Morgunblaðið - 27.10.1989, Síða 2

Morgunblaðið - 27.10.1989, Síða 2
2 Gsei aaaoT>io .ts auoAciuTgcVi qigauhvkjdhom MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989 Síldarkaup Sovétmanna; FYRIRTÆKIÐ Sovrybflot, sem sér um saltsfldarkaup Sovétmanna, hefur einungis fengið gjaldeyrisheimild til kaupa á hluta þeirrar salt- síidar sem viðskiptabókun íslendinga og Sovétmanna fr'á árinu 1985 gerir ráð fyrir, eða 200-250 þúsund tunnúr á ári. Verið er að vinna að því að gjald- und tunnur af hausskorinni og slóg- eyrisheimild Sovrybflot verði aukin dreginni saltsfld fyrir 16,6 milljónir og því er fyrirsjáanlegt að samn- ingaviðræður um þessi kaup, sem nú fara fram í Moskvu, dragist á langinn. Sovésku fjárlögin eru af- greidd í nóvember og því þarf Sovrybflot að fá undanþágu til kau- panna. Sovrybfiot keypti héðan 150 þús- Atlantslax fær greiðslu- stöðvun Laxeldisstöðinni Atlantslaxi hf. í Grindavík hefur verið veitt greiðslustöðvun til allt að þriggja mánaða. Fyrirtækið er að byggja stóra strandeldisstöð á Stað vest- an við Grindavík. Atlantslax hf. er þriðja strandeldisstöðin á Reykjanesi sem fær greiðslu- stöðvun. Hinar eru íslandslax og Lindalax. Sigurgeir Þorgilsson, stjórnar- formaður Atlantslax, segir að ekki hafi tekist að ljúka uppbyggingu stöðvarinnar, þannig að hún gæti skiiað eðlilegum tekjum. Því hafi orðið örðugleikar með að standa í skilum með kostnað og lánVegna uppbyggingar og rekstrar. Greiðslustöðvunartíminn yrði not- aður til að bæta úr þessu, meðal annars með því að fá aukið hlutafé innanlands og utan. Hann tók það fram að stöðin hefði verið tiltölulega ódýr í byggingu, kostaði nú 230 milljónir, og að félagið ætti vel fyr- ir skuldum. Atlantslax er með seiðaeldi í Sandgerði og er einnig með fisk í stöðinni í Grindavík, þó að fram- kvæmdum sé hvergi nærri lokið. Sjö einstaklingar eiga hlutafélagið. Bandaríkjadala (1,03 milljarða króna á núvirði) árið 1988. Eldey hf. var veitt greiðslu- stöðvun í gær ELDEY HF. fékk í gær greiðslu- stöðvun til þriggja mánaða, en félagið á skipin Eldeyjar-Boða og Eldeyjar-Hjalta. Jón Norðfjörð, stjórnarformaður Eldeyjar hf., sagði í samtali við Morgunblaðið að 40 milljóna króna hlutafé Eldeyjar hf. væri uppurið. Hann sagði að Keflavíkurbær væri stærsti hluthafmn í fyrirtækinu en bærinn hefði lagt fram 10 milljóna króna hlutafé. Undir þungu fargi Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Mesta mildi var að enginn slasaðist þegar krani valt á fólksbíl á bryggjunni á Neskaupstað á miðviku- dag. Óhappið varð þegar verið var að lyfta loðnudælu. Bílnum hafði verið lagt á bryggjunni og var hann mannlaus. Kranastjóranum tókst að stökkva út úr krananum þegar hann valt og sleppa ómeiddur. Eins og sjá má er fólksbfllinn gjörónýtur og kraninn er töluvert skemmdur. Frumvarp til lánsfjárlaga 1990: Heildarlántökur 1990 / flörutíu milljarðar króna Skuldir í árslok 1990 53% af landsframieiðslu þess árs Samkvæmt frumvarpi til láns- fjárlaga fyrir árið 1990, sem lagt var fram á Alþingi í gær, verða heildarlántökur opinberra aðila, opinberra Iánastofiiana og at- vinnufyrirtækja 39,7 milljarðar króna á næsta ári. í lánsfjáráætlun og lánsQárlögum 1989 voru sam- svarandi lántökur áætlaðar 36,8 milljarðar króna, en stefiia hins- vegar í um 50 milljarða. Frumvarpið gerir ráð fyrir að er- lendar lántökur ríkissjóðs, opinberra aðila og fyrirtækja verði 21,4 millj- arðar króna 1990, en innlendar lán- tökur 18,3 milljarðar. Greiðslur af löngum erlendum lánum eru áætlað- ar 24,4 milljarðar (afborganir 10,4 milljarðar og vextir 14,0 milljarðar). Hreinar erlendar lántökur til langs Jón Baldvin ánægður með viðbrögð franska utanríkisráðherrans við sjónarmiðum EFTA: Bauð íslendingiun samstarf um undirbúning ráðherrafundar JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og formaður EFTA- ráðsins, sagði að loknum fundi sínum með Ronald Dumas, utanríkis- ráðherra Frakka, í París í gær, að hann væri afar ánægður með viðbrögð Frakka við sjónarmiðum EFTA. Dumas hefði ekki séð neitt því til fyrirstöðu að í árslok yrði hægt að taka ákvörðun um að efna til eiginlegra samningaviðræðna bandalaganna snemma á næsta ári. Franski utanríkisráðherrann bauð Islendingum samstarf milli landanna, sem fara með formennsku í EB og EFTA, þ.e. Frakklands og íslands, um undirbúning sameiginlegrar yfirlýsingar ráðherra- fundar EB og