Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2%. QKTÓBER 19§9
Kaupmannahöfii:
2 íslensku tóbaks-
pontnanna seldust
TVÆR íslensku tóbakspontnanna, sem voru
á uppboði í Kunsthallen í Kaupmannahbfn
í gær, seldust. Önnur þeirra, sem samkvæmt
sýningarskrá er frá um 1750 ogsú elsta sem
vitað er um, seldist á 25 þúsund danskar
krónur, eða um 212 þúsund íslenskar krón-
ur.
Ponta þessi er úr slípaðri búrhvalstönn,
skreytt silfri. Eins og skýrt var frá í Morgun-
blaðinu í síðustu viku var hún metin á 28 þús-
und danskar krónur, eða um 240 þúsund íslen-
skar. Hin tóbakspontan, sem seldist á upp-
boðinu, er frá um 1780, einnig úr slípaðri búr-
hvalstönn og skreytt silfri. Samkvæmt sýning-
arskrá var hún metin á 18 þúsund danskar
krónur, eða um 150 þúsund íslenskar. Hún
seldist hins vegar á öllu lægra verði, éða 14
þúsund danskar krónur, um 120 þúsund íslen-
skar.
Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið
fékk hjá Kunsthallen í Kaupmannahöfn í gær,
voru það danskir aðilar, sem keyptu ponturnar
tvær. Hinar, sem ekki seldust í gær, verða
boðnar upp að nýju á næsta fornmunauppboði
í .Kunsthallen. Þær eru frá því um 1825 og
1850, sú fyrri úr útskornu tré skreytt nýsilfri
og sú síðari úr útskornu kýrhorni, með silfr-
aðri skreytingu. Þær eru metnar á 6 þúsund
og 9 þúsund krónur danskar, eða um 30 og
50 þúsund íslenskar.
Ponturnar tvær sem seldust. Sú stærri er
jafnframt sú dýrari.
Samin álits-
gerð um
fjárhag SIS
NEFNDIR á vegum Landsbanka
íslands og Sambands íslenskra
samvinnufélaga eru nú langt
komnar með gerð fullbúins samn-
ings um kaup Landsbankans á
meirihlutafjáreign SÍS í Sam-
vinnubankanum hf.
Landsbankinn og SÍS hafa samið
um að Endurskoðun hf. semji álits-
gerð fyrir Landsbankann _um efna-
hags- og fjárhagsstöðu SÍS. Fyrir-
tækið mun einnig meta fyrir' bank-
ann rekstraráætlanir sém SÍS er
að ljúka við um þessar mundir, seg-
ir í frétt frá Landsbankanum og
SÍS.
Alþýðubankinn:
Guðmundur
Agústsson
verður úti-
bússtjóri
ÁKVEÐIÐ hefur verið að gera
Alþýdubankann á Laugavegi 31
að sérstöku r útibúi og hefur
Guðmundur Ágústsson, aðstoð-
arbankastjóri Alþýðubankans,
verði ráðinn útibússtjóri frá 1.
nóvember.
Höfuðstöðvar Alþýðubankans
hafa verið að Laugavegi 31, en
almenn afgreiðsla þar ekki skilin
frá með sama hætti og önnur
útibú. Nú hefur verið ákveðið að
breyta s'kipulaginu með þessum
hætti. Samkvæmt upplýsingum
Alþýðubanka er í raun verið að
festa í sessi viðteknar venjur inn-
an bankans með þessu.
Þrennt
slasaðist
í hörðum
árekstri
ÞRENNT slasaðist í hörð-
um árekstri á Bústaðavegi
skammt frá Sljörnugróf um
klukkan hálfellefu á þriðju-
dagskvöld. Ökumaður bíls á
leið austur Bústaðaveg ók
á umferðareyju sem nýlega
hafði verið steypt þarna.
Við það kastaðist bíllinn
yfir á öfugan vegarhelming
og í veg fyrir bíl á leið í
vestur.
Ökumenn beggja bílanna
hlutu meiðsli sem ekki voru
talin alvarlega en farþegi í
bílnum sem var á leið í austur
var fluttur á sjúkrahús til
rannsóknar en hann kenndi
til í brjósti.
Undanfarið hafa staðið yfir
framkvæmdir á mótum Bú-
staðavegar og Stjörnugrófar
vegna umferðarljósa sem fyr-
irhugað mun að koma upp
þar. Steyptar hafa verið eyjar
á nýmalbikaða götuna en
götulýsing mun ekki vera
jafngóð á þessum slóðum nú
og vanalega.
Gnawfond
BÍLSKÚRSHURÐIR FRAMTÍÐARINNAR
í dag kl. 5 opnum vid sýningu
á Crawford bílskúrshurðum
i Kringlunni
Crawfford getraun
Haffirdu heppnina
meó þér hlýturóu
bilskúrshurð
i verdlaun
ICnawfond hundir
Skútuvogi lOc
104 Reykjavík
Sími (91)678-250