Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 25
f>»or Haaoxxo guoACiUTgöH <3iöAi.iavruDHOW MORGUNBLABIÐ FÖSTUÐAGUR 27. OKTÓBER 1989 25 Pálmi Jónsson (S-Nv) um gárlagafrumvarpið: Uppgjöf við að ná jafii- vægi í ríkisfj ármálimimi Einkenni frumvarpsins eru aðhald, kerfisbreyting og aðgerðir til jöfiiunar, segir Qármálaráðherra Þetta fjárlagafrumvarp er ekki stefnuviti til stöðvunar á vexti ríkisútgjalda, sagði Pálmi Jónsson (S-Nv) við fjárlagaumræðu á Al- þingi í gær. Það sézt bezt á því að frumvarpið byggir á 16% ver- lagshækkun milli ára en gerir ráð fyrir 24,7% hækkun rekstrarút- gjalda. Útþenslan er mest hjá fjár- málaráðuneytinu, eða 51%. Verra er þó að frumvarpið er engu traustara en frumvarp að Qárlög- um líðandi árs, sem samþykkt var með 630 m.kr. rekstrarafgangi en endar í 5.000 m.kr. rekstrarhalla. Ólafiir Ragnar Grímsson Qár- málaráðherra sagði hinsvegar að frumvarpið gerði ráð fyrir óbreyttri heildarskattheimtu milli ára, raunlækkun ríkisútgjalda um 4% og raunlækkun ríkissjóðstekna um rúman milljarð króna. Ráð- herra sagði að höfuðeinkenni frumvarpsins væru aðhald, jöfn- unaraðgerðir og kerfisbreytingar. Fjárlagahalla mætt með innlendum Iánum Ólafúr Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði á Alþingi í gær, er hann mælti fyrir ijárlagafrum- varpi komandi árs, að nýr grundvöll- ur væri að skapast í íslenzku efna- hagslífi. Tíma millifærslna, skuld- breytinga og aðlögunar að raungengi væri að ljúka. Hinn nýi grundvöllur byggði á stöðugleika í gengismálum, jafnvægi í peningamálum, minnkandi verðbólgu og minnkandi viðskipta- halla. Ráðherra sagði höfuðeinkenni ljárlagafrumvarpsins felast í aðhaldi, jöfnunaraðgerðum og kerfisbreyt- ingum. Hann sagði frumvarpið stefna að 4% raunlækkun ríkisút- gjalda milli áranna 1989 og 1990. Sú lækkun segði fyrst og fremst til sín í minni ffárfestingu og lægri framlögum ýmiss konar. Skatt- heimta haldizt óbreytt frá líðandi ári. Rauntekjur ríkissjóðs lækki um rúman milljarð. Frumvarpið geri ráð fyrir þriggja milljarða króna halla sem fjármagnaður verði með innlend- um lánum - án þess að valda hækk- un vaxta. Jöfiiun og kerfisbreyting Fjármálaráðherra sagði kerfisT breytingu einkum í því fólgna að virðisaukaskattur leysti söluskatt af hólmi og nýjar reglur um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga taki gildi frá áramótum. Gert sé ráð fyrir einu skatthlut- falli á smásölustigi, sem verði 26%. Skatturinn verði að hluta til endur- greiddur á „brýnustu matvörur", þann veg að skattþyngd á þær yrði ígildi 13% skatts. Rekstur heilbrigðisstofnana og sjúkratrygginga færizt alfarið yfir á ríkið. Bygging grunnskóla, leikskóla og íþróttamannvirkja færist hinsveg- ár _yfir á sveitarfélögin. I húsnæðismálum hafa félagslegar íbúðarbyggingar forgang, sagði ráð- herra, framlag til Byggðastofnunar verði aukið um 60% í krónutölu, eytt verði óréttlæti sem viðgengizt hafi í skattamálum milli atvinnutekna og fjármagnstekna, lög um tekjuskatt verði endurskoðuð til jöfnunar og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga muni einkum starfa í þágu smárra og meðalstórra sveitarfélaga. Árangur og markmið Fjármálaráðherra tíundaði meint- an árangur af stjórnarstefnunni: 1) viðskiptahalli 1989 væri tæplega 3% í stað 3,7% á sl. ári, 2) gengisþróun hafi leitt til þess að útgerð og fisk- vinnsla séu nú rekin ofan núllsins, 3) verðbólga hafi lækkað úr 25,5% 1988 í 21,0% 1989, 4) ríkissjóðshalli hafi lækkað úr 2,8% af landsfram- leiðslu 1988 í 1,6% 1989 (var 1,2% 1986 og 1,3% 1987), 5) meira jafn- vægi sé á