EFTA í desember. Dumas lagði til að Jón Baldvin kæmi til Parísar í byrjun desember til að hefja það verk, og þekkt- ist Jón boðið. tíma eru því áætlaðar 11 milljarðar króna. Áætluð innlend lánsfjáröflun 1990 er í meginatriðum þessi: 1) Sala spariskírteina 6 milljarðar króna, 2) Verðbréfakaup lífeyrissjóða 10.985 milljónir króna, 3) Önnur lánsfjáröflun 1.340 m.kr. Innlendar afborganir lána eru áætlaðar 8.775 milljónir króna. Aætluð erlend lánsfjáröflun skipt- ist þannig: 1) A- og B-hluti ríkis- sjóðs 1.370 m.kr., 2) Fyrirtæki með eignaraðild ríkissjóðs 3.400 m.kr., 3) Sveitarfélög 400 m.kr., 4) Opin- berir lánasjóðir 4.000 m.kr., 5) At- vinnufyrirtæki 12.200 m.kr. (skip og flugvélar 9.500 m.kr., annað 2.700 milljónir). Erlendar langtímaskuldir jukust um 12% á árinu 1989 í erlendri mynt. A sama tíma minnkaði lands- framleiðslan um 2,8%. Hlutfall er- lendra lána hækkar úr 41,3% af landsframleiðslu í 50,4% á Iíðandi ári, eða tæp 9%. I forsendum lánsfjáráætlunar 1990 er gert ráð fyrir 13% hækkun á meðalgengi erlendra gjaldmiðla og um 6% aukningu erlendra lána. Skuldahlutfallið í árslok 1990 er áætlað 53,1% af vergri landsfram- leiðslu ársins. „Fundurinn var haldinn í fram- haldi af fundi okkar með Andriessen, varaforseta framkvæmdastjórnar EB, og hafði sama tilgang; að gera Dumas rækilega grein fyrir mati EFTA á stöðú könnunarviðræðna við EB eins og þær standa nú,“ sagði Jón Baldvin í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagðist hafa rætt við Dumas um tengslin milli þeirrar útvíkkunar á sameiginlegu efnahags- svæði, sem að væri stefnt með þess- um viðræðum, og þeirrar hraðfara þróunar, sem ætti sér stað í Mið- og Austur-Evrópu. „Við lítum svo á að raunar megi líta á viðræður EFTA og EB sem þátt í samrunaþróun í Vestur-Evrópu og að Vestur-Evrópu- ríkin verði betur í stakk búin að leggja lið þeirri þróun í átt til vald- dreifmgar í efnahags- og atvinnu- málum og lýðræðis í stjómmálum, sem nú vex fiskur um hrygg með degi hveijum í Ungveijalandi, Póll- andi og jafnvel Austur-Þýzkalandi," sagði Jón Baldvin. Að sögn Jóns Baldvins lét Dumas það skýrt í ljósi á fundinum að sá árangur, sem náðst hefði í könnunar- viðræðum EFTA og Evrópubanda- lagsins, væri tvímælalaust yfirgrips- meiri og víðtækari en menn hefðu almennt gert sér vonir um fyrirfram. Ráðherramir ræddu einnig vænt- anlega heimsókn Mitterrands Frakk- landsforseta hingað til lands 7. nóv- ember. Enn er nokkur óvissa um það hvort Dumas kemur til Reykjavíkur til viðræðna við íslenzka ráðamenn, þar sem umræður um utanríkisþjón- ustuna verða í franska þinginu á sama tíma. Dumas mun þó reyna af fremsta megni að koma. Fundinn í París sátu, auk ráð- herranna, þeir Albert Guðmundsson, sendiherra í París, Einar Benedikts- Reuter Ronald Dumas býður Jón Baldvin Hannibalsson velkominn í franska utanríkisráðuneytinu í gær. son, sendiherra hjá EB, og Georg Reisch, aðalframkvæmdastjóri EFTA. í dag er óformlegur ráðherrafund- ur EFTA-ríkjanna í Genf, þar sem rætt verður um stöðu viðræðnanna við EB og fjallað um framhaldið. Þar mun Hannes Hafstein, ráðuneytis- stjóri í utanríkisráðuneytinu og for- maður stjórnarnefndar EFTA, flyija inngangsræðuna um niðurstöður starfshópa EFTA og starfslok stjórn- amefndarinnar. Utanríkisráðherra mun:skýra frá viðræðum sínum við Dumas og Andriessen. Jón Baldvin sagði að búast mætti við að í fundar- hléi yrðu ræddar orðsendingar, sem borizt hefðu frá ríkjum í Mið- og Austur-Evrópu, sem sýnt hefðu áhuga á samstarfi við EFTA. Þannig hefði ungversk sendinefnd þegar komið á sinn fund og óskað eftir nánara samstarfi. í gærkvöldi átti Jón Baldvin að hitta sendinefnd frá Júgóslavíu, sem einnig vill koma orð- sendingu á framfæri. Blönduvirkjun: Kjarasamn- ingur felldur STJÓRN og trúnaðarmannaráð Verkalýðsfélags Austur-Húna- vatnssýslu felldi í gær með öllum greiddum atkvæðum kjarasamn- ing virkjunarstarfsmanna, sem félagið er aðili að. Áður höfðu samningarnir verið felldir í alls- herjaratkvæðagreiðslu meðal starfsmanna við Blönduvirkjun. Vaidimar Guðmannsson, formað- ur verkalýðsfélags Austur-Húna- vatnssýslu, sagði að næsta skref í deilunni væri að boða fund trúnað- armanna verkalýðsfélaga á svæðinu á mánudag. Enn hefðu ekki komið nein viðbrögð frá vinnuveitendum. Full gjaldeyrisheimild hefur ekki enn fengist

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.