Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 18
lk MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989 Brautin rudd Reuter Ennþá er verið að hreinsa til eftir jarðskjálftann í San Francisco 17. þessa mánaðar. Hér sést þegar verið er að ryðja burt rústum hraðbrautarinnar sem liggur að Flóabrúnni og hrundi í skjálftanum. Kvittur um smíði kjarnorkueldflaugar í S-Afríku: Fullyrðingar um aðstoð ísraela uppspuni frá rótum - segir talsmaður ísraelska varnarmálaráðuneytisins Jerúsalem. Reuter. v GREINT var frá því í fréttatíma bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC á miðvikudagskvöld að unnið væri að smíði langdrægra kjarnorkueld- flauga í Suður-Afríku og nytu stjórnvöld þar liðsinnis Israela. Talsmað- ur ísraelska varnarmálaráðuneytisins sagði í gær að frétt þessi væri uppspuni frá rótum. í fréttinni sagði að ísraelar veittu suður-afrískum stjórnvöldum aðstoð við eldflaugasmíðina en fengju í stað- inn endurunnið úraníum sem þeir notuðu í eigin kjarnorkuvopn. Heim- ildarmenn fréttamannsins voru sagð- ir vera ónefndir starfsmenn banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA. Talsmaður ísraelska yarnarmála- ráðuneytisins sagði ísraelsstjórn hafa samþykkt á fundi sínum 18. mars 1987 að ekki yrði gengið til Þjóðarsorg í Líbýu vegna nýlendustjórnar Itala: Syrgjendum á stolnu skipi meinuð landganga í Napólí Ferjunni verður snúið við, segir forsætisráðherra ítalíu Róm. Reuter. EINN farþega á líbýsku ferjunni Granata sagði í gær í viðtali við ítalska dagblaðið L'Unita að skipinu hefði verið rænt og skipsljórimi neyddur til að sigla til Napólí þar sem skipið liggur nú. 846 Lfbýumenn, sem eru um borð í skipinu, krefjast skaðabóta fyrir ættingja sem létust á árunum 1911-1943 undir nýlendustjórn ítalíu. ítalska lögreglan hefur neitað Líbýumönnunum um landgöngu. c í gær ríkti þjóðarsorg í Líbýu er innrásar ítala árið 1911 var minnst og brottflutnings 5.000 Líbýumanna. Opinbera fréttastofan Jana sagði að þar hefði verið um „mesta glæp sög- unnar" að ræða. Erfitt var að ná símasambandi við landið og líbýskir fjölmiðlar sögðu að Muammar Gadd- afi Líbýuleiðtogi hefði lokað sig af í tilefni dagsins, bæri harm sinn í hljóði og neytti hvorki matar né drykkjar. í fjölmiðlum var líka hótað hefndum greiddu ítalir ekki bætur fyrir þann skaða sem þeir ollu með nýlendustjórn sinni. Líbýumenn halda því fram að 5.000 manns hafi verið fluttir nauðugir til ítalíu og 1,25 milh'ónir manna drepnar eða % hlutar þjóðarinnar. ítalskir sagn- fræðingar segja rétta tölu 10 sinnum lægri. Itölsk yfirvöld meinuðu Líbýu- mönnunum um landgöngu í Napólí á þeirri forsendu að ferðalangarnir hefðu ekki vegabréfsáritun. Ferjan Granata, sem venjulega er notuð í pílagrímsferðir til Mekku, er iiú sveipuð svörtu klæði og hundruð kvenna um borð syngja sorgarsálma. „Samtök líbýskrar alþýðu hafa ríkis- stjórnarvald. Þau tóku með valdi skip sem tilheyrir yfirvöldum og hafa siglt því hingað samkvæmt alþýð- legri skipun," sagði talsmaður far- þeganna í gær. Tvö hundruð Líbýumenn héldu bænastund í Róm í gær til að minn- ast nýlendutímabilsins. Forsvars- maður þeirra er Mohammed Omar al-Mukhtar, sonur frelsishetjunnar Omars al-Mukhtars, sem ítalir hengdu árið 1931. Þess má geta að hann var aðalsöguhetjan í kvikmynd- inni Eyðimerkurljónið og var þá leik- inn af Anthony Quinn. Að sögn Guilio Andriottis, forsæt- isráðherra ítalíu, vissu starfsmenn