Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 40
m
EINKAREIKNINGUR ÞINN
ÍIANDSBANKANUM-
m$mMmHb
sjotoHalmennar
FEiAG FOLKSINS
FOSTUDAGUR 27. OKTOBER 1989
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
Starfandi utanríkisráðherra um endurvinnslustöðina í Dounreay:
Stöðin andstæð tilgangiog
anda Parísarsamningsins
Forsætisráðherra sendir Bretum harðorð mótmæli
STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra sendi Margaret
Thatcher, forsætisráðherra Breta, skeyti í gær þar sem hann mótmæl-
ir harðlega áformum brezkra stjórnvalda um að byggja endurvinnslu-
stöð fyrir kjarnorkuúrgang í Dounreay í Skotlandi. Jón Sigurðsson,
starfandi utanríkisráðherra, kallaði í gær Richard Best, sendiherra
Breta, á sinn fund og lýsti áhyggjum íslenzkra stjórnvalda vegna
veitingar leyfis til byggingar stöðvarinnar.
Jón Sigurðsson vísaði til fyrri
mótmæla íslenzkra stjórnvalda frá
20. maí á síðasta ári, en þar kom
fram að áhyggjur íslendinga væru ¦
fyrst og fremst vegna hættu á
T slysi, sem gæti leitt til mjög skað-
legrar geislavirkni í hafi eða and-
rúmslofti. „Hafstraumareðavindar
geta borið slíka mengun til íslands
eða hafsvæðanna umhverfis það.
ísland er nær Dounreay en Cherno-
byl var til dæmis þeim sænsku land-
svæðufn, sem urðu illa úti í Cherno-
bylslysinu," sagði Jón Sigurðsson í
samtaii við Morgunblaðið. „Líkurn-
ar á slysi í verksmiðjunni sjálfri
kunna að vera litlar, en hættan hlýt-
ur að fylgja flutningum, hvort sem
"^" er sjóleiðina eða loftleiðina."
Jón sagði að íslendingar hefðu
áður vísað til Parísarsamningsins
um mengun frá landstöðvum. „Við
höfum minnt á að það samnings-
svæðið nær yfir mikilvæg fiskimið
fyrir íslenzkan sjávarútveg, norsk-
an og færeyskan ogað aðilar að
samningnum eru skuldbundnir til
að koma í veg fyrir og reyna að
uppræta mengun í lífríki hafsins
vegna losunar á geislavirkum efn-
um. Við teljum að þetta sé líka
skuldbindandi fyrir samningsaðila
varðandi áform um byggingu nýrra
stöðva. Við teljum að svona bygg-
ingar eða aukna endurvinnslu kjar-
naúrgangs megi aðeins leyfa ef
¦**¦ Parísarnefndin samþykkir slíkar
aðgerðir, enda feli þær ekki í sér
hættu á mengun á samningssvæði
þessa samkomulags." Aðspurður
hvort íslenzk stjórnvöld teldu bygg-
ingu stöðvarinnar andstæða París-
arsamningnum, sagði Jón að þau
teldu hana andstæða anda hans og
Ný biblía
árið 2000
STEFNT er að því að hið opin-
, bera og þjóðkirkjan standi saman
a^að útgáfu nýrrar bibiíu árið 2000,
á 1000 ára afmæli kristnitökunn-
ar. Þetta kom fram í máli herra
Olafs Skúlasonar biskups á blaða-
mannafundi í lok kirkjuþings.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra ræddi á ríkisstjórnar-
fundi í síðustu viku tillögu kristni-
tökunefndar þjóðkirkjunnar og
Biblíufélagsins um að stjórnin
myndi huga að fjárveitingu til að
fá fræðimenn til að vinna að nýrri
þýðingu gamla testamentisins úr
frummálinu, hebresku og hlaut hún
^ góðar undirtektir.
Aðalmál kirkjuþings var safnað-
aruppbygging, sem á að tileinka
1000 ára afmæli kristnitökunnar
árið 2000 og verða aðalmál kirkj-
unnar næsta áratuginn. Biskup átti
fyrir skömmu fund með forseta ís-
lands, forsætisráðherra og forseta
sameinaðs Alþingis um undirbúning
afmælisins, og sagði hann að undir-
tektir ríkisstjórnarinnar væru
árangur af þeim fundi.
tilgangi.
„Þar sem lífsafkoma íslenzku
þjóðarinnar byggist á sjávarfangi
og mikil hætta á mengun af völdum
kjarnorku fylgir starfrækslu endur-
vinnslustöðvar, hlýt ég að fara þess
á leit að þessi áform verði endur-
skoðuð," segir í skeytinu sem
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra sendi Margaret Thatcher
forsætisráðherra Breta í gær.
Jón Baldvin Hannibalsson, ut-
anríkisráðherra, sem er erlendis,
hyggst taka mál þetta upp á fundi
sínum með brezka utanríkisráð-
herranum, sem fyrirhugaður er
næstkomandi mánudag. John May-
or, sem gegnt hefur embætti ut-
anríkisráðherra Breta í fáeina mán-
uði, tók við embætti fjármálaráð-
herra með iitlum fyrirvara í gær
er Nigel Lawson sagði af sér. Do-
uglas Hurd hefur tekið við embætti
utanríkisráðherra. Að sögn Jóns
Sigurðssonar hefur íslenzkum
stjórnvöldum ekki verið tilkynnt
neitt um breytingar á fyrirhuguðum
fundi utanríkisráðherra landanha
og sagðist hann gera ráð fyrir að
af honum yrði.
