Morgunblaðið - 27.10.1989, Side 10

Morgunblaðið - 27.10.1989, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989 Þorsteinn og línu- ritið dularfulla eftir Ragnar Arnalds Laugardaginn 21. okt. sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Þor- stein Pálsson, sem nefndist Um „ga-ga“ málflutning. Greininni fylgdi línurit ásamt myndum af fimm fyrrv. og núver. fjármálaráð- herrum. í þessari grein fullyrðir Þorsteinn, að línuritið sýni, að „verulegur ríkissjóðshalli fór að myndast í tíð Ragnars Arnalds á árunum 1982-83.“ Línuritið mun upphaflega ættað frá Ólafi Ragnari en verður að telj- ast óskilgetið afkvæmi Þorsteins, sem bætti inn á það þverstrikum og skýringum frá eigin btjósti. Úr varð hinn mesti vanskapnaður. I sjónvarpsumræðum á Alþingi sl. mánudagskvöld kallaði ég línurit þetta fölsun og vil nú rökstyðja þá fullyrðingu fyrir lesendum Morgun- blaðsins. Tvöfaldur misskilningnr Línuritið eins og það kom frá Ólafi Ragnari sýnir ekki tekjur og gjöld ríkisins á þessum áratug og átti ekki að gera það, heldur er það byggt á þeirri tilbúnu forsendu, að tekjur á móti gjöldum 1980 séu 100:100, þ.e. tekjur og gjöld hafi verið sama stærð. Fæstir átta sig á þessu við fyrstu sýn. Raunveru- leikinn er hins vegar sá, að 3,7% afgangur var hjá ríkissjóði þetta ár. En þetta veldur því, að á næsta ári er tekjulínan neðan við gjaldalín- una. Samkvæmt því gætu menn haldið í fljótu bragði, að það ár hafi verið halli. En svo var ekki. Árið 1981 var líka afgangur, sem nam 2,9%. Forsenda línurit^jns veldur því síðan, að þriðja árið slefa tekjurnar rétt yfir útgjöldin, en í raun og veru var þá stærsti afgangur hjá ríkissjóði um langt árabil eða 9%. Þessi óvenjulega uppsetning á línuritinu hefur sjálfsagt ruglað Þorstein í ríminu, annars hefði varla hvarflað að honum að kenna mér um, hversu mjög hefur hallað á ógæfuhliðina á seinni árum. Því að staðreyndin er sú, að öll árin 1980—82 var mikill afgangur hjá ríkissjóði, að meðaltali 5,2%, sem væri alls á mælikvarða ljárlaga 1989 um 12 milljarðar króna. Hitt er svo annað mál, að árið 1983 var útkoman ekki nógu góð. Stjórnarskipti urðu í kjölfar kosn- inga í apríl það ár. Þá breytti ný ríkisstjórn ijárlagadæminu í grund- vallaratriðum. Því ætti að vera aug: ljóst, að endanleg, útkoma þess árs getur ekki skrifast á minn reikning, eins og Þorsteinn reynir þó að gefa í skyn. En hann gengur enn lengra. Stor númer Verslunin eropin frá kl. 16-18 og laugard.frá kl. 10-14. Fáið ókeypis lista. Sími 62 23 35. MANDA Baldursgötu 32. „Á síðari árum hefur halli ríkissjóðs aukist enn frekar. Auðvelt er að sýna fram á, að þessi þróun stafar fyrst og fremst af því, að fjár- málaráðherrar Sjálf- stæðisflokksins, Albert og Þorsteinn, voru iðnir við að minnka tekjurn- ar með ýmiss konar skattalækkunum, án þess að gjöld væru skorin niður á móti. Þessi stefna setti ríkis- sjóð á hvolf.“ Línurit þetta, sem var sameiginlegt afkvæmi Þorsteins Pálssonar og Ólafs Ragnars, gefur sér 100 sem forsendu bæði fyrir tekjur og gjöld 1980. En af því það ár var í raun 3,7% afgangur, ætti tekjulín- an öll að lyftast sem því nemur, ef það væri til marks um raun- verulegar tekjur og gjöld. Punktar línuritsins miðast við miðju hvers árs og strikin ættu því öll að færast verulega aftur á bak í tímanum (til vinstri). Með villandi þverstrikum, sem hann færir inn á línuritið skrifar hann mig fyrir rekstri ríkissjóðs næstum ári lengur en ég var fjármálaráð- herra. Misskilningur Þorsteins liggur í þvi, að línurnar á upprunalegu teikningunni eru dregnar milli punkta sem tákna tekjur og gjöld hvers árs. Siðan dregur hann þverstrik, sem eiga að tákna tímabil ríkisstjórna en velur þeim stað, eins og útkoma ársins liggi fyrir í ársbyijun. Þetta er reyndar svo fáránlegt, að varla þarf að ræða það nánar. Ef Þorsteinn vill aðskilja tímabil ríkisstjórna inn á þessu