Morgunblaðið - 27.10.1989, Page 15

Morgunblaðið - 27.10.1989, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989 15 „Hnjúkafjöllin himinblá“ Myndlist_______________ Bragi Ásgeirsson Hin mikla yfirlitssýning á verk- um Jóns Stefánssonar í Listasafni íslands er vel hálfnuð við góða aðsókn, er þessar línur eru festar á blaðr Við skoðun sýningarinnar munu augu margra sennilega hafa opnazt fyrir því, hve snjall málari Jón var, en ekki er nema að hálfu leyti rétt, sem fram hef- ur komið, að hann hafi verið van- metinn hér á landi. Flestir málarar, sem nú eru á miðjum aldri, svo og eldri kynslóð- ir kunnu mjög vel að meta list hans, og fyrir suma var hann fyr- irmynd og lærimeistari og þýðing hans ótvíræð, hvað snerti þróun íslenzkrar myndlistar. Annað mál er, að fyrir allan almenning mun hann lengi vel hafa þótt tormeltur og verk hans voru ekki jafn eftir- sótt hér á landi og félaga hans Ásgríms og Kjarvals. Kann ég t.d. eina forkostulega sögu, er hann sagði mér sjálfur, en verður ekki sögð hér. En markaðurinn var sannast sagna afar lítill og heimamenn stóðu hér betur að vígi á þeim tímum, og hefur hér með sanni margt breytzt. Jón var án vafa nafnkenndastur íslenzkra málara erlendis um sína tíð í útl- andinu og verk hans fóru t.d. á hærra verði á uppboðum í Kaup- mannahöfn en nokkurs annars Islendings. Þess naut hann þó ekki hér heima. En allir íslenzkir málarar, sem voru komnir til vits og ára á með- an hann lifði, vissu af málaranum og röksnillingnum Jóni Stefáns1 syni úti í Kaupmannahöfn, og af honum fóru margar og miklar sögur. Einkum þær hve mikill ís- lendingur hann væri og hve snilld- arlega hann snéri sig úr því, er Danir vildu eigna sér hann. „Ég er Islendingur og verð Islending- ur, ég get ekki annað, það er mér í blóð borið og í sinnið ofið, hvað svo sem ég geri og hvað sem aðr- ir segja.“ Er til efs, að margir hafi með viðlíka rökfimi tekið af allan vafa um uppruna sinn og þjóðerni, og jafnframt er þetta snjöll skilgreining á eðli og inn- taki listar hans sjálfs. Játning þess, að öðruvísi hafi hún ekki getað þróazt svo róttengdur sem hann væri sögu landsins og fóst- urmold. Danir dáðu Jón sem málara og rökfræðing og að baki þessarar setningar, er miklu meira en ein- ungis fagur hljómur orðanna, því Danir gera vel við sína listamenn, og það vissi Jón líka ofur vel, og að slíkar yfirlýsingar væru því ekki fallnar til að auka frama hans meðal þeirra, hvorki í nútíð né framtíð. En Jón var í senn opinskár og kröfuharður, bæði við sjálfan sig sem aðra, en þó ótvírætt mun meira við sig. Fyrii' honum vakti gð vera sannur, hreinn og beinn, málamiðlanir voru eitur í beinum hans og hann talaði aldrei þvert um hug sér, og því kom þessi setning fram sem eins konar krist- öllun persónuleikans. — Sýningin á Listasafninu ber þess einnig merki, hve Jóni var landið í sínum formræna og mikil- fenglega búningi hugstætt og markvisst, en þó kannski ósjálfr- átt, lagði hann dijúgan arf í hend- ur sporgöngumönnum sínum að vinna úr og rækta. Eða geta menn hugsað sér ís- lenzka list án framlags Jóns Stef- ánssonar? Hve óendanlega miklu fátækari væri hún ekki og ekki rriá síður segja þetta um framlag þeirra Ásgríms og Kjarvals. Ég á ekki við, að menn eigi að mála eins og þeir eða sækja ein- vörðungu til landslagsins, því að myndefnin eru alls staðar og allt um kring, en það sem máli skipt- ir er að hagnýta sér íslenzkan veruleika og íslenzkt -svið í list- sköpun sinni, halda því fram og Jón virkja sem maður hefur á milli Stefánsson handanria. Hvað sem svo erlendir segja, kemur það okkur ekki par við, því að við eigum okkar menningu, sem okkur ber að lyfta undir og vera stoltir af og höfum engar skyldur til þess að vera hér ein- ungis þiggjendur og auðmjúkir áhorfendur. Nei, við eigum að halda okkar hlut einarðlega fram og hvergi hvika