum 15, Reykjavík Leiðbeinandi: Baldur Johnsen SKRANING ( SÍMUM 621066 00 641222.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.