Tíminn - 28.10.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.10.1965, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að rímanum Hringið 1 sima 12323 Tveggja tíma umræður um vegatolKnn á Alþingi RátJherra foríSast aí gefa svör við spurningum Jóns Skaftasonar. Vegur Ingólfs Jónsonar lítill á Alþingi í gær. Hva'Ua aíilar á Suðurnesjum samþykktu tollinn? Allur umræðutími Alþingis umferðagjaldiS á Rcykjanesbraut Jón Skaftason í gær var helgaður vegatoll- inum á Reykjanesbraut. Til- efni umræðnanna var fyrir- spurn tveggja þingmanna Reykjaneskjördæmis. Jón Skaftason beindi mörgum, ít- arlegum skýrum og ákveðn- um spurningum til ráðherr- ans, en hann skaut sér und- an í flæmingi. Var almælt á göngum þingsins eftir fund- inn, a3 sjaldan hefði nokkur ráðherra fengið eins slæma ■'itreið Spurningar Jóns voru þessar: 1. Á hve mörgum árum greiðir upp lán þau, sem tckin hafa verið vegna endurbyggingar hennar? 2. Er fyrirhugað að halda áfram innheimtu þessa gjalds eftir að stofnlánin eru greidd? 3. Er fyrirhugað að sérstakt um ferðagjald verði lagt á umferðina á Austurvegi, þegar sá vegur hef ir verið endurbyggður? Er fyrirhugað að taka tillit til sérstöðu íbúa Vatnsleysustrand ar við greiðslu umferðagjaldsins? 5. Hækkar umferðagjaldið ár- legt fastagjald varnarliðsins vegna nota af veginuni? 6. Við hvaða aðila a Suðurnesj um var fyrirhugað umferðagjald sérstaklega rætt áður en þnð var endanlega ákveðið o . hver var af | staða þeirra til þess? Ennfremur mælti Jón Skafta- son m. a.: „íbúar á Suðurnesjum, sem mest verða fyrir barðinu á þessum vegatolli, eru ekki með mótmæl um sínum gegn honum að neita að axla að sínum hluta sanngjarnar byrðar af álögum á þjóðina til framkvæmda. Það hafa þeir aldrei gert. Hinu vilja þcir mótmæla, að á þá séu lagðar ÓHÓFLEGAR BYRÐAR OG SÉRSTAKAR UM- FRAM AÐRA LAWDSMENN eins og gert er með álagningu hins háa vegatolls. Á það að verða algild regla, að notendur hverrar framkvæmdar greiði beint kostnað við hana. Eiga t. d. fbú- ar Vestfjarða að greiða með vega- Framhald á bls. 7. Dönsk stúlka laumu- farþegi HZ—Reykjavík, miðvikudag. í gærkvöldi kl. 18 kom döinsk stúlka til Reykjavíkur með flugvél frá Egilsstöðum. Þessi stúlka kom til Seyðisfjarðar s.1. mánudag sem laumufar- þegi á dönsku skipi, og gaf skipstjóri hana upp við „toll skoðun“. Meðal farþega frá Egilsstöð- um voru góðglaðir sjómenn og Ingrid Maria Hedberg, tvítug dönsk stúlka, og þegar komin í félagsskap íslenzkra stúlkna. Hafði hún villzt um borð í danska skipið „Önnu Nielsen" og við komuna til Seyðisfjarð ar voru þegar gerðar ráðstafan ir fil að flytja hana til Dan- merkur. Er blaðamaður Tímans átti viðtal við Ingrid um kvöldið, skýrðist henni svo frá: Hún og unnusti heoinar, sem er aðstoðarvélstjóri um borð í „Önnu Nielsen“ höfðu verið að skemmta sér í Kaupmanna. höfn og sofnaði hún út frá þeim gleðskap og rankaði ekki við sér fyrr en úti á rúmsjó. Framh. á bls. 14 Ingrid Marie Hadberg vildi ekki láta taka af sér mynd, er hún kom til Reykjavíkur í gær kveldi. (Tímamynd KJ) Orð Ingólfs marklaus ÞEIR GETA SAGT FYRIR UM ELDGOS —- með rannsóknum á grunnvatni MB-Reykjavík, miðvikudag. í nýútkomnu hefti Náttúrufræð- ingsins birtist ritgerð eftir Jón Jónsson jarðfræðing, er nefnist „Bergsprungur og misgengi í ná- grenni Reykjavíkur." Ræðir hann þar ýmsa þætti jarðfræði nágrenn is Reykjavíkur og segir m. a. að engar líkur séu til þess að eld- gosum sé lokið að fullu og öllu á Reykjanesskaga, en japanskir vísindamenn hafi sagt fyrir um eldgos, með því að rannsaka efna- samsetningu grunnvatns, 9 mán- uðum áður en eldgos hefjist. Jón segir að vegna mjög ná- ins sambands milli sprungna og linda á þessu svæði sé mjög nauð- synlegt að gæta ítrustu varúðar á sprungusvæðinu í meðferð hvers konar óhreininda, einkum olíu og ætti ekki að leyfa byggingu bráða birgðahúsa á þessu svæði, nema tryggt sé að vel sé gengið frá olíugeymum við þau. Að þessu sinni eru aðeins tvær ritgerðir í Náttúrufræðingnum, báðar jarðfræðilegs eðlis og í senn skemmtilegar og fróðlegar aflestrar. Dr. Sigurður Þórarins- son skrifar ritgerðina Neðansjáv- argos við ísland og ræðir þar all- ar sagnir um slík gos hér frá því sögur hófust og metur sannleiks- gildi þeirra. Hin ritgerðin er eins og áður segir eftir Jón Jónsspn jarðfræðing um Bergsprungur og misgengi í nágrenni Reykjavíkur. Jón hefur undanfarin ár rann- sakað mikið jarðlög í nágrenni Reykjavíkur, enda er hann starfs- maður Jarðborana ríkisins, en á þessu svæði hefur sem kunnugt er mikið verið borað eftir heitu og köldu vatni og jarðlög mjög rann- sökuð með tilliti til þess. Þá hef- ur Jón unnið að jarðfræðilegri kortlagningu þessa svæðis ásamt fleirum. Stór hluti ritgerðar Jóns fjallar um grunnvatn og grunnvatnsborð á þessu svæði. Hann segir m. a. að sprungur og misgengi hafi af- gerandi þýðingu fyrir lindir á þessu svæði og að mjög mikið kalt vatn streymi eftir sprungun- um suðvestur eftir Reykjanesskag Framhald a bls 7 í umræðu um vegalögin fyrir tyeimur árum mælti samgöngumálaráðherra, Ing ólfur Jónsson: „Engin liætta er á því og alveg útilokað, að ríkisfram iagið til veganna verði lækk að. Það er alveg útilokað. Þörfin fyrir aukið vegafé frá ríkissjóði verður fyrir hendi, Þótt vegamálunum hafi verið tryggt fé með benzíngjaldi, þungaskatti, og gúmmígjaWi“. Hver er reyndin tveimur árum seinna? 1 fjáriagafrum varpi fyrir 1966 segir. „Fellt verður niður að fullu beint framlag ríkis- sjóðs til vegagerða." Loforð ráðherrans er þverbrotið. Stefnan höfð að U engu.. Ingólfur Jónsson er enn einu sinni orðin ber að því, að orð hans og fyrir- heit eru að engu hafandi og Ingólfur Jónsson — Gengur á bak orða sinna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.