Morgunblaðið - 27.10.1989, Síða 7

Morgunblaðið - 27.10.1989, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989 7 Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Skuttogarinn Bjartur kom nýlega til heimahafnar eftir gagngerar endurbætur sem gerðar voru á skipinu hjá Slippstöðinni á Akureyri. Neskaupstaður: Gagngerar endur- bætur á Bjarti NK Neskaupstað. SKUTTOGARINN Bjartur kom nýlega til heimahalhar eftir gagngerar endurbætur, sem gerðar voru á skipinu hjá Slipp- stöðinni á Akureyri. Ný skrúfa var meðal annars sett á skipið, nýr gír og rafall við aðal- vél og komið upp hljóðeinangruðum vaktklefa í vélarrúmi, bæði þilför skipsins voru endurnýjuð ásamt spilútbúnaði og útbúin aðstaða fyr- ir tvö troll. A efra þilfari á milli- dekki voru miklar endurbætur gerð- ar og sett upp ný fiskþvottaað- staða. Allt var rifið innan úr brú skipsins og hún einangruð upp á nýtt. Ný aðalvél var sett í Bjart fyrir fimm árum. Kostnaður við verkið nam um 90 milljónum. í til- efni af komu skipsins var starfs- fólki í Síldarvinnslunni boðið um borð, þar sem það þáði veitingar og skoðaði skipið. - Agúst Aflanýtingarnefíid: Aflakaupabanka komið á fót 1 byrjun næsta árs Sjávarútvegsráðherra hefur samþykkt að aflakaupabanka verði komið á fót í byrjun næsta árs en ætlunin er að bankinn kaupi ýmsar fisktegundir sem fískiskip hirða ekki, að sögn Siguijóns Ara- sonar deildarverkfræðings hjá Rannsóknastofiiun fiskiðnaðarins. Aflakaupabankinn er ein af hugmyndum svokallaðar aflanýtingar- nefiidar en hún var skipuð til að koma með tillögur um bætta nýt- ingu afla. Sigurjón Arason sagði í samtali við Morgunblaðið að aflakaupa- bankinn myndi kaupa fisk af frysti- togurum til að byrja með. Ætlunin er að bankinn starfi á vegum sjávar- útvegsráðuneytisins í þijú til fjögur ár en verði síðan í eigu útgerðarfyr- irtækja, hagsmunasamtaka og út- flutningsfyrirtækj a. Að sögn Siguijóns borgar sig oft ekki fyrir einstaka aðila, sem eru með mjög takmarkað magn af hverri tegund, að selja fiskinn. Einnig væru miklar verðsveiflur á til dæmis háfi, tindabikkju og flat- fiski. Margir frystitogarar hefðu takmarkaðan aðgang að frysti- geymslum í landi og gætu því ekki beðið með að selja þessar tegundir ef verð á þeim væri lágt. Hugmyndin er að aflakaupa- bankinn greiði lágmarksverð fyrir aflann og jafnvel verðuppbót þegar búið er að greiða kostnað vegna vinnslu aflans. Ætlunin er að vinna hluta af fiskinum í landi og frysta aftur og samið verður við fisk- vinnslustöðvar um að sjá um vinnsl- una. Sala og útflutningur á fiskin- um verður hins vegar í höndum sölusámtaka og útflutningsfyrir- tækja, sem þegar eru starfandi. Komdu til okkará UM HELGINA Ljúfmeti af léttara taginu veröur á boðstólum úr tilraunaeldhúsi Osta- og Smjörsölunnar. Kyxrntu þér íslenska gæðamatið Nú hefur þú tækifæri til að kynna þér niðurstöður íslenska gæðamatsins á ostunum sem voru teknir til mats nú í vikunni. Ostameistammir verða á staðnum og sitja fyrir svörum um allt sem lýtur að ostum og ostagerð og bjóða þér að bragða á ostunum sínum. Frumvarp um sérfræðiaðstoð: Styrkur til Stefáns Val- geirssonar sexfaldast LAGT hefiir verið fram í ríkisstjórninni frumvarp að breyttum lögum um sérfræðiaðstoð við þingflokka. Frumvarpið felur í sér að einn þingmaður geti talist þingflokkur og pjóti styrkja samkvæmt því. Samkvæmt núgildandi reglum um sérfræðiaðstoðþarf tvennt til þess að um þingflokk geti verið að ræða; annars vegar að þingmenn séu ekki færri en tveir og hins veg- ar að þeir þingmenn hafi iandssam- tök að baki sér. Reglur um sérfræðiaðstoð eru nú með þeim hætti að hveijum þing- flokki er úthlutað 5 einingum sem grunngjald og sem nemur einni ein- ingu fyrir hvern þingmann. Eining- in er nú sem nemur 183.673 kr., samkvæmt upplýsingum frá skrif- stofu Alþingis. Stefán Valgeirsson er eini þing- maður Samtaka um jafnrétti og félagshyggju og hefur þannig ekki haft rétt á sérfræðiaðstoð til jafns við þingflokka. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins gerir hið nýja frumvarp ráð fyrir því að einn þing- maður geti talist þingflokkur. Sam- kvæmt því ætti sérfræðiaðstoð til Stefáns að hækka úr 183.673 í 1.102.038 kr. I Ostar á kynninga rverði Ostarnir verða seldir á kynningarverði OSTADAGANA, notaðu tækifærið. OPIÐ HÚS kl.1-6 laugardag & sunnudag að Bitruhálsi 2 Verið velkomin OSTA- OG SPUORSALAN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.