Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 12
fcl m mu nmm'Ao .ys huoa(tjt8OT- aiQAja//jo«oM MORGUNBLAÐIÐ> FOSTUDAGUR 27.. OKTOBER 1989 . LJOÐFORNIR eftirHalldór Blöndal Menntamálaráðherra hefur látið kosta kynningarrit um íslenskar bókmenntir, sem kom út í síðasta mánuði og nokkuð hefur verið skrifað um, — „Arts and Culture in Iceland — Literature". í inngangi viðrar ráðherra það sjónarmið, að íslendingar hafi haft mikið fyrir að selja fisk erlendis og nú sé kominn tími til að selja menningu og markaðssetja hana á bókasýningum er- lendis. Viðleitni, sem er í anda frjálshyggju og sver sig í ætt við perestrojku Gorb- atsjovs. Þessi ritlingur er gefinn út fyrir opinbert fé'og með stimpli menntamálaráðuneytis. Honum er ætlað að gefa erlendum mönnum nokkra mynd af þróun bókmennta hér á landi, hinu besta sé vel til skila haldið en á engan hallað. í því er vandinn fólginn að kunna að takmarka sig innan þessa ramma og velja rétta menn til að skrifa um einstaka þætti bókmennta okkar. Ráð- herra kaus að fela Árna Sigurjónssyni, starfsmanni Máls og menningar, ásamt Beru Nordal og Guðrúnu Ágústsdóttur, að hafa ritstjórn á hendi. Ritlingurinn ber höf- undarmerki ljós. Örnólfur Thorsson skrifar um gullöld íslenskra bókmennta og Silja Aðalsteins- dóttir um barnabækur og ferst það vel úr hendi. Árni Sigurjónsson skrifar um Hall- dór Laxness. Vel fer á, að ritgerðir um þessi efni séu í kynningarriti menntamála- ráðuneytis fyrir enskumælandi fólk. En það nær engri átt að skilja við Halldór Laxness í miðjum pólitískum klíðum* kalla hann stuðningsmann (supporter) Sovétríkjanna, en nefna ekki Skáldatíma á nafn. Hið sama verður ekki sagt um annað efni ritlings þessa. Árni Sigurjónsson skrif- ar um íslenskar bókmenntir frá stríðslokum — „The Terrasso World — Post War Ice- landic Literature" og Halldór Guðmunds- son, starfsmaður Máls og menningar, á þar grein, sem hann nefnir „Samtíðarsögur á fornri tungu — nokkrir punktar um íslensk- ar bókmenntir" — „Contemporary Stories in an Ancient Tongue — Some- Remarks on Icelandic Literature". í smáa letrinu er tekið fram, að ritgerð þessi sé ræða, sem höfundur hafi flutt á þingi Pen-klúbbsins í Hamborg 1986. Það skýrir, að félagarnir í Máli og menningu, Árni og Halldór, fjalla í stórum dráttum um sömu höfunda og er það fyrir neðan allar hellur í ljósi ummæla hins fyrrnefnda í Morgunblaðinu 28. sept- ember sl.: „í kynningarbæklingi er eðlilegt að nýjar bókmenntir njóti mestrar athygli. Höfundar sem enn eru að skrifa hljóta að koma meira við sögu en þeir sem eru hætt- ir því; verk sem enn eru að seljast og verk sem eru til umræðu meðal lesenda hljóta að skipta meira máli í slíku samhengi held- ur en önnur verk. Þar eru hagsmunir aðila bókamarkaðarins mestir, og þar er að finna vaxtarbroddinn í bókmenningu okkar." Nú er að athuga hvaða höfunda aðilar bókamarkaðarins, starfsmenn Máls og menningar, tína til: Báðir nefna þessi nöfn: Halldór Laxness, Ólaf Jóhann Sigurðsson, Thor Vilhjálmsson, Guðberg Bergsson og Svövu Jakobsdóttur. Auk þess nefnir Hall- dór Jónas Hallgrímsson og Sigfús Daðason. í upptalningu Árna eru þessi nöfn: Jakob- ína Sigurðardóitir, Þorsteinn frá Hamri, Hannes Pétursson, Snorri