Morgunblaðið - 27.10.1989, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 27.10.1989, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989 9 ÚTSALA don cano - búéin Glæsibæ - sími 82966. Herrakvöld VALS r -.. />T---------3 I / / / | | \ verður haldiö föstudaginn 3. nóvember á Hlíðarenda j oghefstkl. 19. V :f|^^íRæðumaður kvöldsins: Friðrik Sophusson. x y Miðasala á Hlíðarenda hjá deildar- stjórnum og undirbúningsnefnd; Grímur, sími 688067, Guðmundur Þ., sími 680180 og Stefán G., sími 685853. Miðaverð kr. 3.000,- HEFUR ÞÚ UNDIRBÚIÐ ÞIG FYRIR SAMEIGINLEGAN INNRI MARKAÐ EB 1992? Stjómunarfélag íslands hefur boöið hingað til lands tveimur þekktum sérfræðingum í málefnum Evrópubandalagsins. Það eru Sören Krohn forstöðumaður alþjóða- og efnahags- máladeildar Félags danskra iðnrekenda og yfirmaður upplýs- ingaátaks þeirra um málefni Evrópubandalagsins og Patric Flochel, yfirmaður upplýsingaskrifstofu ráðgjafarfyrirtækisins Ernst & Young í Brussel. Fyrirtækið starfar með bresku ríkis- stjórninni að undirbúningi fyrir sameiginlegan Evrópumarkað 1992. Verkefni þeirra er að benda íslenskum stjórnendum á hvernig þeir þurfa nú þegar að hefjast handa við undir- búning vegna sameiginlegs Evrópumarkaðar 1992 og hver viðbrögð stjórnenda þurfa að vera. Þeim til stuðnings verða þrír íslenskir stjórnendur sem sérfróðir eru um málefni Evrópubandalagsins, hver á sínu sviði. DAGSKRA Setning. Innri markaöur EB; Kemur hann íslenskum stjórnend- um eitthvað við? - Sören Krohn, forstöðumaður alþjóða- og efna- hagsdeildar Félags danskra iðnrekenda. BHBil Hvernig stjórnendur geta undirbúið og aðiagað fyrirtæki sin að innri markaðnum? - Patric Flochel, Ernst & Young. IBlii Hvernig innri markaður hefur áhrif á sveitarstjórnir og opinberar stofnanir á (slandi. - Björn Friðfinnsson.Táðuneytisstjóri Iðnaðarráðuneytisins. / Kaffihlé. ■KKid Áhrif innri markaðar á stjórnendur i innlendum sam- keppnisiðnaðaði. - Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra iðnrekenda. BlsHBB Viðbrögð stjórnenda útflutningsiðnaðarins við tilkomu innri markaðar. — Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra fiskframleiðenda. iEBij Panelumræður. Þátttakendur panelumræðna eru fram- sögumenn auk stjórnanda. FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER, KL. 14:00 • HÓTEL LOFTLEIDUM Takmarkaður þátttakendafjöldi. Stjórnunarfélag íslands SKRANING S 621066 Sparifé á báli Höfuðeinkenni efnahagsstefnu ríkis- stjórnar félagshyggju og jafnréttis er stuðningur hennar við þá sem skulda, þá sem fá peninga að láni frá þeim sem spara. Sparendur eiga ekki upp á pall- borðið hjá ríkisstjórninni og hún hefur ítrekað ráðist gegn hagsmunum þeirra. Gömlu lánskjaravísitölunni var breytt skuldurum í hag, handafli beitt til að„ lækka vexti, skattlagningu á sparifé hót- að og nú hefur forsætisráðherra boðað, að verðtrygging verði afnumin og sjálf- virkar viðmiðanir hvers konar. Hverjir ætli hagnist á slíku? Skuldararnir eða sparifjáreigendur? Var það ekki forstjóri SÍS, sem krafðist þess að verðtrygging yrði afnumin, enda eru SÍS og kaupfélög- in ígífurlegum rekstrarerfiðleikum. Spari- fjáreigendur eiga að leggja þeim til rekstrarfé og sjá síðan eigur sínar brenna upp á verðbólgubáli enn einu sinni. Aftiám Steingrímur Hermans- son, forsætisráðherra, sagði m.a. í stefhuræðu sinni á Alþingi á dögun- um: „Island er eina landið sem býr við verðtrygg- ingu Qármagns. Rikis- stjómin hefur ákveðið að afhema þá verðtrygg- ingu og sjálfvirkar við- miðanir hvers konar. Verður það gert þegar verðbólga á 6 mánaða mælikvarða er orðin um eða undir 10 af hundr- aði. Er þess vænst að svo geti orðið á seinni hluta ársins 1990.