Morgunblaðið - 27.10.1989, Síða 21

Morgunblaðið - 27.10.1989, Síða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. [ lausasölu 90 kr. eintakið. Yandræði á norðurslóðum Nú í októbermánuði hafa birst ýmsar fréttir á for- síðu Morgunblaðsins, sem benda til þess að við mikinn efnahagsvanda sé að etja hjá nágrönnum okkar íslendinga á norðurslóðum, í Norður-Noregi, Færeyjum og á Grænlandi. Hinn þriðja október var skýrt frá því, að Grænlendingar yrðu að herða sultarólina, jafnt óbreyttir borgarar sem hið op- inbera. Var þetta inntakið í ræðu Jonathans Motzfeldts, formanns grænlensku land- stjórnarinnar, þegar hann setti landsþing Grænlendinga. Til þess að spara opinber útgjöld hafa stjórnvöld á Grænlandi kynnt þá hugmynd, að starf- semi opinberra félagsmálasjóða verði hætt í fjóra sumarmán- uði, frá 1. maí til 31. ágúst. Aðeins verði inntar af hendi greiðslur til sjúklinga og kvenna í fæðingarorlofi, allt verkfært fólk eigi að geta séð sér og sínum farborða. Hinn ellefta október var sagt frá því, að í Færeyjum væri landstjómin að kanna hvort fara mætti niðurfærsluleið tilað auka samkeppnishæfni útflutn- ingsgreina. Á stjórnskipuð nefnd að athuga hveijar yrðu afleiðingar 20% launalækkun- ar. Jafnframt yrðu skattar lækkaðir þannig að ráðstöfun- arfé almennings yrði ekkert minna að raungildi eftir launa- lækkunina, sem gerði fyrir tæki í sjávarútvegi samkeppnisfær. Færeyska lögþingið hefur sam- þykkt hækkanir á tollum og álögum til að draga úr neyslu. Hinn sautjánda október var frétt um að í Færeyjum gætti nú vaxandi atvinnuleysis og í Þórshöfn hefðu 10 manns misst vinnuna dag hvern síðustu tvo mánuði. Hinn áttunda október var sagt frá því, að æ bærust ugg- vænlegri fréttir í Noregi um ástand fiskistofna í Barents- hafi. Telji norskir og sovéskir fiskifræðingar ekki veijandi að hefja loðnuveiðar að nýju fyrr en árið 1992. Komu þessar upplýsingar fram aðeins nokkr- um dögum eftir að Alþjóðahaf- rannsóknaráðið lagði til að þorskveiðar í Barentshafi yrðu minnkaðar niður í 100.000 tonn á ári úr 300.000 tonnum. í þessari frétt sagði 'meðal ann- ars: „Þessar upplýsingar eru mikið áfall fyrir íbúa Norður- Noregs, þar sem þúsundum verkamanna í fiskiðnaði hefur verið sagt upp störfum. Norska stjórnin héfur því skipað nefnd til að leggja fram tillögur fyrir 15. nóvember um hvernig bregðast eigi við kreppunni í Norður-Noregi.“ Er þetta árétt- að í forsíðufrétt Morgunblaðs-. ins síðastliðinn sunnudag, 22. október, þar sem segir að . líklega missi 15.000 manns vinnuna í Norður-Noregi og ótti sé við mikinn fólksflótta þaðan suður á bóginn. í þessum þremur tilvikum er um að ræða samfélög sem eiga mikið undir útgerð og fisk- vinnslu. Aðstæður er ekki unnt að bera alfarið saman, en hitt er ljóst að þessi samfélög eiga öll í miklum erfiðleikum með að standa á eigin fótum og hafa ekki staðið án stuðnings annarra í einni eða annarri mynd. Það eru stjórnvöld í Ósló sem þurfa að takast á við byggðavandann í Norður-Nor- egi og Norðmönnum er öllum mikið kappsmál að þar verði ekki landauðn. Sendimenn frá stjómvöldum í Kaupmannahöfn hafa rannsakað vanda Færey- inga og Grænlendinga og leggja á ráðin um hvemig við honum skuli bmgðist. Em það ekki síst þeir sem telja að opinber útgjöld landssjóðanna séu of mikil og skuldir þeirra of háar. Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, segir í Morgunblaðssam- tali í gær að íslendingar geti lært mikið af umræðum um vandann í Norður-Noregi svo sem um hmn fiskistofna og að spár fiskifræðinga standist ekki. Þá telur hann að meðal annars þurfi að endurskoða reglur sem banna löndun er- lendra fískiskipa hér á landi og reyna að fá þau til að Ieggja hér upp afla til að halda uppi atvinnu. Þau vandamál sem við eigum við að etja í þjóðarbúskap okkar em að mörgu leyti lík því sem glímt er við í næsta nágrenni okkar fyrir austan okkur og vestan. Við getum hins vegar ekki skotið honum til neinna annarra og verðum alfarið að leysa hann eftir þeim leiðum sem okkur em færar. I því efni er skynsamlegt að draga úr vægi sjávarútvegs með því að efla stóriðju og orkufrekan iðn- að um leið og unnið er að því að gera útgerð og fiskvinnslu arðbærari. Nauðsyn að auka markaðsbúskap ef við eigum ekki að einangrast - segir Jóhannes Nordal, seðlabankasljóri, sem nýverið sat aðalfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins JÓHANNES Nordal, seðlabankastjóri, sat aðalfundi Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og Alþjóðabankans í Washington í lok síðasta mánað- ar, þar sem gerð var heildarúttekt á þróun efhahagsmála í heimin- um undanfarið og hvers væri að vænta í nánustu framtíð. Skömmu áður hafði Jóhannes einnig setið alþjóðlegan fund um orkumál, þar sem fjallað var um horfumar framundan í þeim efnum og atriði sem tengjast orkumálum, svo sem mengun og umhverfís- spjöll vegna orkunotkunar. Langt samfellt hagvaxtartímabil „Menn voru yfirleitt nokkuð bjartsýnir á ástandið í efnahags- málum og horfurnar framundan. Það er allt útlit fyrir áframhaldandi þokkalegan hagvöxt á næsta ári, sérstaklega í iðnríkjunum, og það er vert að undirstrika að að baki er þegar óvanaiega langt hagvaxt- artímabil. Síðustu sex til sjö ár hefur verið stöðugur hagvöxtur í iðnríkjunum og ekki sérstakar horf- ur að það breytist, að minnsta kosti ekki á næstu einu til tveimur árum. Þó búast menn við að hagvöxtur verði heldur minni í ár en á síðasta ári þegar hann var 4%, sem er það mesta sem hann hefur orðið á und- anförnu tíu ára tímabili. Það er enginn vafi á því að þessum mikla hagvexti fylgdi, einkum á síðasta ári, aukin þensla og tilhneiging til verðbólgu sem síðan hefur leitt til verulegra vaxtahækkana. Markmið efnahagsstjórnar nú er að draga úr þenslunni og þeirri auknu verð- bólgu sem henni hefur fylgt með aðhaldsaðgerðum í peningamálum og hærri vöxtum, án þess að veru- lega dragi úr hagvexti. Teikn eru á lofti um að þetta sé að takast og að nú sé að draga úr þeirri verð- bólgu sem fór að bera á síðari hluta árs 1988, en þessar aðhaldsaðgerð- ir hafa kostað hækkun vaxta víðast í iðnríkjunum á bilinu 2-4% á und- anförnum 12 mánuðum," sagði Jó- hannes í samtali við Morgunblaðið aðspurður um það 'helsta sem kom- ið hefði fram á þessum fundum. Orkuskortur ekki lengur áhyggjuefui Skýringarnar á þessu langa sam- fellda hagvaxtartímabili segir hann margar, svo sem betri samræming hagstjómar í helstu iðnríkjunum og meiri stöðugleiki í kjölfar þess að tókst að hemja þá miklu verðbólgu- öldu sem fylgdi í kjölfar seinni orku- kreppunnar, sem skall á 1979. Þá hafi olíuverð rúmlega þrefaldast og í kjölfarið hafi fylgt mikil verðbólga og efnahagssamdráttur á fyrstu árum þessa áratugar. Flest ríki hafi bmgðist við með hörðum gagnráðstöfunum, sem hefðu lagt gmnninn að stöðugleika síðustu ára. Nú tíu ámm síðar sé ólíkt um að litast bæði í efnahagsmálum og ekki síður