Tíminn - 28.10.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.10.1965, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 28. október 1965 Glæsile m ¦ ¦ ¦¦ r heimili i rðvík Keflavík 23.10 1965. Síðastliðinn Jaugardag var vígt nýtt félagsheimili í Ytri-Njarðvík um. Minnast Njarðvíkingar þessa merka áfanga í félagsmálasögu byggðarlagsins með miklum glæsi orag og fjölþættum skemmtunum «iæstu vikuna. Að viðstöddu miklu fjölmenni hófst vígsluhátíðin kl. 4, með einleik Rögnvaldar Sigurjónsson- ar á píahó. Lék hann þrjú verk eftir Schubert við mjög góðar und irtektir. Ölafur Sigurjónsson, oddviti og framkvæmdastjóri byggingarnefnd ar rakti byggingarsögu hússins og sagði meðal annars: Það munu vera um tíu ár liðin síðan fyrst var hreyft byggingu þessa húss, við þáverandi ráða menn fjárfestingarmála. Fengum við neitun fyrst framan af. Já- kvætt svar um byrjunarfram- kvæmd fékkst 1957, og þótti mér það skemmtileg tilviljun þá, að byggingarleyfið fékkst daginn fyr ir vígslu grasvallar okkar. Þá var strax hafizt handa um að láta teikna hús það, er þið sjáið hér, og til þess verks var valinn Sig- valdi heitinn Thordarson arkitekt og lauk hann verkinu að mestu fyrir andlát sitt, utan smærri inn réttinga, er Þorvaldur Krist- mundsson, arkitekt, hefur að mestu annazt. í félagsheimilinu er stór samkomusalur, sem tekur um fimm hundruð manns í sæti, með leiksviði, búníngsherbergjum, áhorfendasvölum, stóru eldhúsi, fatageymslu, snyrtiherbergjum og tilheyrandi forstofum. Auk þessa fundarsalur, þrjú félagsherbergi bókasafn og íbúð húsvarðar. Fyrirhugað er að í framhaldi af því, sem þegar er komið verði byggð kapella í tengslum við fé- lagsheímilið, er jafnframt yrði notuð sem húsnæði fyrir tónlistar skóla. Nýtur heimilið sín ekki að ytra útliti fyrr en sú bygging rís af grunni og á það væntanlega ekki langt í land. Smíði félagshe'imilisins hófst haustið 1958. Það tók því sjö ár að gera þennan draum að veru- leika. Húsið er um 1220 ferm. og 6500 rúmm. Kostnaðarverð Þess í dag er um 9,1 milljón utan hús- gagna og annars húsbúnaðar. Eig endafélög um húsið mynda þessi félög: Ungmennafélög Njarðvíkur, Kvenfélagið Njarðvík, Skátafélag ið Víkverjar og hreppsfélagið. í upphafi vega hlaut heimílið stór höfðinglega gjöf um 17000 ferm. land undir bygginguna og umhverf is, gefið af landeigendum Ytri- Njarðvíkur og Vatnsness. Þakkaði Ólafur að endingu gef endum svo og öllum þeim, er lögðu hönd á plóginn, til þess að gera félagsheimilið sem glæsileg ast úr garði. Þá afhenti hann húsið og jafnskjótt var nafn þess afhjúpað. Oddbergur Eiríksson form. hús st jórnar •>..: I veitti félagsheimilínu Stapa, viðtöku með stuttu ávarpi. Þakkaði hann sérstaklega Ólafi Sigurjónssyni þátt hans að til- veru hússins, ennfremur þakkaði hann þeim, er standa að hátíðar- vikunni, sem framundan er Margir gestanna kvöddu sér hljóðs, og var það samdóma álit þeirra, að húsið væri glæsilegast sinnar tegundar hérlendis. Einnig kom það fram, hverju hin eínstöku félög fái áorkað, ef Þeim ber gæfa til að starfa saman í einingu. Er þessi eining Njarð víkinga, áreiðanlega öðrum byggð arlögum til eftirbreytni, þó stærri séu. Um kvöldið var gestum boðið til hófs. Komu fram hinir ágæt ustu skemmtikraftar og stiginn var dans fram eftir nóttu. Hvern dag í komandi viku er Suðurnesjamönnum boðið sitthvað til skemmtunar. Leikritin, Ævin I týri á gönguför, Síðasta segulband Krapps, Jóðlíf og Ævintýri úr i dýragarðinum verða sýnd. Enn- jfremur verða sýndar íslenzkar I kvikmyndir eftir Ósvald Knudsen í og efnt verður til dansleikja. j Myndlistarmennirnir Magnús Á. ÍÁrnason og Hafsteinn Austmann I sýna verk sín þar í vikunni. Þess ber að geta, að Ólafi Sigur 1 jónssyni bárust góðar gjafir þenn j an hátíðisdag. Vildu félögin, sem að byggingunni standa, sýna hon- um þannig þakklæti sitt, en engum einum manni ber að þakka tilveru fjí^lagslseimilisinSj^ sem Ólafi. Ólafur Sigurjónsson flytur ræðu. Handbók um íslenzk frímerki 1944-1964 Félag frímerkjasafnara