líbýska sendiráðsins í Róm ekki einu sinni um ferðir Líbýumannanna til Napólí. Andriotti fullyrti að ferða- langarnir myndu snúa heim í dag, föstudag. ítalir segja að málinu hafí lokið árið 1956 þegar ítalir greiddu Idris Líbýukonungi 1,6 milljarð líra í skaðabætur. Gaddafi steypti Idris af stóli árið 1969. GEFÐU HEIMILINU PERSÓNULEGRA YFIRBRAGÐ. ÖMMUSTANGIR ÞRÝSTISTANGIR KAPPASTANGIR ÁL-STANGIR MYNDASTANGIR RÚLLUGARDÍNUR RIMLAGARDÍNUR Höfum fyrirliggjandi mikið úrval gardínukappa úr f'uru, Ijósri eða dökkri eik. hnotu svo og plastkappa mcð viðarlíkingu. VIÐ VEKJUM ATHYGLI Á NÝRRI ÞJÖNUSTU I MIÐBÆNUM. t ÁLNABÆ AÐ HALLVEIGARSTfG 1. s: 22235 Tjarnargötu 17, Keflavtfk, s. 92-12061. Síðumúla 32, Reykjavik, s. 31870 & 688770. Flóttamannastofhun S.Þ.: Yfirmaðurinn segir af sér Sameinuðu þjóðunum. Reuter. YFIRMAÐUR Flóttamannastofn- unar Sameinuðu þjóðanna, Sviss- lendingurinn Jean-Pierre Hocke, hefur ákveðið að láta af því starfi 1. nóvember nk. Segir hann, að sér sé ekki lengur vært í embætt- inu en Danir hafa sakað hann um nota í eigin þágu fé, sem stofhun- inni var ætlað. í bréfi til framkvæmdastjóra S.Þ. segir Hocke, að stöðugar árásir síðastliðin tvö hafí gert sér erfitt fyrir með að gegna starfinu en á mánudag fóru dönsk stjórnvöld fram á sérstaka rannsókn á fjármálum hans. Hafa þau sakað Hocke um að nota til eigin þarfa fé úr sjóðum, sem Danir stofnuðu þegar Poul Hartling, fyrrum forsætisráðherra Dana, var yfirmaður Flóttamannastofnunar- innar 1975-83. Þá hafa einnig birst í fjölmiðlum fréttir um að embættis- Jean-Pierre Hocke. Reuter mennska Hockes hafi öll verið með dálítið undarlegum hætti. FRÁ LISTASAFNISIGURJQNS OLÖFSSONAR Fyrsta vetrardag var opnuð sýning á járnmyndum Sigurjóns ásamt gjöf- um og aðföngum síðastliðinna ára. íveturverðursafniðopið laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-17 og öll þriðjudagskvöld frá kl. 20-22. . neins konar samstarfs við stjórnvöld í Suður-Afríku á vettvangi varnar- mála. Embættismenn í varnarmála- ráðuneyti ísraels teldu sig bundna af þessari ákvörðun og því ætti frétt- in ekki við rök að styðjást. Hermt er að ísraelar hafi marg- sinnis selt tækjabúnað og vopn til nota í skipum og flugvélum til Suð- ur-Afríku. Því hefur þráfaldlega ver- ið haldið fram að ríkin tvö vinni í sameiningu að þróun og smíði kjarn- orkuvopna. Árið 1979 greindi banda- rískur njósnahnöttur dularfullan blossa yfir Indlandshafi og hermdu fréttir að þar hefði verið um að ræða sameiginlega kjarnorkutilraun ísra- ela og Suður-Afríkubúa. Fréttirþess- ar fengust á hinn bóginn aldrei stað- festar. Á sama hátt hafa ísraelar aldrei viljað játa eða neita fréttum þess efnis að þeir hafi framleitt kjarnaodda í Dimona-kjarnorkuver- inu í Negev-eyðimörkinni. Sovéskir embættismenn fullyrtu í síðasta mánuði að ísraelar hefðu skotið lang- drægri eldflaug, sem borið gæti kjarnaodda, á loft yfir Miðjarðarhafi en talsmenn ísraelskra stjornvalda sögðust ekki hafa fengið neinar upp- lýsingar um málið. Loks er þess að geta að í vestænum herfræðitímarit- um hefur því verið haldið fram að ísraelar hafi smíðað tveggja þrepa eldflaug af gerðinni „Jerikó", sem hæft geti flestar höfuðborgir ara- baríkjanna. Virtur ísraelskur varnarmálasér- fræðingur, Zeev Eytan, kvaðst í gær ekki vita hvort frétt bandarísku sjón- varpsstöðvarinnar ætti við rök að styðjast en sagði vissulega hugsan- legt að ríkin tvö ynnu saman