Morgunblaðið - 10.10.1989, Qupperneq 8
8£
(?8er aaaórao .or fl:iOAqut.gfif<i gkiAJHMTioflfof.
ÍÞROWR
KNATTSPYRNA / TYRKLAND
Hef aldrei kynnst öðm
eins sælkeralífi
- sagði Atli Eðvaldsson um æfingabúðir Genc-
lerbirlig. Hann skoraði um helgina í sínum fyrsta leik
„EG gerði annað markið með þéttingsföstu innanfótar skoti
af tíu metra færi og íeinu orði sagt varð allt brjálað. Stemmn-
ingin var gífurleg og áhorfendurtóku mér á sama hátt og
þeir bauluðu á mig í landsleiknum gegn Tyrkjum fyrir ári. í
sannleika sagt var ekki leiðinlegt að skora og ég hefði ekki
viljað missa af þessu marki," sagði Atli Eðvaldsson, landsliðs-
fyrirliði, við Morgunblaðið skömmu eftir fyrsta leik sinn með
tyrkneska liðinu Genclerbirlig á sunnudag.
Atli Eðvaldsson.
Atli lék síðast með Val gegn
KA 11. júlí. Hann hafði
fundið til í baki fyrri hluta sum-
ars, en varð ekki góður af meiðsl-
unum fyrr en eftir sjúkrameðferð
i Þýskaiandi.
„Þeir voru ekkert að æsa sig
hérna og sögðu að ég réði hvenær
ég byrjaði að spila. Ég var til í
slaginn lýrir helgi og fékk níuna
á heimavelli gegn Bnrsaspor. Við
unnum 3:1 að viðstöddum 20 þús-
und áhorfendum og erum enn í
fjórða sæti,“ sagði Atji.
Sælkeralíf fyrir leiki
Genclerbirlig fer í tveggja daga
æfingabúðir fyrir hvern ieik og
sagðist Atii aldrei hafa kynnst
öðru eins sælkeralífi.
„Það má ekkert taka á í þessum
æfingabúðum. Fyrst og fremst er
hugsað um að slappa af og matur
er mannsins • megin — þetta er
sannkallað sæikeralíf. Á föstudag
var byijað á fjölbreyttum morgun-
verði. I hádeginu var fjórréttuð
máitíð; um þijú-leytið fengurn við
vínarbrauð og tertur; urn sex-
leytið vfnber, melónur og aðra
ávexti; háif átta var girnilegur
kvöidverður og um tíu-leytið heit
vínarbrauð, te og fleira. Daginn
eftir var sofið út, en síðan skokk-
að í tíu mínútur og fyfst í leiknum
á sunnudag mátti taka á,“ sagði
Atíi.
Eðlilegt að önnur lið bjóði
greiðslur fyrir sigur
Leikmenn í Tyrklandi fá góðar
aukagreiðsiur frá félagi sínu fyrir
sigur, en eins er eðiilegur hlutur
að önnur félÖg bjóði mönnum
greiðslur fyrir að sigra lið, sem
þau eru í baráttu við. Fyrir leik
Islands og Tyrklands í síðasta
mánuði spurðu tyrkneskir blaða-
menn hvað Austurríkismenn æt-
luðu að borga íslendingum fyrir
sigur. Sú spurning vakti gremju
íslendinga, en Atli sagði að hún
hefði verið eðlileg miðað við
þankaganginn í Tyrklandi.
„Heimavöllurinn hjá liðunum
skiptir miklu máii. Þriðji leikur
okkar héðan í frá er heima gegn
Ileld og Galatasaray og þá er
ny'ög líklegt að Fenerbache, sem
er í baráttu á toppnum, bjóði okk-
ur „premíu“ fyrir sigur. Þetta er
svona og eðlilegur hlutur, þegar
þriðja lið á í hlut, en ekki leyfilegt
í innbyrðis leikjum," sagði Atli.