Hjartarson, Vé- steinn Lúðvíksson, Pétur Gunnarsson, Einar Már Guðmundsson, Ólafur Haukur Símon- arson, Hafliði Vilhelmsson, Einar Kárason, Þórarinn Eldjárn, Álfrún Gunnarsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Vigdís Grímsdótt- ir, Gyrðir Elíassoh og Sjón. Þessi skáld og önnur ekki er talin ástæða til að nefna í ritgerð um íslenskar bókmenntir frá stríðslokum í kynningarriti, sem ætlað er til leiðbeiningar erlendum mönnum, er með stimpli menntamálaráðuneytis og gefið út á þess kostnað í þeim tilgangi að selja íslenska menningu eins og fisk. Ritgerðir Árna og Halldórs eru að efni til í kreddufullum anda eins pg við höfum vanist í Tímariti Máls og menningar. Og verða metnar og lesnar af löndum þeirra sem slíkar, en valda misskilningi erlendis. Sums staðar er farið rangt með: Árni heldur því fram, að fram undir 1950 hafi íslendingar yfirhöfuð ekki kunn- að að meta skáldskap nema hann rímaði og stæði í hljóðstaf (To all intents and purposes, a national and isolationist policy had reigned until then, with a rigid insisten- ce that the only poetry worthy of the name had to rhyme and. alliterate according to traditional prosody). Nú efast ég ekki um, að Árni Sigurjónsson hefur kynnst Sæ- mundar-Eddu eins og þorri íslendinga, en Krislján Karlsson Ijóðaháttur og fornyrðislag eru lifandi hætt- ir enn í dag. I dönsunum er farið frjálslega með stuðla og rím. Það er líka athyglis- vert, að í kennslubók fyrir framhaldsskóla, sem Mál og menning hefur gefið út, er Hel Sigurðar Nordals talið til ljóða og þess vegna er hans getið í formála sem braut- ryðjanda í nútíma ljóðagerð. Það væri fróð- legt að fá svar Árna við því, hvers vegna hann fer rangt með þetta atriði. I kynningarriti menntamálaráðuneytisins er þvert á mótirík ástæða til að skýra skáldskaparhefð íslendinga fyrir erlendum þjóðum, — skáldskaparhefð sem er einstæð- ur menningararfur, sem yrði heimsslys og ÞORSKAÞING eftirEinar Júlíusson Mér finnst ekki hjá því komist að gera nokkrar athugasemdir við ályktanir nýlegra fiskiþinga og við kjallaragrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar „Kvótakerfi, sala veiðileyfa og auðlindaskattur" í DV 2/10. Er einkaeignarréttur lausn á fískveiðivanda? Hannes sér réttilega að vandinn er skortur lífsgæða en telur rang- lega að lausnin sé myndun einka- eignarréttar. Hann ber endurtekið saman skiptingu fisksins í veiði- heimildir og skiptingu jarðnæðis í skika handa hverjum einstaklingi og segir að: „Hið sama hljóti að gilda um fisk- inn í sjónum", því „nú er fiskur- inn í sjónum orðinn svipuð gæði og jarðnæði". Þannig „helst sæmilegur fríður með mönnum og í öðru lagi vaxa gæðin í hönd- unum á mönnum. Menn fara betur með eigið fé en annarra". Er jarðnæði og fískistofhar sambærileg gæði? Þessi samanburður á jarðnæði og fiskinum er út í hött og ekkert annað en rökleysa. Það er vissulega laush, en ekki endilega sú besta, að skipta landinu með girðingum í skika handa hverjum einstaklingi. Hann getur þá ræktað sinn garð, og reynt að hámarka sinn arð af sínum skika. Honum kemur þá ekki mikið við hvernig aðrir landeigend- ur hegða sér og ætti ekki að þurfa að fara með ófrið á hendur þeim þess vegna. En að sjálfsögðu hlýtur ekki það sama