Morgunblaðið - 27.10.1989, Síða 23

Morgunblaðið - 27.10.1989, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989 28 Myndlistar- sýning í Nýhöfn VALGERÐUR Bergsdóttir opn- ar sýningu á verkum sínum I Nýhöin, Hafnarstræti 18, laugar- daginn 28. október kl. 14. Valgerður stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1966-69 og 1971-73 og við Statens kunstindustri- og haandværker- skole í Ósló 1969-71. Á sýningunni í Nýhöfn eru stór- ar blýantsteikningar á pappír, flest- ar frá þessu ári. Valgerður hefur haldið nokkrar einkasýningar, síðast í Galleri Svart á hvítu, Reykjavfk, 1988 og þar áður í Stúdíói Listasafnsins í AAbo, Finnlandi, 1983, þar sem hún var valin teiknari mánaðarins. Valgerður var fulltrúi íslands á Norræna teiknitriennalnum í Svíþjóð í ágúst síðastliðnum. Hún hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis. Valgerður fékk sex mánaða starfslaun frá íslenska ríkinu á þessu ári. Sýningin, sem er sölusýning, er opin frá kl. 14-18 um helgar og frá kl. 10-18 virka daga. Henni lýkur 15. nóvember. Námskeið í Yoga og hugleiðslu ÞESSA helgi mun Sri Chinmoy- setrið gangast fyrir námskeiði í yoga og hugleiðslu í Árnagarði. Námskeiðið er ókeypis og öllum opið. Það er í sex hlutum og byijar fyrsti hlutinn í kvöld, föstudags- kvöld, kl. 20. Siðamálafundur Umræðufundur um líknar- dauða og skilmerki dauða verð- ur haldinn í Norræna húsinu í dag, fostudag, kl. 15.00. Frummælendur verða Öm Bjarnason og Sigurður Guðmunds- son. Fundurinn er opinn öllum læknum og öðrum starfsmönnum í heilbrigðisþjónustu. Bókauppboð Klausturhóla Klausturhólar Laugavegi 8 efiia til bókauppboðs laugardag- inn 28. október kl. 14. Bækurnar verða til sýnis á Laugavegi 8, 3. hæð í dag fostudag kl. 13-18. Á uppboðsskrá kennir margra grasa, ljóðmæli, fornritaútgáfur, rit eftir íslenzka höfunda, blöð og tímarit, sögubækur, náttúrufræði- rit og fleira. ITC fimdir ANNAÐ ráð ITC á íslandi heldur 21. ráðsfund sinn á morgun, laugardaginn 28. október, í Bol- ungarvík og þriðja ráðið heldur sinn fiind sama dag á Selfossi. Á fundinum í Bolungarvík mun m.a. Soffía Vagnsdóttir, tónlistar- kennari, flytja fræðslu um tónlist og Kristjana Milla Thórsteinsson, þingskapaleiðari II. ráðs, mun vera með fræðslu um störf dómara í ræðukeppni. Forseti H. ráðs er Alexía Gísladóttir. í öðru ráði ITC eru deildir frá Reykjavík, Akureyri, Mývatni og Bolungarvík, Hafnarfirði og Garðabæ. Á dagskrá þriðja ráðsfundarins á Selfossi verða venjuleg félags- mál, en einnig mun María Grönd- al, ITC Fífu í Kópavogi, segja frá landsþingi ITC í Bretlandi si. vor, Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kyn- fræðingur, vera með fræðslu og Emil Thoroddsen frá Iðntækni- stofnun segja frá námskeiðum sem haldin hafa verið fyrir konur um stofnun og rekstur fyrirtækja. Gestgjafadeild fundarins er IT- C-deildin Seljur, Selfossi, en III. ráði ITC á íslandi tilheyra einnig ITC Stjarna, Rangárþingi, ITC Embla, Stykkishólmi, ITC Þöll, Grundarfírði, ITC Ösp, Akranesi, ITC Fífa, Kópavogi og ITC Mel- korka, Reykjavík. Jónína Magnúsdóttir við eitt verka sinna. Ninný í Gallerí List JONINA Magnúsdóttir, Ninný, opnar sýningu á verkum sínum í Gallerí List, Skipholti 50B, laugardaginn 28. október kl. 15. Jónína Magnúsdóttir fæddist 1955 í Reykjavík. Hún lauk prófí frá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1978. Hún hefur einnig stundað nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og á árunum 1983- 1987 stundaði hún nám hjá dönsku listakonunni Elly Hoffmann. Þetta er önnur einkasýning Jónínu, en hún hefur áður sýnt í Danmörku. Þá tók hún þátt í IBM- sýningunni „Myndlistamenn framt- íðarinnar" á Kjarvalsstöðum 1987. Á sýningunni eru myndir unnar á flísar með