“ Þessi yfírlýsing forsæt- isráðherrans er að vísu skilyrt og það er alls- endis óvíst að verðbólga á 6 mánaða timabili náist niður í 10%. Raunar má telja það útilokað, að þessari óráðssíustjóm takist ætlunarverk sitt.. En tilgangur ríkisstjóm- ar félagshyggju og jai&i- réttis er augljós. SpariQ- áreigendur, sem em að mestu ungt fólk og aldr- aðir, eiga að horfa upp á afrakstur vinnu sinnar og sparsemi afhentan til að bæta stöðu skuldar- anna og til að fyUa upp í eitt af Ijárlagagötum Ólafs Ragnars Grímsson- ar. Hvað ætla félags- hyggjupostulamir að gera þegar sparifé lands- manna er brunnið upp? Auka enn á endalausar lántökur erlendis, þar sem raunvaxtagreiðsl- umar em mun hærri en á íslandi? 9,3 milljarðar Fyrir nokkm fjallaði Sigurður B. Stefánsson í grein í viðskiptablaði Morgunblaðsins um hvaða áhrif breytingar á lánskjaravísitölunni hefðu haft og sagði m.a.: „Líklegt er að breyting lánskjaravísitölunnar færi um 3 milljarða króna af eignum lífeyris- sjóðanna til lántakenda og hafi um tveggja miHj- arða króna ávöxtun af eigendum innlána bank- anna.“ Sigurður B. Stef- ánsson sagði einnig, að ríiunvextir innlendra lána væm 3-4% lægri en sýndist vegna rangrar verðmælingar láns- kjaravísitölu. Fyrir nokkmm dögum var gerð úttekt á því í DV hvaða afleiðingar það hefur haft í för með sér að rikisstjómin breytti gömlu lánskjaravisi- tölunni í byijun þessa árs. Blaðið 6er það út, að 9,3 milþ'aröar króna verði færðir frá spari(jár- eigendum i ár og á næsta ári með þessu fikti við lánskjaravisitöluna. Um leið hafa skuldumm að sjálfsögðu • verið ferðir þessir peningar. Þetta er engin smá- ræðisupphæð, en samt er þetta aðeins einn liðurinn i aðför ríkissfjómarinnar að þeim, sem leggja á sig ómælda vinnu og að- haldssemi til að geta sparað til hcimilisstofn- unar eða til elliáranna. í greininni í DV segir i úttektinni um breyting- amar á lánslqaravísi- tölunni: „Frá áramótum hafa nafiivextir á verðtryggð- um skuldabréfum í bankakerfinu lækkað úr 8,1 prósenti i 7,6 prósent eða um 0,5 prósentustig. Þegar tekið hefiir verið tillit til breytinga ríkis- stjómarinnar á láns- kjaravísitölunni um síðustu áramót hafa raunvextir á þessum skuldabréfum lækkað úr 8.1 prósenti í um 4,5 pró- sent eða um 3,6 prósent. Þessi ákvörðun ríkis- sfjómarinnar hefur því haft meiri áhrif á raun- vexti en samanlögð til- mæli hennar til banka- ráðsmanna ríkisban- kanna og lækkun á vöxt- um ríkisskuldabréfh. Eins og fram hefur komið í DV er nýja láns- kjaravisitalan, þar sem Iaunavísitala vegur þriðj- ung, ekki verðmæling. Hún er því ónothæf sem mælikvarði á raunvexti eða vexti umfram verð- bólgu. Gamli gmnnur lánslqaravísitölunnar er mun heppilegri til slikra hluta. Ef litið er á raunvexti verðtryggðra skulda- bréfa, sem tryggð em með nýju visitölunni, kemur i fjós að þeir hafa verið á bilinu 0,9 til 6,3 prósent á þessu ári þótt nafhvextir þeirra hafi verið 7,4 til 8,1 prósent. Þessi staðreynd vill gleymast í umræðum um háa raunvexti hér á landi. Miðað við spá Þjóð- hagsstofhunar um verð- og launaþróun á þessu og næsta ári má gera ráð fyrir að raunvextir verð- tryggðra kjara verði um 3.1 présenti lægri en nafnvextir þeirra á þessu ári og um 1,8 prósentum lægri á næsta ári. Ef reiknað er með að um 190 milljarðar séu bundnir lánskjaravísitölu i lánakerfinu munu spari- (járeigendur tapa um 5,9 miHjörðum á þessu ári og 3,4 milljörðum á næsta ári vegna breyt- inga ríkisstjómarinnar á lánskjaravísitölunni. Samanlagt em þetta um 9,3 milljarðar á tveimur árum.“ AUGLÝSING UMINNLAUSNAFIVERÐ VEFÐTRYGGÐFIA SPARISKtFTTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1983-2. fl. 01.11.89-01.05.90 kr. 418,93 1984-3. fl. 12.11.89-12.05.90 kr. 421,84 ‘Innlausnan/erö er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, október 1989 SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.