að gilda um fiskinn í sjónum. Það gerir það alls ekki. Við komumst ekkert hjá reglum um samnýtingu þeirrar auðlindar. Reglum sem eiga að vernda fiskinn, stjórna veiðunum og stuðla að sam- eiginlegri uppbyggingu fiskistofn- anna og hámörkun heildararðsins. Ef þær reglur gera það ekki getur einstaklingurinn ekkert gert til að auka arðinn af a.m.k. sínum hluta. Hann getur ekkert gert til að byggja upp eða vernda sinn litla hluta af stofninum ef hinir vernda ekki sinn. Ef Hannes á helminginn af þorskinum í sjónum þá vaxa þau gæði ekkert í höndunum á honum ef ég á hinn helminginn og ofveiði hann. Það helst vissulega ekki sæmilegur friður milli okkar Hann- esar við slík skilyrði, sem eru stjórn- leysi fremur en frjálsræði. Eignarréttur á landi ~ Okkur gæti samt sjálfsagt komið ágætlega saman sem nágrannar á afgirtum löndum, þó við hefðum ólíkar skoðanir á jarðargróða, og það þótt stjórnmálaskoðanir okkar væru ólíkar. Við gætum t.d. rökr- ætt í friði og spekt yfir grindverk- ið, ræðu og varnaðarorð Seattle indíánahöfðingja, „Ef vér seljum land" (Gangleri 2. hefti bls. 78, 1976), hugleitt saman þau vist- fræðilegu stórslys sem landeignar- stefnan hefur valdið og er að valda t.d. í Brasilíu, og því bráðum örfoka eylandi sem eitt sinn var viði vaxið milli fjalls og fjöru, eða minnst orða Thoreau: „Villt verður veröldin varðveitt." Hverjir eiga fískimiðin? Þetta var smáútúrdúr um land- eignarstefnuna. Það er óþarfi að ræða hér kosti hennar og galla, því eignarhaid á fiskimiðum er allt ann- ar handleggur, sem krefst samnýt- ingarreglna og það breytir engu í því tilliti hvort það eru ákveðnir útgerðarmenn og erfingjar þeirra og kaupendur í útlöndum sem eiga fiskimiðin í einhverjum eignarhlut- föllum, eða hvort það er almenning- ur á íslandi sem á þau sameiginlega eins og segir í fyrstu grein fiskveiði- stjórnunarlaganna. Allt tal um að seinni möguleikinn þýði að: „þá hafi fiskistofnarnir með öðr- um orðum verið þjóðnýttir, eins og jafnaðarmenn vilja vitanlega. Þá mun mörgum okkar hinna þykja heldur þröngt fyrir dyr- um ... Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður til að berjast við sam- eignarstefnu, ekki til að fram- kvæma hana." finnst mér ekki samboðið stjórn- málafræðingi. Hér má líka benda á traust mótrök Markúsar Möllers í DV 8/10 og á hve einfaldan og fallegan hátt Sigríður Arnbjarnar- dóttir sýnir í grein sinni (DV 10/10) fram á rökvillu og mótsögn þessar- ar afstöðu. Leikreglur eða puttapólitík? Verði einhvern tímann það stór- slys að útgerðin eignist kvótana þá yrði hún í öllu falli, ef hún vill yfir- höfuð vernda fiskinn og efla sinn hag, að setja upp eitthvert miðstýr- ingarkerfi sem stjórnaði fiskveiðun- um af hörku, tæki aðeins mið af heildarhagsmunum allra útvegs- manna, takmarkaði því fiskiskipa- flotann og léti sig alis engu varða þótt einstakir útgerðarmenn, eða allir Vestfirðingar, jafnvel allir út- gerðarmenn, æptu í einum kór að þeir yrðu að fá fleiri skip til að græða meira. Já, þótt þeir héldu öllum Patreksfirðingum í hung- urgíslingu má sú stjórnun ekkert gefa eftir, því aukatekjur einstakl- ingsins af nýju skipi eru allar tekinn frá heildinni og meira til, en heildar- kostnaður vex. Getur útgerðin stjórnað