Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDÁGUR 27. OKTÓBER 1989
12
Mús ímorguiímatnum
Reuter
Það var óvæntur gestur í plómujógúrtinni sem norska telpan
Mari Jensen ætlaði að g-æða sér á. Móðir hennar fann dauða mús
í dollunni. Talsmaður mjólkurbúsins sem framleiðir vöruna firrir
sig ábyrgð og segir að músin liljóli að hafa komist jógúrtina í
versluninni eða við ilutninga. Hann skýrði hins vegar ekki hvern-
ig músin hefði faríð að því að Ioka á eftir sér.
Forysta a-þýskra kommúnista:
Hitta stjórnarandstöðuna
Dresden. Keuter.
LEIÐTOGAR kommúnistaflokks-
ins í Austur-Berlín og Dresden
áttu í gær sinn fyrsta fund með
hilltrúum ýmissa syóraarand-
stöðuhópa í Austur-Þýskalandi.
Ræddu þeir um kreppuna, sem
ríkir í austur-þýsku samfélagi, og
kröfur almennings um lýðræðis-
lega stjórnarhætti. Að fundinum
loknum sagði einn af stofhendum
Nýs vettvangs, stærstu stjórnar-
andstöðusamtakanna, að hann
væri ekki svartsýnn á framhaldið.
Gunter Schabowski, formaður
kommúnistaflokksins í Austur-
Berlín, ræddi í gær við tvo stofnfé-
laga Nýs vettvangs, vísindamennina
Jens Reich og Sebastian Pflugbeil,
og í Dresden áttu flokksformaðurinn,
Hans Modrow, og borgarstjórinn,
Wolfgang Berghofer, fund með full-
trúum Nýs vettvangs og annarra
borgara.
„Sá tími er liðinn, að allir verði
að þegja. Nú ber okkur skylda til
að tryggja, að breytingarnar verði
ekki bara nafnið tómt og allt sitji
við það sama," sagði Berghofer borg-
Þingkosningar á Spáni:
Óvíst hvort sósíalistar
vinna sigur í þriðja sinn
Madrid. Frá Ragnari Bragasyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
A SUNNUDAG
eiga 29,6 millj-
ónir Spánverja
þess kost að
greiða atkvæði í
þingkosningum
og enn er vafa-
mál hvort
PSOE, sósíali-
staflokki Spánar, tekst að halda
þeim hreina meirihluta sem
hann hefur haft í sjö ár. Sósíalist-
arnir sjálfir leggja áherslu á að
óvíst sé um sigur, því þeir óttast
að sigurvissir stuðningsmenn
kunni að sitja heima á kjördag.
Forsætisráðherrann Felipe
González hefur sagt að svo kunni
að fara að hann sitji ekki áfram
eftir kosningarnar, hver svo sem
úrslitin verði. S^jórnarandstað-
an segir þetta hótun eina í því
skyni að draga fólk að kjörborð-
inu.
Helstu stjórnarandstöðuflokk-
arnir, allt frá hægri til vinstri, hafa
gert sameiginlegt átak til að sporna
við því sem þeir kalla valdníðslu
ríkisstjórnarinnar, sérstaklega mis-
notkun á sjónvarpinu. Þetta mál
hefur gengið svo langt að hægri-
menn í Þjóðarflokknum (Partido
Popular, PP),.sem er næst stærsti
stjórnmálaflokkur landsins, hafa
hótað að draga sig útúr kosninga-
baráttunni og hætta við framboð
sitt, ef ekkert verður að gert. í
könnun sem gerð var dagana 28.
september til 8. október kemur
m.a. fram að PSOE og ríkísstjórnin
voru á skjánum í 76 mínútur þessa
daga, en PP aðeins í tæpar 17
mínútur. Miðjumenn og kommún-
istar höfðu enn minna.
José María Aznar, hinn nýi 36
ára gamli leiðtogi PP, hefur kært
sjónvarpið fyrir nefnd þeirri sem á
að sjá um að allt fari eftir röð og
reglu. Aznar hefur gengið ágæt-
lega að hleypa nýju blóði í PP, en
flokkurinn þurfti sárlega á því að
halda. Þeir heyja nú þaulskipulagða
kosningabaráttu, • eini stjó marand-
stöðuflokkurinn sem það gerir, og
feta þar í fótspor PSOE.
Barist um æskuna
Kosningabaráttan snýst að stór-
um hluta til um að ná sem flestum
atkvæðum þeirra 400.000 ung-
menna sem nú kjósa í fyrsta sinn.
Eitt af þeim málefnum sem snertir
þetta fólk mest er herskyldan og
hafa því allir stærstu flokkarnir
það sem eitt af markmiðum sínum
að minnka hana með einum eða
öðrum hætti. Ellilífeyrisþegar eru
stór hluti kjósenda og baráttan um
þeirra atkvæði er líka hörð: Allir
flokkarnir bjóða þess vegna hærri
ellilífeyri. Þetta eru aðeins tvö
dæmi um það sem sumum finnst
einkenna þessa kosningabaráttu,
þ.e. að flokkarnir lofi því sama.
