Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989
3M*t$tinÞIafrife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingástjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
StyrmirGunnarsson. .
Björn Bjamason.
Þorbjöm Guðmundsson,
BjörnJóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst IngiJónsson.
BaldvinJónsson.
Ritstjóm og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Vandræði
á norðurslóðum
Nú í októbermánuði hafa
birst ýmsar fréttir á for-
síðu Morgunblaðsins, sem
benda til þess að við mikinn
efnahagsvanda sé að etja hjá
nágrönnum okkar íslendinga á
norðurslóðum, í Norður-Noregi,
Færeyjum og á Grænlandi.
Hinn þriðja október var skýrt
frá því, að Grænlendingar yrðu
að herða sultarólina, jafnt
óbreyttir borgarar sem hið op-
inbera. Var þetta inntakið í
ræðu Jonathans Motzfeldts,
formanns grænlensku land-
stjórnarinnar, þegar hann setti
landsþing Grænlendinga. Til
þess að spara opinber útgjöld
hafa stjórnvöld á Grænlandi
kynnt þá hugmynd, að starf-
semi opinberra félagsmálasjóða
verði hætt í fjóra sumarmán-
uði, frá 1. maí til 31. ágúst.
Aðeins verði inntar af hendi
greiðslur til sjúklinga og
kvenna í fæðingarorlofi, allt
verkfært fólk eigi að geta séð
sér og sínum farborða.
Hinn ellefta október var sagt
frá því, að í Færeyjum væri
landstjórnin að kanna hvort
fara mætti niðurfærsluleið tilað
auka samkeppnishæfni útflutn-
ingsgreina. Á stjórnskipuð
nefnd að athuga hverjar yrðu
afleiðingar 20% launalækkun-
ar. Jafnframt yrðu skattar
lækkaðir þannig að ráðstöfun-
arfé almennings yrði ekkert
minna að raungildi eftir launa-
lækkunina, sem gerði fyrir tæki
í sjávarútvegi samkeppnisfær.
Færeyska lögþingið hefur sam-
þykkt hækkanir á tollum og
álögum til að draga úr neyslu.
Hinn sautjánda október var
frétt um að í Færeyjum gætti
nú vaxandi atvinnuleysis og í
Þórshöfn hefðu 10 manns misst
vinnuna dag hvern síðustu tvo
mánuði.
Hinn áttunda október var
sagt frá því, að æ bærust ugg-
vænlegri fréttir í Noregi um
ástand fiskistofna í Barents-
hafi. Telji norskir og sovéskir
fiskifræðingar ekki verjandi að
hefja loðnuveiðar að nýju fyrr
en árið 1992. Komu þessar
upplýsingar fram aðeins nokkr-
um dögum eftir að Alþjóðahaf-
rannsóknaráðið lagði til að
þorskveiðar í Barentshafi yrðu
minnkaðar niður í 100.000 tonn
á ári úr 300.000 tonnum. í
þessari frétt sagði meðal ann-
ars: „Þessar upplýsingar eru
mikið áfall fyrir íbúa Norður-
Noregs, þar sem þúsundum
verkamanna í fiskiðnaði hefur
verið sagt upp störfum. Norska
stjómin héfur því skipað nefnd
til að leggja fram tillögur fyrir
15. nóvember um hvernig
bregðast eigi við kreppunni i
Norður-Noregi." Er þetta árétt-
að í forsíðufrétt Morgunblaðs^
ins síðastliðinn sunnudag, 22.
október, þar sem segir að
líklega missi 15.000 manns
vinnuna í Norður-Noregi og
ótti sé við mikinn fólksflótta
þaðan suður á bóginn.
í þessum þremur tilvikum er
um að ræða samfélög sem eiga
mikið undir útgerð og fisk-
vinnslu. Aðstæður er ekki unnt
að bera alfarið saman, en hitt
er ljóst að þessi samfélög eiga
öll í miklum erfiðleikum með
að standa á eigin fótum og
hafa ekki staðið án stuðnings
annarra í einni eða annarri
mynd. Það eru stjórnvöld í Ósló
sem þurfa að takast á við
byggðavandann í Norður-Nor-
egi og Norðmönnum er öllum
mikið kappsmál að þar verði
ekki landauðn. Sendimenn frá
stjórnvöldum í Kaupmannahöfn
hafa rannsakað vanda Færey-
inga og Grænlendinga og leggja
á ráðin um hvernig við honum
skuli brugðist. Eru það ekki
síst þeir sem telja að opinber
útgjöld landssjóðanna séu of
mikil og skuldir þeirra of háar.
Friðrik Pálsson, forstjóri
Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna, segir í Morgunblaðssam-
tali í gær að íslendingar geti
lært mikið af umræðum um
vandann í Norður-Noregi svo
sem um hrun fískistofna og að
spár fiskifræðinga standist
ekki. Þá telur hann að meðal
annars -þurfi að endurskoða
reglur sem banna löndun er-
lendra fiskiskipa hér á landi og
reyna að fá þau til að leggja
hér upp afla til að halda uppi
atvinnu.
