Morgunblaðið - 28.09.1989, Side 48

Morgunblaðið - 28.09.1989, Side 48
48 MORGtÍNBLAÐlíy l-'lMMífUDMÍUR- yá. SF.ÍGtRMHK.R 1 íJftíí ’ Mörgum óar óstjórn löng Til Velvakanda. Forsætisráðherrann er í vanda. Jörðin er að gliðna og sviðna undan honum. Það má m.a. sjá af vaxandi landflótta, hrikalegri fjölgun gjald- þrota og sívaxandi atvinnuleysi. Enda hefur ástandið verið eins og í vísunni segir: Stjómar-skeið hann stefndi á, Stóru-V eiðiley su. Á ráðherrastólunum virðast eng- in úrræði önnur en skattahækkanir og einstakar „reddingar". Og ekki mun ástandið batna við komu Borg- araflokksins í stjórn, sem hætt er við að fylgi ýmislegt bíldótt. Og nú leitar forsætisráðherrann með log- andi ljósi að sökudólg, og virðist hafa fundið hann í „bankavaldinu": En hvernig er það? Ræður ekki Framsókn þar ríkjum líka? Er ekki flokksbróðir Steingríms og fyrrum samráðherra, Tómas Árnason, einn af bankastjórunum í Seðlabankan- um? Og gegna þeir Stefán Valgeirs- son og Kristinn Finnbogason ekki formanns- og varaformannsstöðum í. Búnaðarbankanum og Lands- bankanum? Allir sýnast þeir þre- menningarnir una sér vel, enda stól- ar leðurklæddir og mjúkt undir fæti, hvar sem tyllt er niður tá. Þarna geta þeir líka valsað með vextina og annað að vild. — Að kenna bönkunum um hrakfarir ríkisstjórnarinnar gerir því enga stoð. Sú er hyggja fróðra manna, að einsdæmi muni vera, að nota sögu- sagnir sem aðalþátt í stjórnmála- baráttu. Áð taka svo til orða, a) að sagt sé, b) að maður hafi sagt, og c) að því sé hvíslað? — í tilefni af þessu kemur i hugann vísa eftir Jón S. Bergmann: Möi'gum óar óstjórn löng, - er þó nóg af iögum. Sundrun þróast, fækka föng, fjölgar Gróusögum. Sigurður Guðmundsson Burt með Peter Strohm < Nei. Við hjónin rífumst aldrei... Ég veit að þetta er reiðar- slag. — En ég flyt heim til mömmu ... Týndur köttur Þessi grábröndótti köttur hvarf frá Þingholtsstræti 26 hinn 30. ágúst. Ef einhver getur gefið upp- lýsingar vinsamlegast hringið í síma 22461. Til Velvakanda. Það voru slæm skipti að fá skalla- sjarmörinn Peter Strohm í staðinn fyrir vin allra landsmanna Diðrik lögregluforingja. Þættirnir eru illa gerðir, handritin klúðursleg og að- alhetjan álíka sannfærandi og Ind- riði G. Þorsteinsson væri í hlutverki James Bond. Aðal Derrek-þáttanna var hvað þeir voru um margt öðru- vísi en sakamálamyndirnar úr nýja heiminum, en má ég þá frekar biðja um ekta amerískan bang, bang- þriller en þriðja flokks eftirlíkingu. Þar sem fer þó mest í pirrurnar á mér er að fáa framhaldsþætti hefur Sjónvarpið sýnt á síðari árum sem virðast jafn augljóslega styrkt- ir af tóbaksfyrirtækjum. Mér er skapi næst að halda því fram að þessir þættir séu í raun ekkert ann- að en þriðja flokks tóbaksauglýsing Afsláttur til aldraðra Til Velvakanda. Nokkrar verslanir gefa öldruðum afslátt (um 5%) af staðgreiddum vörum, ef þeir sýna félagsskírteini frá Samtökum aldraðra eða Félagi eldri borgara, en meirihluti 60 ára og eldri eru í þessum félögum og margir í báðum. Væri ekki réttara fyrir þessar verslanir að veita öllum, t.d. 70 ára og eldri þennan afslátt, gegn því að þeir sýndu aldursskírteini? Þessi félög gætu svo aftur á móti veitt félagsmönnum sínum þá þjónustu að birta nöfn verslananna í ritum sínum. Þetta væri öruggari leið til að allir, sem t.d. eru komnir yfir sjö- tugt, njóti veívilja verslanaeigenda á þennan hátt og einnig trygging fyrir þær, að aðeins þessi vissi ald- urshópur hafi slík réttindi. En margir yngri en 70 ára eru í fyrr- nefndum félögum. Þetta kæmi þá jafnt niður á alla, sem komnir væru á vissan aldur, hvort sem miðað væri við 67 eða 70 ár. Eldri borgari gerðir með það fyrir augum að fá fólk og þá sérstaklega börn og ungl- I inga til að reykja sem mest, sem fyrst. En hvers vegna