Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 4
i'4. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989 Sjötíu ára rithöfundarafinæli Halldórs Laxness: Akveðið að helga skáldinu stað í Þjóðarbókhlöðunni SJÖTÍU ár voru í gær liðin frá því Barn náttúrunnar, fyrsta skáldsaga Halldórs Laxness, kom út. Af því tilefiú hefur ríkisstjórn- in ákveðið að sérstakur staður í nýju Þjóðarbókhlöðunni verði helgaður skáldinu og verkum hans og að fé verði varið tíl að safna saman og skrá gögn sem tengjast rithöfiindarferli hans. Dótturdóttir skáldsins, Auður Jónsdóttir, aflijúpaði brjóstmynd af skáldinu á Landsbókasafiii eft- ir norska listamanninn Nils Aas. Bókaútgáfan Vaka-Helgafell hef- ur ákveðið að efria til sérstakrar kynningar á ævistarfi skáldsins og í samvinnu við menntamála- ráðuneytið hefur verið ákveðið að efiia til smásagnasamkeppni i framhaldsskólum landsins. I ávarpi sem Ólafur Ragnarsson, bókaútgefandi flutti skáldinu á VEÐUR Skáldið umkringt frétta- og fjölmiðlamönnum. / DAG kl. 12.00:* Heimíld: Veðurstofa Islands ¦jfc' (Byggt á veðufspá kl. 16.15 í gaer) VEÐURHORFUR í DAG, 27. OKTÓBER: YFIRLIT í GÆR: Við Lófót er 982ja mb lægð á leið norö-austur, en hægfara 1.000 mb lægð um 300 km vest-suð-vestur af Reykja- nesi. Kalt verður áfram, eínkum norðanlands. SPA: Breytileg átt, gola eða kaldt. Skýjað með köflum og sums staðar dálítil él við sjávarsíðuna. Kalt verður áfram, einkum norðan- lands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg breytileg átt og fremur kalt í veðrt. Skúrir eða él á víð og dreif um landið, þó einkum á Norður- og Austurlandi. HORFUR Á SUNNUDAG: Vaxandi suðaustanátt og hlýnandi veð- ur. Slydda og síðan rigning um sunnan- og vestanvert landið en þurrt norð-austanlands. TÁKN: \/ Heioskírt "(« Léttský>ao .^Háffekýjao ^j^Skýjaa Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fja&rirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / r r r r Rigning / / / * /. * / * / * Slydda / * / » * « * * * * Snjókoma * * * -J0 Hitastig: 10 gráour á Celsíus y Skúrir V Él = Þoka = Þokumóða ' , ' SúW OO Mistur —J- Skafrenningur p^ Þrumuveður SALKAVALKA Rammíslenskt meistaraverk um átök og ástríður Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólafiir Ragnarsson bókaútgefandi færir skáldinu blómvönd í tilefhi. af 70 ára rithöfundarafinælinu. heimili hans að Gljúfra- steini í gærmorgun, sagði hann að það væri ekki á hverjum degi sem rithöfundur hefði tækifæri til þess að halda upp á sjötugsaf- mæli fyrstu bókar sinnar og að þess væru fá dæmi að frumútgáf- ur verka hans væru orðnar nær jafn marg- ar og höfundarárin. Það væri með ólíkind- um hvernig skáldið hefði á þessu árabili lagt undir sig heiminn, en ýerk hans hefðu verið þýdd á 42 tungu- mál og komið út í um 400 útgáfum. Ólafur rifjaði upp að Halldór hefði verið lið- lega 17 ára þegar hann Forsíða kynningarrits um S'ölku Völku, sem er í undirbúningi. v- 'M ÉÉHpr % 1 H. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl, 12:00 i gær að i'sl. tfma htti veour Akureyr) 2 alskýjað Reykjavík 3 skýjað Bergen 8 haglél Helsinki 8 skúr Kaupmannah. 