postulínslitum, olíu á striga og krít á pappír. Sýningin verður opin daglega frá kl. 10.30- 18.00, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-18, til 5. nóvember. Sýningu Bjargar að ljúka Sýningu Bjargar Þorsteinsdóttur á olíukrítar- og vatnslitamyndum, sem staðið hefur yfir í sýningarsöl- um Norræna hússins, lýkur sunnu- dagskvöldið 29. október. Sýningin eropin daglega frá kiukkan 14-19. Morgunblaðið/ Úlfar Ágústsson Pétur Guðmundsson Pétur í Slunka- ríki á ísafirði PÉTUR Guðmundsson, mynd- listarmaður, opnaði nýlega 4. einkasýningu sína á ísafirði. Hann lauk námi frá Myndlistar- skólaiium í Reykjavík 1976. Flest verkin á sýningunni eru blýants- og kolateikningar en jafn- framt spreytir hann sig á krít og olíukrít. Hann sagði að það væri nauðsynlegt fyrir myndlistarmann að sýna og nú væri hann alveg þokkalega ánægður með þróunina og vildi leyfa fólki að sjá hvað væri að gerast. Sýningunni lýkur sunnudaginn 29. október. - Úlfar. Síðasta sýning á Oliver SÍÐUSTU sýningar á söngleikn- um Oliver eru nú um helgina. Synt er öll kvöld kl. 20.00 og síðdegissýningar á laugardag og sunnudag kl. 15. 36. og síðasta sýning er á sunnu- dagskvöldið og er þegar uppselt á þær sýningar sem eftir eru eins og verið hefur hingað til. Sýninga- hlé verður á stóra sviðinu þar til gamanleikurinn Lítið fjölskyldufyr- irtæki eftir Alan Ayckbourn verður frumsýndur 10. nóvember. Brynja Árnadóttir Myndlistarsýn- ing í Bjórhöllinni BRYNJA Árnadóttir sýnir nú pennateikningar í Bjórhöllinni, sem er nýr veitingastaður í verslunarhúsinu Gerðubergi. Brynja, sem er Siglfirðingur, er með sína fyrstu einkasýningu og sýnir 25 pennateikningar. Bjór- höllin er opin frá kl. 18 síðdegis. Sýningin stendur til 7. nóvember. Aðalheiður Valgeirsdóttir opnar sýningu í Ásmundarsal á morg- un, laugardaginn 28. október. Aðalheiður sýnir í Asmundarsal AÐALHEIÐUR Valgeirsdóttir opnar sýningu á graflk og þurr- krítarmyndum í Ásmundarsal við Freyjugötu á morgun, laug- ardaginn 28. október. Á sýningunni verða 36 verk, 15 þurrkrítarmyndir og 21 dúkrista. Verkin eru öll unnin á þessu ári. Aðalheiður lauk prófi frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, grafíkdeild, 1982. Þetta er fyrsta einkasýning hennar, en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sýningin stendur til 12. nóvem- ber og verður opin frá klukkan 14-20 alla sýningardagana. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 26. október. FISKMARKAÐUR hf. í Flafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heíldar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 72,00 49,00 66,62 7,573 504.488 Þorskur(smár) 50,00 50,00 50,00 0,520 25.998 Ýsa 101,00 56,00 82,48 2,538 209.338 Ýsa(smá) 20,00 20,00 20,00 0,025 500 Karfi 29,00 29,00 29,00 0,003 73 Ufsi 30,00 21,00 24,63 0,200 4.914 Steinbítur 75,00 49,00 63,64 1,424 90.592 Langa 38,00 38,00 38,00 0,224 8.493 Lúða 230,00 110,00 123,07 0,283 34.766 Keila 20,00 19,00 19,66 0,370 7.275 Tindaskata 5,00 5,00 5,00 0,024 120 Lýsa 20,00 20,00 20,00 0,083 1.660 Samtals 66,94 13,272 888.441 í dag verða meðal annars seld 4 tonn af þorski, 10 tonn af ýsu, 70 tonn af karfa, 20-30 tonn af ufsa og óákveðið magn af steinbít, löngu, lúöu og fleiri tegundum úr Víði HF og bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 77,00 45,00 61,87 17,328 1.072.151 Ýsa 93,00 61,00 79,89 12,911 1.031.518 Karfi 44,00 30,00 37,06 67,235 2.491.622 Ufsi 42,00 36,00 38,05 17,558 668.094 Steinbítur 50,00 48,00 48,37 0,867 41.940 Langa+blál. 40,00 37,00 39,78 3,677 146.267 Lúða 360,00 50,00 178,66 1,201 214.575 Sólkoli 65,00 65,00 65,00 0,1-32 8.580 Skarkoli 66,00 66,00 66,00 0,067 4.422 Keila 22,00 22,00 22,00 0,122 2.684 Skötuselur 165,00 155,00 156,91 0,790 