hefur sent á marfcaðinn handbók um íslenzk frímerki 1944—1964. Hef ur sérsfök handþókarnefnd unnið að þessu verki, og eiga sæti í henni Jón Aðalsteinn Jónsson, sem er formaður nefndarinnar, Sverrir Einarsson og Þórður Guð johnsen. f handbók þessari sem er prent uð í Hólapretni á bezta fáanlegan myndapappír, eru myndir af öll um þeim frímerkjategundum, sem komið hafa út frá stofnun ís- lenzka lýðveldisins 17. júní 1944 og til ársloka 1964. Jafnframt því, sem hins helzta er getið um einstakar útgáfur, þ. . e. útgáfudags, prentunaraðferðar I o. s. frv. er upplag merkjanna til i greint og eins, ef þau haf a verið endurprentuð. Þá eru öll þau afbrigði rakin, sem handbókarnefndin hefur haft spurnir af, og birtar myndir til skýringar. Þetta er fyrsti hluti handbók- afr um íslenzk frímerki, og er ætl unin að fikra sig aftur á bak til upphafs íslenzkrar frímerkja útgáfu 1873. Má búast við hand bók um frímerki íslenzk konungs ríkisins i áföngum á næstu árum. Handbókin er gefin út í 500 ein tökum og verður til sölu í frí merkjaverzlunum borgarinnar. 60 þúsund í námss ¦ r Hluti félagsheimilisins. I. C. Möller, forstjóri í Kaup-1 I mannahöfn gaf nýlega d. kr. 10.000 ! I til aukningar á námssjóði sínum | I er hann stof naði á fimmtugsaf- j I mæli sínu 6. október 1938 til j j styrktar íslenzkum verkfræðinem- • um á Norðuriöndum, einkum í | rafmagnsverkfræði, og einkum við : tækniháskólann I Kaupmanna- | höfn. Sjóðurinn er nú orðinn rúm lega 300.000 ísl. kr. og má veita lallt að % vaxta hans ístyrk ár- lega. Verkfræðingafélag íslands hefur á hendi vörzlu sjóðsins og fara styrkveitingar fram um 6. október. I. C. Möller ei mörgum hér að góðu kunnur frá tíðum ferðum hingað til lands í verzlunarerind- um frá því fyrir 1920 og allt fram á síðustu ár, þó ferðirnar hafi orðið strjálli eftir að síðari heimsstyrjöld hófst. Hann náði fYimhald á ois ú f HLJÓMLEIKASAL KammeMónlist Þeir Erling Blöndal Bengts son og Árni Kristjánsson fluttu á tvennum tónleikum Kammer- músik-klúbbsins 5 sónötur Beet hovens f. celló og píanó ásamt nokkrum tilbrigðum sama höf. — Á seinni tónleikunum, sem undirrituð hlýddi á, fluttu þeir sónöturnar op. 102 No. 1—2 ásamt þeirri í A-dúr op. 69. All ar eru þessar sónötur gjörólík ir einstaklingar, dýrðleg tón- list, sem þeir félagar túlkuðu, og fengu áheyrendur til að skynja, sem sterkan persónu- leika, enda hver um sig gædd töfrum í meðferð þeirra. Sam- leikur þeirra í A-dúr sónötunni, bar vott svo miklum skilningi að segja má að þar væri hvorki of né van í neinu. — Það er óvenjulegt að heyra tvo lista- menn sameina á svo hárfínan hátt hin djúpstæðu og í senn veigamiklu atriði, sem höf. tjá ir í báðum þessum hljóðfærum. — Það var ekki mikill ytri úlfaþytur kríng um þessa tón leika, en það er það sjaldnast, þar sem sönn list er á ferð- inni. Áhrifa og endurminninga þessa samspils, mun lengi minnst. Hafi listamennirnir, og aðrir aðilar margfaldar þakkir. Fiðluleikur Á 9. tónleikum Tónl. fél. lék svissneski fiðluleikarinn Blaise Calame, einleik á fiðlu. en undirleik annaðist Jean Claude Ambrosini. Fyrir fiðluleik hef ir Calame hlotið ýms verðlaun enda tekjð þátt í margvísleg- um samkeppnum, Þar að lút- andi. Calame sýndi í leik sínum breytílegar hliðar, en þar reyndist ekki allt jafn haldgott og við hefði mátt búast. Þrátt fyrir gott minni, blaðalausan leik, og ágæta tækni var tónn hins mikla kjörgrips hans, Stradivariusar-fiðlunnar á tíðum gruggugur og óstöðugur og náði listamaðurinn því naumlega þeim tökum á verk efni og hlustanda, sem öll skil- yrði' hefðu þó átt að vera til. Á efnisskrá voru verk eftir Vi valdi — Debussy — og Beethov en sónatan í D-dúr, sem af bar í samleík þeirra Calame og Am brosini, en aðstoð hans var í heild prýðileg. Þá útheimtir Paganini alltaf skilyrðislaust sitt, en einnig hann varð held ur útundan. Þótt margt mættí gott um þessa tónleika segja voru þeir í heild með daufara móti. Unnur Arnórsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.