í orkumálum. Verðbólga væri ekki nema þriðjungur til helm- ingur af því sem hún var fyrir tíu ámm, olíuverðið þriðjungur og horf- urnar varðandi þetta hvort tveggja mun betri en þá vora. Það væri til dæmis athyglisvert sem komið hefði fram á þessari orkuráðstefnu að menn hafa ekki lengur áhyggjur af orkuskbrti og jafnvel ekki olíu- skorti í fyrirsjáanlegri framtíð. „Vandamálin sem menn standa frammi fyrir era fyrst og fremst vaxandi kostnaður við að draga úr mengun umhverfisins vegna notk- unar kola og olíu sem orkugjafa. Þó þessi kostnaður eigi vafalaust eftir að valda hækkun á orkuverði hægt og sígandi, þá era engar sjá- anlegar efnahagslegar ástæður til að óttast orkukreppur eins og þær sem heimurinn gekk í gegnum á áttunda áratugnum." Fjárlaga- og viðskiptahalli Bandaríkjanna mesta vandamálið „Yfirleitt má segja að mesta vandamálið á sviði alþjóðlegrar hagstjómar sé enn sem fyrr við- skipta- og íjárhagshallinnn í Bandaríkjunum. Og ég held að ýmsir hafi orðið fyrir vonbrigðum með að nýr forseti og ný stjórn í Bandaríkjunum hafi ekki tekið ákveðnar á þeim málum,“ segir hann aðspurður um hvaða blikur séu helst á lofti. Veraleg vandamál séu einnig óleyst hvað varði skuldabyrði ýmissa þróunarríkja, þó þau séu nú miklu minni hlutfallslega en þau vora fyrir nokkram áram. „Sú hætta vofði þá yfir að greiðsluerfið- leikar vanþróuðu landanna gætu haft í för með sér veralega erfið- leika í rékstri margra stórbanka á Vesturlöndum og jafnvel valdið fjárhagslegu hrani þeirra. Þessi hætta virðist nú að mestu Iiðin hjá, því hlutfallslega hefur dregið úr þessum skuldum og bankarnir hafa fengið ráðrúm til að setja til hliðar á afskriftarreikninga verulegar fjárhæðir til þess að mæta hugsan- legu tapi. Ennþá er skuldavandi einstakra ríkja mikill, en hann er nú fremur svæðisbundinn og ógnar ekki lengur ijármálakerfinu í heild, eins og hann óneitanlega gerði fyr- ir svona fimm til sex árum.“ Afstaðan til hagstjórnar hefiir breyst Jóhannes segir að á undanförn- um árum hafi orðið miklar breyting- ar á afstöðu manna til hagstjórnar. „Það hefur aldrei komið ' skýrar fram en núna hve almennt fylgi er að verða í heiminum við það að byggja hagstjóm fýrst og fremst á því að opna markaði fýrir erlendri samkeppni og draga úr hvers lags höftum á milli landa, bæði á sviði vöraviðskipta, þjónusutu og Ijár- magnshreyfinga. Sömuleiðis að efla markaðsbúskap í innlendri hag- stjóm á kostnað ríkisafskipta, hvort sem það er í formi ríkisrekstrar eða beinna áhrifa á rekstrarskilyrði með niðurgreiðslum eða öðram fjár- hagslegum styrktaraðgerðum. Ástæðan er auðvitað fyrst og fremst sú að þau lönd sem hafa treyst á ríkisafskipti eða jafnvel fullkominn áætlunarbúskap hafa dregist aftur úr efnahagslega og ekki náð þeim hagvexti sem orðið hefur í þeim löndum sem hafa haft fijálsari viðskipti og víðtækari markaðsbúskap." Hann segir að mörg dæmi um þetta hafi verið nefnd á fundunum. Til dæmis hafi Ný-Sjálendingar gjörbreytt um stefnu í þessum efn- um. Þeir hefðu afnumið allar höml- ur í viðskiptum við önnur lönd. Þannig hafí þeir gefið fjármagns- hreyfingar á milli landa fijálsar, Jóhannes Nordal, bankastjóri Seðlabanka Islands. sem og vexti og gengisskráningu. Þá hafi þeir styrkt ríkisfjármálin veralega meðal annars með því að hætta öllum niðurgreiðslum og styrkjum til landbúnaðar og ann- arra atvinnuvega, en þeir hafi num- ið mjög verulegum upphæðum áður. „Þessar