Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 27. OKTOBER 1989
37
Þessir hringdu ..
Um barnaverndarmál
Kona hringdi:
„ Það birtist nýlega heil opna
í Morgunblaðinu um meðferð
málleysingja og hvernig fólk fer
illa með dýrin. Þetta virðist vera
vinsælt umræðuefni og ekkert
nýtt að heyra talað um Dyra-
verndunarfélag íslands. Þetta er
bara þó nokkuð gamalt félag sem
sjálfsagt gerir sitt gagn, enda
starfar það sjálfstætt en ekki á
vegum ríkisins. Hins vegar hefur
það dregist úr hömlum að stofna
sjálfstætt félag til verndar börn-
um sem mörg hver sæta illri
meðferð í þjóðfélaginu einmitt af
völdum þess opinbera. Hvernig
væri að fjalla um meðferð þeirra
barna sem lenda í kerfinu sem
bitbein foreldra sinna. Hver
treystir sér til að opna umræðu
um barnaverndarmál á íslandi í
Morgunblaðinu og skrifa um það
nokkrar opnur. Þorir enginn að
opna munninn. Ég skora á blaða-
menn að taka þessi mál til með-
ferðar. Ný barnaverndarlög eru
í deigunni og aldrei meiri þörf
fyrir umræðu um þessi mál en
einmitt nú. Allir eru samála um
að börnin séu það dýrmætasta
sem þjóðin á en ýmsu varðandi
meðferð barnaverndarmála á ís-
landi þyrfti að fara betur."
Kettlingur
Stálpaður kettlingur fór að
heiman frá sér að Sólheimum 25
fyrir nokkru. Hann er svartur
með hvíta bringu og maga, hvítar
hosur og svartan depil á hö-
kunni. Vinsamlegast hringið í
síma 686875 eftir kl. 16 ef sést
hefur til kisa.
Úlpa
12 ára drengur tapaði rauðri
Humelúlpu í Hafnarfirði.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 54968.
Buxur
Ástyrningar athugið. Ef þið
hafið í fórum ykkar svartar galla-
buxur nr. 165 (númerið hefði
getað dottið af) þá er þeirra sárt
saknað. Vinsamlegast hafið sam-
band í síma 53406.
Frakki
Svartur rykfrakki er í óskil-
um. Hann hékk í fatahengi veit-
ingarsalar Hótels Loftleiða að
kvöldi 21. október. Lyklakippa
er í einum vasanum. Eigandinn
er beðinn að hringja í síma
53629.
Gullhringur
Trúlofunarhringur tapaðist
14. október. Finnandi er vinsam-
legast beðinn um að hringja í
síma 670882. Fundarlaun.
Næla
Næla sem er eins og laufblað
í laginu tapaðist í Sóknarheimil-
inu eða þar fyrir utan. Finnandi
er vinsamlegast beðinn að
hringja í síma 625886.
Ákeyrsla
Ekið var á grænan Colt sem
lagt var við Digranesveg í Kópa-.
vogi sunnudagskvöldið 22. októ-
ber milli kl. 20 til 24. Sá sem
tjóninu olli eða þeir sem urðu
vitni að ákeyrslunni eru beðir
um að hringja í Mögnu í síma
43189 eða 37260.
Dagbók
Svört dagbók merkt Pétur
Sigurðsson tapaðist fyrir
nokkru. Finnandi er vinsamleg-
ast beðinn að hringja í síma
74773.
Friðum
• *
rjupuna
Til Velvakanda.
Á hverju ári hefst hið árlega
rjúpnaveiðitímabil. Veiðimenn æða
upp um fjöll og firnindi í leit að
rjúpu. Og viti menn. Sama er uppi
á teningnum ár eftir ár. Einhver
veiðimaðurinn villist og hjálpar-
sveitir eru kallaðar út í leit. En
sportinu skal haldið áfram hvað sem
það kostar þjóðfélagið. Um hverja
helgi yfir rjúpnaveiðitímabilið eru
mörg hundruð rjúpur skotnar - ekki
af þörf, nei, aðeins vegna sportsins.
