Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 27. OKTOBER 1989
21
jrkaðsbúskap
) einangrast
þessum skuldum og bankarnir hafa
fengið ráðrúm til að setja til hliðar
á afskriftarreikninga verulegar
fjárhæðir til þess að mæta hugsan-
legu tapi. Ennþá er skuldavandi
einstakra ríkja mikill, en hann er
nú fremur svæðisbundinn og ógnar
ekki lengur fjármálakerfinu í heild,
eins og hann óneitanlega gerði fyr-
ir svona fimm til sex árum."
Afstaðan til hagstjórnar
hefur breyst
Jóhannes segir að á undanförn-
um árum hafi orðið miklar breyting-
ar á afstöðu manna til hagstjórnar.
„Það hefur aldrei komið" skýrar
fram en núna hve almennt fylgi er
að verða í heiminum við það að
byggja hagstjórn fyrst og fremst á
því að opna markaði fyrir erlendri
samkeppni og draga úr hvers lags
höftum á milli landa, bæði á sviði
vöruviðskipta, þjónusutu og fj'ár-
magnshreyfinga. Sömuleiðis að efla
markaðsbúskap í innlendri hag-
stjórn á kostnað ríkisafskipta, hvort
sem það er í formi ríkisrekstrar eða
beinna áhrifa á rekstrarskilyrði með
niðurgreiðslum eða öðrum fjár-
hagslegum styrktaraðgerðum.
Ástæðan er auðvitað fyrst og
fremst sú að þau lönd sem hafa
treyst á ríkisafskipti eða jafnvel
fullkominn áætlunarbúskap hafa
dregist aftur úr efnahagslega og
ekki náð þeim hagvexti sem orðið
hefur í þeim löndum sem hafa haft
frjálsari viðskipti og víðtækari
markaðsbúskap."
Hann segir að mörg dæmi um
þetta hafi verið nefnd á fundunum.
Til dæmis hafi Ný-Sjálendingar
gjörbreytt um stefnu í þessum efn-
um. Þeir hefðu afnumið allar höml-
ur í viðskiptum við önnur lönd.
Þannig hafi þeir gefið fjármagns-
hreyfingar á milli landa frjálsar,
Jóhannes Nordal, bankastjóri
Seðlabanka íslands.
sem og vexti og gengisskráningu.
Þá hafi þeir styrkt ríkisfjármálin
verulega meðal annars með því að
hætta öllum niðurgreiðslum og
styrkjum til landbúnaðar og ann-
arra atvinnuvega, en þeir hafi num-
ið mjög verulegum upphæðum áður.
„Þessar aðgerðir voru erfiðar í
fyrstu, en eru nú farnar að skila
árangri í mun minni verðbólgu og
meiri framleiðni í landinu. A hlið-
stæðan hátt hafa lönd eins og
Spánn, Portúgal og auðvitað Norð-
urlöndin aukið mjög frjálsræði í
viðskiptum við önnur lönd. Sé litið
til þróunarlandanna hefur kannski
óvíða komið skýrar fram en þar hve
mikla þýðingu frjáls markaðsbú-
skapur hefur fyrir hagvöxt. Sér-
staklega hafa löndin í Suðaustur-
Asíu verið með hagvöxt sem er
langt yfir því sem gerist í öðrum
þróunarlöndum, en mörg þeirra
hafa tekið upp markvissan mark-
aðsbúskap. Því hafa fleiri og fleiri
þróunarlönd farið inn á þessa braut
á undanförnum árum. Það er til
dæmis athyglisvert að ný ríkisstjórn
Perónistaflokksins í Argentínu virð-
ist hafa valið þessa leið í hagstjórn,
þó það hafi verið þeir sem á sínum
tíma leiddu Argentínumenn inn á
braut vaxandi ríkisafskipta- og
komu á kerfi sem dró verulega úr
frjálsræði í viðskiptum þeirra við
önnur lönd," segir Jóhannes.
Ótrúlegar breytingar í
Austur-Evrópu
Hann tekur einnig dæmi af
Jamaica. Þar sé nýr forsætisráð-
herra kominn til valda, sem hafi
raunar hrökklast frá völdum fyrir
um það bil áratug eftir að hafa leitt
Jamaica-búa út í mikla efnahags-
erfiðleika, meðal annars vegna
mjög mikilla ríkisafskipta. Nú fylgi
þessi maður allt annarri efnahags-
stefnu og muni reyna að tengja
hagkerfi sitt hagkerfum Vestur-
landa, sérstaklega Bandaríkjanna,
miklu nánari böndum en hann hafi
gert þegar hann var við stjórnvölinn
fyrir tíu árum.
