Morgunblaðið - 27.10.1989, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 27.10.1989, Qupperneq 3
Landsvirkjun: Ráðherra afli virkj- analeyfa STJÓRN Landsvirkjunar ákvað á fundi í gær, að beina þeim tilmælum til Jóns Sig- urðssonar iðnaðarráðherra, að hann beiti sér fyrir því að AI- þingi veiti nauðsynleg virkj- analeyfi til að afla orku fyrir nýja álverksmiðju. Ýmsar hug- myndir um raforkuverð til ál- verksmiðju voru ræddar, en engin afstaða tekin í þeim efn- um, né heldur voru ákveðnar tillögur lagðar fram. Árni Grétar Finnsson lagði fram tillögu um að stjóm Lands- virkjunar beindi þeim tilmælum til orkumálaráðherra, Jóns Sig- urðssonar, að hann beitti sér fyr- ir því, að Alþingi veiti leyfi fyrir byggingu virkjana við Búrfell og Vatnsfell til að afla orku fyrir nýtt álver. Tillögunni var breytt og sam- þykkt að beina því til ráðherra að hann beitti sér fyrir því að Alþingi veiti nauðsynleg virkj- analeyfi vegna orkuöflunar fyrir nýtt álver. Tillagan var samþykkt með átta atkvæðum, Finnbogi Jónsson sat hjá. Siglufjörður: Bútur hf. gjaldþrota B YGGINGAFÉLAGIÐ Bútur hf. á Siglufirði hefúr verið tekið til gjaldþrotaskipta. Að sögn Erlings Oskarssonar bæjarfógeta á Siglu- firði er ekki ljóst hver fjárhags- staða fyrirtækisins er. Hallgrímur Ólafsson lögfræðingur hefur verið skipaður bústjóri til bráðabirgða. Að sögn bæjarfógeta hefur fyrirtækið ekki haldið uppi starfsemi að undanförnu en nokkrir starfsmenn hafa verið á launaskrá þess og unnið að verkefnum á vegum annarra aðila. MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 27. OKTOBER 1989 Haraldur Sumarliðason, forseti Landssambands iðnaðarmanna. Frá setningu 43. Iðnþings á Hótel Sögu í gær. Iðnþing sett í gær: Virðisaukaskattur hækkar byggingarvísitölu um 11,5% Hækkun skattprósentu virðisaukans afskræming á skattkerfisbreytingunni, sagði forseti Landssambands iðnaðarmanna í setningarræðu sinni VIRÐISAUKASKATTUR mun að öðru óbreyttu hækka vísitölu bygg- ingarkostnaðar um 11,5% samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu úr at- hugun sem Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins er að vinna fyr- ir Landssamband iðnaðarmanna. I útreikningum skattayfirvalda hefúr á hinn bóginn verið reiknað með að hækkunin yrði á bilinu 7-9%. Gangi útreikningar Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins eftir mun þessi hækkun valda um 4% hækkun lánskjaravísitölu. Þetta kom firam í setningarræðu Haralds Sumarliðasonar, forseta Landssambands iðnaðarmanna, við setningu 43. Iðnþings á Hótel Sögu í gær. Haraldur sagði að jafnan hefði þó verið reiknað með að húsbyggjendum yrði bætt þessi hækkun með einum eða öðrum hætti og af hálfu Lands- sambandsins hafi verið lögð áhersla á að menn gerðu sér strax í upphafi grein fyrir því hvernig það skyldi gert. Eftir þessu hafi þó ekki verið farið og vandamálið blasi því enn við óleyst. Haraldur segir að það sé mat margra að úr vöndu sé að ráða, m.a. vegna þess að endurgreiðslur til hús- byggjenda hafi engin bein áhrif á byggingarvísitölu og þyrfti því að meta þær sérstaklega, sem gæti orð- ið flókið mál og umdeilt. Hugmyndir Landssambands til lausnar þessu ganga út á að þeir aðilar, sem byggja og selja íbúðarhúsnæði í atvinnu- skyni, verði látnir leggja virðisauka- skatt á endanlegt verð húsnæðisins miðað við það hlutfall sem söluskatt- ur er nú af heildarverði slíkra íbúða, þar sem aldrei hafi