en taka við fordæmi Jóns og rækta það áfram, en hann var stöðugt að bijóta til mergjar ' grundvallarlögmál myndlistarinn- ar. Var alþjóðlegur í hugsun, en lét sér ekki koma til hugar að skoða heiminn öðruvísi en sem íslendingur í merg og bein. Á þann hátt gerast menn heimsborgarar, og list þeirra verð- ur hvarvetna hlutgeng með uppr- unann, listrænan þroska og sög- una sem kjölfestu. — Áhrif sótti Jón víða bæði bein og óbein og þannig gefur elzta myndin á sýningunni (1910-11?) kannski nokkra vís- bendingu um það hvernig þær myndir voru sem hann fyrirkom á sínum tíma. Hér koma fram sterk einkenni frá lærimeistaran- um Henri Matisse og jafnvel Pic- asso, sem notaði þetta myndefni oft. Þessi mynd er gott dæmi um það hvernig nemendur meistarans máluðu á þessum árum, svo sem sér stað í norrænni list. En þessi mynd er annars merkilega ólík öllu öðru á sýningunni, meginein- kenni hennar er létt og ferskt yfirbragð. Þessi áhrif halda áfram í mynd- inni „Regnboginn“ (1917?), en hún er mun þyngri og formsterk- ari og hér kemur í miðjum bak- grunninum eins og dálítil tilhneig- ing til að íslenzka myndefnið. Með hliðsjón af barningi fyrri ára er mjög fróðlegt og lær- dómsríkt að fylgjast með því, hvernig Jón á tiltölulega skömm- um tíma kemur sem alskapaður fram í myndum sínum og með stíleinkenni, sem fylgdu honum allt lífið en í ýmsri mynd og örf- áum frávikum. Þetta kemur ágætlega fram á sýningunni, og jafnframt skynjar maður hrifningu hans á ýmsum samtíðarmönnum sínum dönskum í nokkrum myndanna, svo sem Oluf Höst og Jens Söndergaard, sem þó voru að upplagi gjörólíkir Jóni. Þessi áhrif eiga líka einung- is við um einstaka myndir og eru þau svo og fleiri slík frávik nokk- urt rannsóknarefni. Stundum óskar maður þess, að sumar þess- ara mynda væru ekki á sýning- unni heldur aðrar, sem maður saknar og telur, að meiri akkur væri að. En að sjálfsögðu var þetta ein hliðin á Jóni og satt að segja þá hafa hana flestir málarar en í misríkum mæli. Þessar mynd- ir gætu og bent til, að Jón hafi verið að þreifa fyrir sér um víkkun mynd- og tæknisviðsins, en jafn- harðan horfið til fyrri vinnu- bragða. En svo koma einnig fram ann- ars konar breytingar, sem eru alveg rökréttar og ósjálfráðar, eins og samtvinnaðar eðli hans og lífsferli. Menn sakna ýmissa mynda, t.d. Strokuhestsins, sem ekki fékkst- lánuð á sýninguna, hinnar frægu myndar af Otto Gelsted, Stúlku- myndar frá 1922, Baðstofan 1927, Frá Þingvöllum 1939 og Gestur frá 1944, en þessar sex myndir, sem allar eru í bókinni um Jón, sem Helgafell gaf út árið 1950, hefðu lyft sýningunni enn frekar. Þá sakna ég hinnar stór- fallegu myndar af fyrirsætu, sem er í eigu Listasafns Háskólans, landslagsmyndar, sem er í eigu Seðlabankans, og nokkurra ann- arra í einkaeigu. En vitaskuld verður ekki á allt kosið, en ég minni einungis á þetta hér til að vísa til þess, að Jón er ekki alveg allur á þessari sýningu. í myndum Jóns kemur það greinilega fram, að hann var barn síns tíma og ekki er hægt að skoða myndir hans nema að gera sér ljósa grein fyrir því. Yfir myndum hans er blær liðinna ára, svipur traustleika í vinnubrögðum sem sjaldgæfur er nú á tímum, svo og auðmýktar gagnvart myndefninu og miðlinum. Kannski einblína menn of mikið á áhrif Cézanne, þótt þau séu skýr og auðsæ, vegna þess að ég sé ekki betur en að rekja megi sjálfa málunartæknina í sumum myndanna til skólunar Jóns hjá Christian Zahrtmann og á það einkum við um sumar manna- myndirnar. Liturinn er þykkar borinn á og blöndunarolíur meira notaðar. Hvorki hafði hann þá tækni frá Cézanne né Matisse, en ég þykist kenna áhrif úr dönsku málverki. Sjálfsmyndirnar á sýningunni eru nokkuð dreifðar og eru t.d. fjórar í kjallaranum og allar gull- fallegar, en það er ekki rétti stað- urinn. Hins vegar hefðu sum frá- viks-verkanna uppi mátt vera