Morgunblaðið - 27.10.1989, Side 27

Morgunblaðið - 27.10.1989, Side 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989 Minning: Jón H. Sveinsson fyrrv. bryggjuvörður Fæddur 27. október 1891 Dáinn 18. október 1989 Mig langar hér með örfáum fá- tæklegum orðum að kveðja hann afa minn, sem lést þann 18. þessa mánaðar á Sólvangi í Hafnarfirði. Hann afi var alltaf í mínum huga svo stór og sterkur, hann var hár og þrekinn vexti og _ mér fannst hann fallegur maður. Eg man hvað það var alltaf hlýtt að halda í hönd- ina á honum þegar maður var að koma til hans á Hverfísgötuna, ég sat stundum og hélt í hana og tal- aði við hann um daginn og veginn og það hvað ég væri að aðhafast þá stundina. Mér fannst erfítt að sjá hversu gamall og lúinn hann var orðinn nú síðustu árin, eflaust var bara erfitt að viðurkenna það vegna þeirrar myndar sem ég geymdi í huga mínum af honum. En ég er viss um að hanmer feginn hvíldinni sem nú er fengin.'svo lengi hafði hann beðið þessa. Hann er til moldar borinn í dag, 27. október, á 98. afmælisdegi sínum og ég er viss um að þetta er sú besta af- mælisgjöf sem hann hefði getað fengið. Það er svolítið skrýtið að vita ekki lengur af honum afa meðal okkar. Þó ég hafi lítið séð hann síðan hann fór úr húsinu á Hverfis- götunni, þá hugsaði ég oft til hans og þegar ég sá hann síðast sat hann bara og sagði ekki orð. Samt fannst mér gott að heimsækja hann, bara það að sjá hann yljaði mér. Minninguna um stóra myndar- lega manninn mun ég alltaf eiga og varðveita, hún lifir áfram þó hann sé horfinn. Mig langar að ljúka þessum skrifum með kvæði sem ég rakst á þegar ég var að fletta gam- alli afmælisdagabók. Þegar ég kom að afmælisdeginum hans, 27. októ- ber, þá var þetta skráð þar: En ástin er björt sem barnsins trú, hún blikar í Ijóssins geimi; og fjarlægð og nálægð fyrr og nú, oss fínnst þar i eining streymi Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. (Einar Benediktsson) Ég, pabbi, mamma, Vilborg syst- ir og aðrir í minni fjölskyldu kveðj- um afa og vonum að honum líði vel í þeim heimi, sem nú hefur tekið við honum. Guðrún Elva Sverrisdóttir Wélagslíf 1.0.0.F. 1 = 1711027872 = 9.1.* I.O.O.F. 12 = 17110278V2 = Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Bænavika Bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. Laugameskirkja Almennt safnaöarkvöld verður í Safnaðarheimili Laugarneskirkju föstudaginn 27. október kl. 20.30. Grétar Sigurbergsson, geðlæknir, ræðir um efnið: Af- brýðisemi. Dúfa Einarsdóttir syngur einsöng við undirleik Ann Toril Lindstad. Kaffiveitingar. Flelgistund í kirkjunni. Sóknarprestur. Fræðslustund í Grensáskirkju á morgun, laugardag kl. 10.00. Ásthildur Snorradóttir, kennari stýrir umræðuhópum um efnið: Líf í holdi - líf í Kristi. Kaffi og síðan bænastund kl. 11.15. Allir velkomnir. iBSj Útivist Haustblót á Snæfellsnesi 27.-29. okt. Ferð sem kemur á óvart. Ný gönguleið i óviðjafnanlegu um- hverfi. Sameiginleg máltíð á laugardagskvöld. Kvöldvaka. Sundlaug á staðnum. Heiðurs- gestur Kristján M. Baldursson. Fararstjóri Sigurður Sigurðar- son. Farmiöar og upplýsingar á skrifstofu, Grófinni 1. Munið: Góða gönguskó. Sjáumst! Útivist. Fjárlagafrumvarpið 1990 Ráðstenfa Félags viðskipta- og hagfræðinga um frumvarp til fjárlaga 1990 verður haldin í Holiday Inn mánudaginn 30. október nk. kl. 15-18. Dagskrá: 1. Fjárlagafrumvarpið frá sjónarhóli stjórnmálanna: Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 2. Fjárlagafrumvarpið frá sjónarhóli hagfræði- og efnahagsstjórnar: Már Guðmundsson, efnahagsráðunautur fjármálaráðuneytisins, Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur Vinnuveitendasambands íslands. 3. Fjárlagafrumvarpið frá sjónarhóli vinnumarkaðarins og atvinnufyrirtækja. Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verkamannasambands íslands, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands. Ráðstefnustjóri er Lára Margrét Ragnarsdóttir. Ráðstefnan er öllum opin. Þátttökugjald er kr. 1.000,-. Stjórnendur fyrirtækja - viðskipta- og hagfræðingar: Þetta er ráðstefna sem þið megið ekki missa af. mSmrnMm félag VIÐSKIPTAFRÆÐINGA W//^E ■■ OG HAGFRÆÐINGA SJALPSTÆDISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Ungir sjálfstæðismenn á Vesturlandi Stofnfundur kjördæmissamtaka Stofnfundur kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna á Vestur- landi verður haldinn laugardaginn 28. október nk. kl. 20.00 í Sjálf- stæðishúsinu á Akranesi. Gestir fundarins verða Friðjón Þórðarson, alþingismaður og Davið Stefánsson, formaður SUS. Fundarstjóri verður Guðlaugur Þór Þórð- arson, fyrsti varaformaður SUS. Undirbúningsnefndin. Norðurlandskjördæmi eystra Aðalfundur kjördæmisráðs verður haldinn á Dalvik laugardaginn 28. október í Víkurröst og hefst kl, 9.30 f.h. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar og gjaldkera. 2. Stjórnmálaályktun, umræður og afgreiðsla. 3. Við upphaf þings: Halldór Blöndal, alþingismaður. 4. Kl. 12.00 sameiginlegur hádegisverður. 5. Sveitastjórnarmál - sveitastjórnarkosningar. Fjögur erindi. Umræður. 6. Kosningar, ákvörðun árgjalds. 7. Önnur mál. Stjórn kjördæmisráðs. Félag sjálfstæðismanna í Vestur- og miðbæjarhverfi Aðalfundur félags sjálfstæðismanna í Vest- ur- og miðbæjarhverfi verður í Valhöll, Háa- leitisbraut 1, mánudaginn 30. október kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gesturfundarins verður Friðrik Sophusson, alþingismaður. Stjórnin. Akranes Sjálfstæðiskvennafélagið Bára heldur al- mennan félagsfund mánudaginn 30. október kl. 20.30 i Sjálfstæöishúsinu, Heiðargerði. Gestur fundarins verður Guðrún Zöega, formaður Hvatar. Kaffiveitingar. Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Félag sjálfstæðismanna í Bakka- og Stekkjahverfi Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Bakka- og Stekkja- hverfi verður hald- inn í Valhöll þriðju- daginn 31. október kl. 18.15. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestir fundarins verða Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúi, og Júlíus Hafstein, borgatfulltrúi. Stjórnin. síminn HORt^s‘ ikaUsta; óKeyp's 09 Pan,aðu PÓSTVERSLUN SÍMI 91-53900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.