Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 16
tr 16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTOBER 1989 -H „Kem til með að sakna Broadway" - segir Ólafiir Laufdal sem afhendir Reykjavíkurborg Broadway á morgun SEGJA má að nýtt skeið haS hafist í íslenskri skemmtistaðamenn- ingu fimmtudaginn 26. nóvember 1981. Þá opnaði skemmti- og veitingastaðurinn Broadway í Mjóddinni. Á morgun, laugardag, verða timamót, því þá afliendir Olafiir Laufdal Reykjavíkurborg skemmtistaðinn. Borgin keypti Broadway af Ólafi fyrir skömmu á 118 milljónir króna og hyggst breyta í félagsmiðstöð fyrir Breið- holt. Broadway markaði tímamót og margir töldu að svo stór skemmtistaður gæti aldrei gengið. En raunin varð önnur og um helgina lýkur átta ára sögu Broadway sem eins vinsælasta skemmtistaðs landsins, með vel á aðra milljón gesta. Broadway kveður með síðustu sýningu á lögum og textum Jóns Sigurðsson- ar bankamanns. „Ég neita því ekki að ég kem til með að sakna Broadway. Ég á góðar endurminningar þaðan og staðurinn var merkur áfangi í íslensW skemmtanamenningu," sagði Ólafur Laufdal. „Áður en Broadway kom voru ekki til skemmtistaðir þar sem gestir gátu fengið mat, sýningu og dansað á eftir. Jafnvel í nágrannalöndum okkar var ekki, og er ekki enn, að finna slíka staði. Þessi staður vakti heimsathygli og það var mikið skrifað um hann í erlend blöð, enda fannst mörgum ótrú- legt að hægt væri að byggja slíkan stað á íslandi," sagði Olafur. Ólafur sagði að margir hefðu spáð því að Broadway myndi aldrei ganga. „Það var reiknað út aftur og aftur og alltaf fengu menn sömu niðurstöðuna. Þetta gekk ekki upp. Að mati þessara manna var húsið of stórt og dýrt og ekki hægt að láta það bera sig. Auk þess átti ekki að vera hægt að byggja svo stórt hús á svo skömmum tíma. En raunin varð sú að Broadway opnaði á réttum tíma og borgaði sig upp." Húsfyllir allstaðar Ólafur hefur víða komið við og rekið marga staði. Allstaðar hefur honum tekist að fylla húsin, hvort sem það er_ Hollywood, Hótel Borg, Hótel ísland, Sjallinn eða Broadway. „Ég held að ástæðan fyrir þess- ari velgengni sé sú, að ég hef reynt að vanda mig meira en aðr- ír. Leggja aðeins meira í staðina og reynt að fá betri skemmti- krafta. Vissulega hefur það komið fyrir, að ég hafi ekki grætt á hinu og þessu, en ég hef alltaf haft góða aðsókn," sagði Ólafur. Þegar Ólafur er spurður að því hverjir hafi verið minnisstæðustu gestirnir, hallar hann sér aftur í stólnum og andvarpan „Þeir voru margir og það er erfitt að nefna einhverja sérstaka. Ray Charles, Fats Domino, Shadows, Platters og margir fleiri. Þetta eru menn sem íslenska þjóðin hefði aldrei fengið að sjá hefði Broadway ekki komið til sögunnar. Fyrir slíkar sýningar þarf stór hús svo þær beri sig og þær hefðu ekki gert það nema í Broadway. Auk þess settum við upp íslenskar sýningar sem mér eru minnisstæðár, Söng- bók Gunnars Þórðarsoriar, Allt vitlaust, tvær rokksýningar og Ríó tríó. Þetta eru einnig minnis- stæðir kaflar úr sögu Broadway," sagði Ólafur. Of mikið, of hratt? Ólafur segir að Hótel ísland eigi hug sinn um þessar mundir. Þar hafi hann ráðist í stærsta verkefni sitt hingað til og þar sé mikið eftir ógert. „Hótel ísland er ekki ósvipað Broadway. Þar er bara hugsað stærra. I stað 500 matargesta í Broadway eru 1.200 matargestir í Hótel Islandi. Og gestafjöldinn eykst úr 1.300 í 2.300. Þarna er ég kominn í svipað verkefni og þegar"ég byrjaði á Broadway. Kannski má segja að ég hefði átt að vera bara áfram með Broadway og byrja ekki strax á Hótel íslandi. Broadway gekk vel, og hefði getað gengið í mörg ár til viðbótar. En ég vildi sýna Skemmtistaðurinn Broadway. Ólafur Laufdal, annar frá vinstri, með hljómsveitinni Shadows, sem hélt tónleika í Broadway. mönnum að það væri hægt að gera stóra hluti, og þó ég segi sjálfur frá, þá held ég að það hafi tekist, hvort sem litið er á Broadway eða Hótel sagði Ólafur Laufdal. ísland," LBE. Viljum frjálsa álagningu á landbúnaðarvörum - segir Magnús E. Finnsson hjá Kaupmannasamtökunum Morgunblaðið/Úlfar Úlfarsson Þessi bíll stakkst fram af háuin vegarkanti í Holtahverfi á mánu- dag, en þá skiptust á blautir og frostlausir vegarkaflar og aðrir snjólagðir og flughálir. ísafjörður: Vetur heilsar með stormi ísafírði. FYRSTA stórviðri vetrarins heilsaði ísfirðingum strax fyrsta vetrardag. Norðaustan stormur með snjókomu var allan Iaugar- daginn og olli það mikilli hálku á vegum. Ekki er vitað um nein slys, en nokkuð var