Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 24
u MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 27. OKTOBER 1989 ••> •><> •------1 ...... r-vt-i------'—.------1-----! < i-i ¦" t H -¦* iri' r lnl *—í—/','i.ri'^ Aðalfundur Utvegsmannafélags Norðurlands: Beygur í monnum vegna hugsanlegs aflasamdráttar -' segir Sverrir Leósson formaður KVÓTAMÁL og drög að frumvarpi til laga um stjórn fískveiða voru mikið til umræðu á aðalfundi Útvegsmannafélags Norður- lands sem var haldinn á Hótel KEA í gær. Á fundinum var kosin stjórn félagsins og var sú eldri endurkjörin og auk þess voru kosnir 40 fulltrúar á aðalfund LÍÚ sem haldinn verður í Reykjavík í næsta mánuði. Á fundinn kom Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur LIÚ og skýrði fyrir fundarmönnum hver áhrif virðisaukaskatturinn muni hafa, en Sverrir Leósson formaður Útvegsmannafélagsins sagði að menn hefðu ekki tjáð sig stíft um það mál á fundinum. „Menn hafa 'itóWííí á þessu misjafnar skoðanir, en við viljum skoða þetta betur áður en við segjum álit okkar. Það er hins vegar ljóst að skatturinn mun hafa í för með sér talsverða viðbótar- vinnu," sagði Sverrir. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ ræddi drög að frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða. Sverrir sagði norðlenska útvégsmenn ekki hafa verið ósátta við frumvarps- drögin. „Miðað við það ástand sem ríkir í þjóðfélaginu telja menn frumvarpið nokkuð viðunandi." Kvótamálin voru mikið rædd á fundinum og sagði Sverrir að beygur væri í mönnum ef enn frek- ari aflasamdráttur kæmi til. „Það er talað um skerðingu, en ekki er enn ljóst hversu mikill samdráttur- inn verður. Það var óneitanlega beygur í mönnum vegna þessa," sagði Sverrir. Stjórn Útvegsmannafélags Norðurlands var endurkjörin, for- maður er Sverrir Leósson á Akur- eyri, en aðrir í stjórn eru Kristján Asgeirsson, Húsavík, Valdimar Kjartansson, Hauganesi, Svavar Magnússon, Ólafsfírði, og Sveinn Ingólfsson, Skagaströnd. Morgunblaðið/Rúnar Þór Utvegsmannafélag Norðurlands hélt aðalfund sinn í gær og þar skýrði Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur LÍÚ áhrif virðisauka- skattsins fyrir fundarmönnum, en á myndinni má sjá þá blaða í gögn- um þar um. Laugardagskvöld: Austurlenskt kvöld Uppselt fyrir matargesti. Húsið opnað kl. 23.00. Hin frábæra hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi. Hótcl KEA Öllu starfsfólki Vöruhúss KE A var sagt upp störfum Rekstur verslananna verður endurskipulagður til að ná firam hagræðingu ÖLLU starfsfólki Vöruhúss Kaupfélags Eyfirðinga var sagt upp störfum í gær. Rúmlega 30 manns hafa starfað hjá Vöruhúsinu, sem er til húsa við Hafnarstræti 91-95. Þarna er um að ræða starfsfólk í sex deildum, járn- og glervörudeild, skódeild, sport- vöru- og ritfangadeild, liljóindeild, herradeild og vefnaðarvöru- deild. Starfshópur hefur að undanförnu umiiö að endurskipulagn- ingu á rekstri Vöruhúss KEA og hefur hann skilað tillögum sínum. Þú sva lar lestrarþörf dagsins ásjöumMoggans! Magnús Gauti Gautason kaup- félagsstjóri hélt fund með starfs- fólkinu eftir lokun verslananna í gærkvöld þar sem hann greindi frá uppsögnunum og tillögum starfshópsins varðandi endur- skipulagningu Vöruhússins. í þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram er m.a. gert ráð fyrir breyttri stjórn á Vöruhúsinu, en liður í því er ráðning nýs Vöruhús- stjóra, sem ætlað er að hafa með höndum daglega stjórn. Einnig er í tillögunum gert ráð fyrir breyttu vöruframboði og enduskipulagn- ingu á flestum þáttum í starfsemi Vöruhússins. Til að ná settum markmiðum reyndist óhjákvæmilegt að segja öllum starfsmönnum Vöruhúss KEA upp störfum og taka upp- sagnirnar gildi frá og með 1. nóv- ember. í fréttatilkynningu frá kaupfélagsstjóra kemur fram að starfsmannahald Kaupfélags Ey- firðinga muni leitast við að útvega þeim atvinnu, sem ekki hljóta end- urráðningu hjá Vöruhúsinu. Stefnt er að því að fyrir lok nóvember- mánaðar verði núverandi starfs- mönnum gerð grein fyrir hverjir verði endurráðnir. Starfsmönnum verður fækkað, en það er ein af forsendunum fyrir hagræðingu í rekstrinum. Næstu vikur verður unnið að frekari útfærslu á tillögum starfs- hópsins. TÓNLISTARSKÓLINN Á AKUREYRI Hafnarstræti 81, simi 21460 - 21788. Söngkennari Hálft starf söngkennara er laust til umsókn- ar nú þegar. Nánari upplýsingar í síma 96-21788. Skólastjóri. RfUPNAVEIDI A NORDVRLANDI VERD M. 10.050,- Innifalið m.a. flug, bíll, gisting með morgunmat og veiðileyfi íkjarrivöxnu rjúpnalandi. Allar upplýsingar: Bílaleiga Akureyri, Skeifunni 9, Reykjavík, sími 686915 MoreTinblaðið/Rúnar Þór Iðavöllur 30 ára Það var mikið um dýrðir á leikskólanum Iðavelli á Akureyri þegar haldið var upp á 30 ára afmæli hans nýlega. Upphaflega Iét Baruaverndarfélag Akureyrar byggja húsið, en árið 1975 var Akureyrarbæ gefið húsið og hefur rekið þar barnaheimili síðan. Afmælisveislur voru haldnar bæði fyrir og eftir hádegi og skemmtu krakkarnir sér hið besta. Foreldrafélag leikskólans hélt aðalfund sinn að kvöldi afmælisdagsins og síðan var boðið uppá afmæliskaffi. í ( í t i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.