„Þá eru enn ónefndar þær ótrú-
legu breytingar sem orðið hafa á
afstöðunni gagnvart markaðsbú-
skap í Austur-Evrópu. Þærþjóðir
eiga fæstar aðild að Alþjóðabank-
anum eða Alþjóðagjaldeyrissjóðn-
um og því kom sú umræða ekki
mikið inn á þann vettvang. Pólverj-
ar urðu þó fyrir nokkrum árum
aðilar að þessum stofnunum. Fjár-
málaráðherra Pólverja var einmitt
á þessum fundi til þess að koma
af stað viðræðum við Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn um nýjar efnahagstil-
lögur og breytingar á efnahags-
starfseminni í Póllandi. Einhverja
næstu daga eru að hefjast viðræður
þar í landi um þátttöku þessara
stofnana í mörkun nýrrar efnahags-
stefnu og fjármögnun hennar."
Jóhannes segir að söguleg tengsl
Austur- og Vestur-Evrópu séu svo
mikil, auk nálægðarinnar, að við-
skipti hljóti að verða mikil og hag-
kvæm fyrir báða aðila. Hins vegar
standi löndin í Austur-Evrópu
frammi fyrir mjög erfiðum ákvörð-
unum um hvernig breyta eigi hag-
kerfinu og hversu fljótt frjáls verð-
myndun og samkeppni eigi að koma
í stað miðstýringár og ríkisforsjár.
íslendingar að dragast
afturúr
„Heildarmyndin sem maður fær
er sú að þrátt fyrir að ennþá séu
að sjálfsögðu margs konar ágrein-
ingsefni um stjórn efnahagsmála
og þær áherslur sem varða til dæm-
is félagsleg útgjöld eða skattlagn-
ingu ólíkra hópa þjóðfélagsins og
margt fleira eru viss grundvallarat-
riði í hagstjórn að verða svo al-
mennt viðurkenhd að ótrúlegt má
telja þó maður líti ekki til saman-
burðar nema svo sem tíu ár aftur
í tímann. Áhersla á frjáls markaðs-
viðskipti á sem flestum sviðum er
sjónarmið sem er að verða nánast
einrátt sem markmið og það er ótrú-
leg breyting á ekki lengri tíma. Það
er jafnvel freistandi að orða þetta
svo, að deilunum milli þeirra, sem
aðhyllast markaðsbúskap, og hinna,
sem trúa á ríkisforsjá og áætlunar-
búskap, sé nú endanlega lokið með
sigri hinna fyrrnefndu."
Aðspurður hvar ísland stæði í
þessu tilliti, segir Jóhannes, að við
hefðum í meginatriðum verið að
fikra okkur áfram á þessari braut
alveg frá því frjáls viðskipti voru
tekin upp af viðreisnarstjórninni
árið 1960. „Á hinn bóginn, ef við
lítum í kringum okkur til þeirra
landa sem næst okkur standa í
efnalegu tilliti, erum við óneitanlega
enn nokkkuð á eftir og upp á síð-
kastið að dragast aftur úr hvað
þessa þróun varðar. Við erum ennþá
með meiri höft í gjaldeyrismálum
en tíðkast í nokkru öðru landi í
Vestur-Evrópu, og hér eru meiri
styrkir til landbúnaðar og ríkisaf-
skipti af atvinnulífi en gengur og
gerist annars staðar. Það er okkur
mikil nauðsyn, ef við eigum ekki
að einangrast efnahagslega, hvort
sem litið er til Evrópu eða Norður-
Ameríku, að vera þátttakendur í
þróuninni og draga úr þeim mun
sem er nú fyrir hendi í þessum efn-
um. Það er sláandi munur á þeim
sjónarmiðum sem maður verður var
við annars staðar á Vesturlöndum
og á íslandi. Hér er ennþá mikið
deilt um hvort æskilegt sé að beita
þeim hagstjórnartækjum sem þykja
sjálfsögð erlendis. Það hefur verið
mín skoðun að við getum ekki beð-
ið eftir því að leysa verðbólguvand-
ann fyrst áður en við tökum upp
opnara hagkerfi, heldur sé opnun
hagkerfisins og almennari mark-
aðsbúskapur forsenda þess að við
getum ráðið bót á þeim verðbólgu-
vandamálum sem við höfum átt við
að glíma."
