Morgunblaðið - 14.10.1989, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.10.1989, Qupperneq 4
^-4............ .......——__________ _______________________________________________________________ FJARLOGIN 1990 Tekjur HHÍ til Þjóðarbókhlöðu: Alþingi verður að stöðva þessa ósvinnu - segir Birgir ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra „ÞAÐ er margt einkennilegt í þessu fjárlagafrumvarpi, en sú meðferð, sem Háskóli íslands fær þar er með olíkindum. Alþingi verður að stöðva þessa ósvinnu og breyta Qárlagafrumvarpinu að þessu leyti,“ sagði Birgir ísleifiir Gunnarsson, alþingismaður og fyrrverandi menntamálaráðherra. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að 60 milljónir af tekjum Happdrættis Háskóla ís- lands renni til framkvæmda við Þjóðarbókhlöðu. Birgir ísleifur sagði að Háskól- inn hefði um langt skeið ekki feng- ið úr ríkissjóði annað fé til upp- byggingar en sjálfsaflafé, það er þær tekjur sem Happdrætti Há- skóla íslands hefði gefíð. „Þessar tekjur hafa verið misjafnar og voru til dæmis mjög góðar síðastliðin tvö ár vegna góðrar sölu í skaf- miðurn," sagði hann. „Nú eru þess- ar tekjur hins vegar á niðurleið og sú staðreynd ein þýðir að það mun hægja á uppbyggingu Háskólans. Það sem þeir Olafur Ragnar og Svavar Gestsson gera með þessu fjárlagafrumvarpi er að hirða veru- legan hluta af tekjum Happdrætt- isins í annað. Þrátt fyrir Þjóðar- bókhlöðuskatt ætla þeir að taka 60 milljónir af tekjum Happdrættis Háskóla íslands í Þjóðarbókhlöð- una. Mér sýnist að með þessu sé algjörlega stöðvuð uppbygging Háskóla íslands, þrátt fyrir að þar sé búið við mjög mikil þrengsli víða. Almenningur hefur haldið tryggð við Happdrætti Háskólans, af því að fólki þykir vænt um Háskólann og vill stuðla að upp- bygginu hans. Það er hætt við að menn fari að líta öðrum augum á happdrættið þegar það er farið að taka tekjur þess í hít fjármálaráð- herrans. Mér finnst að Alþingi verði að stöðva þessa ósvinnu og breyta fjárlagafrumvarpinu að þessu leyti,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson. Sala varnariiðs- eigna 1990: Kröfiir umskilí ríkissjóð minnka SÖLU varnarliðseigna er, sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi, gert að skila 35 milljónum í ríkissjóð á næsta ári. I fjárlögum síðasta árs var gert ráð fyrir að fyrir- tækið skilaði 50 milljónum til ríkissjóðs á þessu ári, eða yrði lagt niður ella. Alfreð Þor- steinsson, forstjóri, segir að þær áætlanir halí verið algjör- lega óraunhæfar og Iíklega nemi skil fyrirtækisins 20 millj- ónum á þessu ári, auk 20-25 milljón króna söluskatts. í fjárlögum ársins 1989 sagði, að næði Sala varnarliðseigna ekki að skila þeim 50 milljóna lág- marksarði, sem krafist væri, yrði að' leggja starfsemina niður og færa verkefni hennar annað. Al- freð Þorsteinsson, forstjóri, sagði að þessi áætlun hefði verið út í hött og ekki í neinu samræmi við rekstur fyrirtækisins. „Það er greinilegt að fjárlaga- og hagsýslu- deild hefur áttað sig á því hversu óraunhæft þetta var, fyrst reiknað er með 35 milljónum á næsta ári,“ sagði hann. „Skil í ríkissjóð af arði ársins 1989 nema líklega um 20 milljónum, eins og við gerðum ráð fyi’ir í áætlunum okkar. Það er að vísu erfitt að gera slíkar áætlanir því þessi starfsemi er algjörlega háð framboði vara frá varnarliðinu og við sjáum aldrei fyrirfram hveit það verður. Það skal tekið fram, að auk þessara 20 milljóna greiðir Sala varnarliðseigna 20-25 milljón- ir á árinu í söluskatt og því renna í raun 40-45 milljónir frá fyrirtæk- inu í ríkissjóð í ár.