línuriti verður hann annað- hvort að láta punktana merkja árs- lok eða miðju hvers árs. í fyrra til- vikinu ættu þá þverstrikin að fær- ast aftur á bak í tímanum (til vinstri) um eitt og hálft ár en í síðara tilvikinu um tæpt ár. Hvað um árið 1983? En skoðum nánar útkomu ársins 1983. Samkvæmt ríkisreikningi kom árið 1983 út með um 1.400 millj. kr. halla. Það er sú tala sem almennt er miðað við í línuritum. Þessi tala er þó mjög villandi. Inni í þessari tölu er gjaldfærsla vegna yfirtöku Landsvirkjunar á byggðalínum að upphæð 984 millj. kr. Þessi gjaldfærsla var ekki í fjár- lögum. Ekki fór heldur ein einasta króna úr ríkissjóði vegna þessa máls nema á pappírnum. Hún var bókhaldslegt uppgjör fyrir liðinn tíma, allt að tíu ár aftur í tímann og stærsta part upphæðarinnar má rekja aftur til ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar frá árabilinu 74—78. Ný ríkisstjórn ákvað að færa hana alla á einu bretti á þetta ár, 1983. í skýrslu fjármálaráðuneytis frá 29. júní 1984 er viðurkennt að raun- veruleg afkoma ársins 1983 hafi verið neikvæð um 369 millj. kr., þegar þessi óvenjulega gjaldfærsla er undanskilin að viðbættum 82 millj. kr. af svipuðum toga,. sem tengjast uppgjöri vegna Vest- mannaeyj agossins. Að öðru leyti stafaði hallinn árið 1983 af ákvörðunum um ný út- gjöld, sem ný stjórn tók, eftir kosn- ingarnar vorið 1983: 405 millj. kr. var ákveðið að vetja með aukafjár- veitingu í mildandi aðgerðir, um leið og hætt var að verðtryggja laun, auk þess voru niðurgreiðslur auknar um 194 millj. umfram upp- hæðir fjárlaga, 30 millj. fóru í tolla- lækkanir og álag á ferðagjaldeyri var afnumið, en það kostaði ríkis- sjóð 50 millj. Lækkun tekjuöflunar í vegasjóð kostaði ríkissjóð 120 millj. kr. Alls var um að ræða nýjar ákvarðanir, sem kostuðu ríkissjóð 800 millj. kr. Þá eru ótaldar al- mennar aukafjárveitingar út af ýmsum smærri málum og vegna verðlagsbreytinga. Af þessum tölum ætti að vera fullljóst, að ákvarðanir nýrrar ríkis- stjórnar áttu mestan þátt í því, að árið 1983 kom út með halla og þessi þróun var mér algerlega óvið- komandi. Hvað setti ríkissjóð á hvolf? Á síðari árum hefur halli ríkis- sjóðs aukist enn frekar. Auðvelt er að sýna fram á, að þessi þróun stafar fyrst og fremst af því, að íjármálaráðherrar Sjálfstæðis- flokksins, Albert og Þorsteinn, voru iðnir við að minnka tekjurnar með ýmiss konar skattalækkunum, án þess að gjöld væru skorin niður á móti. Þessi stefna setti ríkissjóð á Rekstrarafkoma Ríkissjóös (rekstrargrunnur, hlutfall af vergri landsframleiðslu)* Hlutfall af VLF * Ríkisreikningur 1975—1988. Tölur eftir 1980 leiðréttar fyrir yfir- töku raforkuskulda o.Q. Athuga ber að hér eru hlutfallstölur miðað- ar við landsframleiðslu, en í grein Ragnars við heildarútgjöld ríkis- sjóðs. hvolf. Auk fyrstu tekjuskerðingar- innar, sem ég hef þegar nefnt og varðaði tolla og ferðagjaldeyri má minna á mikla lækkun bankaskatta, mikla lækkun á tekjusköttum at- vinnurekstrar með ýmiss konar frá- dráttarheimildum, lækkun skatts á skrifstofu- og versiunarhúsnæði og stórfellda tollalækkun vorið 1986, m.a. á bifreiðum, en þessi lækkun ein sér hefur kostað ríkissjóð árlega yfir 2000 millj. kr. á núverandi verðlagi. Ég efast ekki um, að meðal les- enda Morgunblaðsins eru fjölmarg- ir, sem glöddust yfir þessum skatta- lækkunum. En hljóta ekki allir að skilja, að séu útgjöldin ekki lækkuð samsvarandi, verður gleðin skamm- vinn; þetta var aðeins frestun á skattgreiðslum. Fyrr eða síðar verða skattgreiðendur að borga brúsann og þá með vöxtum og vaxtavöxtum, sem eiga nú mestan þátt í, að enn er halli á ríkissjóði þrátt fyrir að skattar hafi aftur hækkað. Undanfarnar vikur hef ég heyrt það endurtekið aftur og aftur í fréttum sjónvarps og útvarps og í ýmsum blöðum, að halli hafi verið á ríkissjóði allan þennan áratug. Ég hef ekki nennt að elta ólar