Tíminn - 28.10.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.10.1965, Blaðsíða 14
14 TÍMINN FIMMTUDAGUU 28. október 1965 ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 13 Sigurður G-eirdal, Kópavogi. Við þessa fréttatilkynningu má bæta, að á þinginu var tilkynnt um aðrar gjafir til hims fyrirhug aða minjasafns. Þorsteinn Einars son, íþróttafulltrúi, mun asamt Gísla Halldórssyni, forseta ÍSÍ, gefa svissneska glímubúninga, og Hörður Gunnarsson, form. Glímu deildar Ármamns, mun gefa til safnsins glímubókina frá 1916, sem nú er orðin fágæt. Forstöðu maður safnsins mun verða Ólafur H. Óskarsson. f sambandi við stjórnarkjör vakli nokkra athygli, að stungið ▼ar upp á óbreyttri stjórn, nema hvað Hörður Gunnarsson, form. fjölmennustu glímudcildar lands ins og form. glímuráðs Rvíkur, var ekki nefndur á nafn og verður ekki ananð séð en nafn hans hafi verið fellt í burtu fyrir misgáning, nema einhver annarleg sjónar- mið hafi ráðið stjórnarkjöri. STIKLAÐ Á STAKSTEINUM Framhald af bls 9 stofnananna, og það eni ekki Framsóknarmenn sem ráðið hafa í þeim málum nú um nokkur ár, það vill n. 1. svo hlálega til, að það eru Morgunblaðsmenn og þeirra aftaníossar, sem hafa haft þar tögl og hagldir. Það stendur ekki til, að ég fari að gerast mál- svari Framsóknarflokksins, enda á hann næga málsvara mér færari, en hitt vil ég segja sem mitt álit, að Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð verið mikill umbótaflokk ur, stærstu átökin í félagsmálum eru honum að þakka beinlínis og óbeinlíns. Og hefðu ekki skaðræð isöfl innann Alþýðuflokksins og A1 þýðubandalagsins, komið í veé fyrir áframhaldandi samstarf hinna vinnandi manna 19'58, væri hér nú öðru vísi um að litast á fjármálasviðinu. En mér þykir höfundur „Staksteina" gorta sig full snemma. Máske eru þeir tímar ekki langt undan, að hið vinnandi fólk í landinu samein- ast aftur, það skiptir engu máli hvað flokkur vinnandi fólks verð- ur látinn heita. Það, sem máli skiptir er samvinna þeirra kúg- uðu, og mér finnst satt að segja að stjómarvöldin nú, séu vel á vegi með að hjálpa til að sam- eina þá sem hafa verið sundraðir um sinn. Nei, samvinnufélagsskapurinn verður aldrei drepinn, hann er sterkasta aflið sem til er í heim- inum, og ef þessi hrjáða veröld á eftir að verða það sem æðri máttarvöld hafa ætlazt til að hún yrði mönnunum, þá verður það með tilhjálp samvinnunnar í ein- hverri mynd, og höfundi „stak- steina“ þýðir ekki að ætla sér að nota brellur þess, sem leiddi meist arann mikla upp á ofurhátt fjall og sýndi honum öll ríki veraldar- innar og þeirra dýrð segjandi: „Allt þetta skal ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig.“ ÞAKKARÁVÖRP Innilegar þakkir fyrir vinarkveðjur og góðar gjafir á sjötíu og fimm ára afmæli mínu. Þorsteinn Kristleifsson. Minningarathöfn um manninn minn, föður okkar o-g tengdaföSur, Jörgen Sigurðsson VíSivöllum Fljótsdal, fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 29. okt. kl. 10,30 f. h. Jarðarförin ákveðin síðar, ísey 'Hallgrímsdóttir^ Guðgeir Jörgensson, Anna Jörgensdóttir, Ólafur Valdimarsson, Bergljót Jörgensdóttir, Hrafnkell Björgvinsson og aðrir vandamenn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SigríSur Erlendsdóttir frá Efri-Reykjum, Biskupstungu, verður jarðsett frá Fossvogskirkju^ föstudaginn 29. þ. m. kl. 2 e. h. Blóm vinsamlegast afþökkuð, þelr sem vlldu minnast hennar láti Slysavarnafélag íslands njóta þess. Guðrún Nikulásdóttir, Júlíus Guðmundsson, Viktoría Slgurgeirsdóttir, Guðmundur H. Jónsson. Egill Sigurgeirsson, Ásta Dalmann, Axel Slgurgeirsson, Guðríður Þorgilsdóttir, Þórður Sigurgeirsson, Agnes Guðnadóttlr, og barnabarnabörn. Bróðir okkar, Grímur Hákonarson fyrrv. skipstjóri, er lézt 24. október, verður jarðsunglnn frá Neskirkju, föstudaginn 29. október kl. 1.30 e. h. Blóm vinsamlega afþökkuð. Ólafur H. Hákonarson, Ólafía Hákonardóttlr. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, Guðmundar Ásgeirs Sigurðssonar frá Reykjaskóla, HrútaflrSI. Daetur hins látna. Vlð þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför föður okkar, Jakobs Jónssonar frá Lundi. Börn hins látna. Því boði verður hafnað, líka nú. Stórhýsi og stórgróði Morgun- blaðsmanna freistar einskis manns, heldur vekur fyrirlitningu á þeim sem skipta gæðum lífsins svo mis- jafnt milli landsins barna. Og sæmra væri höfundi „Staksteina" að skammast sín, en að reyna að veiða nokkurn með svona hpimsku legum áróðri. G. E. Á VÍÐAVANGI Framhald af bls. 3 tók ríkið 260 millj. af bílafénu. Það ár hefði verið hægt að leggja steyptan veg frá Reykja vík upp að Hálsi í Kjós eða malbiksveg inn í Hvalfjarðar- botn. Árið 1963 tók ríkis- stjórnin 325 millj. af bflæ fénu. Fyrir ,það hefði verið hægt að lengja malbiksveginn upp undir Hreðavatn. Árið 1964 tók ríkissjóður 365 millj. af bflafénu. Fyrir það hefði malbiksvegurinn komizt norð- ur í Öxnadal. Mcð öðrum orð- um: Ef öllum bflatekjum rík- isiins þessi sex ár hefði verið varið til varanlegrar vegagerð ar ættum við nú 250 km langa steypta vegi, eða 300—350 km malbikaða vegi, auk Keflavíkur vegar. Af þessu er augljóst, að það er hægt að gera varanlega vegi hér á landi, ef bílatekjunum er öllum varið til vega. Og hver vill telja það óeðlilegt? 60 ÞÚSUND Framhald af bls 9 góðum kynnum af íslenzku at- vinnulífi og taldi, að þau kynni hefðu m.a. opnað augu sín fyrir þörf aukinna frystihúsa, en hann gerðist brautryðjandi í byggingu og rekstri þeirra fyrir geymslu á matvælum til útflutnings. Hann byggði mörg frystihús í Danmörku og Svíþjóð og kom á samvinnu milli þeirra. I. C. Möller hefur einnig stofn að fleiri sjóði, þarf af einn, sem íslendingar geta notið styrks úr til jafns við Dani, og á sendi- herra íslands í Kaupmannahöfn sæti í stjórn hans. Verkfræðingafélag íslands flyt ur I. C. Möller innilegar þakkir fyrir vináttu og ræktarsemj í garð íslendinga. FRAMSÓKNARVSTIN Framhaid af bls 1S. Hljómsveit Ragnars Bjarnason- ar leikur fyrir dansi fram til klukkan 1 eftir miðnætti. Miða er hægt að panta á skrifstofu Framsóknarflokksins að Tjarnargötu 26 og í símum 1-60-66 og 1-55-64, en vissara væri að tryggja sér miða í tíma sökum hinnar miklu aðsóknar, sem hefur verið að Framsóknar vistinni fram til þessa. LÁNASKERÐING Framhald af bls. 16 Fundurinn bendir á eftirfar- andi atriði til rökstuðnings álykt un þessari: 1. Lifeyrissjóðirnir eru raun veruleg eign sjóðfélaga þeirra þar eð tillag vinnukaupenda verður að teljast sem hluti af launum. 