Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÓSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989 TÆKNISKOLI ISLANDS 25 ARA Meginhlutverk skólans er að veita menntun í fram- leiðsluatvinnuvegunum - segirBjarni Kristjánsson, rektor MEGINHLUTVERK Tækniskóla Islands er að veita menntun, sem leiðir til auk- innar framleiðslu í landinu til langframa og án þess að missa sjónar á náttúru- vernd og náttúrubót, jafhframt því að auka lífsfyllingu þeirra, sem skólann sækja. Eftir því sem næst verður komist er árangur af 25 ára starfi í samræmi við þennan tilgang, að sögn Bjarna Kristjánssonar, rektors. Segja má að Tækniskóli íslands hafi nú lifað sinn barns- og unglingsaldur og sé fyrir alln- okkru komin á fullorðinsskeiðið. Skólinn varð 25 ára mánudaginn 2. október síð- astliðinn og af því tilefni var haldið upp á daginn með pomp og prakt í húsa- kynnum skólans. 1.600 hafa brautskráðst Tækniskóli íslands var settur í fyrsta sinn 2. október 1964 í hátíðasal Sjómanna- skólans í Reykjavík. Skólinn starfar í deild- um, frumgreinadeild og sérgreinadeildum. Frumgreinadeild annast undirbúnings- menntun þeirra, sem ætla í sérgreinadeild- ir, en hafa ekki viðeigandi stúdentspróf. Inngönguskilyrði í frumgreinadeild eru að umsækjandi hafi verknám eða iðnnám með tilheyrandi almennu námi. Sérgreinadeildir eru byggingadeild, heilbrigðisdeild, raf- magnsdeild, rekstrardeild og véladeild. Deildum er síðan skipt í námsbrautir, sem fjölgað hefur úr fjórum í fjórtán á 25 árum. Tæplega 1.600 nemendur hafa verið braut- skráðir frá sérgreinadeildum frá því að skólinn tók til starfa. Með tilkomu Tækni- skólans eignuðust iðnaðarmenn námsbraut í menntakerfi landsins, námsbraut sem þeim var beinlínis ætluð til almennrar fram- haldsmenntunar og tengingar inn á sér- hæfðar námsbrautir á háskólastigi. Þrátt fyrir miklar breytingar á framhaldsskól- um landsins síðustu 25 árin er það þó enn ¦ svo að frumgreinadeild Tækniskóla Islands er kjölfesta sem iðnaðarmenn nota sér til almennrar framhaldsmenntunar og undir- búnings sérhæfðu námi. Að jafnaði hafa 33 lokið raungreinadeildarprófi í skólanum árlega og er meðalaldur þeirra um 25 ár. „Þróun skólans of hæg" Bjarni segir að þróun skóians hafi verið of hæg. Þörfin fyrir tæknimenntun hafi aukist örar en starfsemi menntakerfisins á því sviði, svo ör og margslugnin væri iðn- þróun í heiminum. Frá árinu 1971 hafa að jafnaði fimmtán byggingatæknifræðingar lokið námi árlega frá skólanum. Þá hafa 49 byggingaiðnfræðingar verið brautskráð- ir frá árinu 1977. Enn fara nemendur í rafmagns- og véltæknifræði utan til að ljúka tveimur síðustu námsárunum, en að sögn Bjarna, ætti fullnaðarmenntun raf- og véltæknifræðinga að verða næsta viðbót í starfsemi skólans. Síðan 1971 hafa að jafnaði niu menn lokið námi í rafiðnfræði á ári hverju. í véliðnfræði hafa 53 nemend- ur lokið námi, þeir fyrstu árið 1976. Meina- og röntgentæknar Að heilbrigðisdeildinni slepptri snýr skól- astarfið einkum að framleiðsluatvinnu- vegunum. Að jafnaði hefur skólinn útskrif- að fimmtán meinatækna árlega frá 1968 og í fyrra brautskráði skólinn fyrstu rönt- gentæknana. Hluti þeirrar kennslu fer fram á Borgarspítala, Landspítala og Rannsókn- astofu HI við Barónsstíg. Nám í fneina- tækni hefur nú verið lengt og lýkur því með BS-prófí og svo er einnig farið með röntgentæknina. Rekstrardeildin vinsæl Bjarni segir að ásókn í hina nýju rekstr- Nemendur Tækniskólans við störf. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tækniskóli íslands er í leiguhúsnæði við Höfðabakka 9 í Reykjavík, en framtíð- arskipulag gerir ráð fyrir um 12 þúsund fermetra skólabyggingu Tækniskólans á Keldnaholti. ardeild skólans sé mikil um þessar mundir, bæði hjá konum og körlum. Útvegstæknar luku fyrst námi 1977 og varð menntun þeirra vísir að þessari fjölmennu rekstrar- deild skólans. Fjórtán útvegstæknar hafa að meðaltali verið brautskráðir árlega. Iðn- rekstrarfræðingar voru fyrst brautskráðir 1985 og eftir tvö ár er væntanleg braut- skráning fyrstu iðnaðartæknifræðinganna. Starfið á þeirri námsbraut helgast af þeirri staðreynd að brýn og vaxandi þörf er fyrir vel menntaða tæknimenn, sem jafn- framt því að kunna skil á margs konar framleiðslutækni og framleiðsluferli, hafa einnig fengið víðtæka skólun í forathugun- um og markaðssetningu á almennum iðn- varningi og matvælum, segir Bjarni. 