Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 38
38 MOKGUyqLAftlÐ JÞRO-k-lJRffiStftyty^Qp. QKTÓBER 1989- l ÍÞPfallR FOLK ¦ TONY Adams, fyrirliði Arse- nal, skrifaði undir fimm ára samn- ing við félagið í gær, sem gefur honum 500 þús. pund í eigin vasa. hann fær 2000 pund í laun á viku. ¦ NOEL Blake, varnarmaður Leeds, óskaði eftir að vera settur á sölulista hjá félaginu í gær. ¦ BRIAN Clough, framkvæmda- stjóri Nottingham Forest, skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við félagið í gær. Hann hefur verið hjá Forest í fimmtán ár, en tuttugu og eitt ár sem „stjóri" hjá Derby og Forest. ¦ PETER Shreeves, John Lyall og Lawrie McMenemy eru nú orð- aðir við framkvæmdastjórastöðuna hjá Reading. ¦ SPARTAK frá Moskvu varð sovéskur meistari í knattspyrnu í 12. sinn. Spartak lék gegn Dyn- amo Kiev í síðustu umferð á mánu- daginn og sigraði 2:1 eftir að Va- leri Schmarov hafði gert sigur- markið er tvær mínútur voru komn- ar fram yfir venjulegan leiktíma. ¦ ROBERTO Rojas, markvörður og fyrirliði landsliðs Chile í knatt- spyrnu, var dæmdur af FIFA í lífstíðar knattspyrnubann á mið- vikudaginn. Auk þess var honum bannað að koma nálægt knatt- spyrnu á einn eða annan hátt í þrjá mánuði og knattspyrnusamband Chile var gert að greiða 31.000 dollara (um 1,9 millj. ísl. kr.) í sekt. Rojas var uppvís að leikaraskap í leik Chile og Brasilíu í undan- keppni HM. Þá fullyrti hann að hafa orðið fyrir flugeldi og var bor- inn „meiddur" af velli, en viður- kenndi hjá FIFA að flugeldurinn hefði lent fjarri sér og hann hefði gert sér upp meiðslin. ¦ MEHMED Bazdarevic, lands- liðsmaður Júgóslavíu í knatt- spyrnu, var dæmdur í árs bann með landsliðinu fyrir að hrækja á dómar- ann í leik Júgóslavíu og Noregs í HM. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ „Erfitt að ganga fram hjá Guðna - þegar landsliðsþjálfari [slands verður ráðinn," segir Gunnar Sigurðs- son, stjórnarmaður KSÍ og formaður 21 árs landsliðsnefndarinnar GUÐNI Kjartansson, landsliðs- þjálfari 21 árs landsíiðsins í knattspyrnu, er nú sterklega inni í myndinni sem næsti landsliðsþjálfari íslands. „Það verður erf itt að ganga f ram hjá Guðna - eftir þann árangur sem hann hefur náð með 21 árs landsliðið. Liðið tapaði ekki nema einum leik í Evrópu- keppninni. Árangur liðsins er sá besti sem náðst hefur," sagði Gunnar Sigurðsson, stjórnarmaður Knattspyrnu- sambands íslands og formaður 21 árs landsliðsnefndarinna. Strákarnir stóðu sig mjög vel gegn Vestur-Þjóðverjum. Eins og gegn Hollendingum léku þeir eins og þeir sem valdið hafa. Árang- ur liðsins er glæsilegri þegar að því er gáð að keppnistímabilinu á ís- landi lauk fyrir nær tveimur mánuð- um," sagði Gunnar. Leikmenn íslenska liðsins voru undir smásjánni í Saarbrucken. „Það var varla hægt að þverfóta fyrir „njósnurum" frá Hollandi, Guðni Kjartansson. HANDBOLTI Norrænn þjálfaraskóli? Stefnt er að því að koma á norrænum þjáifaraskóla í hand- knattleik. Fulltrúar Norðuriandaþjóðanna ræddu það á fundi Evrópuþjóða á Kýpur um helgina, og er stefnt að því að fyrstu „kennslustundirnar" fari fram 5 Danmörku á vori komanda, nánar tíltekið í maí. Rætt var um að hver Norðurlandaþjóð sendi 10 þjálf- ara; frá 1. deildarfélögum og landsliðsþjálfara. í framhaldi af þessu er stefnt að því að halda slikt námskeið annað hvert ár, í viku til tíu daga í senn. - - Lf FIÐ HEFST FYBIR OFAN 90 KM HRAÐ A! MELODY anderson peter boyle donna dixon john candy joe flaherty eugene levy tim matheson BROOKE SHIELDS as Brooke Shields THE SMOTHERS BROTHERS €ÆMMSWÆÆÆÆ JFIEVIEÆ Grínmynd ísérfíokki Sýnd kl. 5 - 7 - 9 - 11 ENGLAND Belgíu, Noregi og V-Þýskalandi. Ég ræddi við Hannes Löhr, fyrrum leikmann með Köln og þjálfara v-þýska ólympíulandsliðsins, eftir leikinn og lýsti hann hrifningu á leikmönnum íslenska liðsins," sagði Gunnar. „Ég sé ekki annað en Guðna verði boðið landsliðsþjálfarastarf- ið," sagði Gunnar. Guðni er ekki ókunnugur íslenska landsliðinu. Hann var fyrirliði íslands á árum