verið ætlunin að skattleggja umfram það. Þessir framkvæmdaaðilar geti hins vegar dregið frá innskatt af framkvæmda- kostnaði, eins og aðrir. Húsbyggj- endur sem byggðu á eigin reikning, greiddu hins vegar fullan virðisauka- skatt, en fengju endurgreiðslur á móti, eins og frumvarpið gerði ráð fyrir. Hópurinn sem þannig fengi endurgreiðslu minnkaði verulega og framkvæmd yrði viðráðanlegri fyrir skattayfirvöld. Haraldur gagnrýndi mjög launa- skattinn, sem væri á ýmsan hátt mjög óréttlátur, m.a. vegna þess að hann legðist á sumar atvinnugreinar en ekki aðrar. Þannig hafi fyrir fáein- um árum tekist að fá honum aflétt af framleiðsluiðnaði og landbúnaður og útgerð hafi aldrei þurft að standa skil á honum. Launaskatturinn væri enn í byggingariðnaðinum og ýmsum þjónustugreinum, og leggur Lands- samband iðnaðarmanna - nú til að launaskatturinn verði aflagður um leið og virðisaukinn tekur gildi, enda verði með honum sú breyting að vinna á byggingarstað teljist þá að fullu skattskyld. Afnám launaskatts í byggingariðnaði muni einnig geta dregið úr hinni miklu hækkun bygg- ingarvísitölunnar sem fyrirsjáanleg væri. Haraldur gagnrýndi einnig harð- lega hækkun skattprósentu virðis- aukans úr 22% í 26%, sem væri heimsmet í neysluskattshlutfalli. Hin yfírlýsta ástæða þessarar hækkun'ar væri að greiða enn frekar niður verð á fáeinum útvöldum tegundum mat- væla, sem Haraldur taldi bæði vara- samt og óréttlátt gagnvart framleið- endum annarra matvara. Þó skýri þessi ástæða aðeins lítinn hluta af hækkuninni. Niðurgreiðslan ein muni kosta um einn milljarð en að auki muni hækkun virðisaukaskattsins skila um 3 milljörðum króna, sem sé þannig hrein skattahækkun. Har- aldur kvaðst þvi telja að þessi hækk- un á virðisaukaskattinum væri hrein afskræming á þessari skattkerfis- breytingu, sem ella myndi hafa ýmsa kosti og Landssambandið hefði mælt með á sínum tíma. Reyndar kvaðst hann telja að nú væri nóg komið af skattkerfisbreytingum að sinni. Það yrði í takt við vilja fólksins í landinu ef ríkisstjórnin léti virðisaukaskatt- inn vera síðustu skattkerfisbreyting- una í bili og sneri sér í alvöru að hinni hlið ríkisreikningsins, útgjöld- unum, sem hefðu ætíð verið aðal- vandamálið í efnahagsstjómuninni. 20. kirkjuþingi slitið: Samþykkt að koma á fót þjóðmálanefnd kirkjunnar TUTTUGASTA kirkjuþingi var slitið í gær. Á þinginu hlutu 34 mál afgreiðslu. Á blaðamannafúndi í þinglok kynntu biskup íslands og varaforsetar kirkjuþings meðal annars samþykkt þingsins um að kirkjuráði sé heimilt að koma á fót þjóðmálanefnd kirkjunnar. Fjár- hagsáætlun nefndarinnar og starfsreglur verða hins vegar lagðar fyrir næsta kirkjuþing. I drögum að starfsreglum segir að nefndinni sé ætlað að efla umræður ura þjóðinál út frá kristnum forsendum, bæði opinberlega og í söfhuðum landsins, enda sé það þáttur í átaki um safnaðaruppbyggingu. Gunnlaugur Finnsson, fyrri vara- forseti kirkjuþings, sagði að umræð- ur um þjóðmálanefnd hefðu spunnizt út frá öðrum umræðum á vettvangi kirkjunnar, til dæmis um friðarmál, umhverfismál og þátttöku kirkjunnar í ýmsum öðrum þjóðmálum. Nokk- urrar mistúlkunar hefði gætt um hlutverk þjóðmálanefndarinnar. Fyr- irliggjandi drög að samþykktum hennar gæfu nokkra hugmyhd um það hlutverk, sem henni væri ætlað. Samkvæmt drögunum á nefndin að kalla árlega saman Þjóðmálavett- vang kirkjunnar til dagsfundar. Þangað verði boðið 30-5Ö manns sem víðast