Þau vandamál sem við eigum
við að etja í þjóðarbúskap okkar
eru að mörgu leyti lík því sem
glímt er við í næsta nágrenni
okkar fyrir austan okkur og
vestan. Við getum hins vegar
ekki skotið honum til neinna
annarra og verðum alfarið að
leysa hann eftir þeim leiðum
sem okkur eru færar. I því efni
er skynsamlegt að draga úr
vægi sjávarútvegs með því að
efla stóriðju og orkufrekan iðn-
að um leið og unnið er að því
að gera útgerð og fiskvinnslu
arðbærari.
Nauðsyn að auka ma
ef við eigum ekki að
- segir Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, sem nýverið sat
aðalfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
JÓHANNES Nordal, seðlabankastjóri, sat aðalfundi Alþjóðagjald-
eyríssjóðsins og Alþjóðabankans í Washington í lok síðasta mánað-
ar, þar sem gerð var heildarúttekt á þróun efnahagsmála í heimin-
um undanfarið og hvers væri að vænta í nánustu framtíð. Skömmu
áður hafði Jóhannes einnig setið alþjóðlegan fund um orkumál,
þar sem fjallað var um horfurnar framundan í þeim efnum og
atriði sem tengjast orkumálum, svo sem mengun og umhverfis-
spjöll vegna orkunotkunar.
Langt samfellt
hagvaxtartímabil
„Menn voru yfirleitt nokkuð
bjartsýnir á ástandið í efnahags-
málum og horfurnar framundan.
Það er allt útlit fyrir áframhaldandi
þokkalegan hagvöxt á næsta ári,
sérstaklega í iðnríkjunum, og það
er vert að undirstrika að að baki
er þegar óvanalega langt hagvaxt-
artímabil. Síðustu sex til sjö ár
hefur verið stöðugur hagvöxtur í
iðnríkjunum og ekki sérstakar horf-
ur að það breytist, að minnsta kosti
ekki á næstu einu til tveimur árum.
Þó búast menn við að hagvöxtur
verði heldur mínni í ár en á síðasta
ári þegar hann var 4%, sem er það
mesta sem hann hefur orðið á und-
anförnu tíu ára tímabili. Það er
enginn vafi á því að þessum mikla
hagvexti fylgdi, einkum á síðasta
ári, aukin þensla og tilhneiging til
verðbólgu sem síðan hefur leitt til
verulegra vaxtahækkána. Markmið
efnahagsstjórnar nú er að draga
úr þenslunni og þeirri auknu verð-
bólgu sem henni hefur fylgt með
aðhaldsaðgerðum í peningamálum
og hærri vöxtum, án þess að veru-
lega dragi úr hagvexti. Teikn eru
á lofti um að þetta sé að takast og
að nú sé að draga úr þeirri verð-
bólgu sem fór að bera á síðari hluta
árs'1988, en þessar aðhaldsaðgerð-
ir hafa kostað hækkun vaxta víðast
í iðnríkjunum á bilinu 2-4% á und-
anförnum 12 mánuðum," sagði Jó-
hannes í samtali við Morgunblaðið
aðspurður um það "helsta sem kom-
ið hefði fram á þessum fundum.
Orkuskortur ekki Iengur
áhyggjuemi
Skýringarnar á þessu langa sam-
fellda hagvaxtartímabili segir hann
margar, svo sem betri samræming
hagstjórnar í helstu iðnríkjunum og
meiri stöðugleiki í kjölfar þess að
tókst að hemja þá miklu verðbólgu-
öldu sem fylgdi í kjölfar seinni orku-
kreppunnar, sem skall á 1979. Þá
hafi olíuverð rúmlega þrefaldast og
í kjölfarið hafi fylgt mikil verðbólga
og efnahagssamdráttur á fyrstu
árum þessa áratugar. Flest ríki
hafi brugðist við með hörðum
gagnráðstöfunum, sem hefðu lagt
grunninn að stöðugleika síðustu
ára. Nú tíu árum síðar sé ólíkt um
að litast bæði í efnahagsmálum og
ekki síður í orkumálum. Verðbólga
væri ekki nema þriðjungur til helm-
ingur af því sem hún var fyrir tíu
árum, olíuverðið þriðjungur og horf-
urnar varðandi þetta hvort tveggja
mun betri en þá voru. Það væri til
dæmis athyglisvert sem komið hefði
fram á þessari orkuráðstefnu að
menn hafa ekki lengur áhyggjur
af orkuskörti og jafnvel ekki olíu-
skorti í fyrirsjáanlegri framtíð.
„Vandamálin sem menn standa
frammi fyrir eru fyrst og fremst
vaxandi kostnaður við að draga úr
mengun umhverfisins vegna notk-
unar kola og olíu sem orkugjafa.