peningamarkaði en áður og vextir hafi lækkað. Ráðherra sagði að meginmarkmið fjárlaga fyrir komandi ár væru þijú: 1) að viðskiptahalli aukizt ekki og að verðbólga minnki, 2) að heildar- skattheimta verði óbreytt sem hlut- fall af landsframleiðslu og 3) að halli ríkissjóðs verði innan þeirra marka að hægt sé að íjármagna hann án þess að auka erlendar skuldir eða valda vaxtahækkun á innlendum lánsflármarkaði. Fjármálaráðherra veittist hart að Sjálfstæðisflokknum, sem brotið hefði meginreglur vestrænnar hag- stjórnar. „Með þessu og síðasta fjár- lagafrumvarpi,“ sagði ráðherra, „hefur verið leitast við að hverfa af þeirri braut „ga-ga-stjórnunar“ á ríkisíjármálum, sem einkenndi yfir- stjórn Sjálfstæðisflokksins á þessu sviði.“ Fjárlagaáætlanir og flárlagaveruleiki Pálmi Jónsson (S-Nv) minnti á að fjármálaráðherra hafi lagt fram frumvarp til ijárlaga fyrir líðandi ár sem gert hafi ráð fyrir 1.200 m.kr. rekstrarafgangi. Alþingi hafi afgreitt frumvarpið með 630 m.kr. rekstrar- afgangi. En hver er síðan ijárlaga- veruleikinn? Samkvæmt nýlegri spá sjálfs fjármálaráðuneytisins sé nú gert ráð fyrir að skattheimta [tekj- ur] ríkissjóðs 1989 fari 2,7 milljarða króna fram úr áætlun ijárlaga og útgjöld ríkissjóðs hvorki meira né minna en 8 milljarða fram úr áætl- un. Þannig stefni ríkissjóður í 5 millj- arða halla, þrátt fyrir um 7 milljarða króna skattahækkanir á árinu, í stað 630 m.kr. rekstrarafgangs, sem fjár- lög gerðu ráð fyrir. í ljósi þessa veru- leika sé eðlilegt að spyija hver verði niðurstaðan í ijárlagadæmi komandi árs, sem ráðherra stilli nú upp með 3.000 m.kr. halla. „Eldar loga í efiiahags- lífi þjóðarinnar" Pálmi Jónsson sagði að gorgeir fjármálaráðherra yfir meintum efna- hagsbata stjómarstefnunnar stingi í stúf við ummæli flokksbróður hans, Ragnars Arnalds, sem sagt hafi í þingræðu á dögunum: „Það loga eldar í íslenzku efna- hagslífi, sem birtast í gjaldþrotum, atvinnuleysi, lágum launum, halla á ríkissjóði og því að landsbyggðinni blæðir." Atvinnuleysi hefur ekki verið forð- að, eins og ijármálaráðherra heldur fram, sagði þingmaðurinn. Þvert á móti. Skráð atvinnuleysi fyrstu átta mánuði þessa árs er rúmlega þrisvar sintium meira en á sama tíma í fyrra og spár standa til þess að það fari enn vaxandi næstu vikurog mánuði. Þá stangast það einnig á við stað- reyndir þegar ráðherra lætur eins og viðskiptahalli við umheiminn sé úr sögunni. Spár standa þvert á móti til 10 milljarða viðskiptahalla á næsta ári. Þá stenzt sú fullyrðing heldur ekki að verðbólgan hafi verið hamin. Sam- kvæmt þjóðhagsáætlun er kaup- máttur atvinnutekna 7,5% lægri að meðaltali í ár en í fyrra og kaup- máttur bóta almannatrygginga 4-9% minni. Útþenslan mest í flár- málaráðuneytinu Pálmi Jónsson sagði fjárlagafrum- varpið sízt boða stöðvun á vexti ríki- skerfisins. Það sæist bezt á því að frumvarp, sem byggi á 16% áætlaðri verðlagshækkun milli ára, geri ráð fyrir 24,7% hækkun rekstrargjalda og 25,2% hækkun heildarlauna. Samkvæmt þessum tölum vaxi rekstrai-útgjöld ríkisins um 1,8% að raungildi, sem sé mun meira en gert var ráð fyrir við síðustu fjárlagaaf- greiðslu. Þingmaðurinn sagði að það kæmi engum á óvart að útþenslan væri mest í ijármálaráðuneytinu, eða 51%, meðan gert væri ráð fyrir 16% verð- lagsbreytingu. Þá gagnrýndi þing- maðurinn ráðningu pólitískra aðstoð- armanna einstakra ráðherra, sem ráðnir hafi verið umfram heimildir laga og reglugerðar um Stjómarráð íslands. Pálmi sagði að frumvarp sem lagt væri fram með þriggja milljarða króna halla sýndi glögglega, að ríkis- stjómin hafi gefist