Iðnaðarráðherra á Iðnþingi:
Halldór Laxness hjá brjóstmynd, sem afhjúpuð var í Landsbóka-
safninu í gær, en þá átti Halldór 70 ára rithöfundarafmæli. Sjá
frásögn á bls. 4: Akveðið að helga skáldinu stað í Þjóðarbók-
hlöðunni.
Nauðsynlegt að gengisskráning
krónunnar verði endurskoðuð
Tímabært að kanna hvort æskilegt sé að íslendingar tengist myntsam-
starfi Evrópubandalagsins til að draga úr sveiflum raungengis
JÓN Sigurðsson, iðnaðarráðherra, sagði við setningu 43. Iðnþings
í gær að aðkallandi væri orðið fyrir bæði stjórnvöld og hagsmuna-
aðila að hyggja að leiðum til að draga úr þeim sveiflum í raun-
gengi íslensku krónunnar sem tíðkast hafa. Segir iðnaðar- og
viðskiptaráðherra nauðsynlegt að endurskoða fyrirkomulag geng-
isskráningar íslensku krónunnar og m.a. kanna hvort æskilegt
væri að íslendingar tengist með einum eða öðrum hætti myntsam-
starfi Evrópubandalagsríkja, svo og að endurskoða stefnuna í
málefnum sjávarútvegs í grundvallaratriðum.
Iðnaðarráðherra gerði einnig
þinginu grein fyrir hugmyndum
um stækkun álversins í
Straumsvík, viðræðunum við Atl-
antal-fyrirtækjahópinn, og virkj-
unaráformum, sem þeim tengjast.
Ráðherra greindi frá því að í
viðræðunum við Atlantal-hópinn
hafi verið lögð áhersla á að
íslenskir aðilar hefðu forgangsrétt
að verktöku og þjónustu við bygg-
ingu álversins. Hann sagði einnig,
að Islendingar ættu þess kost að
kaupa ákveðinn hluta — t.d. 5%
— af aukinni framleiðslu álvers-
ins. Þetta væri gert ti) að skapa
forsendur fyrir uppbyggingu úr-
vinnsluiðnaðar úr áli hér á landi.
Á .Iðnþingi kom einnig fram,
að samkvæmt bráðabirgðaniður-
stöðum athugunar, sem Rann-
sóknarstofnun byggingariðnaðar-
ins er að vinna að fyrir Landssam-
band iðnaðarmanna, hækkar virð-
isaukaskattur vísitölu byggingar-
kostnaðar um 11,5% að öðru
óbreyttu. Frá þessu skýrði Harald-
ur Sumarliðason, forseti Lands-
sambands iðnaðarmanna, í setn-
ingarræðu sinni. Haraldur benti
einnig á, að þessi hækkun myndi
leiða til um 4% hækkunar láns-
kjaravísitölu.
Sjá frétt af Iðnþingi bls. 3
Fjárlagaírumvarp:
Dilkakjöt mun hækka
um 10% en ekki lækka
- segirEgillJónsson
VIÐ umræðu á Alþingi í gær
um fjárlagafrumvarp fyrir árið
1990 greindi Egill Jónsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins frá
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Tugir
árekstra
íhöfúð-
borginni
Yfir tuttugu
árekstrar voru
tilkynntir til lög-
reglunnar í
Reykjavík frá
klukkan 21 til 24
í gærkvöldi. Um
klukkan 21 í
gærkvöldi byrj-
aði að snjóa og
myndaðist þá
mikil hálka á
götum borgar-
innar. Að sögn
lögreglunnar eru
bílar flestir illa
búnir til aksturs
í snjó.
því að samkvæmt útreikningum
sem hann hefði látið gera, myndi
dilkakjó't hækka um 10% um-
fram verðlagsforsendur, að
óbreyttum forsendum fjárlaga,
en ekki lækka um 10% eins og
talað hefði verið um.
Egill benti á það við umræðuna
að samkvæmtfjárlagafrumvarpinu
væri gert ráð fyrir að samtals
væru til ráðstöfunar um 5 milljarð-
ar til niðurgreiðslna, eða óbreytt
krónutala frá þessu ári. Kvað hann
að gera. mætti ráð fyrir að verð-
lagsforsendur yrðu svipaðar á
næsta ári og þessu, eða 25% verð-
bólga. Taldi hann ljóst að það
dæmi gengi ekki upp að á sama
tíma og verðlag hækkaði og niður-
greiðslustigi væri haldið óbreyttu
að verðlag á landbúnaðarvöru
lækkaði.
Egill sagði að í fjárlagafrum-
varpinu væri falin aðför gegn land-
búnaði og bændum og að það
stangaðist á við búfjárræktar- og
jarðræktarlög. Til dæmis gerði
frumvarpið ráð fyrir 110 milljóna
króna greiðslum til bænda vegna
framkvæmda á þessu ári og því
næsta, en fyrir lægi að vangoldnar
greiðslur til bænda næmu 211
milljónum.