aðgerðir voru erfiðar í fyrstu, en eru nú farnar að skila árangri í mun minni verðbólgu og meiri framleiðni í landinu. Á hlið- stæðan hátt hafa lönd eins og Spánn, Portúgal og auðvitað Norð- urlöndin aukið mjög fijálsræði í viðskiptum við önnur lönd. Sé litið til þróunarlandanna hefur kannski óvíða komið skýrar fram en þar hve mikla þýðingu fijáls markaðsbú- skapur hefur fyrir hagvöxt. Sér- staklega hafa löndin í Suðaustur- Asíu verið með hagvöxt sem er langt yfir því sem gerist í öðram þróunarlöndum, en mörg þeirra hafa tekið upp markvissan mark- aðsbúskap. Því hafa fleiri og fleiri þróunarlönd farið inn á þessa braut á undanfömum áram. Það er til dæmis athyglisvert að ný ríkisstjórn Perónistaflokksins í Argentínu virð- ist hafa valið þessa leið í hagstjórn, þó það hafí verið þeir sem á sínum tíma leiddu Argentínumenn inn á braut vaxandi ríkisafskipta- og komu á kerfi sem dró verulega úr fijálsræði í viðskiptum þeirra við önnur lönd,“ segir Jóhannes. Ótrúlegar breytingar í Austur-Evrópu Hann tekur einnig dæmi af Jamaica. Þar sé nýr forsætisráð- herra kominn til valda, sem hafí raunar hrökklast frá völdum fyrir um það bil áratug eftir að hafa leitt Jamaica-búa út í mikla efnahags- erfiðleika, meðal annars vegna mjög mikilla ríkisafskipta. Nú fylgi þessi maður allt annarri efnahags- stefnu og muni reyna að tengja hagkerfi sitt hagkerfum Vestur- landa, sérstaklega Bandaríkjanna, miklu nánari böndum en hann hafi gert þegar hann var við stjórnvölinn fyrir tíu áram. „Þá eru enn ónefndar þær ótrú- legu breytingar sem orðið hafa á afstöðunni gagnvart markaðsbú- skap í Austur-Evrópu. Þær þjóðir eiga fæstar aðild að Alþjóðabank- anum eða Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um og því kom sú umræða ekki mikið inn á þann vettvang. Pólveij- ar urðu þó fyrir nokkram áram aðilar að þessum stofnunum. Fjár- málaráðherra Pólveija var einmitt á þessum fundi til þess að koma af stað viðræðum við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn um nýjar efnahagstil- lögur og breytingar á efnahags- starfseminni í Póllandi. Einhveija næstu daga eru að heljast viðræður þar í landi um þátttöku þessara stofnana í mörkun nýrrar efnahags- stefnu og fjármögnun hennar." Jóhannes segir að söguleg tengsl Austur- og Vestur-Evrópu séu svo mikil, auk nálægðarinnar, að við- skipti hljóti að verða mikil og hag- kvæm fyrir báða aðila. Hins vegar standi löndin í Austur-Evrópu frammi fyrir mjög erfiðum ákvörð- unum um hvernig breyta eigi hag- kerfinu og hversu fljótt fijáls verð- myndun og samkeppni eigi að koma í stað miðstýringar og ríkisforsjár. íslendingar að dragast aftur úr „Heildarmyndin sem maður fær er sú að þrátt fyrir að ennþá séu að sjálfsögðu margs konar ágrein- ingsefni um stjórn efnahagsmála og þær áherslur sem varða til dæm- is félagsleg útgjöld eða skattlagn- ingu ólíkra hópa þjóðfélagsins og margt fleira era viss grundvallarat- riði í hagstjórn að verða svo al- mennt viðurkennd að ótrúlegt má telja þó maður líti ekki til saman- burðar nema svo sem tíu ár aftur í tímann. Áhersla á fijáls markaðs- viðskipti á sem flestum sviðum er sjónarmið sem er að verða nánast einrátt sem markmið og það er ótrú- leg breyting á ekki lengri tíma. Það er jafnvel freistandi að orða þetta svo, að deilunum milli þeirra, sem aðhyllast markaðsbúskap, og hinna, sem trúa á ríkisforsjá og áætlunar- búskap, sé nú endanlega lokið með sigri hinna fyrrnefndu." Aðspurður