upp við að ná jafnvægi í ijármálum ríkisins. Hann gagnrýndi frumvarpið fyrir óljósar forsendur, sem settar væm upp með flóknum hætti og feluleik. Greinar- gerð þess sýndi og villandi saman- burð. Útþensla í ríkskerfínu komi glöggt fram í 1,8% raunhækkun rekstrargjalda. Framlög til fjárfest- ingar og viðhalds séu hinsvegar skor- in harkalega niður. Þannig sé ráð- gert að skera niður fé til Vegagerðar ríkisins um rúmar 1.000 m.kr., sem bitni ekki sízt á landsbyggðinni. Þetta fmmvarp íjármálaráðherr- ans er engu traustara en það fyrra, sagði þingmaðurinn, sem samþykkt var með 630 m.kr. rekstrarafgangi en endar í 5.000 m.kr. halla í fram- kvæmd ríkisstjómarinnar. Fmm- varpið nú er jafnvel enn götóttara en hið fyrra frumvarp ráðherrans. Frumvarp sem boðar samdrátt Málmfríður Sigurðardóttir (SK/Ne) kvað fmmvarpið boða sam- drátt í framkvæmdum, landsfram- leiðslu, launum og atvinnu en út- þenslu ríkisins; skattpíningarstefnu væri haldið uppi, sem ef til vill tjl skamms tíma bætti hag ríkissjóðs en til lengri tíma litið eyðilegði skatt- stofna. Málmfríður gagnrýndi forsendur fi'árlagafmmvarpsins á þeim gmnd- velli að spár þess væru ámóta óraunsæjar og í því síðasta, en þar hefðu spár varðandi laun, verðbólgu og gengi verið langt frá því að stand- ast. „í þessu fmmvarpi er gert ráð fyrir kaupmáttarrýmun, en munu launþegar sætta sig við það?“ Áform ríkisstjómarinnar um lækkun vaxta taldi Málmfríður ekki myndu ná fram, þar eð sú stefna ríkisstjórnar- innar að keppa við atvinnuvegina um innlent fjármagn væri höfuðorsök hárra vaxta. Málmfríður gagnrýndi harkalega ýmsa þætti ijárlaga sem hún taldi ofbjóða fólki; nefndi hún þar sem dæmi notkun sértekna Háskóla Is- lands af happdrætti til byggingar Þjóðarbókhlöðu, framkvæmdastefnu ríkisstjómarinnar almennt, lág fram- lög til umhverfisvemdar og ferða- mála og vegaframkvæmda. Málmfríður gagnrýndi það að á sama tíma og dregið væri verulega úr fjárveitingum til fjölmargra mála- flokka, hækkuðu framlög til yfir- stjórnar ráðuneyta; betra væri að veija þessum ijármunum til þarfra verkefna á vegum ráðuneytanna. Lögbrot? Hreggviður Jónsson (FH/Rn) kvað það ljóst við skoðun frumvarps- ins, að þrátt fyrir yfirlýsingar ráð- herra um hið gagnstæða bæri það ekki í sér spamað, vöruskiptajöfnuð- ur væri ekki hagstæður, erlendar skuldir hefðu aukist og ríkisútgjöld aukist. Hreggviður gagnrýndi harkalega það sem hann kallaði lögbrot ríkis- stjórnarinnar varðandi Þjóðarbók- hlöðuskattinn svokallaða, en aðeins 34% af þeirri skattheimtu hefðu skil- að sér til bókhlöðunnar. Taldi Hregg- viður að á grundvelli þess að um sérstök lög væri að ræða og skatt- heimtu til sérstaks verkefnis, ættu skattgreiðendur endurkröfurétt á ríkið. Taldi hann það vera spurningu hvort ekki hefði verið um brot á stjórnarskránni að ræða. Hreggviður taldi fjármálastjórn ríkisstjórnarinnar ekki til eftir- breytni; vextir væru 2% hærri en ella vegna ásælni ríkisins í lánsíjár- magn. Taldi þingmaðurinn rétt að stjórnarliðar fæm í læri til Reykjavíkurborgar í íjármálastjórn og framkvæmdum. Þingmenn afþakki launahækkun Ásgelr Hannes Eiríksson (B/Rv) taldi ijárlög næsta árs vera erfíð við- ureignar; þau væru bam síns tíma: sparnaður og niðurskurður. En á sama tíma og framlög til ýmissa þátta væru skorin niður eða alveg afnumin, þar á meðal líknarmála og á sama tíma og spáð væri að 5.000 gjaldþrot yrðu á þessu ári, hefði eng- inn þmgnrnðm- á móti því að laun þingmanna yrðu hækkuð. „Hvemig eigum við að láta fjárlögin líta sann- færandi út,“ spurði Ásgeir og lagði til að þingmenn afþökkuðu