Morgunblaðið - 27.10.1989, Page 11

Morgunblaðið - 27.10.1989, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989 11 Evrópsk epli og norrænar perur eftir Tryggva Gíslason í Staksteinum Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag eru birtar glefsur úr forystugrein „hins virta danska dagblaðs" Jyllands Posten frá 30. september. í greininni er fjallað um samstarf Norðurland- anna fimm. Fyrirsögn sú, sem Morgunblaðið velur þessum glefs: um, eru orðin Norrænt bruðl? I skýringargrein Morgunblaðsins segir, að forystugreinin eigi erindi til fleiri en Dana og beri hún þess glögg merki, að í Danmörku séu menn teknir að líta á norrænt sam- starf sem næsta árangurslítið starf „þegar þeir bera það saman við samstarfið í Evrópu". Með þeim orðum mun Morgunblaðið eiga við samstarfið innan Evrópubandalags- ins eða Efnahagsbandalags Evrópu, eins og þessi samtök 12 Evrópu- ríkja hafa verið nefnd. Evrópubandalagið Um fátt er nú meira rætt meðal stjórnmálamanna á Norðurlöndum en samstarf ríkjanna 12 innan Evr- ópubandalagsins. Hinn 1. janúar 1993 taka gildi lög og reglur um hinn sameíginlega markað þessara ríkja, „innri markað Evrópu" eins og þetta samstarf er nefnt. Þá verð- ur heimilt að flytja til peninga og íjármagn, fyrirtæki og framleiðslu- vörur svo og mannafla innan land- anna 12 eins og um eitt ríki væri að ræða. I raun verður þá um að ræða eitt ríki, eins konar bandaríki Evrópu, þótt enn sé spölkorn til þess tíma, að ríkið lúti einni stjóm, eigi sér sameiginlegt löggjafarþing, hafí sameiginlegan gjaldmiðil og sameiginlegan ríkisfána, eins og þó er stefnt að. Enginn getur efast um, að ótrú- Ólafsvík; Vetrargleðin í gang að nýju Ólafsvík. Síðastliðinn vetur gekkst áhugamannahópur hér í bænum fyrir tveimur skemmtunum og létu ágóðann renna til félags- heimilisins á Klifi. Skemmtanir þessar nefndust Vetrargleði og byggðust upp á því að skemmt var með söng og dansi. Allt voru það heimamenn sem komu fram. Nú hafa aðstandendur vetrar- gleðinnar afhent forráðamönnum félagsheimilisins áhöld og tæki sem keypt voru fyrir hagnað af skemmt- ununum fyrir samtals um 850 þús- und krónur, og nú eru æfingar að heijast fyrir skemmtun sem fyrir- hugað er að halda í byijun desem- ber. Helgi. legur árangur hefur náðst á sviði efnahagssamvinnu þessara Evrópu- ríkja, síðan Rómarsáttmálinn var undirritaður. Markvisst hefur verið unnið að því að auka afköst fólks og arð af fé í þessum löndum og hafa þjóðríkin innan bandalagsins afsalað sér hluta af sjálfsákvörðun- arrétti sínum til þess að svo mætti verða. Öll samvinna innan Evrópu- bandalagsins tekur mið af þessu tvennu: að auka afköst og arð.af fé. Til að mynda er nú farið að ræða um skólamenntun í löndunum 12 svo og um menningu þeirra og þjóðtungur, því hinni miklu efna- hagssamvinnu fylgir að sjálfsögðu samvinna á öðrum sviðum, enda þótt efnahagssamvinnan sé það afl sem knýr samvinnuna áfram og allt annað tekur mið af. í stjómar- nefndinni í Bruxelles, þar sem í eiga sæti embættismenn frá löndunum 12, er verið að fjalla um samræm- ingu á starfsréttindanámi í löndun- um til þess að auðvelda flutning á mannafla innan bandalagsins. Reglur, sem meirihluti stjómar- nefndarinnar samþykkir, gilda í löndunum öllum. Þær em tilskipan- ir, en ekki lög, sem þjóðþing land- anna hafa sett. Með því að veita stjórnamefndinni þessi miklu völd hefur tekist að gera samvinnu innan Evrópubandalagsins mjög skilvirka (effektiva), miklu skilvirkari en samvinnu Norðurlandanna. Því verður ekki neitað. Norræn samvinna Samvinna Norðurlandanna fimm og sjálfstjórnarlandanna þriggja byggist hins vegar ekki á því, að þjóðir afsali sér neinu af sjálfstæði sínu. Hin gamla regla um sjálfs- ákvörðunarrétt þjóða er þar virt. Opinber samvinna landanna fer fram á tvennum vettvangi: innan Norðurlandaráðs, sem er samvinnu- vettvangur þjóðþinganna átta, og innan Norrænu ráðherranefndar- innar, sem er samvinnuvettvangur ríkisstjórnanna. Á báðum stöðum em í gildi hinar gömlu reglur kjör- lýðræðisins, sem leiða til samkomu- lags eftir langar og strangar um- ræður, eins og menn þekkja. Þessi aðferð er tímafrek, en hún hefur verið talin tryggja rétt einstaklings- ins betur en önnur stjórnkerfi. Til að mynda hefur fólk í Austur- Evrópu og í Eystrasaltsríkjunum barist fyrir því um langt skeið að öðlast réttindi kjörlýðræðis. Nú virðist hilla undir að árangur sé að nást, og er það vel. Epli og perur Þegar Jyllands Posten, sem er íhaldssamasta dagblað í Danmörku, ber saman stjómskipan í Evrópu- bandalaginu annars vegar og sam- starf Norðurlandanna hins vegar, er verið að bera saman epli og per- ur, eins og Danir segja. Vilji maður epli, er allt gott um það að segja. Vilji menn hins vegar pemr, verður að virða það. Norðurlönd hafa valið reglur kjörlýðræðisins með kostum þess og göllum. Evrópubandalagið hefur hins vegar kosið aðra leið og skilvirkari og jafnframt lagt fyrir róða hinar gömlu hugmyndir um sjálfsákvörðunarrétt og sjálfstæði þjóðríkja. Þingtíðindi Norðurlanda- ráðs, sem samkvæmt upplýsingum Jyllands Posten vega „rúmlega fimm kfló“ em eitt af táknum, af- leiðingum eða afurðum kjörlýðræð- isins. Stjórnamefnd Evrópubanda- lagsins birtir hins vegar ekki um- ræður embættismannanna heldur aðeins tilskipanir sínar (dírektíf), sem em stuttorðar og gagnorðar, eins og fyrirskipanir eiga að vera. Þetta er munurinn. Þegar danska íhaldsblaðið segir svo, „að í mörg ár hafi útgjöldin til norrænnar samvinnu stöðugt farið hækkandi", þá er það rétt, svo langt sem það nær, en hækkunin er þó ekki ýkja mikil, þegar að er gáð. Fjárlög Norrænu ráðherra- nefndarinnar em í ár um 600 millj- ónir danskra króna eða um 5 millj- arðar íslenskra króna. Það sam- svarar því að greiddar séu liðlega 200 íslenskar krónur á hvert mannsbam í löndunum fimm og sjálfstjómarríkjunum þremur. Næsta ár hækka ijárlög Norrænu ráðherranefndarinnar um 3% eða um 18 milljónir danskra króna. Það samsvarar í reynd 6 króna hækkun á hvert mannsbarn á Norðurlönd- um. Þetta vil ég ekki kalla „nor- rænt bmðl“, þegar að því er gáð, hversu mikið hefur hér fengist fyr- ir lítið.- Vera kann að sumum þyki sam- vinna Norðurlanda heldur fánýt og jafnvel heimskuleg, og þeir menn, sem berjast fyrir norrænni sam- vinnu, séu haldnir blindu á samtíð sína. „Ekki miklast mér, segir Run- ólfur prestur, hve langt viska mann- anna hefur náð að leiða þá; enda er hún ekki stór. Að hinu dáist ég, hve langt fáviska þeirra og jafnvel sérdeilis heimska þeirra, að ég nú segi ekki fullkomin blinda þeirra hefur náð að lyfta þeim.