Samningur Atla við félagið er
til maí 1991. „Bytjunin lofar góðu
og það skemmtilega við þetta er
að þessi deild er ein sú sterkasta
í heimi. Móttökurnar hafa verið
frábærar — eru í raun ólýsaniegar
og segja má að ekkert vanti nema
Aliah, aliadínlampa og töfra-
teppi," sagði landsliðsmaðurinn,
sem er fyrstur íslendinga til að
leika með tyrknesku liði.
■ 100.000 áhorfendur voru á Nou
Camp í Barcelona, þagar leikmenn
Real Madrid komu þangað í heim-
sókn. Áhorfendur bauluðu á þá
■■■ Bernd Schuster og
FráAtla Hugo Sanchez frá
Hilmarssyni byijun, en þéir voru
á Spáni rneð yfirlýsingar
fyrir leikinn. Sögðu
að Barcelona væri miðlungslið,
sem ætti góðan markvörð. Það
væri allt og sumt.
■ LEIKMENN Barcelona mættu
ákveðnir tih leiks og unnu, 3:1.
Hugo Sanchez skoraði fyrst fyrir
Real úr vítaspyrnu, en besti maður
vallarins, Julío Salinas, jafnaði og
síðan skoraði Ronald Koeman tvö
mörk úr vítaspyrnum á síðustu tíu
mín. leiksins.
■ BERND Schuster fékk að sjá
rauða spjaldið rétt fyrir leikslok,
éftir mótmæli. Sjö leikmenn fengu
að sjá gula spjaldið.
■ JOHAN Cruyff, þjálfari Barc-
elona, tók mikla áhættu fyrir leik-
inn með því að láta þá Bakero og
Urbano leika, eftir margra mánuða
hlé vegna meiðsla. Þeir stóðust
báðir prófið.
■ ATLETICO.Madrid er í efsta
sæti á Spáni. Félagið vann, Zara-
gossa, 2:1.
■ SANCHEZ er markahæstur á
Spáni með sex mörk. Koeman hef-
ur skorað fimm og Futre, Atletico
Madrid, fjögur.
KNATTSPYRNA / BELGIA
Enn skorar Arnór
Frá
Bjarna
Markússyni
iBelgíu
Arnór Guðjohnsen átti um helg-
ina enn einn stórleikinn með
Anderlecht, er liðið vann Beerschot
2:0 og skaust í efsta sætið. Að
þessu sinni lék hafín
í stöðu varnartengi-
liðs og tók Hollend-
inginn Simon Ta-
hamata úr-umferð,
en honum var skipt út af um miðj-
an seinni hálfleik. Skömmu síðar
innsiglaði Arnór sigurinn. Eftir
aukaspyrnu Nilis, sem gerði fyrra
markið fyrir hlé, skallaði Keshi að
marki, markvörðurinn varði en hélt
ekki boltanum og Arnór „var með
nefið á réttum stað,“ eins og hann
sagði sjálfur.
Þetta var þriðja mark Arnórs í
deildinni, en auk þess hefur liann
gert tvö i Evrópukeppninni og eitt
í bikarnum.
Arnór var lengi frá vegna meiðsla
og hefur stífnað upp eftir hvern
leik. Hann var sérstaklega slæmur
um helgina, en fór í læknisskoðun
í gær og átti von á að verða góður
fyrir viðureignina gegn Standard
Liege um næstu helgi, en síðan er
það fyrri leikurinn gegn Barcelona
í Evrópukeppninni.
„Okkur er spáð velgengni gegn
Barcelona, en það má aldrei van-
meta lið eins og það spænska. Það
byijaði illa, en þegar það fer í gang,
er það óstöðvandi," sagði Arnór.
Ánderlecht er efst í Belgíu með
14 stig. Mechelen gerði 1:1 jafn-
tefli í Ántwerpen oger með 13 stig.