launa- hækkunina. Ef það væri of seint, væri rétt að láta hækkunina renna til þeirra líknarmála sem fyrir niður- skurði hefðu orðið. Alexander Stefánsson (F/VI) taldi margt óljóst í fjárlagafrum- varpinu varðandi verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og uppgjör þar á milli. Þar yrði að fást skynsamleg niðurstaða. Alexander kvaðst og hafa orðið fyrir vonbrigðum með frumvarpið, að því er varðaði greiðsluf til bænda samkvæmt búfjárræktar- og jarð- ræktarlögum og kvaðst treysta því að ríkisstjómin gæti fundið leiðir til að leysa það mál. Alexander gagnrýndi einhig þau ummæli í greinargerð fjárlagafrum- varpsins að húsbréfakerfínu væri" ætlað að taka við almenna húsnæðis- lánakerfinu; þessum kerfum hefði við afgreiðslu húsbréfakerfisins verið ætlað að starfa hlið við hlið. Taldi hann að með slíkri stefnubreytingu væri verið að koma aftan að hlutun- Stefiit í hækkun á kjötverði Eglll Jónsson (S/Al) gagnrýndi margt í frumvarpinu, en flest í frum- varpinu taldi hann þó vera smámuni við hliðina á þeirri stórfelldu aðför^ að landbúnaði og bændum sem hann taldi í frumvarpinu felast og fæm þvert gegn búfjárræktar- og jarð- ræktarlögum. Benti hann á að fjár- lögin gerðu ráð fyrir 110 milljóna króna greiðslum til bænda vegna framkvæmda á þessu og næsta ári á sama tíma og það lægi fyrir að vangoldnar greiðslur til bænda næmu 211 milljónum. Egill tók einnig til umfjöllunar ummæli stjómarliða við umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra og þau ummæli fjármálaráðherra að mat- vöruverð ætti að lækka við skattkerf- isbreytinguna um næstu áramót. Benti Egill á að miðað við að svipuð.. verðlagsþróun yrði á næsta ári og miðað við það að niðurgreiðsluhlut- fall lækkaði væri ljóst að verð á dilka- kjöti myndi hækka um 10% en ekki lækka um 10% eins og ríkisstjómin ætlaði sér. Ríkissjóður ásælist happdrætti Háskólans Birgir ísl. Gunnarsson (S-Rv) sagði að fmmvarpið gerði ráð fyrir að færa hluta af tekjum happdrættis Háskólans til Þjóðarbókhlöðu, þvert á lög um happdrættið. Hinsvegar væri sérskattur til Þjóðarbókhiöð- unnar hirtur að hluta í ríkissjóðinn. Hér væri fjármálaráðherra að seilast um bakdyr til happdrættis Háskól- ans. Velunnarar skóians á þingi þyrftu að koma í veg fyrir þessa aðför að byggingarfé skólans. Þing- maðurinn gagnrýndi og hringlanda- hátt ráðherra menntamála og fjár- mála gagnvart Lánasjóði íslenzkra námsmanna. Skortir hið góða eftirdæmið Friðjón Þórðarson (S-Vl) sagði nauðsynlegt að fara vel með fjár- muni sem sóttir væm til skattborgar- anna. Á skorti að forsjármenn ríkis- ins gengju á undan með góðu eftir- dæmi fyrir þegnana í aðhaldi og spamaði. Hann minnti á að fjárlög ársins 1987 hefðu gert ráð fyrir 27 m.kr. rekstrarafgangi en fram- kvæmdin lyktað í 7.200 m.kr. tapi. Fjárlög síðasta árs hafi og gert ráð fyrir 630 m.kr. rekstrarafgangi en lykti trúlega í 5.000 m.kr. halla. Miðað við reynslu þessara tveggja ára væri líklegt að fmmvarp, sem gerði ráð fyrir 3.000 m.kr. halla, endaði í útfærslu upp á margmillj- arða halla - í tveimur tölustöfum. Þingmenn tóku sér matarhlé um klukkan hálf átta. Halda átti umræð- unni áfram klukkan hálf níu í gær- kveldi. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum ívetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 28. október verða til viðtals Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórn- ar og formaður Innkaupastofnunar Reykjavíkur, og Sigurjón Fjeldsted, formaður stjórn- ar SVR, í stjórn skólamálaráðs og fræðsluráðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.