2. Eign þeirra í lífeyrissjóði er sparifé, sem safnað er með sér stökum hætti og bundið fast um langt árabil, sem talið er heilbrigt f rir efnahagskerfið. 3. Lífeyrissjóðirnir hafa flest allir myndazt við samningsgerð um kaup og kjör' sjóðfélaga og þá alltaf verið taldir sem hluti af launahækkun 4. Sjóðfélagar lífeyrissjóða greiða á sama hátt og aðrir þjóð félagsþegnar fé til hins almenna veðlánakerfis og eiga því ótvíræð an rétt til lána úr því með sama hætti og aðrir landsmenn 5. Óhjákvæmilega yrði um I kjaraskerðingu að ræða hjá þeim I launþegum, sem sviptir yrðu að. einhverju umræddum lánarétti." j Kosin var 7 manna nefnd til j þess að vinna áfram að þessum málum og eiga sæti í henni: Kristján Sigurðsson, Lögreglufé 1 lagi Reykjavíkur, Einar Ólafsson, Starfsmannafél. ríkisstofnana. Guð , jón Hansen, tryggingafræðingur.! Guðmundur H. Garðarsson, Verzl unarmannafél. Reykjavíkur. Jón Sigurðsson, Sjómannasambandi ís lands. Sturla H. Sæmundsson, Tré smiðafélagi Reykjavíkur. Þor- steinn Óskarsson, Félagi íslenzkra símamanna. LEITAR AFA SÍNS Framhald af bls. 16. landi, og líklega átt þar þrjú böm, sem öll hafi fæðzt and- vana. Er talið líklegt, að hann hafi farið síðar með konu sinni til Kaupmannahafnar. Ekkert af þessu er þó víst, að sögn Wále. Hann segir, að á hjóna- bandsvottorði foreldra sinna frá 26.6. 1915 segi, að afi sinn hafi verið kaupmaður og sé látinn, og í dánarvottorði ömmu hans segir, að hún sé skilin. Sigurd Wále segist vera mjög þakklátur fyrir sérhverj ar upplýsingar, sem hann fái um þennan afa sinn, svo von andi er, að einhver hér hafi eitthvað um manninn séð eða heyrt. VÖRUBÍLSTJÓRAR Framhald af bls. 16. mæltu vörubifreiðarstjórar upp- hæð tollsins og útreikningi á hon um. Mun ráðherra hafa lofað að láta reikna skattinn út að nýju, og munu niðurstöður þeirra út- reikninga liggja fyrir eftir helg- ina. Vegna vegatollsins mun Bif- reiðastöð Steindórs eitthvað hafa fækkað ferðum, og eru það ferð- irnar á Keflavíkurflugvöll klukk an fimm mánudaga til fimmtu- daga, sem hér eftir falla niður. BEINAGRINDIN Framhald af bls. 16 fjörð, og greiddi ökugjaldið með ávísun á Samvinnusparisjóðinn, það var einmitt veskí merkt spari sjóðnum sem fannst hjá beina grindinni. Þegar beinagrindin fannst var hún flutt í Fossvogs- kapelluna, en seðlaveskið, lindar penni, skór, belti og leifar af fata efni er ftannst þar hjá var afhent rannsóknarrögreglunni, þar sem Leifur Jónsson rannskóknarlög- reglumaður hafði rannsóknina með höndum. Með viðtölum við ættingja og vini manns sem hald I ið var að hér væri um að ræða sannaðist hver maðurinn var, en vegna fjölskylduástæðna er ekki hægt að birta nafn mannsins LISTASPJÖLL Framhald af bls. 16. í dag að sérstakur maður hjá þeim hefði umsjón með mynda styttum í borginni, og hefðu þeir fengið fréttir um málning una á Pomona strax í morgun. Þá þegar voru gerðar ráðstaf anir til að ná málningunni af og var fenginn efnafræðingur til að