Þó þessi kostnaður eigi vafalaust
eftir að valda hækkun á orkuverði
hægt og sígandi, þá eru engar sjá-
anlegar efnahagslegar ástæður til
að óttast orkukreppur eins og þær
sem heimurinn gekk í gegnum á
áttunda áratugnum."
Fjárlaga- og viðskiptahalli
Bandaríkjanna mesta
vandamálið
„Yfirleitt má segja að mesta
vandamálið á sviði alþjóðlegrar
hagstjórnar sé enn sem fyrr við-
skipta- og fjárhagshallinnn í
Bandaríkjunum. Og ég held að
ýmsir hafi orðið fyrir vonbrigðum
með að nýr forseti og ný stjórn í
Bandaríkjunum hafi ekki tekið
ákveðnar á þeim málum," segir
hann aðspurður um hvaða blikur
séu helst á lofti.
Veruleg vandamál séu einnig
óleyst hvað varði skuldabyrði
ýmissa þróunarríkja, þó þau séu nú
miklu minni hlutfallslega en þau
voru fyrir nokkrum árum. „Sú
hætta vofði þá yfir að greiðsluerfið-
leikar vanþróuðu landanna gætu
haft í för með sér verulega erfið-
leika í rékstri margra stórbanka á
Vesturlöndum og jafnvel yaldið
fjárhagslegu hruni þeirra. Þessi
hætta virðist nú að mestu liðin hjá,
því hlutfallslega hefur dregið úr
Sendiflilltrúi UNIFEM í heimsókn á Islandi:
Konur annast 80% fram-
leiðslu smábúa í Afríku
Skorar á stjórnvöld og hjálparstofhanir að hundsa ekki
þátt kvenna í matvælaframleiðslu þróunarlanda
PHOEBE Muga Asiyo, sendifulltrúi UNIFEM, Hjálparsjóðs Sameinuðu
þjóðanna fyrir konur, var hér á landi í fyrri viku til að kynna stjórn-
völdum, samtökum og einstaklingum starfsemi sjóðsins. Asiyo sagði
í samtali við Morgunblaðið að konur önnuðust 70% framleiðslu smábúa
í þróunarlöndunum og í Afríku væri hlutfallið enn hærra, eða 80%.
Ekki væri unnt að auka matvælaframleiðsluna í þessum löndum nema
þáttur kvenna í henni yrði metinn að verðleikum. íslendingar hættu
að veita hjálparsjóðnum fjárstuðning árið 1985 og kvaðst Asiyo vona
að íslensk stjórnvöld sæju sér fært að styðja sjóðinn á ný.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna stofnaði UNIFEM árið 1976
og hefur sjóðurinn það verkefni að
aðstoða fátækar konur í ríkjum
þriðja heimsins. Vandamálin eru
mörg og oft er um líf eða dauða
að tefla.
„Þegar skortur er á matvælum
í þriðja heiminum er hefð fyrir því
að konur neiti sér um mat til að
bjarga börnum sínum og eigin-
mönnum frá hungurdauða. Fjöl-
margar konur deyja af þessum völd-
um. Ein af hverjum 14 konum í
Afríku deyr eða þjáist af blóðskorti
á meðgöngutíma. Á Norðurlöndum
er þetta hlutfall um 1 á móti 5.000.
Það ætti að vera gerlegt að leysa
þessi vandamál, meðal annars með
því að auka starfsþjálfun kvenna,
veita þeim lán o.s.frv.. UNIFEM
leggur ríka áherslu á að konunum
verði gert kleift að standa á eigin
fótum eftir ákveðinn tíma, geti
framfleytt fj'ölskyldum sínum og
verndað þær fyrir sjúkdómum,"
sagði Asiyo.
Starfsþjálfun mikilvæg
„Starfsþjálfun kvenna í land-
búnaði er mjög mikilvæg því efna-
hagur þriðja heims landanna bygg-
ist að mestu á landbúnaði. Konur
annast 70% framleiðslu smábúa í
þriðja heims ríkjunum, 80% í
Afríku. Við leggjum einnig áherslu
á náttúruvernd því gróðureyðingin
er gífurleg og eyðimerkurnar
stækka æ meir. Konur eiga sinn
þátt í þessu því þær höggva tré í
eldivið. Við viljum auka þekkingu
þeirra á umhverfinu og aðstqða þær
Phoebe Muga Asiyo
við að draga úr viðarnotkuninni,"
sagði sendifulltrúinn.
Asiyo sagði að þótt konur önnuð-
ust 80% framleiðslu smábúa í
Afríku væru þær of oft sniðgengnar
þegar veitt væru lán til bænda og
einnig þegar stjórnvöld gengjust
fyrir námskeiðum í landbúnaði. Hún
sagði að þingið í Zimbabwe hefði
ákveðið árið 1981 að veita konum