hvar ísland stæði í þessu tilliti, segir Jóhannes, að við hefðum í meginatriðum verið að fikra okkur áfram á þessari braut alveg frá því frjáls viðskipti vora tekin upp af viðreisnarstjóminni árið 1960. „Á hinn bóginn, ef við lítum í kringum okkur til þeirra landa sem næst okkur standa í efnalegu tilliti, eram við óneitanlega enn nokkkuð á eftir og upp á síð- kastið að dragast aftur úr hvað þessa þróun varðar. Við erum ennþá með meiri höft í gjaldeyrismálum en tíðkast í nokkru öðra landi í Vestur-Evrópu, og hér eru meiri styrkir til landbúnaðar og ríkisaf- skipti af atvinnulífi en gengur og gerist annars staðar. Það er okkur mikil nauðsyn, ef við eigum ekki að einangrast efnahagslega, hvort sem litið er til Evrópu eða Norður- Ameríku, að vera þátttakendur í þróuninni og draga úr þeim mun sem er nú fyrir hendi í þessum efn- um. Það er sláandi munur á þeim sjónarmiðum sem maður verður var við annars staðar á Vesturlöndum og á íslandi. Hér er ennþá mikið deilt um hvort æskiiegt sé að beita þeim hagstjórnartækjum sem þykja sjálfsögð erlendis. Það hefur verið mín skoðun að við getum ekki beð- ið eftir því að leysa verðbólguvand- ann fyrst áður en við tökum upp opnara hagkerfi, heldur sé opnun hagkerfisins og almennari mark- aðsbúskapur forsenda þess að við getum ráðið bót á þeim verðbólgu- vandamálum sem við höfum átt við að glíma." Jóhannes segir að afar lítil rök séu fyrir þeim sjónarmiðum, sem oft heyrast, að samanburður íslenska hagkerfisins við aðstæður erlendis eigi ekki við vegna smæðar þess og sveiflukennds efnahagslífs. Víða erlendis væra jafnmiklar sveiflur í gjaldeyris- og þjóðartekj- um. Til dæmis í Noregi eftir að ol- ían kom til þar. Fijáls viðskipti við útlönd skiptu í raun og vera lítil ríki meira máli en hin stærri vegna þess að þau væra háðari gjaldeyri- sviðskiptum og alþjóðlegri verka- skiptingu. Vaxandi samkeppni á alþjóðamarkaði Hann segir að þessi þróun í átt til virkari markaðsbúskapar og opn- ari viðskipta milli landa muni í framtíðinni valda aukinni sam- keppni. Það muni eflaust valda því að þróunarríkin sem hafi yfir miklu og ódýru vinnuafli að ráða muni snúa sér í auknum mæli að vinnu- aflsfrekum útflutningsiðnaði, en sérhæfing sem byggi á hátækni og fjármagni muni að sama skapi auk- ast í Vestur-Evrópu að líkindum. Tvö vandamál verði efst á baugi í stað ágreinings um hagstjórnarað- ferðir, annars vegar mengun og umhverfísmál og hins vegar bilið milli fátækra og ríkra þjóða. At- hyglisvert væri að hagvöxtur í þeim ríkjum Asíu sem hefðu farið inn á braut iðnvæðingar og markaðs- búskapar hefði verið verulega meiri en iðnríkjanna. Þó það væri afai mikilvægt að áframhald yrði á fjár- magnsflutningum frá iðnríkjum til þróunarríkjanna sýndi þetta, að þai væri efnahagsstefna þróunarríkj- anna sjálfra, sem væri mestu ráð- andi um hvernig þeim miðaði fram. Skilyrði til hagvaxtar í þessum löndum væra mjög mikil vegna þess að þau ættu svo mörg tæki- færi til atvinnu- og tækniþróunar elm ónýtt. HJ Sendifulltrúi UNIFEM í heimsókn á íslandi: Konur annast 80% fram- leiðslu smábúa í Afríku Skorar á stjórnvöld og hjálparstoftianir að hundsa ekki þátt kvenna í matvælaframleiðslu þróunarlanda PHOEBE Muga Asiyo, sendifulltrúi UNIFEM, Hjálparsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, var hér á landi í fyrri viku til að kynna stjórn- völdum, samtökum og einstaklingum starfsemi sjóðsins. Asiyo sagði í