niðri. Jón er vafalítið sá málari ís- lenzkur, sem gert hefur frábær- astar sjálfsmyndir, hann kom líka iðulega inn á þennan þátt málara- listarinnar í samræðum við mig. Á sýningunni eru flestar af nafnkenndustu sjálfsmyndum hans og er af þeim mikil prýði. Kyrralífsmyndir Jóns eru fyrir rökrétt skipulag, myndbyggingu og litrænan þokka toppurinn á slíku, sem gert hefur verið á Is- landi, svo sem sjá má á myndinni „Stilleben“, 1919. Það er einstak- lega vel máluð og falleg mynd, og þótt hún beri sterkan svip af Cézanne, þá er heilmikið af Jóni sjálfum í henni og þeim vinnu- brögðum, sem áttu eftir að lyfta list hans hæst í landslagsmynda- gerð. í landslagsmyndunum er svo mikil fjölbreytni og mun meiri en ég átti von á, og efast ég um, að sýningunni sé hagur að því að taka allt þetta með. Jón var sjálf- ur svo kröfuharður, að hann hefði vafalítið hafnað mörgu af því sem til sýnis er. Hann lét sjálfur svo um mælt einu sinni, að íslenzka Iandslagið hafi gagntekið sig og að svo hafí helzt verið sölumöguleikar á slík- um myndum (I), en annars voru það myndbyggingar með mann- eskjum og dýrum, sem hugur hans beindist mest að. Hvað skyldu annars margir málarar við- urkenna hlutina jafn opinskátt og eðlilega og Jón gerði hér? Þetta kemur og fram á sýning- unni, því að hann tekur á sig meiri áhættu í slíkum myndum, en hins vegar er landslagið málað af mikilli nákvæmni og alúð. Og þó má það vel vera, að ein- mitt hans beztu landslagsmyndir, þar sem víðáttur landsins og auðnin ein blasir við og menn og dýr virðast langt fjarri, muni halda nafni hans lengst á lofti, hvað sem ágæti margra annarra mynda hans líður. Þessar myndir eru einfaldlega svo einstæðar og framúrskarandi vel málaðar. Margar þeirra búa eins og yfir einhveijum ósegjan- legum leyndardómi, óræðum jarð- mögnum og innri krafti. Hér kemur og einnig fram það, sem hann sagði sjálfur svo oft: „Hið varanlega gildi listarinnar skapast af hinu innra gildi mynd- ar, ekki stíl eða ytri tækni. Það er hið innra gildi myndar, sem sker úr um hvort hún segi áhorf- andanum eitthvað.“ Það er þetta, sem lyftir allri mikilli list upp, og því ber að var- ast of fræðilegar útlistanir á myndverkum, sem geta einmitt beint sjónum manna að allt öðru en vakti fýrir listamanninum er skóp þær. Einhæf skýrslugerð um myndir er varasöm, þótt hún eigi fyllsta rétt á sér, en hana ber að mýkja með nokkru andríki og mannlegheitum. — Gefin hefur verið út vönduð sýningarskrá með heilmiklum og greinargóðum upplýsingum um listamanninn. Aðfararorð eru eftir Beru Nordal listsögufræðing og forstöðumanns Listasafnsins. Fræðileg grein um list hans eftir Ólaf Kvaran listsögufræðing, og útskýringum á tíu meginmyndum Jóns Stefánssonar í Listasafni ís- lands eftir Júlíönu Gottskálks- dóttur, listsögufræðing. Auk þess er birt hin fræga og lærdómsríka grein hans „Nokkur orð um mynd- list“, er fýrst birtist í tímaritinu Öldinni 1935, en hefur víða verið endurprentuð og oft er vitnað f og er enn í fullu gildi. Þá eru þar viðtöl sem tekin hafa verið við hann af Steingrími Sigurðssyni og Sigríði Thorlacius. Þá eru margar litmyndir í skránni og litlar myndir af öllum verkunum á sýningunni aftast í bókinni ásamt tilfallandi upplýs- ingum. Prentun, uppsetning og frágangur bókarinnar er svo sem bezt gerist hér á landi. Skráin er þannig mjög vel úr garði gerð, mjög eigulegur gripur og gott kynningarrit um listamanninn, og markar tímamót í útgáfu sýning- arskráa á Islandi, hvað varðar heimildagildi og hlutlausa miðlun. En í því síðasttalda felast einmitt yfirburðir slíkra rita yfir almennar bækur um listamenn. Hvet ég sem flesta til að verða sér úti um eintak og minni um leið á, að þessi sýning er einstæð- ur viðburður, sem óvíst er að verði endurtekinn í þessu formi á öldinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.