Jóhannes segir að afar lítil rök
séu fyrir þeim sjónarmiðum, sem
oft heyrast, að samanburður
íslenska hagkerfisins við aðstæður
erlendis eigi ekki við vegna smæðar
þess og sveiflukennds efnahagslífs.
Víða erlendis væru jafnmiklar
sveiflur í gjaldeyris- og þjóðartekj-
um. Til dæmis í Noregi eftir að ol-
ían kom til þar. Frjáls viðskipti við
útlönd skiptu í raun og veru lítil
ríki meira máli en hin stærri vegna
þess að þau væru háðari gjaldeyri-
sviðskiptum og alþjóðlegri verka-
skiptingu.
Vaxandi samkeppni á
alþjóðamarkaði
Hann segir að þessi þróun í átt
til virkari markaðsbúskapar og opn-
ari viðskipta milli landa muni í
framtíðinni valda aukinni sam-
keppni. Það muni eflaust valda því
að þróunarríkin sem hafi yfir miklu
og ódýru vinnuafli að ráða muni
snúa sér í auknum mæli að vinnu-
aflsfrekum útflutningsiðnaði, en
sérhæfing sem byggi á hátækni og
fjármagni muni að sama skapi auk-
ast í Vestur-Evrópu að líkindum.
Tvö vandamál verði efst á baugi í
stað ágreinings um hagstjórnarað-
ferðir, annars vegar mengun og
umhverfismál og hins vegar bilið
milli fátækra og ríkra þjóða. At-
hyglisvert væri að hagvöxtur í þeim
ríkjum Asíu sem hefðu farið inn á
braut iðnvæðingar og markaðs-
búskapar hefði verið verulega meiri
en iðnríkjanna. Þó það væri afai
mikilvægt að áframhald yrði á fjár-
magnsflutningum frá iðnríkjum til
þróunarríkjanna sýndi þetta, að þai
væri efnahagsstefna þróunarríkj-
anna sjálfra, sem væri mestu ráð-
andi um hvernig þeim miðaði fram.
Skilyrði til hagvaxtar í þessum
löndum væru mjög mikil vegna
þess að þau ættu svo mörg tæki-
færi til atvinnu- og tækniþróunar
enn ónýtt.
HJ
sama rétt og karlar hafa hvað varð-
ar eignarrétt á jörðum, starfsþjálf-
un og lánveitingar. Þetta hefði
síðan stuðlað að „kraftaverki í land-
búnaðinum", því framleiðslan hefði
aukist stórlega. Nú væru Zimbab-
we-búar ekki lengur háðir matvæla-
aðstoð erlendra ríkja, heldur flyttu
þeirþau út.
„Ég tel að leiðtogar þriðja heims
ríkja geti lært mjög mikið á því sem
gerðist í Zimbabwe. Stjórnvöld þar
hafa sannað fyrir þriðja heiminum
að hægt er að auka matvælafram-
leiðsluna með því að fjárfesta í kon-
um. Þetta er hægt með því að sjá
þeim fyrir nauðsynlegum áhöldum
og tækjum, fræjum, starfsþjálfun
og fleiru. Ég vona að ríkisstjórnir,
hjálparstofnanir og alþjóðasamtök
fari að dæmi stjórnvalda í Zimbab-
we og taki meira tillit til framlags
kvenna til matvælaframleiðslunnar.
Þótt viðhorfin hafi breyst og viljinn
sé fyrir hendi hefur staðið á fram-
kvæmdum," sagði sendifulltrúinn.
Skuldavandinn — böl
kvenna og barna
„Skuldavandi þriðja heims ríkja
hefur komið illa niður á konum.
Fjölmiðlar hafa gefið þessu lítinn
gaum, sjá þetta aðeins frá sjónar-
hóli kauphallarinnar í New York.
Þeir sinna ekkert þeim slæmu af-
leiðingum sem skuldavandinn hefur
á venjulega þorpsbúa í þriðja heim-
inum. Við hjá UNIFEM höfum til
að mynda fylgst með því hvaða
áhrif þessi kreppa hefur á heilsu-
gæsluna í þróunarlöndunum.
Stjórnvöld í þessum löndum reyna
að borga lánin og segjast ekki geta
sent fleiri lyf til dreifingar.