samtali við Morgunblaðið að konur önnuðust 70% framleiðslu smábúa í þróunarlöndunum og í Afríku væri hlutfallið enn hærra, eða 80%. Ekki væri unnt að auka matvælaframleiðsluna I þessum löndum nema þáttur kvenna í henni yrði metinn að verðleikum. Islendingar hættu að veita hjálparsjóðnum fjárstuðning árið 1985 og kvaðst Asiyo vona að íslensk stjórnvöld sæju sér fært að styðja sjóðinn á ný. Allsheijarþing Sameinuðu þjóð- anna stofnaði UNIFEM árið 1976 og hefur sjóðurinn það verkefni að aðstoða fátækar konur í ríkjum þriðja heimsins. Vandamálin eru mörg og oft er um líf eða dauða að tefla. „Þegar skortur er á matvælum í þriðja heiminum er hefð fyrir því að konur neiti sér um mat til að bjarga börnum sínum og eigin- mönnum frá hungurdauða. Fjöl- margar konur deyja af þessum völd- um. Ein af hveijum 14 konum í Afríku deyr eða þjáist af blóðskorti á meðgöngutíma. Á Norðurlöndum er þetta hlutfall um 1 á móti 5.000. Það ætti að vera gerlegt að leysa þessi vandamál, meðal annars með því að auka starfsþjálfun kvenna, veita þeim lán o.s.frv.. UNIFEM leggur ríka áherslu á að konunum verði gert kleift að standa á eigin fótum eftir ákveðinn tíma, geti framfleytt fjölskyldum sínum og verndað þær fyrir sjúkdómum," sagði Asiyo. Starfsþjálftin mikilvæg „Starfsþjálfun kvenna í land- búnaði er mjög mikilvæg því efna- hagur þriðja heims landanna bygg- ist að mestu á landbúnaði. Konur annast 70% framleiðslu smábúa í þriðja heims ríkjunum, 80% í Afríku. Við leggjum einnig áherslu á náttúravemd því gróðureyðingin er gífurleg og eyðimerkumar stækka æ meir. Konur eiga sinn þátt í þessu því þær höggva tré í eldivið. Við viljum auka þekkingu þeirra á umhverfinu og aðstoða þær Phoebe Muga Asiyo við að draga úr viðamotkuninni," sagði sendifulltrúinn. Asiyo sagði að þótt konur önnuð- ust 80% framleiðslu smábúa í Afríku væra þær of oft sniðgengnar þegar veitt væru lán til bænda og einnig þegar stjórnvöld gengjust fyrir námskeiðum í landbúnaði. Hún sagði að þingið í Zimbabwe hefði ákveðið árið 1981 að veita konum Það tekur konur í Burkina Faso allt að sex klukkustundir á degi hverjum að bera vatn heim til sín. Þessar hjólbörur, sem taka fjórar vatnsfötur, stytta þann tíma verulega og gera konunum kleift að afla sér menntunar og meiri tekna til að framfleyta ftölskyldum sinum. Þessi tækninýjung eykur einnig sjálfstraust þeirra þar sem því fylgir ákveðin virðing að eiga sitt eigið tæki. sama rétt og karlar hafa hvað varð- ar eignarrétt á jörðum, starfsþjálf- un og lánveitingar. Þetta hefði síðan stuðlað að „kraftaverki í land- búnaðinum“, því framleiðslan hefði aukist stórlega. Nú væra Zimbab- we-búar ekki lengur háðir matvæla- aðstoð erlendra ríkja, heldur flyttu þeir þau út. „Ég tel að Ieiðtogar þriðja heims ríkja geti lært mjög mikið á því sem gerðist í Zimbabwe. Stjórnvöld þar hafa sannað fyrir þriðja heiminum að hægt er að auka matvælafram- leiðsluna með því að fjárfesta í kon- um. Þetta er hægt með því að sjá þeim fyrir nauðsynlegum áhöldum og tækjum, fræjum, starfsþjálfun og fleira. Ég vona að ríkisstjórnir, hjálparstofnanir og alþjóðasamtök fari að dæmi stjómvalda í Zimbab- we og taki meira tillit til framlags kvenna til matvælaframleiðslunnar. Þótt viðhorfin hafi breyst og viljinn sé fyrir hendi hefur staðið á fram- kvæmdum,“ sagði sendifulltrúinn. Skuldavandinn — böl kvenna og barna „Skuldavandi þriðja heims ríkja hefur komið illa niður á konum. Fjölmiðlar