Stærsti flokkurinn
PSOE er langstærsti stjórn-
málaflokkur Spánar og kemur til
með að vera það áfram eftir kosn-
ingarnar. Hann hefur meira fjár-
magn heldur en nokkur annar
flokkur og málgagn flokksins, El
País, er langútbreiddasta dagblað-
ið, selst í helmingi stærra upplagi
en það dagblað sem næst kemur,
blað hægrimanna ABC. Sósíalistar
eru í öllum toppstöðum þjóðfélags-
ins, og í þeim hópi er yfirmaður
ríkissjónvarpsins. Og það sem
kannski mestu máli skiptir: Felipe
González og varaforsætisráðher-
rann Alfonso Guerra eru afar
sterkir persónuleikar, jafnokar
þeirra finnast varla í röðum stjórn-
arandstæðinga. Hins vegar er það
fræðilegur möguleiki að þeir sitji
ekki áfram í ríkisstjórninni eftir
kosningarnar ef þeir tapa hreina
meirihlutanum. Þeir hafa látið í ljós
lítinn áhuga á að mynda stjórn
með öðrum flokkum, gefa aðeins í
skyn að það yrði erfitt fyrir þá að
stjórna nema einir.
arstjóri á fundinum í Dresden og í
Austur-Berlín lét Reich vel af fundin-
um með Schabowski. Sagði hann,
að flokksformaðurinn hefði rætt um
frjálslegra kosningafyrirkomulag og
fundafrelsi en sagt, að það væri ekki
á sínu valdi að leyfa starfsemi' Nýs
vettvangs.
Verkföllum lokið í Vorkuta:
Óróleiki í Úkraínu
Moskvu. Reuter.
Verkfallsmenn í Vorkuta í Norður-Rússlandi sneru aftur tii vinnu í
gær en í Donbass-héraði í Úkraínu, helsta kolavinnslusvæði í Sovétríkj-
unum, ákváðu námamenn í einni borg að ganga til atkvæða um ný
verkföll.
Talsmaður verkf allsmanna í Vork-
uta sagði, að ákveðið hefði verið að
hætta verkföllunum og láta með því
undan hótunum um lögsókn. Sagði
hann, að embættismenn kommúni-
staflokksins hefðu skorað á þá í út-
varpi og sjónvarpi að hefja störf á
ný og járnbrautarstarfsmenn hefðu
hótað að hætta flutningum til borg-
arinnar þverskölluðust námamenn
við.
Kolanámamenn í Pavlograd í Don-
bass í Úkraínu ætla að efna til at-
kvæðagreiðslu um ný verkföll en
sovéska fréttastofan TASS sagði, að
í fjórum öðrum borgum hefði verið
samþykkt með miklum meirihluta að
halda áfram störfum.
'/2 kjötskrokkar......................................398.- kr. kg.
Tilbúið, pakkað og merkt í frystinn.
Svínakótelettur.......................617.- kr. kg.
Svínasnitchel..........................725.- kr. kg.
Svínarifjasteikur......................295.- kr. kg.
Svínabógur.............................398.- kr. kg.
Svínagulasch..........................595.- kr. kg.
Svínahryggur..........................600.- kr. kg.
Svínalæri................................398.- kr. kg.
HnauiI
Va skrokkur (ca. 60-90 kg.)....................499.- kr. kg.
1/4frampartur........................................374.- kr. kg.
'A læri...................................................658.- kr. kg.
10 kílóa pakkning - nautahakk -
500-1000 gr. í pakka. Aóeins 455 kr. kg.
Tilbúið í frystinn. Sendum um land allt.
Visa og Euro — Flokkur U.N.I.
ATH: Úrbeinum allt kjöt og göngum frá
því í frystinn - oóeins 45 kr. ó kg.
Tiibúið, pakkað 09 merkt.
Hrafn Bachmann og starfsfólk
lOkjúklingaraðeins...............535.-kr. kg.
Opið föstud. frá kl. 9-19.00 - Laugard. f rá kl. 9-18.00
Munið staðgreiðsluafsláttinn
Verið velkomin!
¦
INN
m& LANGHOLTSVEGI 113 S-84848
m Kjo'rMEis'rMi
KAUPTU NUNA - BORGAÐU A NÆSTAARI
'¦¦;¦¦ 1
m
Verð
frá kr.
139.000.
Verð
frá kr.
120.000.-
Verð
frá kr.
149.000.-
EIUSHI^UTIR. HF«9
HRINGBRAUT 119, SÍMI 625045
Opiðfrá kl. 9-18.
Laugardaga frá kl. 11-15.