Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBIAÐIP ffÖSTUDAGUR.27.-OKTÓBER 1989 3L fclk í fréttum KOFUW Islendingur selur köfiinarferðir í Florida Segja má að Hrafnhildur Ólafs- dóttir hafi heldur betur söðlað um er hún flutti til Orlando í Florida í sumar. Hún átti að baki 15 ára starf hjá Flugleiðum, lengst af á söluskrifstofu fyrirtækisins í Lækj- argötu, en gerðist sölustjóri hjá fyr- irtæki vestra sem heitir Ocean Qu- est og gerir út skemmtiferðarskip fyrir köfunaráhugamenn. Skipið, sem heitir Ocean Spirit, siglir á lítt troðnar slóðir í vestur Karíbaeyjum. Má nefna Belize, Bahíaeyjanna Gu- anaja og Roatan sem tilheyra Hond- uras og Cozumeleyja undan Yucat- anskaga og tilheyra Mexíkó. Gert er út frá St. Petersburg í Florída sem er mörgum íslendingum að góðu kunn borg, eða öllu heldur bað- strandarútbærinn St.Petersburg Be- ach. En í hverju er starf Hrafnhildar fólgið? „Ég fer á milli ferðaskrif- stofa og aragrúa verslana sem selja búnað til köfuhar, til þess að kynna ferðir þær sem fyrirtækið býður. Þetta eru vikuferðir, frá sunnudegi til sunnudags, og er skipið hið glæsi- legasta að öllu leyti. 170 manna áhöfn er um borð, m.a. sérþjálfað starfsfólk til að liðsinna gestum, en skipið tekur 320 manns ef allir eru í tvíbýli," segir Hrafnhildur. En er þetta vinsælt? „Tvímælalaust og verður æ vin- 'sælla. Froskköfun og köfun með í „gamla daga" á söluskrifetofu Flugleiða ásamt stallsystur sinni. Hrafn- hildur með skip- stjóra Ocean Spirit, Grikkj- anum Louk- snorku er eitt vinsælasta tómstund- argaman fólks á suðlægari slóðum, ekki síst í Florída og í hitabeltinu þar fyrir sunnan, enda er sjórinn 25 til 30 gráðu heitur og furðuheimur við kóralrifin. Þá er vikusigling um. Karíbahafið og Mexíkóflóann sérs- takt ævintýri og staðirnir sem heim- sóttir eru fáfarnir og frumstæðir," segir Hrafnhildur. ASt. Skemmtiferðaskipið Ocean Spirit. Hólmfríður Arnadóttir við eitt verka sinna. LIST Hólmfríður vakti athygli í Svíþjóð Hólmfríði Árnadóttur var ný- lega boðið að halda einkasýn- ingu á pappírsverkum í Linköping í Svíþjóð og var það menningar- málanefnd þeirrar borgar sem stóð fyrir boðinu. Hólmfríður þekktist boðið og vakti sýning hennar at- hygli og var vel sótt. Hólmfríður sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir skömmu, að hún hefði ætlað að halda sýningu hérlendis fljót- lega, en nýjustu verk hennar mörg hver hefðu selst á sýningunni í Linköping og því yrði hún að fresta um sinn áformum um sýningu hér heima Hólmfríður hefur haldið tvær einkasýningar í Reykjavfk og á undanförnum árum hefur hún tekið þátt í ýmsum alþjóðlegum samsýn- ingum, auk þess sem hún hefur unnið ýmis verk í íslenskar kirkjur. Hólmfríður segist sækja yrkisefni sitt vítt og breytt, en ekki síst til „hinnar tæru íslensku náttúru." DISNEYLAND Barnakarl í banastuði James Danforth Quayle, hinn orð- heppni varaforseti Banda- ríkjanna, er annálaður barnakarl og þykir ungur í anda. Quayle var nýverið staddur í Flórída til að fylgj- ast með móti nokkurra bestu golf- leikara Bandaríkjanna en varafor- setinn mun vera áhugasamur mjög um þá íþrótt. Fjölskyldan var með í för og vakti það athygli við- staddra hversu mjög Quayle var umhugað um að skemmta börnum sínum þeim, Benjamin, Corinne og Tucker. Þegar hlé var gert á golf- mótinu brá fjölskyldan sér í skemmtigarð Disney-fyrirtækisins þar sem myndin var tekin er Qua- yle þeyttist um svæðið í kappakst- ursbíl, sem dóttirin, Corinne, ók og skemmti sér sýnilega konunglega. Sjónarvottar höfðu á orði óvenju- margir fullorðnir, frakkaklæddir menn með sólgleraugu hefðu leigt kappakstursbíla þennan dag en ónefndur maður, sem kvaðst vera þaulkunnugur reglum þeim sem gilda um öryggi Bandaríkjaforseta og undirsáta hans, sagði að þar hefðu verið á ferðinni lífverðir vara- forsetáns. Nýr 3 hæða skemmtistaður Höfðartil .fólksíöllum starfsgreinum! í Kaupmannahöf n FÆST f BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG A RAOHÚSTORQI HVISL leikurfyrirgesti Ölversíkvöld. Maturframreiddur íhádeginu og d kvöldin tilkl. 22.00. Opiðfrákl. 11.30-15.00 og 18.00-03.00. SHUSIfl GLÆSIBÆ FOSTUDAGUR: Hljómsveit Hilmars Sverrissonar ogAnna Vilhjálms leika fyrir dan^jtvöld og laugardagskvöld. Opiðfrákl. 22.00 til 03.00. Rúllugjaldkr.750,- DAGSKRá T NðVEMBER: 3. og 4. nóv. Finnur Eydal og hljómsveit. (Bítlavinkonur gamlárskvöld). SP#RT KLUBBURIIMN BORGARTÚNI32 í kjallara: Ölkrá með lifandi músik um helgar Opið frá kl. 18.00-03.00. 1. hæð: Amerískur billjard við undirleik nýjustu tónlistarinnar Opið frá kl. 11.00-23.30. 2. hæð: Rólegt og huggulegt umhverfi í enskum billjard. Opið frá kl. 11.00-23.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.