Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 38
* 38 ■MORG:yWSbAfc>IP IÞROI HlRffl()KTÓBKR ip8p: ÍÞfémR FOLK ■ TONY Adams, fyrirliði Arse- nal, skrifaði undir fimm ára samn- ing við félagið í gær, sem gefur honum 500 þús. pund í eigin vasa. hann fær 2000 pund í laun á viku. ■ NOEL Blake, varnarmaður Leeds, óskaði eftir að vera settur á sölulista hjá félaginu í gær. ■ BRIAN Clough, framkvæmda- stjóri Nottingham Forest, skrifaði undir nýjan tveggja ára samning ■* við félagið í gær. Hann hefur verið hjá Forest í fimmtán ár, en tuttugu og eitt ár sem „stjóri" hjá Derby og Forest. I PETER Shreeves, John Lyall og Lawrie McMenemy eru nú orð- aðir við framkvæmdastjórastöðuna hjá Reading. ■ SPARTAK frá Moskvu varð sovéskur meistari í knattspyrnu í 12. sinn. Spartak lék gegn Dyn- amo Kiev í síðustu umferð á mánu- daginn og sigraði 2:1 eftir að Ya- leri Schmarov hafði gert sigur- markið er tvær mínútur voru komn- ar fram yfír venjulegan leiktíma. ^ ■ ROBERTO Rojas, markvörður og fyrirliði landsliðs Chile í knatt- spyrnu, var dæmdur af FIFA í lífstíðar knattspyrnubann á mið- vikudaginn. Auk þess var honum bannað að koma nálægt knatt- spymu á einn eða annan hátt í þijá mánuði og knattspymusamband Chile var gert að greiða 31.000 dollara (um 1,9 millj. ísl. kr.) í sekt. Rojas var uppvís að leikaraskap í ; leik Chile og Brasilíu í undan- keppni HM. Þá fullyrti hann að hafa orðið fyrir flugeldi og var bor- inn „meiddur" af velli, en viður- kenndi hjá FIFA að fiugeldurinn hefði lent fjarri sér og hann hefði gert sér upp meiðslin. ■ MEHMED Bazdarevic, lands- liðsmaður Júgóslavíu í knatt- spyrnu, var dæmdur í árs bann með landsliðinu fyrir að hrækja á dómar- ann í leik Júgóslavíu og Noregs í HM. „Erfitt að ganga fram hjá Gudna Arsenal leikur gegn Oldham ENGLANDSMEISTARAR Arse- nal drógust gegn Oldham í 16-liða úrslitum ensku deildar- bikarkeppninnar. Leikurinn fer fram á Boundary Park í Old- ham. Tottenham leikur einnig á úti- velli - gegn Tranmere, sem sló Millwall út úr keppninni. Dregið var í gær og varð drátturinn þannig: Derby County - West Bromwich Albion, Manchester City - Coventry, Aston Villa eða West Ham - Middlesbrough eða Wimble- don, Oldham - Arsenal, Tranmere Rovers - Tottenham, Swindon eða Bolton - Sout- hampton, Exeter - Sunderland eða Bour- nemouth, Crystal Palace eða Nottingham Forest - Everton. LÍFIÐ HEFST FTRIR OFAN 90 KM HRABA! Grínmynd í sérflokki Sýnd kl. 5-7-9-11 þegar landsliðsþjálfari íslands verður ráðinn," segir Gunnar Sigurðs- son, stjómarmaður KSÍ og formaður 21 árs landsliðsnefndarinnar GUÐNI Kjartansson, landsliðs- þjálfari 21 árs landsíiðsins í knattspyrnu, er nú sterklega inni í myndinni sem næsti landsliðsþjáifari íslands. „Það verður erfitt að ganga fram hjá Guðna - eftir þann árangur sem hann hefur náð með 21 árs landsliðið. Liðið tapaði ekki nema einum leik í Evrópu- keppninni. Árangur liðsins er sá besti sem náðst hefur,“ sagði Gunnar Sigurðsson, stjórnarmaður Knattspyrnu- sambands íslands og formaður 21 árs landsliðsnefndarinna. Strákarnir stóðu sig mjög vel gegn Vestur-Þjóðveijum. Eins og gegn Hollendingum léku þeir eins og þeir sem valdið hafa. Árang- ur liðsins er glæsilegri þegar að því er gáð að keppnistímabilinu á ís- landi lauk fyrir nær tveimur mánuð- um,“ sagði Gunnar. Leikmenn íslenska Iiðsins voru undir smásjánni í Saarbrúcken. „Það var varla hægt að þverfóta fyrir „njósnurum" frá Hollandi, Oft er rætt um dómara og frammistöðu þeirra á Ieikvell- inum og hafa menn þá oft mismun- andi skoðanir. Núna í vetur er ætl- unin að vera með stuttar greinar. hér í Morgunblaðinu á þriðjudögum, þar sem farið verður yfir ýmislegt varðandi leikreglur og skýrð atriði sem upp kunna að koma, lesendum til glöggvunar. Þá verða einnig kynntar þær skýringar við leikreglurnar sem tek- ið hafa gildi síðan í fyrra, en sjálfar leikreglurnar eru óbreyttar. Mönn- um til glöggvunar, þá er rétt að skýra frá því, að leikreglum í