HANDKNATTLEIKUR / SPANN
Geir stóð sig
vel í Madrid
- þar sem Grannollers gerði jafn-
tefli, 22:22, við Caja Madríd
Geir Sveinsson stóð sig vel í sínum
fyrsta deildarleik á Spáni.'
KNATTSPYRNA
„Leik kveðjuleik minn á íslandi“
- segirÁsgeir Sigurvinsson íviðtali við Kickerl gær
Kveðjuleikur hefur komið til
tals í Stuttgart, en ég mun
ekki leika kveðjuieik hér. Ég mun
leika minn kveðjuleik heima á _ís-
landi,“ sagði Ás-
geir Sigurvinsson
í viðtali við v-
þýska blaðið Kick-
er í gær.
Frálóni
Halldóri
Garöarssyni
íV-Þýskalandi
Ásgeir var í sparifötunum á
varamannabekk Stuttgart um
helgina. Hann er meiddur á baki.
Stuttgart vann öruggan sigur,
4:0, á St. Pauli. Fritz Walter, sem
lék vel, skoraði tvö mörk, Karl
Allgöwer og Hotic skoruðu hin
mörkin.
Þjálfari Leningrad, sem leikur
gegn Stuttgart í UEFA-keppn-
inni, var á meðal áhorfenda og
sagði eftir leikinn: „Stuttgart lék
frábæra knattspyrnu. Liðið er
mun sterkara en ég reiknaði með.
ALFREÐ Gíslason og félagar
hans hjá Bidasoa unnu mjög
góðan sigur, 21:19, yfir Valen-
cía í fyrstu umferð spænsku
úrvalsdeildarinnar. Leikurinn
var góður og léku þeir Vasilie
Stinga og Bogdan Wenta aðal-
hlutverkin. Stinga skoraði 11/4
mörk fyrir Valencía, en Wenta
9/1. Alfreð skoraði tvö mörk
fyrir Bidasoa.
Markaveisla var í Santander -
þar sem Kristján Arason og
félagartóku á móti Valladolid. Teka
vann auðveldan sigur, 32:27. Kristj-
HHi án skoraði 5/1
FráAtla mörk, Villaldea 9/4,
Hilmarssyni Melo 6 og Cabanas
áSpáni 5/1>
Jafnt í Madríd
Óvæntustu úrslit umferðarinnar
voru án efa í Madrid, þar sem Caja
Madrid náði aðeins jöfnu gegn
Granollers, 22:22. Geir Sveinsson
lék sinn fyrsta leik í spænsku úr-
valsdeildinni og stóð sig mjög vel -
sérstaklega í varnarleiknum, þar
sem hann leikur lykilhlutverk. Mate
Garralda skoraði flest mörk Gran-
oilers, eða sjö. Atli HilmarsSon skor-
aði fjögur og Geir eitt. Puzovic skor-
aði flest mörk fyrir Caja, eða átta.
Töf vegna Geirs
Leiknum var sjónvarpað beint um
Spán. Hann hófst tíu mín. seinna
en fyrirhugað var, þar sem Geir
Sveinsson var ekki með leikpassa
frá spænska handknattleikssam-
bandinu. Eftir fundarhöld gáfu
dómarar leiksins Geir leyfi til að
leika án þess að hann væri með
passann.
BM Madrid var breytt í BM Cuen-
ca á föstudaginn. Ástæðan fyrir því
er að félagið hefur samið við borg-
ina.Guenca að leika heimaleiki sína
þar. Borgin er um 200 km frá
Madrid. Félagið var í fjárhagserfið-
leikum, en fær nú dágóða peninga
fyrir að leika í Cuenca, en ekkert
handknattleikslið er í borginni.
Næstu leikir Islendingaliðanna
eru: BM Cuenva - Teka, Palautörd-
era - Bidasoa, Granollers
Ponteveda.
GETRAUNIR: 112 111 111 2 2 2
d
LOTTO: 8 24 26 29 32 + 23