“ Alfreð sagði að ekki hefði verið rætt við sig um að leggja starfsem- ina niður. Það væri enda ekki gert með einu pennastriki, því kveðið væri á um hana í sérstökum samn- ingum við Bandaríkjamenn. Bygginga,sj óður: Fjárveiting lækkar um milljarð FJÁRVEITING til Byggingarsjóðs rikisins lækkar á fjárlögum næsta árs úr 1.050 milljónum I 150 millj- ónir. Indriði Þorláksson hagsýslu- stjóri segir að þrátt fyrir þetta verði lán til íbúðabygginga og kaupa 1990 svipuð að raungildi og á þessu ári. Þetta stafl aðallega af því að ráðstöfunarfé lífeyris- sjóða hafi vaxið mjög og húsbréfa- kerfið hafi einnig mikið að segja. Indriði segir að Byggingarsjóður ríkisins láni 8,63 milljarða í ár, en gert sé ráð fyrir að lánin nemi 7,66 milljörðum næsta ár og að þá kaupi lífeyrissjóðirnir húsbréf fyrir 2,41 milljarð. Þannig verði ríflega 10 mill- jörðum króna varið til húsnæðisiána á komandi ári. „Byggingarsjóður hefur ekki þurft ríkisframlagið sem veitt var í ár til að standa undir þeim fjárveitingum sem honum eru ætlaðar. Lækkunin er þess vegna ekki eins mikil og ætla mætti," segir Indriði. „Húsbréfakerfið kemur til fram- kvæmda á næsta ári og gert er ráð fyrir að þá noti lífeyrissjóðirnir allt að tíunda hluta ráðstöfunarfjár til að kaupa húsbréf. Lánveitingar Byggingarsjóðs dragast saman að sama marki. Sé miðað við að lífeyris- sjóðirnir kaupi skuldabréf fyrir 45% af ráðstöfunarfé sínu, nægir Bygg- ingarsjóði ríkisins að fá 150 miiljónir á næsta ári til að geta lánað 7,66 milljarða til húsnæðismála.“ Síldarverksmiðjur ríkisins: 380 milljónir til tækjakaupa ÁÆTLAÐ er að leggja 380 millj- ónir á næsta ári til endurnýjunar á tækjabúnaði fiskmjölsverksmiðj- unnar á Seyðisfirði. Starfsleyfi verksmiðjunnar rennur út á næsta ári og fæst ekki endurnýjað nema verulegar endurbætur verði gerð- ar á tækjabúnaði. í fjáriagafrumvarpinu kemur fram, að á næstu árum er áformað að Síldai-verksmiðjur ríkisins hefji framleiðslu á svokölluðu gæðamjöli. Framleiðsluverðmæti þess er mun meiri og nýting hráefnis betri en fæst með ■ framleiðslu á venjulegu fiskimjöli, en þessi framleiðsla krefst mikillar fjárfestingar í nýjum tækja- búnaði. Áætlað er að hefja endurnýj- un tækjabúnaðar á næsta ári í fisk- mjölsverksmiðjunni á Seyðisfirði. Fjárfestingin, samtals 380 milljónir, verður fjármögnuð með erlendu láni að upphæð 300 milljónir, auk fram- lags úr rekstri fyrirtækisins. 767 millj. í út- flutningsbætur í FJÁRLAGAFRUMVARPINU er gert ráð fyrir að heildarverðmæti landbúnaðarafurða á verðlagsár- inu 1989-1990 verði 15,346 millj- arðar króna. Samkvæmt því séu lögbundin framlög til gréiðslu út- llutningsbóta allt að 767 milljónit* og 614 milljónir til P’ramleiðni- sjóðs landbúnaðarins, og er það um 25% hækkun frá síðasta fjár- lagafrumvarpi. í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að íjái*veiting til útflutn- ingsbóta sé notuð til að greiða bænd- um umsamdar bætur fyrir ónotaðan fullvirðisrétt og fyrir leigu fullvirðis- réttar til lengri tíma, auk beinnar niðurgreiðslu á útflútningi mjólkur- afurða og kindakjöts. Þar segir að á VEÐUR IDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gaer) VEÐURHORFUR I DAG, 14 OKTOBER: YFIRLIT í GÆR: Yfir N-Grænlandi er 1.020 mb hæð, en 990 mb lægð skammt austur af Færeyjum þokast austsuðaustur. Um 1.000 km suður af Hvarfi er 986 mb lægð á hreyfingu norður. SPÁ: Norðaustan og austan gola og víðast léttskýjað. .Hiti 1-6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Suðaustlæg víndátt og hlýnandi veður. Skýjað og dálítil rigning um sunnan- og austanvert landið, én annars þurrt að mestu. \ y, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * -JQ° Hitastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir * V E1 = Þoka = Þokumóða » , ’ Súld OO Mistur - [- Skafrenningur |~^ Þrumuveður VEÐUR 1/ÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 4 skýjað Reykjavik S léttskýjað Bergen 8 skúr Helsinki 8 rigning Kaupmannah. 11 rignlng Narssarssuaq +2 heiðskírt Nuuk vantar Osló 13 léttskýjað Stokkhólmur 11 léttskýjað Þórshöfn 7 skýjað Algarve 21 þrumuveður Amsterdam 16 skúr Barcelona 19 hálfskýjað Berlín 16 alskýjað Chicago 7 léttskýjað Feneyjar vantar Frankfurt 13 skýjað Glasgow 11 skúr Hamborg 14 rigning Las Palmas 25 alskýjað London 12 rigning Los Angeles 16 místur Lúxemborg 12 skýjað Madrfd 19 skýjað Malaga 22 skýjað Mallorca 22 léttskýjað Montreal 7 hálfskýjað New York 15 mlstur Orlando 23 léttskýjað Parls 18 léttskýjað Róm 20 þokumóða Vín 18 skýjað Washington 14 þokumóða Winnipeg 3 skýjað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.