Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989 13 aldrei fyrirgæfist, ef við gleymdum og ávöxtuðum ekki fyrir næstu kynslóðir. Lokaerindi Hannesar Péturssonar í Bréfi um ljóðstafi er þetta: Og eitt eru þeir, því engir heyra nú framar aðrir en vér þann klið sem ljóðstafír geyma. Leyndarmál vorrar tungu. Hvort týnist þeir brátt fyrir tómlæti, glapsýn, undanslátt, fíflskap á torgum? Kristján Karlsson hefur sýnt fram á, að Einar Benediktsson er fyrsta nútímaskáldið (modemistinn) hér á landi. Hann er höfund- ur orðsins brageyra. Jón úr Vör er fyrsta eiginlega . formbyltingarskáldið. Eða man nú enginn Þorpið lengur? Fyrsta bók Matthíasar Johannessens, Borgin hló, kom út 1958 og hefur hann síðan verið fremsti ljóðræni túlkandi borgar- lífs hér á landi: Ég syng um þig borg og hús foreldra minna og götur þínar sem liggja inn í hjarta mitt og binda okkur saman eins og dauðinn líf og eilífð. í bijósti mínu berst hjarta þitt og ljóð þitt fýllir eyru mín, þegar þú leikur á hörpuna við lækjargötur og torg. Þetta er aðeins einn þáttur í auðugri og fjölþættri ljóðagerð Matthíasar Johannes- sens, sem sækir mörg yrkisefni sín í inn- lendá og erlenda sögu og náttúm. í fyrmefndri grein Árna í Morgunblaðinu segir: „Ef hér væri um bókmenntasögurit að ræða væri vitanlega ófært að fjalla ekki vandlega um höfunda á borð við Einar Bene- diktsson, Davíð Stefánsson, Tómas Guð- mundsson og Gunnar Gunnarsson, svo dæmi séu nefnd.“ í sýnisbók íslenskra ljóða á 20. öld, sem ætluð er fyrir framhaldsskóla og gefin er út af Máli og menningu, er ekki eitt einasta ljóð eftir Einar Benediktsson eða Davíð Stefánsson. Hvernig skýrir Ámi það í ljósi þeirra ummæla, sem ég hef hér tilfært? Það er athyglisvert, að Ámi skuli fyrst telja Þorstein frá Hamri, þegar hann nefnir ljóðskáld frá 1950-1970, þótt hann leyfi nafni Hannesar Péturssonar að vísu að fljóta með. Það sýnir einungis, að hann var ekki ungur á þeim áram eins og ég. Setningar eins og: Veiztu hvað gleðin tefur tæpa stund en treginn lengi vora á allra vöram og Ung stúlka var mitt ljóð í menntaskóla. Þessi ljóð ásamt fimm öðram birtust í Ljóðum ungra skálda 1954 og mín kynslóð hafði eignast sitt skáld. Meðal þeirra 20 skálda, sem þar er að fínna, er ekki nafn Þorsteins frá Hamri. Kvæða- bók Hannesar kom út 1955 og fýrsta bók Þorsteins, í svörtum kufli, 1958. Úr því að Árni Siguijónsson fjallar sér- staklega um Halldór Laxness er ofrausn, að Halldór Guðmundsson verji miklu rými til hins sama án þess að nokkurs annars rithöfundar á sama tímabili sé getið. Enginn ætlast til, að lítill bæklingur af þessu tagi sé heilleg bókmenntasaga, en þetta er einum of langt gengið í einföldun. Þess er skemmst að minnast, að menntamálaráðherra fór um Austurland til að minnast Gunnars Gunnars- sonar. Aftast í ritlingi menntamálaráðuneytis er skrá yfír nöfn á skáldum og bókmennta- tímaritum, sem eiga að duga útlendingum (Important magazines). Þar á meðal era: Rauðir pennar og Tímarit Máls og menning- ar, en ekki Skímir, Vaka, Helgafell né Nýtt