Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 40
\ez\ EINKAREIKNINGUR Þ/NN í LANDSBANKANUM m SJOVADEALMENNAR FÉLAG FÓLKSINS FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Starfandí utanríkisráðherra um endurvinnslustöðina í Dounreay: Stöðin andstæð tilgangiog anda Parísarsamningsins Forsætisráðherra sendir Bretum harðorð mótmæli STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra sendi Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, skeyti í gær þar sem hann mótmæl- ir harðlega áformum brezkra stjórnvalda um að byggja endurvinnslu- stöð fyrir kjarnorkuúrgang í Dounreay í Skotlandi. Jón Sigurðsson, starfandi utanríkisráðherra, kallaði í gær Richard Best, sendiherra Breta, á sinn fund og lýsti áhyggjum íslenzkra stjórnvalda vegna veitingar leyfis til byggingar stöðvarinnar. Jón Sigurðsson vísaði til fyrri mótmæla íslenzkra stjórnvalda frá 20. maí á síðasta ári, en þar kom fram að áhyggjur íslendinga væru fyrst og fremst vegna hættu á slysi, sem gæti leitt til mjög skað- legrar geislavirkni í hafi eða and- rúmslofti. „Hafstraumar eða vindar geta borið slíka mengun til íslands eða hafsvæðanna umhverfis það. ísland er nær Dounreay en Cherno- byl var til dæmis þeim sænsku land- svæðum, sem urðu illa úti í Cherno- bylslysinu,“ sagði Jón Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið. „Líkurn- ar á slysi í verksmiðjunni sjálfri kunna að vera litlar, en hættan hlýt- ur að fylgja flutningum, hvort sem er sjóleiðina eða loftleiðina." Jón sagði að íslendingar hefðu áður vísað til Parísarsamningsins um mengun frá landstöðvum. „Við höfum minnt á að það samnings- svæðið nær yfir mikilvæg fiskimið fyrir íslenzkan sjávarútveg, norsk- an og færeyskan og að aðilar að samningnum eru skuldbundnir til að koma í veg fyrir og reyna að uppræta mengun í lífríki hafsins vegna losunar á geislavirkum efn- um. Við teljum að þetta sé líka skuldbindandi fyrir samningsaðila varðandi áform um byggingu nýrra stöðva. Við teljum að svona bygg- ingar eða aukna endurvinnslu kjar- naúrgangs megi aðeins leyfa ef l** Parísarnefndin samþykkir slíkar aðgerðir, enda feli þær ekki í sér hættu á mengun á samningssvæði þessa samkomulags." Aðspurður hvort íslenzk stjórnvöld teldu bygg- ingu stöðvarinnar andstæða París- arsamningnum, sagði Jón að þau teldu hana andstæða anda hans og Ný biblía áríð 2000 STEFNT er að því að hið opin- bera og þjóðkirkjan standi saman ^.að útgáfú nýrrar biblíu árið 2000, á 1000 ára afinæli kristnitökunn- ar. Þetta kom fram í máli herra Ólafs Skúlasonar biskups á blaða- mannafundi í lok kirkjuþings. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra ræddi á ríkisstjórnar- fundi í síðustu viku tillögu kristni- tökunefndar þjóðkirkjunnar og Biblíufélagsins um að stjórnin myndi huga að fjárveitingu til að fá fræðimenn til að vinna að nýrri þýðingu gamla testamentisins úr frummálinu, hebresku og hlaut hún góðar undirtektir. Aðalmál kirkjuþings var safnað- aruppbygging, sem á að tileinka 1000 ára afmæli kristnitökunnar árið 2000 og verða aðalmál kirkj- unnar næsta áratuginn. Biskup átti fyrir skömmu fund með forseta ís- lands, forsætisráðherra og forseta sameinaðs Alþingis um undirbúning afmælisins, og sagði hann að undir- tektir ríkisstjórnarinnar væru árangur af þeim fundi. tilgangi. „Þar sem lífsafkoma íslenzku þjóðarinnar byggist á sjávarfangi og mikil hætta á mengun af völdum kjarnorku fylgir starfrækslu endur- vinnslustöðvar, hlýt ég að fara þess á leit að þessi áform verði endur- skoðuð," segir í skeytinu sem Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sendi Margaret Thatcher forsætisráðherra Breta í gær. Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, sem er erlendis, hyggst taka mál þetta upp á fundi sínum með brezka utanríkisráð- herranum, sem fyrirhugaður er næstkomandi mánudag. John May- or, sem gegnt hefur embætti ut- anríkisráðherra Breta í fáeina mán- uði, tók við embætti fjármálaráð- herra með litlum fyrirvara í gær er Nigel Lawson sagði af sér. Do- uglas Hurd hefur tekið við embætti utanríkisráðherra. Að sögn Jóns Sigurðssonar hefur íslenzkum stjórnvöldum ekki verið tilkynnt neitt um breytingar á fyrirhuguðum fundi utanríkisráðherra landanna og sagðist hann gera ráð fyrir að af honum yrði. Halldór Laxness hjá bijóstmynd, sem afhjúpuð var í Landsbóka- safiiinu í gær, en þá átti Halldór 70 ára rithöfiindarafinæli. Sjá írásögn á bls. 4: Akveðið að helga skáldinu stað í Þjóðarbók- hlöðunni. Iðnaðarráðherra á Iðnþingi: Nauðsynlegt að gengisskráning krónunnar verði endurskoðuð Tímabært að kanna hvort æskilegt sé að f slendingar tengist myntsam- starfi Evrópubandalagsins til að draga úr sveiflum raungengis JÓN Sigurðsson, iðnaðarráðherra, sagði við setningu 43. Iðnþings í gær að aðkallandi væri orðið fyrir bæði sljórnvöld og hagsmuna- aðila að hyggja að leiðum til að draga úr þeim sveiflum í raun- gengi íslensku krónunnar sem tíðkast hafa. Segir iðnaðar- og viðskiptaráðherra nauðsynlegt að endurskoða fyrirkomulag geng- isskráningar íslensku krónunnar og m.a. kanna hvort æskilegt væri að íslendingar tengist með einum eða öðrum hætti myntsam- starfi Evrópubandalagsríkja, svo og að endurskoða stefiiuna í málefnum sjávarútvegs í grundvallaratriðum. Iðnaðarráðherra gerði einnig þinginu grein fýrir hugmyndum um stækkun álversins í Straumsvík, viðræðunum við Atl- antal-fyrirtækjahópinn, og virkj- unaráformum, sem þeim tengjast. Ráðherra greindi frá því að í viðræðunum við Atlantal-hópinn hafi verið lögð áhersla á að íslenskir aðilar hefðu forgangsrétt að verktöku og þjónustu við bygg- ingu álversins. Hann sagði einnig, að Islendingar ættu þess kost að kaupa ákveðinn hluta — t.d. 5% — af aukinni framleiðslu álvers- ins. Þetta væri gert til að skapa forsendur fyrir uppbyggingu úr- vinnsluiðnaðar úr áli hér á landi. Á Iðnþingi kom einnig fram, að samkvæmt bráðabirgðaniður- stöðum athugunar, sem Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðar- ins er að vinna að fyrir Landssam- band iðnaðarmanna, hækkar virð- isaukaskattur vísitölu byggingar- kostnaðar um 11,5% að öðru óbreyttu. Frá þessu skýrði Harald- ur Sumarliðason, forseti Lands- sambands iðnaðarmanna, í setn- ingarræðu sinni. Haraldur benti einnig á, að þessi hækkun myndi leiða til um 4% hækkunar láns- kjaravísitölu. Sjá frétt af Iðnþingi bls. 3 Fj árlagair um varp; Dilkakj öt mun hækka um 10% en ekki lækka - segir Egill Jónsson VIÐ umræðu á Alþingi í gær um fjárlagafrumvarp fyrir árið 1990 greindi Egill Jónsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins frá Tugir árekstra, íhöfiið- borginni Yfir tuttugu árekstrar voru tilkynntir til lög- reglunnar í Reykjavík frá klukkan 21 til 24 í gærkvöldi. Um klukkan 21 í gærkvöldi byij- aði að snjóa og myndaðist þá mikil hálka á götum borgar- innar. Að sögn lögreglunnar eru bílar flestir illa búnir til aksturs í snjó. Morgunblaðið/Árni Sæberg því að samkvæmt útreikningum sem hann hefði látið gera, myndi dilkakjöt hækka um 10% um- fram verðlagsforsendur, að óbreyttum forsendum Qárlaga, en ekki lækka um 10% eins og talað hefði verið um. Egill benti á það við umræðuna að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu væri gert ráð fyrir að samtals væru til ráðstöfunar um 5 milljarð- ar til niðurgreiðslna, eða óbreytt krónutala frá þessu ári. Kvað hann að gera_ mætti ráð fyrir að verð- lagsforsendur yrðu svipaðar á næsta ári og þessu, eða 25% verð- bólga. Taldi hann ljóst að það dæmi gengi ekki upp að á sama tíma og verðlag hækkaði og niður- greiðslustigi væri haldið óbreyttu að verðlag á landbúnaðarvöru lækkaði. Egill sagði að í ijárlagafrum- varpinu væri falin aðför gegn land- búnaði og bændum og að það stangaðist á við búfjárræktar- og jarðræktarlög. Til dæmis gerði frumvarpið ráð fyrir 110 milljóna króna greiðslum til bænda vegna framkvæmda á þessu ári og því næsta, en fyrir lægi að vangoldnar greiðslur til bænda næmu 211 milljónum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.