að þró- un og smíði gereyðingarvopna. Minnti hann á fyrri fréttir í þessa veru en sagði athyglisvert að svo virtist sem bandaríska leyniþjónust- an, CIA, hefði komið fréttinni á fram- færi við JVjBC-sjónvarpsstöðina. Vera kynni að stjórnvöld í Washington hefðu með þessu viljað koma höggi á ísraela því sú skoðun væri almenn að ósveigjanleiki ráðamanna í ísrael hefði gert það að verkum að tilraun- ir til að sætta sjónarmið þeirra og fulltrúa Palestínumanna hefðu reynst árangurslausar. GATT-viðræðurnar í Uruguay: EB gagnrýnir tillög- ur Bandaríkjamanna Genf. Reuter. JULIUS Katz, aðstoðarviðskiptaráðherra Bandaríkjanna, sagði á mið- vikudag að tillögur Bandaríkjamanna um umbætur á landbúnaðarvið- skiptum í heiminum nytu stuðiiings meirihluta aðildarríkja GATT. Talsmaður Evrópubandalagsins (EB) fordæmdi hins vegar tillögurnar og sagði að þeim væri ætlað að gera landbúnaðarstefhu bandalagsins að engu. Katz kvaðst ánægður með stuðn- inginn sem tillögurnar hefðu fengið í viðræðunum um almennt samkomu- lag um tolla og- frjáls viðskipti, sem nú fara fram í Uruguay. Ray MacS- harry, framkvæmdastjóri landbúnað- ardeildár Evrópubandalagsins, sagð- ist hins vegar hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum, því með tillögum sínum væri Bandaríkjastjórn að brjóta sam- komulag við bandalagið frá apríl sl. í tillögunum fælist enginn grundvöll- ur fyrir viðræðum. Samkvæmt samkomulaginu í apríl er markmið GATT-viðræðnanna það að draga verulega úr niðurgreiðslum og lækka verndartolla á innfluttar landbúnaðarafurðir. Bandaríkja- menn hafa krafist þess að niður- greiðslunum verði algjörlega hætt. Talsmenn Evrópubandalagsins segja að slíkt sé ekki raunsætt en banda- lagið sé reiðubúið að draga úr niður- greiðslunum geri helstu viðskiptal- önd þess slíkt hið sama. I nýjustu tillögum Bandaríkja- manna er gert ráð fyrir að niður- greiðslum landbúnaðarafurða til út- flutnings verði algjörlega hætt á fimm árum. Verndartollarnir verði síðan lækkaðir verulega á næstu tíu árum. Hong Kong: Víetnamskir flótta- menn sendir heim Daily Telegraph. BRESKA sf jórnin er að búa sig undir að flylja 40.000 víetnamska flótta- menn frá Hong Kong og aftur til síns heima í Víetnam. Verður farið með þá nauðuga viljuga og er búist við, að flutningarnir gangi ekki hljóðlega fyrir sig. John Major, fráfarandi utanrikisráðherra Breta, sagði í neðri deild þingsins í fyrradag, að allar flóttamannabúðir í krúnunýlendunni væru yfirfullar og ekki i önnur hús að venda. „Ástandið í Hong Kong verður alyarlegra með degi hverjum og það er ekki um neitt annað að ræða en flytja fólkið aftur heim," sagði Major og bætti við, að Hong Kong gæti ekki veitt fleiri flóttamönnum hæli. Sagt er, að það hafi ýtt undir harða afstöðu bresku stjórnarinnar, að þrengslin og örtröðin í flóttamanna- bððunum er svo mikil, að hætta er á uppþotum, og auk þess vilja stjórn- völd sýna Víetnömum í eitt skipti fyrir öll, að í Hong Kong bíður þeirra engin framtíð. Ekki hefur verið ákveðið hvenær flutningarnir hefjast, .aðeins, að þeir verði að fara fram áður en „siglinga- tíminn" gengur í garð í mars, það er næsta flóttamannahrina. Eins og nú háttar er ekki lengur litið svo á, að víetnömsku flóttamennirnir séu að flýja pólitískar ofsóknir, .heldur fátæktina í landi sínu. Þeir eru því ekki flóttamenn samkvæmt sícil- greiningu Sameiiuiðu þjóðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.