hand- knattleik má aðeins breyta á íjög- urra ára fresti, þ.e. á árinu eftir Ólympíuleika, sem sagt næsta breyting er ekki leyfð fyrr en árið 1993 og tækju þær breytingar þá gildi 1. ágúst það ár. Áður en farið verður í skýringar og leikreglur, er rétt að skýra ör- stutt frá því hvernig dómaramálum er háttað hér á landi. Dómaranefnd HSÍ, sem skipuð er 3 mönnum, er æðsti aðili innan- lands um túlkun leikreglna. Hún hefur einnigyfirumsjón með mennt- un dómara, bæði nýliða sem og þeirra sem eru starfandi. Þá hefur nefndin einnig öll erlend samskipti á sinni könnu. Handknattleiksdómarasamband íslands (HDSÍ), sem er samtök allra dómara í handknattleik, vinnur með dómaranefnd HSI við námskeiða- hald og endurmenntun dómara, enda skipar hún einn nefndarmanna í dómaranefnd. HDSÍ hefur einnig á sinni könnu skráningu á dómurum og sér um málefni dómara og gæt- ir að réttindum dómarar. Dómaranefndir HSÍ og HDSÍ tilnefna hvor um sig einn mann og sjá þeir um að raða dómurum á leiki. Þeir leggja til grundvallar það álit sem eftirlitsdómarar gefa á dómurum og hvernig dómarar hafa staðið sig í bæði skriflegum og líkamlegum prófum. Dómaranefnd sér annars um að skipuleggja starf eftirlitsmanna og fær sendar skýrsl- ur frá þeim um frammistöðu dómar- anna. Flestir eftirlitsmannanna eru fyrrverandi milliríkja- eða fyrstu- deildardómarar eða menn sem hafa verið innan handknattleiksins í fjölda ára, bæði sem leikmenn og/eða þjálfarar. Það er von okkar að þessar grein- ar geti skýrt ýmislegt, sem vefst fyrir mönnum í sambandi við leik- reglur og dómgæslu, og ef ein- hveijir hafa áhuga, þá er þeim vel- komið að senda inn fyrirspumir til Morgunblaðsins merktar „Morgun- blaðið, íþróttir — Dómarahornið" og mun ég þá koma með skýringar svo fljótt sem auðið er. Með kveðju. Dómaranefnd HSÍ Kjartan K. Steinbach formaður Guðni Kjartansson. Melody anderson Peter Boyle DONNA DIXON JOHN CANDY JOE FLAHERTY Eugene LEVY tim matheson Brooke Shields as Brooke Shields IHX Belgíu, Noregi og V-Þýskalandi. Ég ræddi við Hannes Löhr, fyrrum leikmann með Köln og þjálfara v-þýska ólympíulandsliðsins, eftir leikinn og lýsti hann hrifningu á leikmönnum íslenska liðsins,“ sagði Gunnar. „Ég sé ekki annað en Guðna verði boðið landsliðsþjálfarastarf- ið,“ sagði Gunnar. Guðni er ekki ókunnugur íslenska landsliðinu. Hann var fyrirliði íslands á árum áður og þá hefur hann náð bestum árangri sem landsliðsþjálfari. ís- lenska landsliðið lék fimmtán leiki undir hans stjórn 1980 og 1981. Fimm unnust, fjórum sinnum varð jafntefli og sex leikir töpuðust. Árangur er 46,6%. Landsliðið skor- aði 22 mörk, en fékk á sig 31. '• Guðni tók við landsliðinu í sumar þegar Siegfried Held hætti og stjórnaði liðinu til sigurs, 2:1, gegn Tyrkjum. Leikreglum má aðeins breytaá fjögurra ára f resti Rúnar Kristinsson. Rúnar á OldTrafford Rúnar Kristinsson, sem hefur verið hjá enska liðinu Liverþool undanfarnar tvær vikur, gerir ráð fyrir að leika tvo leiki með varaliði ensku bikarmeistaranna á næst- unni. „Ef allt gengur að óskum verð ég með gegn Manchester United á Old Trafford 4. nóvember og síðan á Anfield 7. nóvember gegn Notts County,“ sagði Rúnar við Morgunblaðið. Rúnar lék með íslenska 21 árs landsliðinu í Saar- briicken og hélt þaðan aftur til Li- verpool í gær. HANDBOLTI IMorrænn þjálfaraskóli? Stefnt er að því að koma á norrænum þjáifaraskóla í hand- knattleik. Fulitrúar Norðurlandaþjóðanna ræddu það á fundi Evrópuþjóða á Kýpur um helgina, og er stefnt að því að fyrstu „kennslustundirnar“ fari fram í Danmörku á vori komanda, nánar tiltekið í maí. Rætt var um að hver Norðurlandaþjóð sendi 10 þjálf- ara; frá 1. deildarfélögum og landsliðsþjálfara. í framhaldi af þessu er stefnt að því að halda slíkt námskeið annað hvert ár, í viku til tíu daga í senn. __________________ KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ KNATTSPYRNA / ENGLAND DOMARAHORNIÐ ENGLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.