úr þjóðfélaginu, bæði einstakl- ingum og fulltrúum félagasamtaka til þess að fjalla um tiltekin megin- mál líðandi stundar, sem kalli á kristna leiðsögn. Þá eigi nefndin að gefa út í prentuðu formi álit um þau málefni, sem Þjóðmálavettvangur hafi fjaílað um og mælt með. Álitin séu byggð á ýtarlegri og fræðilegri könnun á ýmsum þáttum þeirra málefna, sem tekin séu fyrir, og nefndinni sé heimilt að kalla sérfræð- inga til ráðuneytis. Þá er gert ráð fyrir því að nefndin gefi ekki út yfir- lýsingar, heldur sé ráðgefandi þeim er þess óska. Þjóðmálanefndin verður skipuð fimm mönnum, sem biskup skipar eftir tilnefningu Siðfræðistofnunar Háskóla íslands og þjóðkirkjunnar, Guðfræðideildar HI, Fræðsludeildar kirkjunnar, Leikmannastefnu og Prestastefnu. Ýtt á mál í ráðuneytinu Herra Ólafur Skúlason, biskup íslands, sagði að kirkjuþing hefði að þessu sinni meðal annars ýtt á mál, sem verið hefðu til meðferðar hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Kirkjugarðafrumvarp hefði til dæmis verið í lokavinnslu og kirkjumálaráð- herra hefði allan hug á að koma því til Alþingis bráðlega. Þá hefði verið fjallað um frumvarp til laga um prestaköll og prófastsdæmi og starfsmenn þjóðkirkjunnar. Kirkju- þing hefði falið kirkjuráði að vinna frekar úr því í hendur ráðherra. „Ráðherra vill mjög gjarnan að þetta frumvarp komist tii meðferðar á Al- þingi fyrir 10. nóvember. Það eru nokkrar fréttir fyrir okkur og við fögnum því að ráðherra skuli vilja fylgja þessu máli svona eftir,“ sagði biskup. Biskup sagði að önnur mál, serh snertu kirkjuna og væru til með- ferðar hjá löggjafanum, væru til að mynda varðandi kirkjubyggingar og helgidagalöggjöf. „Varðandi helgi- dagalöggjöf þá er það frekar laun- þegahreyfingin, sem er hikandi við að ganga frá þeim málum," sagði Ólafur. „Kirkjuþing gat vel hugsað sér að sjá helgi skírdagsins aðeins um kvöldið og gat vel ímyndað sér Morgunblaðið/Sverrir Frá blaðamannafundi forseta kirkjuþings. Frá vinstri: Gunnlaugur Finnsson fyrri varaforseti, herra Olafiur Skúlason biskup Islands og forseti kirkjuþings og sr. Jón Einarsson prófastur, annar varaforseti. að uppstigningardagur hætti að vera lögboðinn frídagur, en þetta er kjara- mál, sem launþegahreyfingjn mun ekki fallast fúslega á að verði hróflað við, þannig að það hefur frekar stað- ið á því en öðru um afdrif þessara mála.“ Endurskoðuð skipulagsskrá Hjálparstofuunar Gunnlaugur Finnsson kynnti end- urskoðun á skipulagsskrá Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. Hann sagði að fyrir fjórum árum hefðu orðið átök um Hjálparstofnunina á kirkjuþingi. Skipulagsskrá stofnunarinnar hefði aldrei verið staðfest af dómsmálaráð- herra, eins og yfirleitt væri um sjálfs- eignarstofnanir. Nú væri nýlega búið að setja lög um sjálfseignarstofnan- ir, og til þess að hægt væri að fá skipulagsskrána staðfesta hefði þurft að gera á henni nokkrar breytingar. Fyrir fjórum árum hefði skipulags- skráin verið hert mjög og stofnunin sett frekar undir forræði kirkjuráðs en áður var. Nú væri hins vegar rýmkað um þau ákvæði, þannig að stofnunin yrði algerlega sjálfstæð og þyrfti ekki að leita til kirkjuráðs varðandi ýmislegt í daglegum rekstri. Frá upphafi hefði til dæmis verið gert ráð fyrir að kirkjan gæti einhliða ákveðið að leggja stofnunina niður. Það ákvæði hefði nú verið numið úr skipulagsskránni. .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.