Malaría er mjög algeng í þróun-
arlöndunum. Við barni, sem þjá<st
Það tekur konur í Burkina Faso allt að sex klukkustundir á degi
hverjum að bera vatn heim til sín. Þessar hjólbörur, sem taka fjórar
vatnsfðtur, stytta þann tíma verulega og gera konunum kleift að afla
sér menntunar og meiri tekna til að framfleyta fjölskyldum sínum.
Þessi tækninýjung eykur einnig sjálfstraust þeirra þar sem því fylgir
ákveðin virðing að eiga sitt eigið tæki.
af þessum sjúkdómi, blasir ekkert
annað en dauðinn eigi móðirin ekki
peninga til að kaupa lyf. Útgjöld
flestra ríkja þriðja heimsins til heil-
brigðis- og menntamála hafa
minnkað um helming á undanförn-
um tíu árum. Afleiðingarnar eru
þær að konurnar þurfa sjálfar að
sjá börnum sínum fyrir lyfjum og
menntun. Þannig þurfa konurnar í
þessum löndum að axla meiri byrð-
ar en áður og verst kemur skulda-
vandinn auðvitað niður á börnun-
um," sagði Asiyo.
Áhugi á stoftiun
styrktarfélags
Sendifulltrúinn ræddi meðal ann-
ars við embættismenn í utanríkis-
ráðuneytinu, starfsmenn Þróunar-
samvinnustofnunar íslands og þing-
menn. UNIFEM byggir starfsemi
sína á frjálsum framlögum ríkja og
samtaka og íslensk stjórnvöld
hættu að veita hjálparsjóðnum fjár-
stuðning árið 1985. Það ár nam
stuðningurinn 6.000 Bandaríkjadöl-
um, eða um 360.000 ísl. kr.. Á árun-
um 1976-85 nam hann alis 31.000
dölum, eða 1,9 milljónum ísl. kr.
„Við vonum að íslendingar sjái sér
fært að styðja UNIFEM, því þótt
íslenska þjóðin sé fámenn gæti
stuðningur hennar verið þungt á
metunum. Hin Norðurlöndin hafa
átt mikinn þátt í að bæta kjör
kvenna í þriðja heiminum og við
vonum að íslendingar leggi einnig
sinn skerf af mörkum," sagði Asiyo.
Sendifulltrúinn ræddi einnig við
íslenskar konur og kvaðst hafa orð-
ið vör við mikinn áhuga á stofnun
félags hér á landi til styrktar
UNIFEM. „Slík félög hafa verið
stofnuð í flestum Norðurlandanna.
Ég bind miklar vonir við að slíkt
félag verði stofnað hér til að stuðla
að öflugri starfsemi UNIFEM,"
sagði sendifulltrúinn.
Phoebe Muga Asiyo var á þingi
Kenýu 1979-88 og fulltrúi á alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóðanna
1966-71. Hún var skipuð sendifull-
trúi UNIFEM í fyrra.
Þing lista-
manna í
Viðey
BANDALAG íslenskra lista-
manna efnir til þings fyrir
listamenn í Viðeyjarstofu
laugardaginn 28. október.
Þingið hefur yfirskriftina:
„Listamaðurinn sem læri-
meistari - Listaháskóli."
Þingið hefst kl. 13.30 í kjölfar
aðalfundar sem verður um
morguninn. Dagskrá lista-
mannaþingsins er eftirfarandi:
Forseti BÍL, Brynja Bene-
diktsdóttir, setur þingið. Guðrún
Ágústsdóttir, aðstoðarmaður
menntamálaráðherra, flytur
ávarp. Stutt erindi flytja: Ragnar
Arnalds, Rithöfundasambandi
íslands, Edda Óskarsdóttir,
Sambandi íslenskra myndlistar-
manna, Halldór Haraldsson, Fé-
lagi íslenskra tónlistarmanna,
Erlingur Gíslason, Félagi
íslenskra leikara, Messíana
Tomasdóttir, FÍL (leikmynda-
teiknaradeild), Baldur Hrafnkell
Jónsson, Félagi kvikmyndagerð-
armanna, María Kristjánsdóttír,
Felagi leikstjóra á íslandi,
Hjálmar H. Ragnarsson, Tón-
skáldafélagi íslands, Nanna Ól-
afsdóttir, Félagi íslenskra list-
dansara, Njörður P. Njarðvík,
RSÍ, og Stefán Benediktsson,
Arkitektafélagi íslands.
Að erindunum loknum verða
frjálsar umræður og sitja fram-
sögumenn fyrir svörum. Um-
ræðum stjórna Einar Kárason
og Sigrún Valbergsdóttir.
-i