sér sjálf? Útgerðin stæði því í raun alls ekkert betur að vígi en við hinir, þótt vjð gæfum henni fiskistofna okkar. Þessi „lausn" Hannesar (og LÍÚ) mundi ekki leysa nokkurn vanda í sambandi við stjórnun fisk- veiða. Þvert á móti. Að festa kvóta- kerfið til lengri tíma og gera kvót- ana varanlega eða varanlegri eign útgerðarinnar gerir aðeins illt verra. Auðvitað er hægt að segja almennt og með réttu að menn fari betur Einar Júlíusson „Besturtil stjórnunar væri auðlindaskattur. Við hann þýddi ekkert að deila eða kvarta. Rökræður, bænir, stjórnmálaskoðanir, mútur eða frændsemi kæmi engum að gagni. Kjördæmi ráðherra eða byggðasjónarmið önn- ur en nálægðin við fiski- miðin varðaði hann ekkert um." með eigið fé en annarra. En allt tal um að útgerðin mundi þá vernda stofnana vegna þess að þeir eigi þá (og annars ekki?) hagsmuna að gæta að útrýma þeim ekki, öfugt við þjóðina í heild sinni, er ekki aðeins rökleysa, heldur beinar rang- hugmyndir, því þessu er þveröfugt farið. Það eru allar líkur til þess að stjórnkerfi sem útgerðin kæmi upp yrði aðeins máttlaust spillingar- bæli sem gæti alls ekki takmarkað fiskiflotann. Hefði allt of mikilla hagsmuna að gæta til að geta tek- ist á við grundvallarspurningar eins og hvort veiða skuli smáþorskinn fyrir norðan, eða hrygningarþorsk- inn fyrir sunnan. Það er miklu frek- ar viss von til þess að stjórnkerfi eða hópur sem stæði fjær þessum beina hagsmunahóp sem útgerðar- menn eru geti hamið hann og hjálp- að honum til að efla sinn hag með friðun og flotaminnkun. Miklu betra að fela þessi vandamál hlutlausum vísindamönnum Hafrannsókna- stofnunarinnar. Vísindin eiga engra hagsmuna að gæta nema sannleik- ans. Auðlindaskattur sem stjórnandi Bestur til stjórnunar væri auð- lindaskattur. Við hann þýddi ekkert að deila eða kvarta. Rökræður, bænir, stjórnmálaskoðanir, mútur eða frændsemi kæmi engum að gagni. Kjördæmi ráðherra eða byggðasjónarmið önnur en nálægð- in við fiskimiðin varðaði hann ekk- ert um. Honum, þ.e. skattlagning- unni, fylgir nánast enginn mögu- leiki til spillingar. Vissulega hafa menn misgóðan aðgang að fjár- magni. Það veldur aðstöðumun, hvernig svo sem fiskveiðunum er stjórnað. En Stefánssjóðirnir entust ekki lengi ef þeir færu að lána fyr- ir veiðileyfum einhverjum öðrum en þeim sem fyrir þeim geta fiskað. Óþarfi er því fyrír Þorstein Pálsson að hafa áhyggjur af spillingu úr þeirri átt. Varðandi notkunina á afrakstri auðlindarinnar gætu auð- vitað byggðasjónarmið, aukin ríkisumsvif og alls kyns spilling komið inn, en þessir peningar eru ekki verri en aðrir. Vill útgerðin útrýma fiskinum? Það væri ekkert minna en algjört reiðarslag að gefa útgerðarmönn- unum fiskistofnana eins og þeir Hannes, LÍÚ o.fl. vilja. Fyrir utan þá takmarkalausu siðspillingu að ætla að afhenda í óþökk þjóðarinn- ar fáeinum einstaklingum auðlind sem gæti gefið af sér tugi milljarða árlega væri það vísastur vegur til að eyðileggja hana, já, til að útrýma fiskinum strax að fullu og öllu. Um þá eyðileggingu virðist ríkja ein- hugur meðal útgerðarmanna. Menn ættu að kynna sér kröfur, tillögur og ályktanir þessara manna t.d. í Tímanum 4. október. Þar sam- -H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.