athuga málninguna. Kom í ljós að hægt myndi að ná málningunni af með aérstökum þynni. Við málningnna hefur verið notaður gamall eð.i harð ur pensill. sem gerði þsið að verkum að grisjaði í málning una og auðveldara var að ná henni af Sagðist Hafliði búast við að styttan hefði ekki skemmst við þetta. Aðspurður sagði Hafliði að vfirleitt væru ekki framin skemmdarverk á myndastytt- um horgarinnar. en komið hefði þó fyrir að Pomona hefði ver ið klædd í einhver föt, sem hún hefði fljótlega verið klædd úr. Pomona var gefin til íslands 1954 af danska stórkaupmann inum og íslandsvininum Foght, og var henni komið fyrir í Ein arsgarði vorið 1955. Styttuna gerði Johannes C. Bjerg, og á hún að tákna gyðju ávaxta og garða. BÆKUR Framhald af bls. 3 Bókaútgáfu Menningarsjóðs þrjár bækur, Laxá í Aðaldal eftir Jakob Hafstein, Raftækni og ljósorða- safn og svo doktorsritgerð séra Jakobs Jónssonar, Humour and Irony in the New Testament. Fleiri bækur eru væntanlegar innan skamms hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs, þ.á.m. annað bindið af ævisögu Tryggva Gunn- arssonar, og bók, myndskreytt um íslenzka fugla eftir dr. Brodda Jóhannesson og Steindór Stein- dórsson frá Hlöðum. Komin er út hjá Menningar- sjóði önnur útgáfa bókarinnar Æskan og skógurinn eftir þá Jón Jósep Jóhannesson cand. mag. og Snorra Sigurðsson skógfræðing. Fyrsta útgáfa kom út fyrir rúmu ári og hlaut góðar viðtökur. Nýja útgáfan er að mestu óbreytt frá hinni fyrri, nema hvað kápan er úr betra efni og bókin því hent- ugri til notkunar sem skólabók og handbók. í bókinni eru þrjátíu teikning- ar eftir Jóhannes Geir Jónsson listmálara og tuttugu og ein Ijós- mynd, er Gunnar Rúnar og Þor- steinn Jósepsson hafa tekið. Bókin er til sölu hjá flestum bóksölum landsins, Bókaútgáfu Menningarsjóðs og umboðsmönn- um hennar um land allt. LAUMUFARÞEGI Framhaia „í bls. i Unnusti hennar hélt henni leyndri í nokkra daga, og þeg ar skipstjóranum var skýrt frá laumufarþeganum, til- kynnti hann þegar yfirvöld- unum á Seyðisfirði um stúlk- una. Henni var ekið til Egils staða, og þaðan fór hún með flugvél til Reykjavíkur, sem fyrr greinir. Ingrid Maria Hed berg býr í Árósum og hefur verið kunnug unnusta sínum í átta ár. Hún fer til fundar við hann, þegar skipið er í höfn, en þau stefnumót enda ekki öll á svona ævintýraleg an hátt. Unnusti henar, Niel- sen að nafní, borgar öll útgjölrj hennar nér bæði fargjöld og uppihald. í fyrramálið fer hún með flugvél F.í. til Kaup mannahafnar og tekur til við sín fyrri störf í Árósum, en hún er verkakona að atvinnu. Wales sigr- aði Sovét Wales sigraði Sovétríkin í lands Ieik í knattspyrnu í gær í Cardiff 2:1 og var leikurinn liður í undir búningskeppni heimsmeistara- keppninnar. Úrslitin skiptu þó ekki máli, þar sem Sovétríkin höfðu þegar tryggt sér rétt í úrslitakeppnina, cn þetta var eini leikurinn, sem sovézka landsliðið tapaði í riðlinum, vann Dani og Grfkki tvívegis og Wales í Moskvu iE?:ð 2:1. Rússar skoruðu fyrsta markið í leiknum, en Hole jafn aði og Alcliurch skoraði sigurmark ið á 77. mínútu. Auglýsið í TÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.