70 nemendur í upphafi Þannig hefur Tækniskóli íslands verið að bæta við sig námsbrautum eftir því sem árin'hafa liðið. Haustið 1964 voru nemend- ur nálægt 70 talsins, eingöngu iðnaðar- menn í greinum tengdum byggingum, raf- magni eða vélum. Nú sitja um 400 nemend- ur á skólabekk í Tækniskólanum. í upp- hafi voru nemendur tvö ár í Tækniskólan- Bjarni Kristjánsson, rektor. um. Fyrra árið var námið almennt en það síðara sérhæft að hluta. Ónnur tvö ár tók svo að ljúka tæknifræðinámi, yfirleitt í Danmörku. Haustið 1966 hófst eins árs viðbót við almenna námið og heitir síðan að því' Ijúki með raungreinadeildarprófi. Með þessari breytingu varð námstími iðnaðarmanna til tæknifræðiprófs fimm ár í stað fjögurra. Konur sjaldséðar í „karlafögum" Fjórar konur hafa lokið námi í útvegs- tækni, sú fyrsta árið 1983. Bjarni sagði að aldrei hefði kona komið inn í yéladeild- ina, einn kvenmaður hefði stundað nám í rafmagnstæknif ræði og væri hún nú í fram- haldsnámi í Danmörku og tvær konur hafa verið brautskráðar sem byggingatækni- fræðingar. Bjarni sagði að vissulega myndi skólinn fagna konum í auknum mæli. Á hinn bóginn bæri að líta á að skólinn hefði nú útskrifað á fj'órða hundrað meinatækna og væíi í þeim hópi aðeins einn karl á móti hverjum fimmtíu konum. Öflugt nemendafélag Nemendafélagi Tækniskólans er stjórnað af ellefu manna nemendaráði. Félagið sér alfarið um rekstur mötuneytis og bóksölu skólans og er aðalmálgagn þess „For- senda". Félagið stendur áriega fyrir mikilli árshátíð, sem undanfarin tvö ár hefur far- ið fram á Hótel íslandi. Jafnframt sér nefndin um skemmtikvöld og aðrar uppá- komur, sem til falla hverju sinni og er bundið hugmyndaauðgi nemenda hverju sinni. Þá eru kórstarf og ferðalög ríkir þættir í félagslífi nemenda. Framtíðin á Keldnaholti Tækniskólinn var í húsnæðishraki allt til ársins 1975, eða fyrstu ellefu árin. Skól- inn var í fyrstu aðeins til húsa í nokkrum kennslustofum í byggingu Sjómannaskól- ans, en húsnæðisþrengsli þar urðu mikil þegar undirbúningsnámið lengdist úr einu ári í tvö ár 1966. Um það leyti eignaðist skólinn miðhæð að Skipholti 37 og árið 1969 var tekrð á leigu húsnæði í Hótel Esju. Þannig var skólinn til húsa á þremur stöðum um árabil og það var ekki fyrr en árið 1975 að tekið var á leigu húsnæði að Höfðabakka 9 og eftir föngum innréttað í samræmi við þarfir skólans. Húsnæðið er í eigu íslenskra aðalverktaka og hefur skól- inn nú til umráða um það bil sex þúsund fermetra á þremur hæðum. Þar af var um eítt þúsund fermetra rými innréttað í sum- ar aðallega fyrir rekstrardeildina og varð því mun rýmra um starfsemina. Bjarni segir að gert sé ráð fyrir framtíðarhús- næði Tækniskólans að Keldnaholti, að minnsta kosti hefði skólinn nýlega verið festur á skipulag þar. Bjarni segist ánægð- ur með þá skipan mála og telur hann heppi- legt að menntun iðnaðarmanna og iðnaðar- rannsóknum verði framvegis sinnt á Keldnaholti í nánum tengslum við þá starf- semi sem fyrir er þar. Grundvallarrannsókn- um og menntun verk- fræðinga yrði hinsveg- ar sinnt vestur á Melum við Háskóla íslands. Nemendurnir vita hvað þeir vilja Bjarni sagði skóla- andann vera góðan. „Það er ekki mér að þakka, heldur eiga nem- endur sjálfir heiðurinn af því. Það fólk, sem sækir nám sitt hingað, er yfirleitt mjög ákveðið í því hvað það vill þann- ig að andrúmsloftið get- ur varla verið annað en gott. Þeir aðilar, sem stóðu í undirbúningi að stofnun skólans fyrir 25 til 30 árum, hafa skynj- að það rétt að hér væri um tilveru þjóðarinnar að tefla. Menn halda ekki sínu pólitíska sjálf- stæði ef verkmenntirn- ar bresta gjörsamlega," sagði Bjarni Kristjáns- son, rektor Tækniskóla íslands. JI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.