áður og þá hefur hann náð bestum árangri sem landsliðsþjálfari. ís- lenska landsliðið lék fimmtán leiki undir hans stjórn 1980 og 1981. Fimm unnust, fjórum sinnum varð jafntefli og sex leikir töpuðust. Árangur er 46,6%. Landsliðið skor- aði 22 mörk, en fékk á sig 31. '» Guðni tók við landsliðinu í sumar þegar Siegfried Held hætti og stjórnaði liðinu til sigurs, 2:1, gegn Tyrkjum. DOMARAHORNIÐ Leikreglum má aðeins breytaá fjögurra ára f resti Oft er rætt um dómara og frammistöðu þeirra á leikvell- inum og hafa menn þá oft mismun- andi skoðanir. Núna í vetur er ætl- unin að vera með stuttar greinar. hér í Morgunblaðinu á þriðjudögum, þar sem farið verður yfir ýmislegt varðandi leikreglur og skýrð atriði sem upp kunna að koma, lesendum til glöggvunar. Þá verða einnig kynntar þær skýringar við leikreglurnar sem tek- ið hafa gildi síðan í fyrra, en sjálfar leikreglurnar eru óbreyttar. Mönn- um til glöggvunar, þá er rétt að skýra frá því, að leikreglum í hand- knattleik má aðeins breyta á fjög- urra ára fresti, þ.e. á árinu eftir Ólympíuleika, sem sagt næsta breyting er ekki leyfð fyrr en árið 1993 og tækju þær breytingar þá gildi 1. ágúst það ár. Áður en farið verður í skýringar og leikreglur, er rétt að skýra ör- stutt frá því hvernig dómaramálum er háttað hér á landi. Dómaranefnd HSÍ, sem skipuð er 3 mönnum, er æðsti aðili innan- lands um túlkun leikreglna. Hún hefur einnig yfirumsjón með mennt- un dómara,. bæði nýliða sem og þeirra sem eru starfandi. Þá hefur nefndin einnig öll erlend samskipti á sinni könnu. Handknattleiksdómarasamband íslands (HDSÍ), sem er samtök allra dómara í handknattleik, vinnur með dómaranefnd HSÍ við námskeiða- hald og endurmenntun dómara, enda skipar hún einn nefndarmanna Rúnar Kristinsson. Rúnar á Old Trafford Rúnar Kristinsson, sem hefur verið hjá enska liðinu Liverþool undanfarnar tvær vikur, gerir ráð .fyrir að leika tvo leiki með varaliði ensku bikarmeistaranna á næst- unni. „Ef allt gengur að óskum verð ég með gegn Manchester United á Old Trafford 4. nóvember og síðan á Anfield 7. nóvember gegn Notts County," sagði Rúnar við Morgunblaðið. Rúnar lék með íslenska 21 árs Iandsliðinu í Saar- briicken og hélt þaðan aftur til Li- verpool í gær. í dómaranefnd. HDSI hefur einnig á sinni könnu skráningu á dómurum og sér um málefni dómara og gæt- ir að réttindum dómarar. Dómaranefndir HSÍ og HDSÍ tilnefna hvor um sig einn mann og sjá þeir um að raða dómurum á leiki. Þeir leggja til grundvallar það álit sem eftirlitsdómarar gefa á dómurum og hvernig dómarar hafa staðið sig í bæði skriflegum og líkamlegum prófum. Dómaranefnd sér annars um að skipuleggja starf eftirlitsmanna og f ær sendar skýrsl- ur frá þeim um frammistöðu dómar- anna. Flestir eftirlitsmannanna eru fyrrverandi milliríkja- eða fyrstu- deildardómarar eða menn sem hafa verið innan handknattleiksins í fjölda ára, bæði sem leikmenn og/eða þjálfarar. Það er von okkar að þessar grein- ar geti skýrt ýmislegt, sem vefst fyrir mönnum í sambandi við leik- reglur og dómgæslu, og ef ein- hverjir hafa áhuga, þá er þeim vel- komið að senda inn fyrirspurnir til Morgunblaðsins merktar „Morgun- blaðið, íþróttir — Dómarahomið" og mun ég þá koma með skýringar svo fljótt sem auðið er. Með kveðju. Dómaranefnd HSÍ Kjartan K. Steinbach formaður KNATTSPYRNA / ENGLAND Arsenal leikur gegn Oldham EIMGLANDSMEISTARAR Arse- nal drógust gegn Oldham í 16-liða úrslitum ensku deildar- bikarkeppninnar. Leikurinn fer f ram á Boundary Park í Old- ham. Tottenham leikur einnig á úti- velli - gegn Tranmere, sem sló Millwall út úr keppninni. Dregið var í gær og varð drátturinn þannig: Derby County - West Bromwich Albion, Manchester City - Coventry, Aston Villa eða West Ham - Middlesbrough eða Wimble- don, Oldham - Arsenal, Tranmere Rovers - Tottenham, Swindon eða Bolton - Sout- hampton, Exeter - Sunderland eða Bour- nemouth, Crystal Palace eða Nottingham Forest - Everton.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.