Morgunblaðið - 27.09.1989, Side 41

Morgunblaðið - 27.09.1989, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989 41 ^lFakand. SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ny !/Jvnr7fö''afn7'/n? Hvað er fordómaleysi? Til Velvakanda. Ásgeir Eggertsson var hann nefndur, maðurinn sem var að segja okkur í útvarpinu hvernig veijast ætti ölvunarslysum við akstur. Honum fannst að ekki væri unnið að því svo sem skyldi. Hann sagði um þann áróður sem beitt er þar sem menn eru minntir á þær skelfingar sem fylgja akstri ölvaðra. „Allt kemur fyrir ekki.“ Samt halda menn áfram að drekka og aka undir áhrifum þess. Þessi orð „allt kemur fyrir ekki“ eru auðvitað markleýsa. Meiri hluti manna varast að aka ölvaður. Það er unnt að ná miklum árangri þó að ekki náist fullur árangur. Eitthvað talaði maðurinn um að flytja mál „fordómalaust“. Hvað á hann við? Eru það fordómar að segja sannleikann um áhrif áfeng- is? Týnd læða Munda, tveggja ára læða, hefur | ekki komið heim til sín á Lang- holtsveg 92 síðan 9. september. Hún er hvít með svart skott og | svarta díla á baki og höfði. Allir þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið eru beðnir að hringja í síma 35060. Nágrannar eru vin- samlegst beðnir að athuga hvort hún hefur lokast inni í fáförnum geymslum eða skúrum. Við skulum reyna að hugsa þetta til enda.. Landlæknisembæt- tið hefur sent frá sér pésa um áfengi og meðgöngu. Þar segir m.a.: „Vínandi getur truflað vöxt og þroska fóstursins. Þau börn, sem verst verða úti, eru þroskaheft og með áberandi einkenni í andliti, s.s. lítil kringlótt augu, breitt upp- brett nef og þunna strengda efri- vör.“ Hvað segir Ásgeir um þennan boðskap? Finnst honum að hér sé talað fordómalaust eða er þetta neikvæður og óheppielgur hræðsluáróður? Mér tókst eftir að Ásgeir segir að reynt væri að vinna gegn drykkjuskap með því að halda því fram að það væri synd að bragða áfengi. Ekki skal lengja þetta mál með því að fara út í heimspekileg-. ar hugleiðingar um synd. Flækjum ekki málið að' óþörfu. Hitt vitum við að það er áhætta að venjast áfengi. Það er svo mikil áhætta að ekki færri en einn af hverjum 10 sem það gera á erfitt með að halda drykkufýsn sinni í skeíjum og reikna verður með því að ein- hverjir verði ólæknandi auðnuleys- ingar af hverjum 100 sem venjast áfengi. Menn gera það yfirleitt ekki að gamni sínu að smitast af sjúkdómum þeim sem mannskæð- astir eru. Sumum sjúkdómum er þannig varið að einstakir menn geta borið þá og 'sýkt aðra án þess að veikj- ast sjálfir. Svo getur það líka verið með drykkjusýkina. Þetta eru auðskilin og augljós sannindi. Af þeinr ættum við að geta dregið ályktanir enda þótt við sláum á frest frekari hugsun og rökræðu um syndina. En mér finnst eðlilegt að ábyrgir menn vilji ekki vera sýklaberar þeirra pesta. H.Kr. Vinsælu dönsku herrainniskórnir komnir aftur Hagstætt verð. Póstsendum GEísiP H ar HRESSINGARLEIKFIMIKVENNA 0G KARLA Haustnámskeið hefjast mánudaginn 2. október nk. Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugarnesskóla og íþrottahús Seltjarnarness. Fjölbreyttar æfingar ^ Músík W Dansspuni Mk Þrekæfingar Wk Slökun Innritun og upplýsingar í síma 33290. [ Astbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari. I I Svona maður í starfi sem pessu! Hann er eins og fiskur á burru landi KEVIN KLINE SUSAN SARAND0N MARY ELIZABETH MASTRANT0NI0 HARVEY KEITEL DANNY AIELL0 and ROD STEIGER BÍCBCCe' JANDAR MAÐURINN Sýnd kl. 5-7-9-11 January Man METR0-G0LDWYN-MAYER Present A N0RMAN JEWIS0N Production a PAT O'CONNOR ». KEVIN KLINE SUSAN SARAND0N MARY ELIZABETH MASTRANT0NI0 HARVEY KEITEL DANNYAIELL0 R0D STEIGER 'THE JANUARY MAN" Music by MARVIN HAMLISCH Editor L0U L0MBARD0 Production Designer PHILIP R0SENBERG Director of Photography JERZY ZIELINSKI Produced by N0RMAN JEWIS0N and EZRA SWERDL0W Written by J0HN PATRICK SHANLEY Directed by PAT O'CONNOR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.