Hættum drápinu og veljum ann-
að í jólamatinn. Að endingu vil ég
hvetja alla þá sem fará með þessi
mál til að þeir beiti sér fyrir að
þessi fallegi fugl verði friðaður en
ekki skotinn.
Guðný M. Gunnarsdóttir
NÝKOMNAR NÝJAR,ÓDÝRAR VEG6FLÍSAR
Kársnesbrout 106. Slmi 48044
Veitíngahúsið Óðinsvé býður nú upp á gómsæta, ranuníslenska villibráðarrétti. Á matseðlinum má m.a.
finua rjúpu, gæs, skarf, hreindýr, svartfugl og hval.
VILLIBRÁÐ VIÐ ÓÐINSTORG
Þessa daga býður veit-
ingahúsid ódinsvé við
Óðinstorg gestum sfnum
upp á sérstakan villibráð-
armatseðil, eins og er við
hæfi á þessum tíma árs.
í eldhúsinu í Óðinsvéum
er fylgst vel með árstíðun-
um og þessa daga er verið
að matreiða girnilega
rétti úr íslenskri villibráð.
Á matseðlinum má m.a.
finna gæs, skarf, svart-
fugl, hreindýr og hina
sívinsælu hvalasteik. Ekki
má gleyma rjúpunni, en
hún verður matreidd á
ýmsan nýstárlegan máta,
til dæmis heilsteikt.
Villibráðarmatseðillinn
stendur til boða fimmtu-
dagskvöld til sunnudags-
kvölds en hádegisverð-
argestir geta einnig valið
á milli villibráðarrétta á
hagstæðu hádegisverði.
Þegar líða fer að jólum
munu matreiðslumeistar-
ar Óðinsvéa síðan bjóða
upp á sitt sígilda danska
jólahlaðborð, tíunda árið
í röð.
Auglýsing
ÆTTARMOT
Ættarmót niðja Agnars Braga Guðmundssonar og Guð-
rúnar Sigurðardóttur frá Fremstagili, Langadal, Austur-
Húnavatnssýslu, verður haldið í
Nf-fý E3S2?1"'
sunnudaginn 12. nóvember og hefst kl. 15.
Þátttaka tilkynnist fyrir 6. nóvember til eftirfarandi aðila:
Agnar Hannesson, sími 75034,
íris H. Bragadóttir, sími 73198,
Þórdís Sigurgeirsdóttir, sími 25874.
VETRARHJOLBARÐAR
Nýir fólksbflahjólbarðar
HANKOOK frá Kóreu.
Mjög lágt verð.
STÆRÐIR: STÆRÐIR:
145R12 175/70R13
155R12 185/70R13
135R13 175R14
145R13 185R14
155R13 185/70R14
165R13 195/70R14
175X13 165R15
Gerið kjarakaup
Sendum um allt land
BARÐINN,
Skútovogi 2, Reykjavik.
91-30501 og 84844.
FR0STMAR HF.
Vegna hlutafjáraukningar er til sölu
hlutafé í Frostmar hf., sem er framleið-
andi tilbúinna fiskrétta.
Upplýsingar eru veittar á skrifstofunni,
Fiskislóð 88, Rvík, sími 622560 og hjá
Kristjáni E. Guðmundssyni í síma 16926
og Árna Þormóðssyni í síma 622326.
Stjórn Frostmar hf.
T0PPTILB0D
Kuldaskór
kr. 2.990.-
Stærðir: 36-42
Litur: Svartur
Efni: Gori-tex
Tegund: 54780
Ath.: Gori-texefnið er vatnshelt, lipurt og sterkt.
Einnig komu fleiri gerðir.
5% staögreiðslucrf sláttur
Póstsendum samdægurs
l£ff<
KRINGMN
KMUCSNU
S. 689212
~*?^—SKOsom
VELTUSUNDI 1
21212