Helgafell. Skrýtilegt eða hitt þó held- ur, þegar höfundar ritlings menntamála- ráðuneytis era hafðir í huga. Það er íhugunarvert, hvaða skáld era talin upp og hveijum sleppt. Páll Ólafsson, Kristján Fjallaskáld, Guðmundur frá Sandi og Jóhann Jónsson era ekki á blaði, sem lýsir vondum bókmenntasmekk, ef borið er saman við suma þá, sem nefndir era frá sama tíma. Hvorki Guðmundur Daníelsson né Indriði G. Þorsteinsson era nefnttir til sögunnar, sem lýsir pólitísku ofstæki smá- borgarans. Báðir þessir rithöfundar njóta heiðurslauna Alþingis, sem ráðherra menntamála er skylt að virða. Frásagnarlist er Guðmundi í blóð borin eins og Hagalín. Þess vegna er hann e.t.v. mishittur eins og títt er um menn, sem skrifa svo reiprenn- andi. Sumir hafa ekki áttað sig á, að hann er ágætur húmoristi, sem er styrkur hans og hefur komið æ betur í ljós. T.d. þegar hann var spurður af Morgunblaðinu, hvað hann vildi um það segja að vera ekki nefnd- ur í ritlingi menntamálaráðherra: „Ég giska á, að þetta sé heldur lítið kver og að við Indriði höfum verið orðnir of stórir bitar til að kyngja. Það stendur svo væntanlega til að gefa út sérstaka bók með okkur tveimur einum. Þetta ætla ég að giska á án þess að geta sannað það.“ Indriði G. Þorsteinsson er afburða stílisti og hefur í raun og vera stöðugt verið að fara fram. Hann hefur náð að grípa á mjög við- kvæmu umbrotaskeiði þjóðlífsins og verið túlkandi ákveðins augnabliks í sögunni. Höfundum rits menntamálaráðherra virð- ist ekki kunnugt, að Kristján Karlsson hafí komið við sögu síðustu áratugi sem rit- stjóri, bókmenntafræðingur og skáld. Það er mikil vanþekking. Þótt Kristján og Grímur Thomsen séu ólík skáld, svipar þeim saman um margt. Báðir vora langdvölum erlendis og sökktu sér í menningarstrauma samtíðar sinnar, báðir hafa skrifað öðram betur um íslenskar bókmenntir og báðir gáfu fyrstu ljóðabók sína út rosknir menn, þá fullþroska skáld, komnir heim og búnir að draga sig í hlé frá erli dagsins. Kvæði beggja era „sannkallaðar „ljóðfómir", utan og ofan við dægurþrasið, lögð á altari listar- innar með hreinni lotningu", svo að vitnað sé til Sigurðar Nordals í formála fyrir ljóð- mælum Gríms Thomsens. Kristján er ekki fremur en Grímur skáld sinnar kynslóðar. Til þess Iét hann of seint í sér heyra. Tök hans á íslenskri tungu era einstök og per- sónuleg. í kvæðum sínum reynir hann á burðarþol einstakra orða og orðasambanda til hins ýtrasta til þess að gera ljóðmálið fyllra og myndina skýrari. Hrynjandin er sterk og fellur að efninu. Ég tek undir með Bemard Scudder, þegar hann segir, að Kristján hafí fært út landhelgi íslenskrar ljóðlistar. Sjálfur myndi hann e.t.v. orða það svo, að fast, bundið form verði að þola mikla tilbreytni. Við þurfum að vík'fea ljóðasvið okkar og kvæði hans eiga að freista þess. Síðan 1976 hefur Kristján sent frá sér fímm kvæðabækur og smásagnasafn auk bókarinnar „Hús, sem hreyfist“ sem hefur að geyma ritgerðir um sjö ljóðskáld. Hann er með afkastamestu skáldum okkar síðasta áratug og hafa önnur ekki meir fram að