123.960 Lax 210,00 210,00 210,00 0,103 21.630 Gellur 330,00 330,00 330,00 0,044 14.520 Samtals 47,61 123,247 5.868.115 ( dag verða m.a. seld 25 tonn af karfa 20 tonn af ufsa og óákv. magn. af þorski og ýsu úr Otto N. Þorlákssyni og fleirum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur(ósL) 82,50 45,00 64,25 15,103 970.410 Ýsa(ósl.) 90,00 40,00 81,44 17,015 1.385.771 Karfi 38,00 27,50 37,60 0,578 21.732 Ufsi 30,00 15,00 19,16 4,446 85.167 Steinbítur 48,00 15,00 37,18 0,488 18.144 Langa(ósL) 55,00 25,00 39,52 2,056 81.248 Lúða 300,00 85,00 230,50 0,562 129.423 Keila 18,00 10,00 17,10 1,729 29.566 Skata 88,00 80,00 85,71 0,170 14.570 Skarkoli 45,00 45,00 45,00 0,064 2.880 Tindaskata 10,00 10,00 10,00 0,739 7.390 Síld 10,30 9,36 9,59 34,790 333.803 Lýsa 20,00 15,00 18,33 0,150 2.750 Samtals 39,57 77,961 3.085.074 Selt var meðal annars úr Ólafi GK, Þorsteini Gíslasyni GK, Reyni GK, Sigrúnu GK, Mána HF og Jaspisi KE. ( dag verður selt óákveðið magn úr línu- og netabátum. Ársþing Landsambands hestamamiafélaga: Samkomulag LH við Eyfirðinga kynnt Rætt um reiðhöll og hrossarækt ________Hestar____________ Valdimar Kristinsson SAMKOMULAG hefúr náðst í deilu Landsambands hesta- mannafélaga og þriggja af Qórum eyfirsku hestamanna- félaganna sem gengu úr sam- tökunum fyrir rúmum tveim- ur árum. Ekki fengust upp- lýsingar um efiii samkomu- lagsins en formaður LH, Kári Arnórsson, mun kynna það á ársþingi LH sem hefst í dag á Hótel Ork í Hveragerði. Er samkomulagið gert með fyrirvara um að það verði samþykkt á ársþinginu. Ef þingfiilltrúar samþykkja samkomulagið skuldbinda stjórnir þeirra þriggja félaga, sem að samkomulaginu stóðu, til að leggja fram til- lögu um inngöngu í LH á næsta aðalfiindi hvers félags fyrir sig. Telja verður að þungu fargi verði af hestamönnum létt ef end- anlega tekst að leiða þessa deilu til lykta sem hófst í júlí 1987 þegar þáverandi stjórn LH úthlut- aði Skagfirðingum landsmótinu sem haldið verður á næsta ári. Hestamannafélögin sem standa að þessu samkomulagi eru Léttir á Akureyri, Hringur á Dalvík og Funi í Eyjafirði en Þráinn á Grenivík og Svalbarðsströnd tók ekki þátt í þessari samningsgerð. Fyrir ársþinginu nú liggja fimmtán tillögur sem er töluvert færra en verið hefur undanfarin ár. Reikna má með að samkomu- lagið við Eyfirðingana verði aðal- viðburður þingsins en hinsvegar er líklegt að aðalmálin verði um- ræður um reiðhöllina og hrossa- ræktina. Þeir Þorkell Bjamason og Kristinn Hugason hrossarækt- arráðunautar og Ágúst Sigurðs- son búfræðikandídat munu flytja erindi undir liðnum „Staða hrossa- ræktar. Hvert stefnir?" Að erind- um loknum verður kaffihlé en um klukkan 16 hefjast umræður um málefnið. Þá verða einnig með stutt erindi þeir Ólafur Schram sem mun kynna nýútkomið rit um reiðleiðir sem hann hefur unnið fyrir LH. Jónas Kristjánsson rit- stjóri mun flytja erindi um tölvu- hesta og alvöruhesta eins og hann kýs að kalla það. Iðunn Steinsdóttir Drekasaga eftir Iðunni Steinsdóttur komin út ALMENNA bókafélagið hefúr gef- ið út nýja barnabók eftir Iðunni Steinsdóttur, sem heitir „Dreka- saga“. Teikningar eru eftir Búa Kristjánsson. Sagan er 64 blaðsíð- ur og að öllu leyti unnin í prent- smiðjunni Odda. Útgáfan tengist meðal annars yfírstandandi barnabókaviku Félags íslenskra bókaútgefenda og Ríkisút- varpsins og verður bókin til sölu í bókaverslunum með 10% afslætti meðan á bamabókavikunni stendur. { fréttatilkynningu frá Almenna bókafélaginu segir að „Drekasaga" sé ævintýri um Ónnu litlu sem býr í Blikabæ og góða drekann vin henn- ar. Drekasaga hefur einnig verið gef- in út í enskri þýðingu Bernards Scrudders og nefnist á ensku The Good Dragon.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.