Morgunblaðið - 27.10.1989, Page 30

Morgunblaðið - 27.10.1989, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Einn af frúmþáttunum fjór- um er jörðin. Fyrir vikið eru jarðarmerkin, Naut, Meyja og Steingeit, að mörgu leyti lík, þó annað sé ólíkt. Jörð Merking jarðarinnar er skýr í daglegri tungu. Hún táknar hið áþreifanlega, eða afskipti af því líkamlega og hagnýta. Jörðin er táknræn fýrir heim raunsæis og heilbrigðrar skynsemi. Raunsœi Hugmyndir sem ekki er hægt að heimfæra upp á raun- veruleikann í umhverfmu og hafa lítið sjáanlegt og hag- nýtt gildi eiga ekki upp á pallborðið hjá jarðarmerkjun- um. Það er því svo að hin dæmigerðu Naut, Meyjur og Steingeitur eru allra merkja raunsæjust en eiga einnig til að vera þröngsýn og oft og tíðum afturhaldssöm og lok- uð fyrir nýjum hugmyndum. Jörðin sér einungis það sem er, en á erfitt með að sjá það sem gæti orðið. „Ertu nú viss um að þú sért ekki að bulla, Sigurður minn. Getur þú sannað að þú hafir rétt fyrir þér?“ íhaldssemi Jarðarmerkin hafa því til- hneigingu til að vinna á móti breytingum. Þau eiga til að brotna undan þrýstingi vegna skorts á sveigjanleika og tregðu við að aðlaga sig nýj- um aðstæðum. íhaldssemi og þvermóðskuháttur getur því orðið þeim fjötur um fót. Ytri vegtyllur Jarðarmerkjunum hættir til að vera of jarðbundin. Þau lifa oft of mikið fyrir vinnu, steinsteypu, húsgögn, pen- inga og það að sýnast vel stæð og virðuleg. Þau eru því oft og tíðum snobbuð. Ytri vegtyllur skipta of miklu en innri persónugerð of litlu. Þau eiga einnig til að hafna listum, andlegum málum og öðru sem ekki er síður mikit- vægt þó í fijótu bragði sé ekki hægt að snerta á gildi þess. Hér er fyrst og fremst verið að tala um neikvæða möguleika hins dæmigerða jarðarmerkis. Nautnir Annar mögulegur veikleiki er að jarðarmerkin eiga til að lifa of mikið fyrir líka- mann og það að borða, drekka fullnægja skynfærun- um. í ást er hið líkamlega oft og tíðum látið skipa of stóran sess, t.d. á kostnað tilfinninga. Dugnaður Styrkur jarðarmerkjanna er fólginn í dugnaði og hæfi- leika til að framkvæma áætl- anir sínar. Jarðarfólkið er Iagið við að gera draum að veruleika, er raunsætt og sér veröldina eins og hún er, en ekki eins og það óskar sér að hún væri. Það spjarar sig því oft vel í daglegu lífi. Uppbygging Annar éiginleiki Nauta, Meyja og Steingeita er hæfi- leiki þeirra til að byggja upp. Jarðarmerkin eru sífellt að hlaða við hús sitt. Þau nýta það sem fyrir hendi er og bæta við það. Alvara í skapi eru öll jarðarmerkin alvörugefin og frekar þung. Þau eru heldur hlédræg, ef ekki feimin, þá varkár og aðgætin. Abyrgðarkennd er sterk og það sem einu sinni var ákveðið skal standa. Lof- orð eru efnd og áætlanir framkvæmdar. GARPUR GRETTIR ( Nú PyZJAK HRYLUL£GAST/) V_ HLUTI AdVNDARINNAI? /" é& get ekki horft.'s esoj\ r/ / (W ÞAÐ Hlgyu-IIE6T?) BRENDA STARR LJÓSKA EG HE-FAPEIMS notad /MiM ElölMORPALLT /VUTT FERDINAND SMÁFÓLK GRAMPA WA5 WORRIEPTHAT HE U)A5 GETTIN6 FOR6ETFUL..NOU), HE HA5 ALOORSE LUORRV... Ali hafði áhyggjur útaf því að hann væri orðinn gleym- inn ... nú hefúr hann verri áhyggjur ... Nú segist hann vera farinn að muna hluti sem aldrei gerðust___ NOLO, HE SAYS HE'S REMEMBERIN6 THING5 THAT NEVER HAPPENEP.. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vandamál sagnhafa er mjög hversdagslegt: ágiskun í tromp- litnum. A hann að svína gosan- um eða taka ÁK? Suður gefur; enginn á hættu. Vestur ♦ D1098 VDGIO ♦ 73 + K987 Norður ♦ K52 ¥K4 ♦ 8642 ♦ 10543 Austur 4- V97653 ♦ DG109 + DG62 Suður ♦ ÁG7643 V Á82 ♦ ÁK5 *Á Vestur Norður Austur Suður — — — 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 3 hjörtu Pass 4 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Útspil: hjartadrottning. Ef spaðinn skiptist 2—2 eða 3—1 verður sagnhafi svo sann- arlega að giska á réttu íferðina. En í þessari legu losnar hann við allar getgátur (og líka ef austur á fjórlitinn í spaða). Það skiptir engu máli hvemig sagn- hafí hyggst fara í spaðann, hann ætti altént að búa sig undir þessa legu með því að drepa fyrsta slaginn heima og taka laufás áður en hann spilar spaða á kóng. Þá getur hann notað innkom- ur blinds til að trompa þijú lauf heima. Síðan spilar hann einfald- lega þrisvar tígli og bíður eftir tveimur síðustu slögunum á ÁG í spaða. Umsjón Margeir Pétursson Á stóra opna móti stórmeistara- sambandsins í Moskvu í maí kom þessi staða upp í skák sovézka alþjóðameistarans Kharitonov (2.505), sem hafði hvítt og átti leik, og búlgarska stórmeistarans Spiridonov (2.400). Menn hvíts standa mun betur en þeir svörtu og nú fléttaði Sovét- maðurinn glæsilega: 26. Rf6+! — Kh8 (Svartur verður mát eftir 26. — gxf6, 27. Dg4+ - Kh8, 28. Hg4.) 27. BxhG! - Rd7 (Svartur mátti hvorugan manninn drepa, 27. — gxh6, 28. Dd3 — Kg7, 29. Hf3 og mátar, eða 27. — gxf6, 28. Dh5 — Bxh6, 29. Dxh6+ — Kg8, 30. Hg3 mát.) 28. Re8! - Hxe8, 29. Hxe8 - gxh6, 30. De7! og svartur gafst upp, því hann er gersamlega leik- laus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.