14 skyjaS Narssarssuaq +7 léttskýjað Nuuk +2 snjókoma Osló 12 léttskýjað Stokkhólmur 11 skýjað Þórshöfn 7 skúr Algarve 22 skýjað Amsterdam 15 rigning Barcelona 21 léttskýjað Berlín 16 skýiað Chicago 11 þokumóða Feneyjar 10 þoka Frankfurt 17 fflistur Gtasgow 11 léttskýjað Hamborg 14 þokumóða Las Palmas 26 léttskýjað London 14 rigning l.os Angeles 13 heiðskírt Lúxemborg 17 skýjað Madríd 17 skýjai Malaga 22 alskýjað Mallorca 24 skýjað Montreal 11 þoka NewYork 13 mistur Orlando 17 skýjað Párfs 20 léttskýjað Rðm 20 þokumóða Vín 20 heiðskírt Washington 8 þokumóða Winnipeg 6 alskýjað gaf út Barn náttúrunnar á eigin kostnað með stuðningi móður sinnar. í blaðadómi hefði Jakob Jóhann Smári meðal annars sagt um þenn- an unga höfund að hann grunaði að hann ætti eftir að auðga íslensk- ar bókmenntir með góðum skáld- skap ef honum entist aldur og heilsa og það hefði sannarlega gengið eft- ir. Olafur vitnaði til orða Halldórs í þakkarræðu vegna móttöku Nób- elsverðlaunanna í Stokkhólmi árið 1955: „Ef íslenskt skáld gleymir upphafi sínu í þjóðdjúpinu þar sem - sagan býr, ef hann missir samband sitt og skyldu við það líf sem er aðþrengt, það Iíf sem hún amma mín gamla kenndi mér að búa önd- vegi í huga mér .— þá er frægð næsta Iítils virði; og svo það ham- ingjulán sem hlýst af fé." Skáldið svaraði þeirri spurningu fréttamanna neitandi hvort ekki hefði verið erfitt að gefa út bók fyrir 70 árum. Það hefði fremur verið komið fyrir honum eins og barni, sem þyki gaman að handleika gullin sín. Við afhjúpun brjóstmyndar af skáldinu í anddyri Landsbókasafns, en þar verður höggmyndin fyrst um sinn þar til hún flyst í Þjóðarbók- hlöðuna, sagði Svavar Gestsson, menntamáíaráðherra, að fíkis- stjórnin hefði ákveðið að viss staður í Þjóðarbókhlöðunni yrði helgaður Halldóri Laxness og þar yrði komið fyrir ýmsum gögnum sem tengdust rithöfundarferli hans. Þá hefði einn- ig verið ákveðið að fé verði varið til þess að ýmsum gögnum, svo sem greinum, bréfum og myndum, auk handrita, verði safnað saman og þau skráð. Með þessu vildi ríkis- stjórnin sýna þakklæti sitt og þjóð- arinnar. „Halldórs Laxness verður minnst á íslandi og verka hans þegar flest annað það sem við erum að bardúsa í þessu landi verður löngu gleymt," sagði Svavar Gests- son ennfremur. Finnbogi Guð- mundsson, landsbókavörður, flutti einnig ávarp við þetta tækifæri. Höggmyndin er eftir Norðmann- inn Nils Aas, sem er einn virtasti myndhöggvari Norðurlanda og hef- ur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir list sína. Hann gerði myndina að eigin frumkvæði og gefur íslend- ingum höfundarlaun sín. Vaka-Helgafell hefur ákveðið að stofna sérstakan bókaklúbb um rit- verk skáldsins, sem hefur það að meginmarkmiði að fá nýja lesendur til þess að njóta skáldverkanria, en þetta er í fyrsta skipti sem stofnað- ur er bókaklúbbur um verk eins höfundar hér á landi. Gefið verður út kynningarrit mánaðarlega fyrir félaga, þar sem fjallað verður um einstök verk skáldsins, feril hans og vinnubrögð. „Þannig mun Lax- nessritið verða eíns konar leiðarvís- ir um bókmenntaakur skáldsins og á grundvelli efnis þess eigá menn að geta notið verka Nóbelsskáldsins betur en ella," segir meðal annars í fréttatilkynningu frá bókaútgáf- unni. Á næstu dögum verður sent ítarlegt kynningarefni um verk skáldsins inn á um 60 þúsund heim- ili í landinu. Skilafrestur smásagnasam- keppninnar, sem Vaka-Helgafell og menntamálaráðuneytið hafa ákveð- ið að efna til í framhaldsskólunum, er til 1. febrúar 1990 og er þess vænst að í tengslum við hana verði efnt til sérstakrar umfjöllunar um verk skáldsins í einstökum fram- haldsskólunum. Jafnframt eru kennarar hvattir til þess gefa nem- endum færi á að vinna eins og rit- höfundar, svo sem kostur er. Þriggja manna dómnefnd metur allt aðsent efni og er einn frá Sam- tökum móðurmálskennara, annar frá Rithöfundasambandinu og sá þriðji frá Vöku-Helgafelli. Tíu verð- laun eru í boði, þau hæstu 25 þús- und krónur og helstu verk skálds- ins, auk þess sem skóli vinnings- háfans fær bókagjöf frá Vöku- Helgafelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.