um að bílar færu út af veginum. . - Úlfar „OKKUR finnst hart að álagning á vörum sem lúta verðlagsákvæð- um hafi verið ákveðin alltof lág, og því viUum við að álagning á landbúnaðarvörum verði gefin frjáls," segir Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmanna- samtaka íslands. Hann segir að niðurstöður verðkönnunar Verð- lagsstofiiunar sýni að smásöluá- lagning á landbúnaðarvörum sé of lág hér á landi, en á það hafi Kaupmannasamtökin margsinnis bent. Að sögn Magnúsar hefur lág álagning á landbúnaðarvörum, haft það í för með sér að álagning á öðr- um vörutegundum hefur þurft að bera uppi kostnað af þeim sökum. „Sem dæmi má nefna að þegar keyptar eru appelsínur, þá er við- skiptavinurinn raunverulega að greiða niður dreifingarkostnaðinn til dæmis á mjólk. Annars er álagningin á matvörur hér á landi yfirleitt of lág, en samkeppnin hefur fært hana það langt niður að það er engin matvöruverslun rekin með hagnaðií dag. í mörgum tilfellum er um tap- rekstur að ræða, enda sýnir sig að mjög mörg gjaldþrot hafa orðið á þessu sviði undanfarin tvö ár," sagði Magnús. Framleiðsluráð landbúnaðarins: Vinnubrögðum Verð- lagsstöfiiunar mótmælt . FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnaðarins samþykkti á ftindi sínunf í gær að mótmæla vinnubrögðum Verðlagsstofiiunar við túlkun á niðurstöðum verðkönnunar á matvörum, sem gerð var í höfuðborgum Norðurland- anna og í London. Telur Framleiðsluráð að vinnubrögð Verðlagsstofii- unar hafi valdið því að dregnar hafi verið of víðtækar og villandi álykt- anir af könnuninni. Ráðsteftia um mannvísindi Hug- og félagsvísindadeild Vísindaráðs boðar til ráðstemu um mannvísindi á Islandi undir kjörorðinu „Þekktu sjálfan þig". Ráð- stefiian verður haldin á Hótel Sögu laugardaginn, 28. október, og er öllum opin. Heiðursgestur ráðstefiiunnar er Vigdís Finnbogadótt- ir, forseti Islands, og fiindarstjóri Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttar- dómari. I fréttatilkynningu segir, að til- gangur ráðstefnunnar sé tvíþættur. Annarsvegar verði kynnt rannsókn- arverkefni í mannvísindum, sem Vísindaráð hefur styrkt að undan- förnu: Tryggvi Felixson fjallar um „Markaðslíkan fyrir botnfiskafurð- ir"; Stefán Ólafsson um „Lífskjör á íslandi"; Sigríður Magnúsdóttir um „Málstoð" og Vilhjálmur Árnason um „Siðfræði lífs og dauða". Einnig verður rætt um stöðu mannvísinda á íslandi. Jóhannes Nordal, formaður Vís- indaráðs, setur ráðstefnuna kl. 13.45. Síðan verða flutt þrjú er- indi: „Víðar er guð en í Görðum" sem Þórir Kr. Þórðarson prófessor flytur; „Hagtölur vísindamanna", sem Guðmundur Magnússon próf- éssor flytur; „Að læra af sögunni", Gunnar Karlsson prófessor. Eftir kaffihlé verður kynningin á rann- sóknum styrkþega Vísindaráðs og að þeim loknum verða pallborðsum- ræður um mannvísindi á íslandi undir stjórn Ingimárs Ingimarsson- ar. Þátttakendur verða Álfrún Gunnlaugsdóttir, Páll Skúlason, Björn Þ. Guðmundsson, Þorvaldur Gylfason, Sigrún Aðalbjarnardóttir og Þórir Kr. Þórðarson. í fréttatlkynningu frá Fram- leiðsluráði segir að mörgum þáttum sem hafi áhrif á verðmyndun á land- búnaðarafurðum erlendis hafi verið sleppt í könnun Verðlagsstofnunar, til dæmis kostnaði við aðföng til land- búnaðarins, beinum rekstrarstyrkj- um til bænda og skattastefnu stjórn- valda, og einnig hefði þurft að bera saman kaupmátt ráðstöfunartekna í viðkomandi löndum. Þá sé smásölu- verð eitt og sér ekki nægiiegur grunnur til að fella dóma um hag- kvæmni innlendrar framleiðslu, og til að niðurstöður af samanburði á vöruverði á milli landa sé marktækur þurfi einnig að bera saman rekstra- rumhverfi atvinnugreinarinnar. Þá skipti" staða gengismála miklu maáli í slíkum samanburði, en ekki hafi verið búið að léiðrétta stöðu krónunn- ar að fullu gagnvart erlendum gjald- miðlum á þeim tíma sem könnunin var gerð, og það hafi veruleg áhrif á endanlegar niðurstöður hennar. Framleíðsluráð bendir á að stefna stjórnvalda varðandi innflutning kynbótadýra í alifugla- og svínarækt auk skattlagningar kjarnfóðurs hafi það mikil áhrif á verðmyndun þess- ára afurða, að ekki verði framhjá því gengið við mat á hagkvæmni innlendu framleiðslunnar. Þá hafi álagning matarskattsins haft mikil áhrif til hækkunar á útsöluverði bú- vara, en ríkissjóður fái um 280 millj- ónir í tekjur af matarskattinum og öðrum álögum á mjólkur- og kjöt- framleiðsluna, umfram það sem fari í niðurgreiðslur viðkomandi vöruteg- unda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.