skyldi tóbaks- iðnaðurinn leggja út í allan þennan kostnað? Svarið er einfalt. Þeir eru að framleiða vörutegund sem er þeim annmörkum háð að drepa neytendurna og því þurfa þeir til- tölulega hraða endurnýjun inn í neytendahópinn. Ásgeir Góður ót- varpsþáttur Til Velvakanda. Þáttur Jónasar Jónássonar föstu- daginn 8. september var afbragðs góður. Þótt ég sé ekki duglegur að koma hugsunum mínum á framfæri þá verð ég að reyna að þakka fyrir þennan þátt. Hann var slík gersemi og gullkorn að við þyrftum meira að heyra af slíku og vona ég þess- vegna að þátturinn verði endurtek- inn. Já, ég skora á útvarpið að láta ekki slíkt undir höfuð leggjast að láta hann heyrast aftur. Eg hefi reynt að ná til stúlkunnar Huldu Jensdóttur til að tjá jienni þakklæti mitt en ekki tekist. Ég vona að hún sjái þessa kveðju mína og bið þess eindregið að við fáum að heyra þáttinn aftur, og Jónas Jónasson á allar þakkir skilið fyrir vandaða þætti fyrr og síðar. Gamall bóndi „jydA.UÖ SETÞM ViÐHAFiÐ SKOÐDNMJ5L FERÐ/WA “ Yíkverji skrifar Umferðarmálin á íslandi eru eitt af þeim vandamálum, sem virð- ist vera svo til óleysanlegt. Það er sama hve mikill áróður er hafður uppi, aldrei virðast menn geta lært að aka samkvæmt settum reglum. Víkvetji hefur sannfærzt um að þetta viðvarandi vandræðaástand umferð- armála er sálrænt. íslendingar eiu þannig að þeir geta ekki ekið sam- kvæmt ströngustu reglum. xxx Nýlega átti Víkveiji þess kost að aka um hið víðfræga vestur- þýzka þjóðvegakerfi, þar sem hraði skiptir ekki máli og mönnum er heim- ilt að aka eins hratt og bílinn kemst. Hraðinn á þessum góðu vegum er þar alls ekki neitt hættumerki, því að allir, sem um vegina fara, fara eftir ströngustu umferðan'eglum. Merkingar meðfram vegunum eru einnig eins fullkomnar og hægt er að hugsa sér, hvorki ofmerkt né van- merkt og um það bii tveimur kíló- metium áður en kemur að stefnu- breytingu er hún tilkynnt á greinileg- um skiltum. Segja má að útilokað sé að villast, þótt viðkomandi séu ókunnugir og það ekki einu sinni í myrkri. Þeir sem sjá um umferðar- merkingar gætu mikið af Þjóðveijum lært. Frakkar em næstu nágrannar Þjóðvetja. Þrátt fyrir nálægð þjóð- anna og mikinn samgang í umferð hafa þessir næstu nági'annar Þjóð- veija ekki lært umferðarmerkingar af þeim sem skyldi. Miklu munar, þegar ekið er til Frakklands, merk- ingar em allar mun rýrari og Frakk- ar fara heldur ekki eins nákvæmlega eftir umferðarreglum og Þjóðveijar. Aki menn t.d. í Þýzkalandi á akrein lengst til vinstri dettur engum í hug að fara hægra megin framúr og það ekki þótt akreinar séu þijár samliggj- andi. Þjóðvetjinn kemur aftan að þeim, sem ekur á vinstri akrein, og blikkar ljósum og lætur öllum illum látum unz bíllinn, sem hann vill kom- ast framúr víkur til hægri, þá skýzjt hann framúr, vinstra megin. Á slíkum þriggja akreina vegi í Frakk- landi, getur maður átt von á að far- ið sé framúr manni hægra megin — sem hins vegar er óhugsandi í Þýzka- landi. xxx etta er einmitt vandamálið á íslandi. Islendingar fara fram úr bílum hægi'a megin sem vinstra megin og er þetta einhver mesti ljóð- ur á ráði þeirra í umferðarmálum og rýrir stórum þá öryggiskennd, sem menn annars gætu haft í umferð. En þrátt fyrir aldagamla nálægð Frakka og Þjóðveija virðast þessar þjóðir ekki geta lært neitt hvor af annarri. Þetta hlýtur því að vera .ein- hver veila í skapgerðareinkennum þjóðanna og ef svo er þarf æði mik- ið til þess að laga þessa misbresti. En hvað sem öðm líður þá hafa Is- lendingai' þó Þjóðveija til fyrirmynd- ar. Ef unnt verður að fá Islendinga til þess að haga sér eins og Þjóðveij- ar gera í eigin landi væri vel. Þeir eiu aðdáunaiyerðir í umferðarmál- um, svo að ekki sé meira sagt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.