við þessar sögufalsanir. En líúuritið hans Þorsteins sló allt útí Ég held, að fyrir framtíðina sé afar óheppi- legi, að sú blekking festi endanlega rætur í huga stjórnmálamanna og tjölmiðlamanna, að alltaf hafi verið halli á ríkissjóði hjá öllum ríkis- stjórnum. Það er ekki heppilegt veganesti fyrir ríkisstjórnir á kom- andi árum. Höfundur er fyrrverandi fjármálaráðherra. ___________Brids_____________ ArnórRagnarsson Tafl- og bridsklúbburinn Fimmtudaginn 2. nóv. hefst baro- meter-tvímenningur hjá TBK. Spilað er í glæsilegum sal iðnaðarmanna í Skipholti 70. Skráning og upplýsingar hjá Sigurjóni í síma 83802 eða Bem- harði í síma 36956. Spilað er á fimmtu- dögum kl. 19.30. Bridsfélag Breiðholts Nú stendur yfir hraðsveitakeppni félagsins. Staða efstu sveita eftir tvö kvöld er þessi: Guðmundur Baldursson 1065 BaldurBjartmarsson 981 Eiður Guðjohnsen 966 Tryggvi Þór Tryggvason 933 Magnús Þorkelsson 929 Hraðsveitakeppninni lýkur næsta þriðjudag. Þriðjudaginn 7. nóvember hefst barometer. Skráning er hafin, hjá Hermanni í síma 41507 og Baldri í síma 78055. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30 stundvíslega. Bridsdeild Skagfirðinga Að loknum 20 umferðum af 25 í haustbarometer félagsins er staða efstu para þessi: Hannes R. Jónsson — Sveinn Sigurgeirsson 236 Ari Konráðsson — Kjartan Ingvarsson 173 Steingrímur Steingrímsson — Örn Scheving 96 Sveinn Þorvaldsson — ■ Sveinn R. Eiríksson 96 Lárus Hermannsson — Óskar Karlsson 84 Björn Þorvaldsson — • Jóhann Gestsson 80 Efstu skorir sl. þriðjudag fengu eftir- talin pör: Frímann Frímannsson — Jón Björnsson 84 Hildur Helgadóttir — Karólína Sveinsdóttir 77 Jóhannes Guðmannsson — JónViðar Jónmundsson 55 Steingrímur Steingrímsson — Örn Scheving 47 Haustbarometerkeppninni lýkur næsta þriðjudag, en annan þriðjudag, 7. nóvember, hefst stutt Butler- tvímenningskeppni, 2-3 kvöld. Að henni lokinni hefst svo aðalsveitakeppni fé- lagsins. Skráningu í Butler-tvímenninginn annast Olafur Lárusson í s. 16538 og Hjálmar S. Pálsson í s. 76834. Bridsfélag Reykjavíkur Hörkukeppni var um efstu sætin í barometerkeppni BR sem lauk sl. mið- vikudag. Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson sigruðu þrátt fyrir frekar slakt gengi í síðustu umferðunum en þeir áttu góðar fyrningar frá fyrri umferðum sem dugðu þeim til sigurs: Lokastaðan: Aðalsteinn Jörgensen — Jón Baldursson 517 ísak Örn Sigurðsson — HrannarErlingsson 497 Hörður Amþórsson — Símon Símonarson 474 Öm Arnþórsson — Guðlaugur R. Jóhannsson 444 Hrólfur Hjaltason — Ásgeir Ásbjörnsson 367 Bjöm Eysteinsson — HelgiJóhannsson 222 Sigurður Vilhjálmssom — Vilhjálmur Sigurðsson 220 Sverrir Ármannsson — Helgi Jónsson 209 Jón Þorvarðarson — Þórir Sigursteinsson 207 Ómar Jónsson — Guðni Sigurbjarnason 189 Hæsta skor siðasta kvöldið: Sigurður Siguijónsson — Júlíus Snorrason 203 ísak Öm Sigurðsson — Hrannar Erlingsson 146 Björn Arnarson — Stefán Kalmansson 90 Örn Arnþórsson — Guðlaugur R. Jóhannsson 89 Hörður Amþórsson — Símon Símonarson 85 Sverrir Ármannsson — HelgiJónsson 73 Björn Eysteinsson — Helgi Jóhannsson 53 Sævar Þorbjörnsson — Karl Sigurhjartarson 49 Næsta miðvikudag (1. nóv.) hefst 7-kvölda Butler-tvímenningskeppni með skemmtilegu sniði. Spilin eru gef- in fyrirfram og allir fá útskrift af spil- unum í lok hvers spilakvölds. Staðan er reiknuð út eftir hver 4 spil. Reiknuð er meðalskor hvers spils og mismunin- um á skori og meðalskori er breytt í impa og þeir síðan lagðir saman. Útlit er fyrir góða þátttöku, yfir 40 pör voru skráð til leiks sl. miðvikudag. Skráning er hjá Hauki Ingasyni, hs. 671442, vs. 53044, og Sævari Þorbjömssyni, hs. 75420. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Keppnisstjóri er Agnar Jörgensson, reiknimeistari er Kristján Hauksson og tölvugjöf er frá Hug- búnaði hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.