“ (Paradís- arheimt 170.) Árangnr norrænnar samvinnu Undravert er, hve langt norræn samvinna hefur náð að lyfta fólki, þrátt fyrir allt japlið, jamrið og fuðr- ið. Norðurlönd hafa um áratuga- skeið verið einn sameiginlegur vinnumarkaður. Flest öll starfs- menntun í einu landanna er tekin gild í hinum löndunum öllum. Al- mannatryggingar og sjúkratrygg- ingar gilda alls staðar, sameiginleg- ur kosningaréttur til bæjar- og sveitastjórna er í gildi um öll Norð- urlönd, vegabréfsskylda er fýrir löngu afnumin og flestar mennta- stofnanir standa nemendum allra landanna opnar. Öflugir norrænir sjóðir veita styrki til fyrirtækja og einstaklinga, án þess að einungis Tryggvi Gíslason „Norðurlönd hafa valið reglur kjörlýðræðisins með kostum þess og göllum. Evrópubanda- lagið hefur hins vegar kosið aðra leið og skil- virkari og jafiiframt lagt fyrir róða hinar gömlu hugmyndir um sjálfsákvörðunarrétt og sjálfstæði þjóðríkja.“ sé verið að hugsa um bein afköst og arð af fjármagni, stéttarfélög, starfshópar og fyrirtæki vinna sam- an á nær öllum sviðum þjóðlífsins, og unnið er að því að þýða bækur og rit milli þjóðtungnanna níu með styrk frá Norrænu ráðherranefnd- inni, og stefnt er að því að gera Safnaðarkvöldið er hugsað sem vettvangur fyrir fræðslu, huggulega samveru og helgi- stund. Að þessu sinni veljum við efni úr mannlegum samskiptum sem snertir óneitanlega marga. Einn- ig verða kannaðar undirtektir á frekara starfi í þessa átt. tungumálin öll jafn rétthá. Um 70 samnorrænar stofnanir vinna að sameiginlegum málum landanna á sviði menntunar, lista og vísinda, svo eitthvað sé talið. Þetta hefur tekist á grundvelli starfsreglna kjörlýðræðisins, ekki með tilskipun- um. Framtíð norrænnar samvinnu Hins vegar er enn margt óunnið á sviði norrænnar samvinnu. Hún á sér því enn langra lífdaga auðið. .Norðurlönd eru hluti af Evrópu — eins og þau raunar hafa ávallt ver- ið, löngu áður en menn tók að drevma til kola- og stálsamsteyp- unnar og Evrópubandalagsins. Samvinna Norðurlanda mun á kom- andi árum tengjast enn nánar sam- vinnu annarra landa í Evrópu, ekki aðeins landanna 12 innan Evrópu- bandalagsins heldur líka allra hinna. Þá kann að vera, að kjörlýð- ræðið og norræna stjórnskipanin þyki henta best, með kostum sínum og göllum, og þessi heimska mann- anna eigi enn eftir að lyfta þeim. Það er nefnilega ekki um að ræða annaðbvort norræna samvinnu eða evrópska samvinnu, heldur bæði norræna og evrópska samvinnu. Hins vegar eru sumir Danir famir að fá bakþanka, „kalda fætur“, eins og þeir segja sjálfír, vegna þess að þeir vita ekki, í hvorn fótinn þeir eiga að stíga: hinn norræna eða hinn evrópska, og það er auðvitað ósköp leiðinlegt. Höfundur er skólameistari Menntaskólans á Akureyri, en starlar timabundið sem deildarstjóri í skóla- og menningarmáladeild skrifstoíu Norrænu ráðlwrranefndarinnar í Kaupmannahöfn. Kaffiveitingar verða bornar fram og gefst fólki tækifæri á að spjalla saman og kynnast. Að lokum verður boðið upp á stutta helgistund í kirkjunni. Safnaðarkvöldið er öllum opið og kjörið tækifæri til að eiga góða stund í kirkjunni. Jón D. Hróbjartsson sóknarprestur. Laugarneskirkja Laugarneskirkj a Föstudaginn 27. október verður efiit til almenns safnaðar- kvölds í Safiiaðarheimili Laugarneskirkju kl. 20:30. Gestir kvöldsins verða Grétar Sigurbergsson geðlæknir, sem ræða mun um afbrýðisemi, og Dúfa Einarsdóttir söngkona sem syngur nokkur lög við undirleik Ann Toril Lindstad. RÝMINGARSALA - RÝMINGARSALA Gallabuxur Flauelsbuxur Vinnuskyrtur Samfestingar Opið laugardag frá kl. 10-16. >ewrr 1.600,- Joggingbuxur 1.600,- Úlpur J.0Q9? 895,- Vinnuvettlingar ,.3067 1.900,- VINNUFATABUDIN 26 495,- 3.900,- 100,- sími 28550.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.