leggja en hann. Ég tek sem sýnishom lítið kvæði, Dr. Charlat liggur veikur á Beekman Place, úr ljóðabókinni New York: Mig hvíla ekki hægindi heldur vatnið sem strýkst hljóðlaust um múrinn; fyrst vætlar úr mosanum hér fellur áin hávær í pípum um húsið, East River hin áin sem ég heyri ekki strýkst hljóðlaust um stöpla múrsins meðan hljóðlausir grannir leggir hverfa sporlaust í fjarskann. Ég hef verið að velta fyrir mér, hvemig kynningarrit menntamálaráðherra sé til orð- ið. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að upphaflega hafi verið hugmyndin, að Mál og menning gæfí ritið út til kynningar á útgáfustarfsemi sinni, en síðan hafí riflast upp, hver væri menntamálaráðherra. Þá hafí ritinu verið breytt lítils háttar í skynd- ingu og það síðan gefíð út á kostnað ríkis- ins og í nafni menntamálaráðuneytis til þess að fá opinberan stimpil. Enga aðra skýringu get ég fundið á kynningarriti menntamálaráðuneytis, þegar ég hugsa um það i heild. Eins og Ámi Siguijónsson segir í Morgunblaðinu eiga aðilar bókamarkaðar- ins mest í húfí, hvemig að kynningarriti er staðið. Htífundur er þingmaður SjálfstæðisHokksins á Norðurlandi eystra. þykkti aðalfundur Fiskideildar Skagafjarðat' einróma og sendi til Fjórðungsþings fiskideilda á Norð- urlandi tillögu með ályktun m.a. um að: „þorskaflinn 1990 til 1991 verði ákveðinn 400 þús. tonn og aðrar fiskitegundir í samræmi við tekjuþörf fiskiskipafiotans“, enda „er skrifborðsvinna á Ha- frannsóknastofnuninni ekki marktæk“. Hverjir styðja þessar tillögur? Framsóknarflokkurinn, og þá væntanlega sjávarútvegsráðherra hans, virðist standa einhuga að baki þessum „róttæku tillögum um varanlegar úrbætur á rekstraraf- komu sjávarútvegs" því þetta eru stórfyrirsagnir yfir þverar síður Tímans. Bæði forsíðuna og síðu 5 inni í blaðinu. Norðlendingar sam- þykktu tillöguna einróma og var hún send áfram til Fiskiþings 1989. Það verður fróðlegt að fylgjast með afdrifum herinar þar. Skyldu þessar „varanlegu úrbætur“ verða sam- þykktar þar í þriðja sinn einum rómi? Hvaða aðrar tillögur hefur útgerðin þar fram að færa um hvernig hún vill stjórna fískveiðun- um og sjálfri sér? Hvort eða hvern- ig vill hún að henni verði stjórnað? Hver er skoðun þingsins á tillögum Péturs Bjarnasonar (Mbl. 19/9) að kvótinn verði miðaður við höfðatölu, en þær finnst mér vera þær allra skynsamlegustu sem fram hafa komið? Hvernig, eða hvort vill út- gerðin koma í veg fyrir að veiddum smáfiski sé hent í sjóinn aftur? Eða varðar okkur e.t.v. ekkert um hvað útgerðin vill? Eiga þessir menn og þessi þing nokkuð að stjórna físk- veiðum íslendinga? Er þorskstofn- inn ekki nógu illa farinn eftir þá? Á flota- og tekjuþörf þeirra sér nokkur takmörk? Á að hlusta á þennan róg þeirra um þá vísinda- menn okkar sem mest hafa fyrir þá gert? Á að treysta þeim fyrir lífsbjörg okkar barna, fjöreggi þjóð- arinnar? Er ekki kominn tími til þess að við förum að stjórna fisk- veiðunum, og reyndar landinu öllu? Höfundur er eðlisfræðingvr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.