hafa gefið þessu lítinn gaum, sjá þetta aðeins frá sjónar- hóli kauphallarinnar í New York. Þeir sinna ekkert þeim slæmu af- leiðingum sem skuldavandinn hefur á venjulega þorpsbúa í þriðja heim- inum. Við hjá UNIFEM höfum til að mynda fylgst með því hvaða áhrif þessi kreppa hefur á heilsu- gæsluna í þróunarlöndunum. Stjórnvöld í þessum löndum reyna að borga lánin og segjast ekki geta sent fleiri lyf til dreifingar. Malaría er mjög algeng í þróun- arlöndunum. Við barni, sem þjá'st af þessum sjúkdómi, blasir ekkert annað en dauðinn eigi móðirin ekki peninga til að kaupa lyf. Utgjöld flestra ríkja þriðja heimsins til heil- brigðis- og menntamála hafa minnkað um helming á undanföm- um tíu áram. Afleiðingarnar eru þær að konurnar þurfa sjálfar að sjá börnum sínum fyrir lyfjum og menntun. Þannig þurfa konurnar í þessum löndum að axla meiri byrð- ar en áður og verst kemur skulda- vandinn auðvitað niður á börnun- um,“ sagði Asiyo. Áhugi á stofnun styrktarfélags Sendifulltrúinn ræddi meðal ann- ars við embættismenn í utanríkis- ráðuneytinu, starfsmenn Þróunar- samvinnustofnunar íslands og þing- menn. UNIFEM byggir starfsemi sína á fijálsum framlögum ríkja og samtaka og íslensk stjórnvöld hættu að veita hjálparsjóðnum Ijár- stuðning árið 1985. Það ár nam stuðningurinn 6.000 Bandaríkjadöl- um, eða um 360.000 ísl. kr.. Á áran- um 1976-85 nam hann alls 31.000 dölum, eða 1,9 milljónum ísl. kr. „Við vonum að Islendingar sjái sér fært að styðja UNIFEM, því þótt íslenska þjóðin sé fámenn gæti stuðningur hennar verið þungt á metunum. Hin Norðurlöndin hafa átt mikinn þátt í að bæta kjör kvenna í þriðja heiminum og við vonum að íslendingar leggi einnig sinn skerf af mörkum," sagði Asiyo. Sendifulltrúinn ræddi einnig við íslenskar konur og kvaðst hafa orð- ið vör við mikinn áhuga á stofnun félags hér á landi til styrktar UNIFEM. „Slík félög hafa verið stofnuð í flestum Norðurlandanna. Ég bind miklar vonir við að slíkt félag verði stofnað hér til að stuðla að öflugri starfsemi UNIFEM,“ sagði sendifulltrúinn. Phoebe Muga Asiyo var á þingi Kenýu 1979-88 og fulltrúi á alls- heijarþingi Sameinuðu þjóðanna 1966-71. Hún var skipuð sendifull- trúi UNIFEM í fyrra. Þing lista- manna í Viðey BANDALAG íslenskra lista- manna efhir til þings fyrir listamenn í Viðeyjarstofu laugardaginn 28. október. Þingið hefúr yfirskriftina: „Listamaðurinn sem læri- meistari - Listaháskóli." Þingið hefst kl. 13.30 í kjölfar að'álfundar sem verður um morguninn. Dagskrá lista- mannaþingsins er eftirfarandi: Forseti BÍL, Brynja Bene- diktsdóttir, setur þingið. Guðrún Ágústsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, flytur ávarp. Stutt erindi flytja: Ragnar Arnalds, Rithöfundasambandi íslands, Edda Óskarsdóttir, Sambandi íslenskra myndlistar- manna, Halldór Haraldsson, Fé- lagi íslenskra tónlistarmanna, Erlingur Gíslason, Félagi íslenskra leikara, Messíana Tomasdóttir, FÍL (leikmynda- teiknaradeild), Baldur Hrafnkell Jónsson, Félagi kvikmyndagerð- armanna, María Kristjánsdóttir, Félagi leikstjóra á íslandi, Hjálmar H. Ragnarsson, Tón- skáldafélagi íslands, Nanna Ól- afsdóttir, Félagi íslenskra list- dansara, Njörður P. Njarðvík, RSÍ, og Stefán Benediktsson, Arkitektafélagi íslands. Að erindunum loknum verða fijálsar umræður og sitja fram- sögumenn fyrir svöram. Um- ræðum stjóma Einar Kárason og Sigrún Valbergsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.